Þjóðviljinn - 26.07.1989, Page 7
(
í leit að
kjarnanum
Birgitta Jónsdóttir: Á Skagen var ég ómenguð
fyrir öllum ytri áhrifum
- Ég kann einverunni vel ef ég
fæ að ráða hvenær ég er ein. Það
er svo margt sem ég get gert,
segir Birgitta Jónsdóttir, 22. ára
skáldkona og myndlistarmaður.
Hún situr yfir sýningum í Hafnar-
borg, menningarmiðstöð Hafn-
arfjarðar í sumar, og þar er hún
líka með vinnustofu, svo hún get-
ur sinnt málverkinu, í það
minnsta hálfan daginn. Annars er
hún nýkomin frá Skagen í Dan-
mörku, þar sem hún var og mál-
aði og skrifaði í heilt ár og hafði að
öllu jöfnu ekki annan félagsskap
en hund og kött, nema þegar
móðir hennar átti leið um.
Danmerkurdvölinni lauk hún
með þremur myndlistarsýningum
í Skandinavíu. Hún sýndi olíu-
málverk og pastelmyndir í Jóns-
húsi í Kaupmannahöfn og í ís-
lendingahúsunum í Osió og
Lundi. f haust er hennar fyrsta
ljóðabók, Frostdinglar, væntan-
leg hjá Almenna bókafélaginu,
en áður hefur hún fengið birt eftir
sig ljóð í ljóðasafnbók Iðunnar,
Nýgræðingum, í Ljóðsporum,
nýju skólaljóðunum, og í Ljóða-
árbók Almenna bókafélagsins,
sem kom út í fyrra.
- Ég skrifaði mitt fyrsta Ijóð
þegar ég var fjórtán ára, meira
eða minna fyrir tilviljun, segir
hún, - það fékk ég birt í Helgar-
póstinum með smá-viðtali og það
var mér mikil hvatning til að
halda áfram. En ég var orðin sex-
tán eða sautján ára þegar ég fór
að yrkja af einhverri alvöru.
- Myndlistinni byrjaði ég á
þegar ég var eitthvað um átján
ára, líka fyrir tilviljun. Ég fór
eitthvað að prófa pastelliti og
varð mjög undrandi þegar ég sá
að ég gat þetta. Fólk hefur verið
mjög jákvætt á það sem ég er að
gera og það hefur verið mér mikil
hvatning til að halda áfram. Ég
fékk birtar eftir mig þrjár smá-
sögur með myndum eftir mig í
Þjóðlífi, og ljóð og mynd í Morg-
unblaðinu. Og svo gerði ég fyrsta
bókmennta og listaþátt útvarps
Rótar, blandaði þar saman tón-
list og ljóðum eftir mig. Þessu var
öllu mjög vel tekið og ýtti mér
áfram á þessa braut.
- Mamma studdi mig í því að
taka þetta ár í að mála og skrifa.
Hún keypti sér hús á Skagen í
fyrra og það var það stórt að ég
gat fengið vinnuaðstöðu þar. Ég
fékk arf eftir föður minnrreyndar
bara söluverð á bíl, en á því hef ég
lifað.
- Ég vann fjóra til fimm tíma á
dag og lærði mikið af þessu, en ég
kynntist engum. Ég ákvað að ég
væri komin þarna til að vinna og
það tekur svo mikla orku og tíma
að kynnast fólki, að ég sleppti því
alveg. Ég er frábitin símtækjum,
svo einu samskiptin voru bréfa-
skriftir, ég skrifaði stundum þrjú
til fjögur bréf á dag, og svo hitti
ég mömmu þegar hún kom við
heima.
Þurffti ekki
að leika
- Ég var ekkert einmana, því
þó ég sé öðrum þræði mikil fé-
lagsvera er ég líka mikill einveru-
púki. Ég er bókaormur, og svo
geri ég líka mikið af því að sitja og
kryfja hlutina. Ég fékk alla mína
útrás í að skrifa, og eins talaði ég
mikið við hundinn og köttinn, og
skrifaði vinkonu minni. Það er
mjög gott að skrifa hlutina niður,
þá er eins og maður sjái þá með
augum þriðja aðila og átti sig bet-
ur á kjarna málsins.
- Ég notaði þennan vetur til að
hugsa málin og gera upp við ýmis-
legt úr fortíðinni. Ég hef alitaf
verið mikið ein og aldrei átt
mikið af vinum. Ég á einn góðan
vin núna, og það er óskaplega
VAXVEGGUR
Sé það tilgangur
þjáningar að mýkja.
Þá er það steinhörð
staðreynd.
Mjúk rennur sorgin upp
storknar sem vax.
Utan um kjarnann er
styrkjandi veggur
ofinn úr marglitum
vaxdropum.
gott. En mér finnst að líf mitt hafi
verið ferill upp að þessu ári, Að
geta gert þetta.
- Faðir minn framdi sjálfs-
morð í fyrra, og ég held að það
hafi breytt miklu fyrir mig. Þegar
svona kemur fyrir verður maður
að setja sig í ákveðnar skorður.
Ég hef reynt að setja mig í hans
spor og reynt að skilja hann. Mér
finnst hann hafa verið ólíklegasta
manngerðin til þess að gera
þetta, en hann var samt mjög iok-
aður svo hann hefur kannski ekki
fengið neina útrás fyrir það sem
hann var að hugsa eða getað talað
við neinn.
- Eftir þennan vetur er ég orð-
in meira fyrir að kryfja hlutina.
Skoða þá frá öllum hliðum og
fara svo inn að kjarnanum. Og
svo fann ég hina sönnu sjálfsást.
Það að tii að geta elskað aðra
þurfi manni að þykja vænt um
sjálfan sig er eitthvað sem fólk
segir mikið, oft án þess að gera
sér grein fyrir því hvað það þýðir í
raun og veru. En ég held að mjög
margir séu alltaf með vissa minni-
máttarkennd-yfir hinu og öðru í
sjálfum sér án þess að vita hvers
vegna. Þetta eru yfírleitt hlutir
sem manni finnst óþægilegir og
getur ekki þótt vænt um, en í stað
þess að horfast í augu við þá og
fyrirgefa sér ýtir maður þessu ein-
hvers staðar undir yfirborðið og
líður svo illa fyrir bragðið.
- Á Skagen varð ég ekki fyrir
áhrifum af neinu nema tærum
hlutum eins og náttúrunni. Ég fór
að skilja viðbrögð mín við ýmsum
hlutum, tók upp margt sem mér
fannst neikvætt í mér, skoðaði
það nánar og áttaði mig á hvers
vegna það var og það var mesti
sigurinn. Að viðurkenna hlutinn í
stað þess að ýta honum á undan
mér. Mér fannst ég finna ein-
hvers konar trú eða geysilegan
kraft í gegnum þetta. Og svo los-
aði ég mig við fordóma gagnvart
fólki og gagnvart umhverfi mínu.
- Ef maður er aliur í einni
flækju er ekki hægt að finna til
neinna hreinna tilfinninga. Það
blandast allt. En þegar mér hafði
tekist að horfast f augu við hlut-
ina fann ég tii ástar á því sem næst
öllu. Yfir því að vera tii. Þetta var
eiginlega barnsleg gleði. Ég var
síbrosandi yfir öllu, hvaða smá-
atriði sem var, þó það væri ekki
nema fara út í búð. Og ég fann út
að um leið og maður er jákvæður
yfir hlutunum fær maður sömu
viðbrögð til baka. Annars er
eitthvað skrítið í gangi.
- Á Skagen þurfti ég ekki að
leika fyrir neinn. Ég var bara ég
sjálf og komst yfir þennan ótta
minn við fólk og gat hætt að
ganga með grímu, en það er
nokkuð sem ég hef verið mjög
gjörn á að gera. Ég var alveg ó-
menguð fyrir öllum ytri áhrifum,
fór að sofa klukkan átta á kvöldin
og á fætur klukkan fjögur á nótt-
unni. Ég gat aldrei byrjað að
mála fyrr en eftir miðjan dag, en
aftur á móti skrifaði ég á morgn-
ana. Það voru heilmikil viðbrigði
að að þurfa að breyta þessu þegar
ég kom aftur hingað.
Aldrei í
myndlistarskóla
Var ekkert erfitt að koma hing-
að og fara aftur að lifa „venju-
legu“ lífi?
- Ég var búin að undirbúa mig
mjög vel. Setja mig í steilingar til
þess að það yrði ekki of erf jtt, svo
það var í lagi. En það er erfitt að
þurfa að skera daginn í sundur
með vinnu fyrir aðra. Núna
vakna ég eidsnemma til að skrifa,
og er svo hér á vinnustofunni á
kvöldin.
Birgitta: Ég sé ekki tilganginn í því að brjóta fólk niður til þess að byggjé
það upp aftur eftir sínu höfði.
Mynd - Jim Smart.
- Þetta er samt erfiðara en ég
átti von á því það að búa hjá fjöl-
skyldu krefst auðvitað tíma í
mannleg samskipti og svo þarf að
hitta kunningja og vini. En á
sama tíma er það líka mjög gef-
andi. En ég hugsa að ég komi til
með að einangra mig aftur, því
mér fannst mjög gott að vera
þarna í einangruninni á Skagen.
Geturðu sagt mér eitthvað um
það sem þú málar?
- Ég er náttúrlega að segja frá
mínum tilfinningum og þó ég hafi
mínar skoðanir hef ég komist að
þeirri niðurstöðu að ég vilji ekki
vera að predika eitt eða neitt.
Fólk viil ekki fá hlutina beint
framan í sig. Ég nota litina mikið,
ætti eiginlega að láta litaskala
fylgja myndunum mínum. Til
dæmis er bleikt fyrir mér litur
dauðans, og blátt það besta sem
til er, litur lífsins og vonarinnar.
Ég hef þannig mína eigin túlkun á
flestum litum og nota þá líka
mjög mikið í ljóðunum mínum.
- Myndirnar koma allar úr
undirmeðvitundinni. Ég hef yfir-
leitt aldrei neitt ákveðið í huga
þegar ég byrja nema litina, og
stundum er útkoman allt önnur
en ég hugsaði mér í upphafi. Til
dæmis ætlaði ég einu sinni að
mála mjög glaðlegan dreng, en ég
held að það sé dapurlegasta
mynd sem ég hef gert.
- Ég hef aldrei farið í skóla til
að læra myndlist þvt mér finnst,
eftir því sem ég hef heyrt um slíka
skóla, að það hæfi mér ekki. Ég
sé ekki tilganginn í því að brjóta
fólk niður til þess að byggja það
upp aftur eftir sínu höfði. Út-
koman er oft svo svipuð að það
liggur við að það sé hægt að sjá á
verkum fólks í hvaða árgangi það
var í Myndlista- og handíðaskól-
anum. Þó sumir séu vissulega
nógu sterkir til að þola þessa
meðferð, held ég að þetta sé fckk-
ert fyrir mig.
- Það má líka spyrja sig um
réttmæti slíkra aðferða. Hvaða
tilgangi þær þjóna eiginlega. Það
hlýtur að vera hægt að kenna
myndlist á annan hátt. Þó það
taki kannski lengri tíma að læra
myndiist einn og með sjáifum sér
uppgötva ég hlutina á annan hátt,
og það veitir mér mikla gleði.
- Ég held að eini möguleikinn
fyrir mig sé að finna mér eldri
listamann sem vill kenna mér.
Okkar samband þarf að byggjast
á gagnkvæmri virðingu og vin-
áttu, annars gengur það ekki
upp. Ég held að ég hafi fundið
þessa manneskju, það er góð vin-
kona mín, sem ég hef mikið álit á.
Það kemst á hreint eftir nokkrar
vikur, en þá verð ég að flytja til
Mexícó, því þar býr hún núna. Ég
vona að af því geti orðið, því það
er líka eini möguleikinn sem ég
hef til að lifa mannsæmandi lífi og
sinna minni list.
Ertu með einhverjar sýningar í
bígerð?
- Ég sýni í Nibe í haust, það er
smábær um 20 mínútna keyrslu
frá Álaborg. Þar verð ég fyrst
með sýningu í galleríi og síðan
verður sýningin flutt yfir í krá í
nágrenninu. Svo sýni ég senni-
iega á ísiendingaviku sem verður
í haust í Álaborg, í húsi sem ís-
lendingar þar hafa aðgang að.
Og ljóðabókin kemur út i
haust.
- Já, Frostdinglar. Það er gam-
alt orð yfir grílukerti. Ég datt nið-
ur á þetta orð einhvern tímann
þegar ég var að gramsa í
draumará^ningabók fyrir mörg-
um árum. Ég varð svo hrifin af
því að ég ákvað að láta bókina
mína heita þegar þar að kæmi.
LG
Miðvikudagur 26. júlí 1989