Þjóðviljinn - 26.07.1989, Síða 11
LESANPI
VIKUNNAR
I DAG
Sigríður Arnardóttir dagskrárgerðarmaður. Mynd: Kristinn.
Tíminn í rúminu er of dýrmætur
til að nota hann í lestur
Hvað ertu að gera núna, Sig-
ríður?
„Ég sé um Barnaútvarpið hjá
Rás 1 og var að klára nám við
Háskóla íslands.“
Hvað varstu að gera fyrir tíu
árum?
„M var ég þrettán ára ung- ■
lingur með minnimáttarkennd í
Austurbæjarskólanum og alveg
hryllilega leiðinleg.“
Hvað ætlaðirðu að verða þcgar
þú yrðir stór?
„Ég man ekki nákvæmlega
hvað það var, en það var allavega
eitthvað þar sem ég yrði mikið á
fartinni og innan um mikið af
fólki. Og ég held að mér hafi tek-
ist það.“
Hver er uppáhalds tónlistin
þín?
„Það er engin ein tónlistar-
stefna sem ég hlusta meira á en
aðrar. Það er helst eitthvað gam-
alt og rómantískt.“
Hvaða frístundagaman hef-
urðu?
„Til dæmis að fara út á land, í
sumarbústað og ég hef mjög gam-
an af að rækta plöntur. Svo að
sinna menningarlífinu.“
Hvaða bók ertu að lesa núna?
„Núna er ég að lesa Leikhús-
morðið eftir Sven Wernström.
Það er framhaldssaga í Barn-
aútvarpinu. Svolítið róttæk bók
og skemmtileg."
Hvað finnst þér þægilegast að
lesa í rúminu?
„Ég les aldrei í rúminu. Mér
finnst það alltof dýrmætur tími og
ég vil helst nota hann til að spjalla
við manninn minn.“
Hvaða bók myndirðu taka með
þér á eyðiey?
„Ætli ég myndi ekki taka ein-
hverja bók á þýsku. Þá yrði ég að
læra þýskuna betur. Einhverja
þykka, þýska bók.“
Hver var uppáhalds barnabók-
in þín?
„Það voru nokkrar, til dæmis
Uppreisnin á barnaheimilinu og
Ali flugvélaræningi. Þetta voru
svolítið róttækar bækur sem
Þröstur frændi minn Haraldsson
lét mig hafa til að tryggja það að
ég yrði svolítið róttæk."
Hvaða dýr kanntu best við?
„Ég kann best við hunda og
fugla. Maðurinn minn hefur smit-
að mig af fuglaáhuganum.“
Hvað óttastu mest?
„Ég held að ég óttist stríð mest.
Stríð skemma allt, það er ekkert
hægt að gera þegar stríð geisar.
Samt er ég ekkert að velta mér
úpp úr þessum hugsunum, en
stríð óttast ég mest.“
Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
„Já. Ég kaus Alþýðubandalag-
ið síðast en ég sé eftir því, ég vildi
að ég hefði kosið Kvennalist-
ann.“
Hvaða stjórnmálamann langar
þig mest til að skamma?
„Æ, mér finnst þeir flestir
leiðinlegir. Allir þessir gömlu
karlar eru svo grautfúlir, en ég
veit ekki hvort það er einhver
einn.“
Er eitthvað í bíó sem þú ætlar
ekki að missa af?
„Já, nýju James Bond-
myndina. Ég er búin að sjá allt
annað sem er skemmtilegt.“
Er eitthvað í sjónvarpi sem þú
missir ekki af? '
„Já, ef það eru danskar eða
franskar myndir þá horfi ég alltaf
á þær. Svo eru þættir eins og Já!
sem ég horfi á, og þættir Helgu
Thorberg. Ég dey ekkert úr sorg
þótt ég missi af fréttum eins og
sumir."
En í útvarpi?
„Ég hlusta á Barnaútvarpið á
Rás 1 og svo er deildin mín með
Útvarp unga fólksins sem ég
hlusta líka á. Svo finnst mér Dæg-
urmálaútvarpið og útvarpsfréttir
alveg ómissandi og útvarpsleikrit
og Sinna. Það er fullt af skemmti-
legu efni í útvarpinu.“
Hvernig myndirðu leysa efna-
hagsvandann?
„Ég hugsa ég að ég myndi byrja
á að fá mér einhverja ráðgjafa, ég
held að ég gæti ekkert gert. Ann-
ars myndi ég reyna að jafna lífs-
kjörin, taka frá þeim sem hafa
alltof mikið því það er fullt af svo-
leiðis fólki. Láta þetta forríka
fólk skila því til baka sem það
hefur tekið og skipta því jafnt.
Það hlýtur að vera nóg til skipt-
anna.“
Hvaða kaffitegund notarðu?
„Enga sérstaka, ég sækist bara
eftir áhrifunum. Ég vil helst kaff-
ið hennar tengdamömmu, ég veit
ekki hvað það heitir.“
Hvað borðarðu aldrei?
„Gellur. Þær eru svo slepju-
legar.“
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
„Kannski í Danmörku, því það
er sá staður sem ég hef verið
lengst á. Ég myndi vilja búa í
smábæ sem heitir Dragör og er
rétt fyrir utan Kaupmannahöfn,
það er svo vinalegur staður."
Hvernig finnst þér þægilegast
að ferðast?
„Hjólandi, því maður er svo
mikið í tengslum við umhverfið á
hjóli.“
Hverju myndirðu svara ef þú
yrðir beðin um að verða forsætis-
ráðherra?
„Ég myndi segja nei takk og
benda á einhvern annan betri.
Mér finnst svona stjórnmála-
vafstur alveg sérstaklega óspenn-
andi og ég vorkenni þessu fólki af
öllu hjarta. En ég vil samt að ein-
hverjir góðir séu í þessu!"
Hvernig sérðu framtíðarlandið
fyrir þér?
„Ég held að sú þróun sem er
hafin, að fólk hugsi meira um um-
hverfisvernd, hljóti að halda
áfram og hætti að setja upp kjarn-
orkuvopn og henda kjarnorkuúr-
gangi í hafið. Ég er frekar bjart-
sýn á framtíðina og ég held að
þeir sem eru skynsamari hafi vit
fyrir hinum og taki í taumana.
Kannski það verði hins vegar
ekki fyrr en á síðustu stundu.“ .
Hvern telurðu merkastan at-
burð mannkynssögunnar?
„Mér finnst þetta alltof erfið
spurning til að geta svarað
henni.“
Hvaða spurningu langar þig til
að svara að lokum?
„Hver ánægjulegasti atburður-
inn á sumrinu hafi verið.“
Hver var ánægjuiegasti at-
burðurinn á sumrinu, Sigríður?
„Að klára Háskólann. Það er
alltaf gott að Ijúka einhverjum
áfanga.“
ns.
þJÓOVIUINN 26 júii FvrÍr 50 árum miðvikudagurí15. vikusumars. „Hver einasta stjórn sem hér hef- ip7-dagur ársins. Sólarupprá8 í ur komist til valda, - hver einasti ^ ®'VKlavik kl. 4.14 solarlag kl. flokkur, sembaristhefurfyrirað ‘“•ö ' komast í stjórn - hefur lofað því að skera niður bitlingana „að VÍÖÓU TÖÍ T dregið verði úr beinum, óþörfum eyðsluútgjöldum ríkissjóðs"... Nýjasta fólskubrag burgeisa- Og nú þegar íhaldið fór í flat- stéttarinnar. — Saklaus kven- sængina með, þá átti nú heldur maður settur inn upp ávatn og en ekki að láta til skarar skríða brauð. Glæpamennirnir í íhalds- móti bitlingunum... Enhvað flokknumgangaennlausir. (Fyr- gerðist? Það gerðistekkert...“, irsögníVerkalýðsblaðinu 1932.)
DAGBÓK
« qAjp tr Vestmannaeyjum: allavirka daga 15- 1t og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- all_ daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- abúðavikuna húsiðHúsavík:alladaga15-16og 21 .-27. júlí er í Árbæjaraþóteki og 19.30-20. Laugarnesapóteki. Fyrrnefndaapótekiðeropiðumhelgar VIIICI C/^T og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til YIVI l5Lt Ö1 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á Hjáiparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið nefnda. allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráögjöf i sálfræðilegum 1 AIJ efnum.Sími 687075. LvV7V7All MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá 'Revkiavík sími 1 11 66 kl. 8-17. Siminner 688620. „y * * KvennaróögjöflnHlaðvarpanumvestur- . Kópavogur simi 4 12 00 götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, Sel,i-nes Slml 1 84 55 fimmtudaga 13.30-15.30 ogkl. 20-22, Hafnarfj sími 5 11 66 sími21500,símsvari. Garðabær sími 5 11 66 Sjálfshjálparhóparþeirrasemorðið hafa Slökkvilið og sjúkrabilar: fyrirsifjaspellum.s.21500,simsvari. Reykjavík sími 1 11 00 Upplýsingarumeyðni.Simi 622280, Kópavogur sími 1 11 00 beintsambandviölækni/hjúkrunarfræðing Seltj nes sími 1 11 00 ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- j^a,nar,i Slm! ® ” °° Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Garðabær simi 5 11 00 Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. LjCltNAD Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga 91 -28539. frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- dögum allan sólarhringinn. Vitj- um' Si9,uni 3-alla Þnðiudaga, fimmtudaga anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- BnanavaW9rafínlqn0s0 oq hitaveitu- s pantanir í sima 21230. Upplýsingar um 273H. Rataagnsveita bilanavakt s.' lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sim- 686230 svara 18888. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 21260 alla virka daga kl. 1-5. 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 alinn: Göngudeildin er opin 20-21. og 22.00 áfimmtudagskvöldum. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan „Opið hús“ krabbameinssjúklinga sólahringinn sími 696600. Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- s33)!;s*,w"‘ simi 53722. Næturvaktlæknasimi 3 511 oo Samtök áhugafólks um alnæmis vand- Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. annsemviljastyðjaviðsmitaðaogsjúka cccnce „ °9 aðstandendur þeirra. Hrmgið i sima 91 - 51 °006 UPP yS n93r Um vaktlækna s- 22400 alla virkadaga. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. GENGIÐ , , 25. júlí SJUKRAHUS 1989 kl. 9.15. Heimsóknartímar:Landspitalinn:alla Sa,a daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: Bandaríkjadollar 58,48000 virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, v,erlH9HPMnd aa'^nnn og eftir samkomulagi. Fæðingardeiid II538O Landspitalans: 15-16. Feöratimi 19.30- NnrQk knSna r 41 ?nn 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- Sænskkróna 9,00400 spítalansHátúnilOB. Alladaga 14-20 Finnsktmark 13,72130 ogeftirsamkomulagi.Grensásdeild Franskurfranki 9,11190 Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar Belgískurfranki 1,47580 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Svissn. franki 35,87070 Barónsstig opinalladaga 15-16og hnRq°?n 18.3°-19.30. Landakotsspítali: alla líöK . a04282 daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Austurr sch 4,39120 heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 Pnrtiig esrnrin n36950 daglega.St. JósefsspítaliHafnadirði: Spánskur peseti 0,49280 alladaga15-16og19-19.30.Klepps- Japansktyen 0,41068 spítalinn:alladaga15-16og 18.30-19. írsktpund 82,59400
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 hnoöa 4
áreiðanlega 6 nuddi 7
þykkildi 9 grænmetis
12hysknar14henda
15 hljóöa 16 ótús 19
; sigaöi 20 kona 21 veiðir
Lóðrétt: 2 þreyta3
Ílma4tími5andi7
lögsagnarumdæmiö 8
hrekkur10þorir11
; gjöld 13 spil 17 eyri 18
jeira
Lausn á síöustu
krossgátu
Lárétt: 1 hála4sofa6
kát 7 tusk 9 ábót 12 litli
14 iða 15 tól 16 kerla 14
Stuö20endi21 rausn
Lóðrétt: 2 átu 3 akki 4
stal5fló7trissa8slak- .
ur10bitann11tældir
13tár17eða19les
Miðvikudagur 26. júli 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11