Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 10
Brennuliðiö hefur safnaö eldiviði í þjóðhátíðarbrennuna sem verður á sínum stað uppi á Fjósakletti og er það hald manna að hún verði sú stærsta sem þar hefur verið brennd til þessa. Mynd: Jim Smart. Formaður þjóðhátíðarnefndar er Arndís Sigurðardóttir. Nefndin hefur haldið á hundruð vinnustundum til undirbúnings þjóðhátíðarinnar. Mynd: Jim Smart. Þjóðhátíð 1989 Allar leiðir liggja til Allir helstu skemmtikraftar landsins verða áþjóðhátíð í Vestmannaeyjum dagana 4. -7. ágúst. Miðaverð óþúsund krónur. Flugleiðir með loftbrú milli lands og Eyja. Alltað verða klárt ogfólk þegarfarið að bókapláss Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefst í Herjólfsdal föstudaginn 4. ágúst eftir hádegi og lýkur hátíð- inni aðfaranótt mánudagsins 7. ágúst. Undirbúningur að hátíð- inni hefur staðið yfir allt frá ára- mótum þegar fimm manna þjóð- hátíðarnefnd tók til starfa en í ár er hún haldin á vegum knatt- spyrnufélagsins Týs. Þjóðhátíð þeirra Eyjamanna er fyrir löngu búin að skipa sér fastan sess í hugum landsmanna en upphaf hennar má rekja allt aftur til árs- ins 1874 þegar landsmenn héldu upp á 1000 ára búsetu hér á landi. Þá komust Eyjamenn ekki til lands og brugðu á það ráð að halda sína eigin þjóðhátíð í hér- aði og hefur svo verið allar götur síðan með örfáum undantekn- ingum. Undirbúningur hefur staðið yfír af fullum krafti, dagskráin er klár, verið er að leggja síðustu hönd á að reisa þjóðhátíðar- mannvirkin í Dalnum, danspalla og ýmsar skreytingar og sölubúð- ir. Þá hefur Brennuliðið safnað eldiviði í gríð og erg í þjóðhátíð- arbrennuna uppi á Fjósakletti. Stefnir í metaðsókn Að venju ríkir mikill áhugi á þjóðhátíð þeirra Eyjamanna meðal landsmanna og er fólk þegar farið að panta pláss, jafnt einstaklingar sem hópar. Flug- leiðir verða með loftbrú milli lands og Eyja þjóðhátíðardagana og hefur félagið ma. leigt Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar vegna flugsins. Þá verður Herj- ólfur í stöðugum ferðum milli lands og Eyja og einnig Valur Andersen og fleiri flugfélög verða með ferðir milli Suður- lands og Vestmannaeyja. Þeim sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig er ráðlagt að kynna sér þessa ferðamöguleika til Eyja sem fyrst því allt virðist stefna í mikla að- sókn á þjóðhátíð. Á síðustu þjóðhátíð voru um átta þúsund manns í Herjólfsdal og þá var sett lendingarmet á flugvellinum í Eyjum eða 126 lendingar á einum degi. Miða- verð fyrir einstaklinginn er 6 þús- und krónur en frítt inn fyrir börn og unglinga innan fermingarald- urs og hefur svo verið lengi. Ein- hverjum kann að þykja þetta miðaverð vera í hærri kantinum en þá má ekki gleyma því að verið er að kaupa sig inn á skemmtidagskrá sem inniheldur yfir 60 atriði frá morgni til morg- uns í þrjá sólarhringa. Búið er að velja hið árvissa þjóðhátíðarlag og að þessu sinni urðu hlutskarpastir Bræðurnir Brekkan með lagið í brekkunni. Vinningsliðið skipa þeir Laddi, Bjartmar, Stefán Ólafsson, Jón Ólafsson og fleiri mektarmenn. Að sögn formanns þjóðhátíðar- nefndar Arndísar SigurSardóttur bárust mörg lög í samkeppnina um þjóðhátíðarlagið og var það eitt erfiðasta verkefnið sem nefndin hefur fengið til þessa að velja vinningslagið sem þegar er farið að hljóma í viðtækjum landsmanna. Topp skemmtikraftar Allir helstu skemmtikraftar landsins verða á þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár sem og und- anfarin ár. Meðal þeirra sem fram koma eru Halli og Laddi, Ómar Ragnarsson, Bítlavinir, Sálin hans Jóns míns, Bjartmar Guðlaugsson, Bergþór Pálsson óperusöngvari, Jóhannes Krist- jánsson eftirherma, hljómsveitin Eyjamenn, Brúðubfllinn, Einar Sigurfinnsson oghljómsveit og fleira og fleira. Barnadansleikir verða síðdegis fyrstu tvo þjóðhá- tíðardagana en þá eru stanslaus skemmtiatriði. SérstakirBrekku- sviðstónleikar verða á sunnudeg- inum um miðjan dag þar sem Bítlavinafélagið kemur fram, Sálin hans Jóns míns, Halli og Laddi, Bjartmar og fleiri, en um kvöldið er þjóðhátíðarvarðeldur- inn þar sem allt uppí 10 þúsund manns hafa sungið saman einum rómi. Að auki verða hin hefðbundnu þjóðhátíðaratriði á sínum stað í dagskránni, svo sem þjóðhátíðar- brennan uppi á Fjósakletti sem staðarmenn telja að verði sú stærsta sem þar hefur brunnið frá landnámstíð. Sýnt verður bjarg- sig, flugeldasýning, brekkusöng- ur undir stjórn Arna Johnsens, Lúðrasveit Vestmannaeyja og fleira verður að sjálfsögðu á sín- um stað, hátíðarræða, guðsþjón- usta, íþróttir og dansleikir á hverri nóttu fram undir morgun. Þá má ekki heldur gleyma þætti Hrekkjalómafélagsins sem munu halda uppi merki prakkaranna en hvað þeir muni taka sér fyrir hendur hefur ekki verið gefið upp enda ekki til siðs að segja frá því sem á að koma á óvart. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.