Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Sinnaskipti á Kjalamesi Valdimar Steinþórsson og Ragnar Guðmundsson í landi Álfsness. Myndin er tekin úr auglýsingabæklings þeirra. r Meðferðarheimili Samstarf nauðsyn- legt Krýsuvíkursamtökin fá ekki rekstur nýs meðferðarheimilis. Sigurlína Davíðsdótt- ir: Rökin standast varla. Einar Gylfi Jónsson: Vœntum góðrar samvinnu Sú ákvörðun stjórnvalda að hafna tilboði Krýsuvíkursamtak- anna um að samtökin taki við rekstri meðferðarheimilis fyrir unga ávana- og fíknicfnaneytend- ur, hefur valdið nokkurri óá- nægju. Það var nýverið að ríkis- stjórnin tók ákvörðun um að setja á fót þetta meðferðarheimili og verður það undir stjórn Ungling- aheimilis ríkisins. Að sögn Sigurlínu Davíðsdótt- ur, formanns Krýsuvíkursamtak- anna eru þetta töluverð von- brigði fyrir samtökin, en þrátt fyrir það fagnaði hún stofnun þessa heimiiis. Rökin fyrir því að Krýsuvíkursamtökin fá ekki rekstur heimilisins voru þau m.a. að Krýsuvíkurskólinn væri of langt í burtu frá Reykjavík, veg- asamgöngur væru ekki góðar og að markmið samtakanna hefðu ekki verið nógu Ijós. Þessi rök sagði Sigurlína alls ekki standast, en einu rökin sem hún hafi heyrt og væru þokkalega skynsamleg eru þau sem menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson kom með og eru þau að hann taldi eðli- legast að ríkið stæði fyrir þessu heimili. Þeirri stefnu stjórnvalda sagðist Sigurlína ekki mótmæla, en hefði samt sem áður kosið að samtökin tækju þátt í rekstrinum. Þrátt fyrir að samtökin fá ekki rekstur þessa heimilis, er starf- semi Krýsuvíkurskólans haldið áfram og nú er fyrsti skjólstæð- ingur samtakanna í skólanum. Aðstandendur samtakanna telja staðsetningu skólans bjóða upp á mikla möguleika fyrir unglingana og það hefur sýnt sig erlendis að starfsemi eins og Krýsuvíkursam- tökin eru og verða með hafa skilað miklum árangri. Bygging skólans er samt alls ekki fullkláruð og nokkuð langt er í land með það, en samtökin ætla að taka litla áfanga fyrir í einu og ljúka þeim. Miklum pen- ingum hefur verið varið í viðhald á byggingunni, sem lá undir skemmdum þegar samtökin fengu hana. Eins og stendur geta Krýsuvík- ursamtökin tekið í skólann 7 skjólstæðinga, og það er þá án allra styrkja. Vegna skorts á pen- ingum verður að reka skólann mjög gætilega og ekki er tekið inn fólk án vandlegrar athugunar. Einar Gylfi Jónsson forstjóri Unglingaheimilis ríkisins sagði í samtali við Þjóðviljann, að enn væri ekki búið að finna húsnæði fyrir nýja meðferðarheimilið, en það væri verið að leita. Einnig ætti eftir að fínpússa tillögur og hugmyndir um rekstur heimilis- ins. Einar sagðist vonast eftir góðu samstarfi við alla þá sem vinna að þessum málum og þá ekki síst Krýsuvíkursamtökin. Samvinna allra þeirra sem vinna að málum ávana- og fíkniefna- neytenda væri nauðsynleg. ns. Sorpmál höfuðborgarsvæðisins tóku skyndilega stefnu- breytingu í lok síðustu viku. Á fimmtudag samþykkti hrepps- nefnd Kjalarness samning sem Jón Ólafsson oddviti hreppsins hafði gert við Davíð Oddsson borgarstjóra. Sama dag keypti svo Reykjavíkurborg jörðina Álfsnes af þeim Ragnari Guð- mundssyni og Valdimar Steinþórs- syni, en þeir höfðu keypt hana af Sigurbirni Eiríkssyni í nóvember í fyrra. Hreppsnefnd samþykkti sorp- urðunina með þremur atkvæðum gegn einu, en einn sat hjá. Það var Inga Árnadóttir sem greiddi at- kvæði gegn urðuninni. „Forsaga málsins er sú að 18. ágúst sl. samþykkti hreppsnefnd- in með þremur atkvæðum gegn tveimur að sorp yrði ekki urðað á Álfsnesi. Jafnframt var samþykkt samhljóða að bjóða upp á urðun á svæði innan Arnarholts. 23. ág- úst heyri ég lauslega af því að eitthvað nýtt sé að gerast í mál- inu. Sama dag ræddi oddvitinn við mig í síma og segir mér að hann ætli að senda Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins bréf þar sem tillagan um urðun innan Arnarholts sé kynnt. Það bréf var aldrei sent. Næsta morgun hef ég svo sam- band við oddvitann og spyr hann hvort eitthvað sé að gerast í mál- inu en hann neitar mér um allar upplýsingar. Klukkan þrjú er ég svo boðuð á fund sem átti að hefj- ast klukkan háif sex og á þeim fundi liggur fyrir undirritaður samningur um urðun í Álfsnesi, með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar,“ sagði Inga Árn- adóttir við Þjóðviljann í gær. Hún sagðist hafa látið bóka á fundinum vantraust á vinnu- brögð oddvita og sveitarstjóra í þessu máli. Dýr jarðarkaup Gegn því að fá að urða sorp í Álfsnesi yfirtekur Hitaveita Reykjavíkur Hitaveitu Kjalnes- inga með þeim skuldum sem á henni hvfla, en þær munu nú vera um 70 miljónir króna. Kjalnes- ingar tengjast svo Hitaveitu Reykjavíkur og munu greiða sama verð fyrir heita vatnið og Reykvíkingar. Hitaveita Kjal- nesinga hækkaði verðið nýlega og kostar tonnið af vatni nú 70 krónur hjá þeim á sama tíma og Reykvíkingar greiða rúmar 30 krónur fyrir tonnið. Þá mun Reykjavíkurborg greiða 60 krónur fyrir hvert tonn af urðuðu sorpi en í tilboðinu fyrr í mánuðinum voru 40 krónur í boði fyrir tonnið. Eða einsog einn viðmælandi blaðsins sagði í gær: „Þetta samsvarar því að hverri fjölskyldu á Kjalarnesi væri rétt hálf miljón króna.“ Þá kaupir borgin jörðina Álfs- nes af þeim Ragnari Guðmunds- syni og Valdimar Steinþórssyni fyrir tæpar 100 miljónir króna en þeir gáfu 85 miljónir fyrir hana í lok síðasta árs. Ragnar og Vald- imar stofnuðu fyrir um 20 árum fyrirtækið Texta hf. Þegar Stöð 2 var stofnuð eignuðust þeir helm- ingshlut í íslenska myndverinu. Hlut sinn seldu þeir svo í fyrra og fjárfestu í Álfsnesi þegar kaupsamningur borgarinnar á landinu við Sigurbjörn gekk til baka þar sem ljóst var að ekkert yrði að urðun þar. Þeir Ragnar og Valdimar hafa samt haft fulla trú á að hægt væri að snúa hreppsbúum, því fljót- lega eftir að þeir gerast land- eigendur semja þeir veglegan auglýsingapésa þar sem þeir tí- unda alla hugsanlega kosti sorp- urðunar í landi Álfsness, hvílíkt framfaraspor og ávinningur það væri fyrir Kjalarneshrepp að fá sorpið. í bæklingnum er útlistað nákvæmlega með litmyndum hvernig urðunin fer fram og lagt til að golívöllur verði reistur á urðunarsvæðinu auk þess sem þarna yrði skemmtilegt útivistar- svæði með trjálundum og litlum tjörnum. Bæklingurinn virðist hafa hrifið Kjalnesinga því auglýsing- í BRENNIDEPLI A uglýsingabœklingur þeirra Ragnars Guð- mundssonar og Valdi- mars Steinþórssonar þar sem allir kostir sorpurð- unar íAlfsnesi eru tíund- aðir, virðist hafa hrifið Kjalnesinga þvínokkr- um mánuðum seinna samþykkti hreppsnefnd sorpið og þeir Ragnar og Valdimar urðu 15 milj- ónum ríkari in gekk upp, hreppsnefndin keypti sorpið og þeir Ragnar og Valdimar urðu fimmtán miljón- um ríkari. Gangverð bújarða af sömu stærð og Álfsnesið án fullvirðis- réttar er um 6 miljónir króna. Staðsetningin á Kjalarnesi kann að hækka verðið eitthvað, en 16- falt gangverð vex mönnum í augum. Undirskriftir á Kjalarnesi En hvað gerðist á einni viku sem hafði það í för með sér að stefnubreyting varð hjá hrepps- nefndinni? 18. ágúst eru þrír hreppsnefndarmanna andvígir urðun, en 25. ágúst er bara einn andvígur og einn situr hjá. Það atkvæði sem skipti sköpum við atkvæðagreiðsluna 25. ágúst var atkvæði oddvitans Jóns Ólafs- sonar frá Brautarholti. Hefði hann verið áfram andvígur urð- uninni hefði málið fallið á jöfnum atkvæðum. „Málið var einfaldlega komið á lokastig," sagði Jón við Þjóðvilj- ann í gær. „Það var búið að safna undirskriftum í hreppnum þar sem um 150 manns höfðu skrifað undir, eða um helmingur atkvæð- isbærra manna í hreppnum, og óskað eftir því að gengið yrði til samninga um urðun í hreppnum. Þegar svo var komið gat ég ein- faldlega ekki staðið lengur gegn þessu.“ Jón sagði að stærsti kosturinn við þetta samkomulag fyrir Kjalnesinga væri að með því tengdust þeir Hitaveitu Reykja- víkur. Þá væri það ekki síður stór- mál fyrir íbúa hreppsins að talið er að þetta samkomulag muni flýta mjög fyrir lagningu nýja Vesturlandsvegarins um Geld- inganesið yfir í Álfsnes. Jón neitar því að hann hafi leynt Ingu Árnadóttur upplýsing- um þó hann hafi ekki viíjað upp- lýsa hana um málið morguninn sem gengið var frá samningnum. „Það var ljóst að Ingu yrði ekki snúið í þessu máli og þar sem það tók ekki nema dag að ganga frá samkomulaginu taldi ég ekki rétt að greina henni frá því þar sem málið var á viðkvæmu stigi.“ Þess má geta að Jón rekur graskögglaverksmiðju á Kjalar- nesi með bróður sínum Páli Ól- afssyni og nytja þeir tún Saltvíkur og Árnarholts sem Reykjavíkur- borg á. Telja sumir andstæðingar sorpurðunarinnar að það hafi haft sitt að segja um sinnaskipti Jóns því meirihluti þeirrar töðu sem notuð er í verksmiðjuna kemur af þessum túnum. „Þetta eru ósannindi, því ein- ungis mjög lítill hluti grasfengsins kemur af þessum túnum og þetta hefur aldrei verið nefnt í sam- bandi við þennan samning,“ sagði Jón. Andstaða í Mosfellsbæ Málið er alls ekki búið þótt Kjalnesingar hafi samþykkt urð- unina því allt í einu rönkuðu ná- grannar þeirra í Mosfellsbæ við sér. Fjarlægðin frá urðunarsvæð- inu yfir Leirvoginn til næstu íbúð- abyggðar í Mosfellsbæ er ekki nema um 1700 metrar. Hafa nú komið upp raddir um borgara- fund um málið í Mosfellsbæ og einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Þengill Oddsson hefur lýst yfir andstöðu við urðunar- staðinn. Páll Guðjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ sagði að bæjarstjórn- inni hefði verið fullkunnugt um að vegalengdin á milli væri bara 1700 metrar. Menn hefðu fylgst vel með og kynnt sér staðarvalið rækilega en niðurstaðan orðið sú að það þyrfti ekki að óttast *irð- unina miðað við þau vinnubrögð sem á að viðhafa við hana. „Þó bæjarstjórnin hafi ekki miklar áhyggjur af þessu munum við fylgjast vel með framkvæmd- inni, hvort allur aðbúnaður sé með þeirn hætti að ekki stafi hætta af urðuninni. Við höfum tekið þá afstöðu að hafa ekki af- skipti af málefnum Kjalnesinga en afskiptaleysi og grandvara- leysi er tvennt ólíkt.“ Hvað borgarafund um málið snerti þá sagði Páll að ekkert er- indi hefði borist bæjarstjórninni um slíkt og ef slíkt erindi bærist þá myndi bæjarstjórnin taka af- stöðu til þess. Sorpböggunarstöðin Málið snertir fleiri en Kjalnes- inga og Mosfellsbæjarbúa því nú er talað um að setja upp sorp- böggunarstöð sunnan við áburð- arverksmiðjuna í Gufunesi. Sú stöð yrði í um kflómeters fjarlægð frá næstu íbúðabyggð en iðnaðar- hverfi er enn skemmra frá staðn- um. Þá á golfvöllur að koma í næsta nágrenni við stöðina, eða á sömu slóðum og núverandi ösku- haugar eru. Ekkert hefur heyrst frá íbúum þar enn en ef að líkum lætur má búast við að skoðanir þeirra verði skiptar um ágæti þess að hafa böggunarstöðina þetta nálægt húsum sínum. En hversvegna kom Arnar- holtið ekki til greina sem urðun- arstaður? „Arnarholtið kom ekki til greina vegna þess að það yrði of dýrt að keyra sorpið þangað,“ sagði Jón Ólafsson oddviti. Bóndinn á Vallá mun þó hafa boðist til þess að aka sorpinu í Arnarholtið fyrir sama pening og það kostar að aka því á Álfsnesið. Borgarbúar borgi brúsann Þótt Davíð hafi stýrt ferðinni í þessu máli þá er Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins (Sorpa) samstarfsverkefni allra sveitarfé- laga á þessu svæði og ráðamenn í nágrannabyggðum Reykjavíkur munu ekki tilbúnir að taka þátt í þeim aukakostnaði sem bæst hef- ur við vegna samninganna við Kjalnesingana og jarðarkaup borgarstjórans. „Borgin fær að bera þann kross ein,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Sá kross hljóðar upp á 100 milj- ónir fyrir jörðina, sem skilað verður aftur eftir 20 ár, 70 miljón- ir fyrir hitaveituna og 20 krónur aukalega fyrir hvert urðað tonn af sorpi. _Sáf Þrlðjudagur 29. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.