Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN PIÓDUILIINN Priðjudagur 29. ágúst 1989 147. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Spuming dagsins: Ætlar þú í berjamó? Jóna Petersen, gjaldkeri: Nei því nenni ég ekki. Ég kaupi frekar út úr búð. Valur Bjarnason, flugstjóri: Nei mér finnst ber vond. Þeir eru ekki öfundsverðir, nemendurnir sem sitja sveittir í prófum þessa dagana. Mynd: Kristinn. Skólar Haustpróf hefjast Arna Steinsen, íþróttakennari: Því nenni ég áreiðanlega ekki. Hins vegar fer mamma alltaf í berjamó svo ég fæ ber hjá henni. Helgi Gústafsson, leigubílstjóri: Hvaða ber ætti maður að tína? mér finnst nú grænjaxlar vondir. Haustpróf eru hafin í mörgum framhaldsskólum og þar á meðal Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Haustpróf eru nú að hefjast í framhaldsskólum landsins og það eru varla öfundsverðir nemendur sem þurfa að standa í próflestri þessa dagana. Sem kunnugt er eru haustprófin vegna verkfalls kennara í vor og þeir nemendur sem ekki treystu sér í vorprófin geta tekið þau nú. í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla hófust haustpróf í gær og að sögn aðstoðarskólameistara, Sölva Sveinssonar virðast nem- endur skila sér nokkuð vel í prófin, jafnvel betur en búist var við. Um það bil 360 nemendur voru skráðir í haustpróf og um 70% mættu til leiks. Engin kennsla var í skólanum fyrir þessi próf, en nemendur áttu þess kost að koma í viðtöl hjá kennurum sínum, þ.e. koma í ó- formlega kennslu. Nemendur nýttu sér þessa aðstoð að ein- hverju leyti, en ekki eins og æskilegt hefði verið. Áberandi er að eldri nemendur nýta sér haustprófin meira en hinir yngri, og þá sérílagi þeir sem ætla að útskrifast um jól eða næsta vor. Nœr fullur skóli Vegna verkfallsins í vor hættu nokkuð margir við að taka prófin, bæði í vor og eins nú í haust. Þess vegna verður mjög fjölmennt í áföngum í vetur og líklegt er að færri komast að en vilja í skólanum. Um það bil 750 nemendur hafa þegar staðfest umsókn um skólavist í vetur og því er skólinn nær pakkfullur. Þó hafa fleiri skráð sig en ekki stað- fest umsóknina. Það virðist vera mikið í tísku núna að læra fjölmiðlun, og greinileg fjölgun á fjölmiðlabraut skólans. Hins vegar er áberandi hvað færri skrá sig á viðskipta- fræðibraut en áður, og eflaust speglar það þjóðfélagsástandið og atvinnumöguleika þessarar stéttar. Langflestir nemendur eru skráðir á hagfræðibraut. Þegar Þjóðviljann bar að garði í Ármúlaskóla sátu nokkrir nem- endur á göngum skólans og lásu danska málfræði og aðrar merkar bækur. Sumir áttu að fara í eitt próf, en aðrir í þrjú eða fleiri. Eitt áttu þessir nemendur þó sam- eiginlegt; þeir höfðu lítið sem ekkert lesið í sumar. Sögðust engan tíma hafa haft til lestrar því þeir væru í fullri vinnu. Samt voru þessir nemar tiltölulega bjart- sýnir á gang mála og virtust síður en svo kvíðnir. Greinilega lítið mál fyrir þá að taka próf í danskri málfræði. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.