Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 6
Lögreglan sneri við, og gafst upp á að elta fantinn. Ofsaakstur vitfimngs Punktarnir á íslandskortinu merkja Edduhótelin sextán. Viljir þú þægilega gistingu velur þú Edduhótel. Verðlag er þar sanngjarnt og andrúmsloftið notalegt. Það er ef til vill besti punkturinn. Edduhótelin eru á þessum stöðum: 1 Laugarvatni ML s: 98-61118 2 Laugarvatni HSL s: 98-61154 3 Reykholti s: 93-51260 4 Laugum Dalasýsiu s: 93-41265 5 Reykjum Hrútafírði s: 95-10004 6 Laugarbakka V-Hún s: 95-12904 7 Húnavöllum A-Hún s: 95-24370 8 Akureyri s: 96-24055 9 Hrafnagili s: 96-31136 10 Stórut jörnum s: 96-43221 11 Eiðum s: 97-13803 12 Hallormsstað s: 97-11705 13 Nesjaskóla s: 97-81470 14 Kirkjubæjarklaustri s: 98-74799 15 Skógum s: 98-78870 16 Hvolsvelli s: 98-78187 FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • iceland • Tel; 354-(9>l-2S855 Telex - 2049 Tclebx: 354 (9>1-<Ö5895 Þau brugðu sér norður til Akur- eyrar með fluginu um daginn. Hann hafði fengið ádrátt um vinnu í nokkra daga, hún ætlaði bara að flatmaga í sólinni í garð- inum hjá systur sinni og pjakkur- inn átti að fá að sletta úr klaufun- um með frændsystkinum sínum. Og á meðan hann gekk á með kalsa og úrhelli fyrir sunnan, skein sólin nyrðra og þetta var eiginlega ekki lakara en á Ibiza um árið. Svo teygðist á vinnunni hjá honum. Þetta varð löng skorpa við bygginguna, staðið við fram á kvöld og oft óþrifalegt, heimili systurinnar á Brekkunni undirlagt og henni fannst hún vera fyrir. Fór að velta því fyrir sér að nóg væri komið, að maður væri ekki endalaust velkominn o.s.frv. og þótt hann rigndi í Reykjavík þá ætti hún samt heima þar og að þar væri skást að vera; drengur- inn líka farinn að sakna leikfélag- anna. Svo bauðst henni skyndilega far. Einhver kunningi systurinnar sagðist vera að fara suður í kvöld, „strax í kvöld, ekki seinna en snemma," og þeir bara tveir í bílnum, henni því velkomið að fljóta með og drengnum líka. Hún var ekki lengi að taka sig saman. Þau voru tilbúin um kvöldmatarleytið eins og um var talað. Drengurinn orðinn óþolin- Vatnaveiði Hai Ji^ ' lll kvatna- veiðimanna Handhægt ritfyrirþá sem vilja rennafyrir silung Nýlega kom út gagnleg bók fyrir þá sem leggja stund á sil- ungsveiði eða hyggjast gera út á slík mið, „Vatnaveiðihandbókin". Guðmundur Guðjónsson blaða- maður er höfundur bókarinnar, en hann hefur á undanfömum árum ritað mikið í blöð og tímarit um lax- og silungsveiði. I ritinu er aö finna upplýsingar um fiest silungsveiðivötn á ís- landi, eða rösklega hálft þriðja hundrað vatna. Leiðsögn um veiðar í þeim fylgir og hvar menn geta nálgast veiðileyfi. Fjölmarg- ar loftljósmyndir af veiðivötnum og veiðisvæðum prýða bókina. Leiðsögn um veiðistaði er veitt um fjölda vatna. Enginn veiði- maður á því lengur að þurfa að velkjast í vafa um hvar heppi- legast sé að kasta færinu út. Pá er í mörgum tilfellum greinargóð lýsing á því hvernig auðveldast er að komast að veiðivötnunum. Auk vatnalýsinganna hefur bókin að geyma upplýsingar um íslenska vatnafiska, hvernig ganga eigi sem best frá afla, um- gengni við ár og vötn og tæki og tól sem veiðimenn þurfa nauðsynlega að taka með sér í veiðiferðir. „Vatnaveiðihandbókin" er 156 síður að stærð. 6 SÍDA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.