Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 11
I DAG MINNING Framhald af bls. 5 var gjarnan þaulsetinn. Á ung- lingsárunum var það heillandi uppgötvun að í fjölskyldunni væri alvöru sósíalisti sem átti bækur eftir þá rauðu, brjóstmynd af Lenín og allt. Heiminum var um- bylt í réttlátt þjóðfélag í nánast hverri heimsókn hjá Brandi, stjórnin felld og betri kosin, kerf- ið stokkað upp - og mikið skelf- ing var maður nálægt því að leysa lífsgátuna þegar spjallinu lauk. Mér þótti líka alltaf vel við hæfi að Brandur tilheyrði þeirri stétt manna - prenturum - sem einna fyrst starfsstétta á íslandi stofn- aði stéttarfélag 1897 til að fylgja eftir sínum hagsmunum. Seinna fannst mér það vera lífsviðhorfin og lífsmátinn sem maður fann samsvörun í. Alger afneitun á vægðarlausri efnishyggju og lífsgæðakapphlaupi. Margir ganga fyrr eða síðar á vit Mam- mons og dansa trylltan dans kringum gullkálfinn, þrátt fyrir góðán ásetning. En á Skarphéð- insgötunni þurfti ekki einu sinni að sporna við fótum. Það var ekkert að láta glepjast af; eftir- sókn eftir vindi stóð aldrei til. Og Brandur var yfirhöfuð aldrei í neinu kapphlaupi. Hann flýtti sér hægt. Anna sagði stundum í gríni að pabbi sinn skipti aldrei ofar en í annan gír; sæi maður Skóda lulla á fjörutíu eftir Miklubrautinni þá væri það Brandur - á hraðferð. En það sem gerði Brand að Brandi og ólíkan öllum öðrum var samt sem áður kímnigáfan. Það hljómar næstum hjáróma að segja að Brandur hafi haft kímni- gáfu, það er nær að segja að húm- orinn hafi verið lífsstíll. Það var ekki hægt annað en að sjá skemmtilegar hliðar á tilverunni þegar maður var nálægt þessum sæta yfirlætislausa rólyndiskalli; útskeifur, afslappaður, . með hendur í vösum eða sígarettu- stubbinn milli fingranna, segj- andi einhverja speki sem alltaf kom manni í gott skap. Flestar þær hugrenningar sem nú sækja á að Brandi látnum eru litaðar þeirri glaðværð og lífsgleði sem einkenndi húmorinn hans, húm- or sem var ekkert heilagt. Jafnvel giftingin þeirra hefur yfirbragð rómantískrar gamansemi ef satt er sagt um ferð þeirra Guðbrand- ar og Halldóru til borgardómar- ans. Fulltrúi hins veraldlega yfir- valds ku hafa verið kunningi Brands. Venju samkvæmt eru brúðhjónin innt eftir fullu nafni. Undanbragðalaust segir Brandur sannleikanum samkvæmt: „Guð- brandur Vigfús Oxford Bjarna- son og Halldóra Hermanía Svana Sigfúsdóttir” - og yfirvaldið svar- ar um hæð: „í alvöru Brandur minn, hvað heitið þið?” Eða þegar Guðlaug frænka sat uppi í herbergi sínu á Urðarstígn- um með pilt í heimsókn þegar Haddýju og Brand bar þar að garði sem oftar. Hún varð hálf vandræðaleg yfir kauða, hallaði ólíkindalega á eftir sér og setti upp englasvipinn: „Nei, nei, eng- ir gestir hjá mér, þetta er bara hún Fríða vinkona,” en svo óheppilega vildi til að í sömu andrá kíkir Fríða út um dyragætt- ina. Nokkru síðar heyrðist af samræðum Brands við Guð- laugu: „Heyrðu Guðlaug, vin - konur þínar - ha, þær eru ekki all- ar með skegg er það, - nei - það er bara Fríða er það ekki?...” Brandur átti slíkan aragrúa af vinum og kunningjum að það tók heilan eftirmiðdag að rölta með honum niður Laugaveginn. Það eru næstum engar ýkjur að segja að annar hver maður hafi þurft að heilsa Brandi, eða segjum þriðji hver. Og hann deildi manni gjarnan með sér af meðfæddum áhuga sínum á mannlífinu: „Heyrðu - ég hitti mann um dag- inn....” og svo fékk maður hlut- deild í því markverðasta sem þar bar á góma, og það gátu verið nýjustu tíðindi, hversdagslegt veraldarvafstur, pólitík eða fflósófiskar vangaveltur. Þá skipti engu sérstöku máli hvort maður þekkti viðkomandi eða ekki, það var alveg jafnskemmti- legt fyrir það. Brandur föðurbróðir minn lifði lífinu vel. Hann var gæfumaður og kunni þá list að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann átti sérstaklega samheldna fjöl- skyldu sem gekk saman í gegnum súrt og sætt. Líf hans var svo sem ekkert laust við áföll frekar en líf okkar flestra, en hann tók því sem að höndum bar og var sáttur við sitt lífshlaup. Brandur kvaddi hljóðlega eins og hans var von, það ríkir kyrrð og friður yfir brottför hans. Brandur gerði mitt líf ríkara og eflaust margra ann- arra. Það verða fleiri en ég til að sakna hans. Haddýju og krökku- num votta ég mína dýpstu samúð. Þorgerður Einarsdóttir Kennarar Kennara vantar viö Grenivíkurskóla. Til greina kemur kennsla í ýmsum bekkjum allt frá 1. upp í 9. og í ýmsum námsgreinum, m.a. handmennt. Frítt húsnæði er í boði á staðnum. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. se; Alþingi ÍSLENDINGA Auglýsing Fjárveitinganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 2.-6. október. Upp- lýsingar og tímapantanir gefur Sigurður Rúnar Sigurjónsson í síma 624099 frá kl. 9-17 eigi síðar en 20. september n.k. FLÓAMARKAÐURINN Til sölu á hálfvirði þeytivinda, hentug fyrir lop- apeysur, eldhúsborð og 4 stólar og gólfteppi 12-15 fm. Uppl. í síma 41396 e. kl. 13. Ömmustangir óskast Óska eftir að kaupa notaðar ömmu- stangir. Uppl. í síma 36833. Gefins Speedqueen strauvél í góðu lagi fæst gefins. Uppl. í síma 15342. Húsnæði óskast Óska eftir góðri 2 herbergja íbúð til leigu strax. Uppl. í síma 84898. Þvottavél gefins Haka Fullmatic þvottavél fæst gefins gegn því að hún sé sótt. Vélin er að mestu í lagi og góð í varahluti. Sími 91-52633. Til sölu notuð eldhúsinnrétting með AEG tækjum, helluborði, bakarofni og viftu. Einnig stálvaskur. Uppl. í síma 671712 e. kl. 18. Barnakojur óskast Viljum kaupa ódýrar barnakojur, mega vera gamlar. Uppl. í síma 36972. ísskápur m/frystl til sölu, stærð 142x50 cm. Uppl. í síma 91-35014. Teppi til sölu (2x3m) frá IKEA, blátt á litinn. Uppl. í síma 641141. Barnagæsla Tek að mér að gæta barna frá kl. 9 til 17, get byrjað 12. september. Uppl. í síma 678748. BMX Vill ekki einhver gefa eða selja ódýrt BMX reiðhjól? Uppl. í síma 71486. Forstofuherbergi m/ sérsnyrtingu til leigu inn við Sund fyrir reglusama manneskju. Uppl. í síma 33586 næstu daga e. kl. 16. Til sölu Atlas ísskápur ca 175 cm á hæð. Einnig viljum við kaupa eða skipta á ísskáp sem er ekki hærri en 140 cm. Uppl. í síma 13791. Gefins Skápur undir hljómflutningstæki fæst gefins. Uppl. í síma 12747. Húsnæði óskast Óska eftir lítilli íbúð fram að ára- mótum. Sanngjarnt verð. Karl í síma 25610. Voikswagen bjalla til sölu. Uppl. í síma 21814 milli kl. 17 og 19. Eldhúsinnrétting óskast Notuð eldhúsinnrétting óskast gefins eða fyrir lítið. Guðmundur, síma 626633 eða 621655. Pelsjakki til sölu nr. 44-46. Á sama stað er spáð í bolla. Sími 19384, María. Barnavagn óskast Óska eftir vel með förnum barna- vagni. Uppl. í síma 16457. Tilsölu barnarimlarúm með stoppaðri dýnu, selst ódýrt. Uppl. í síma 681969 e. kl. 18. Óska eftir notaðri frystikistu. Uppl. í síma 31805 e. kl. 18. Húsnæði óskast Fullorðin hjón vanar 3 til 4 herbergja íbúð, helst í austurhluta borgarinnar. Uppl. í síma 29151 e. kl. 20. Kristín. Farmiði til Kaupmannahafnar til sölu. Uppl. í síma 39198. Barnagæsla Óska eftir gæslu fyrir 3 ára stúlku frá 1. sept. um óákveðinn tíma. Nánari upplýsingar í síma 31768. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um miniar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn islands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í sima 91 -52502 á milli kl. 14 og 18 alla daga. Sjóminjasafn islands. Til sölu mikið af bókum, speglar, myndir, lampar, hansahillur, uppistöður, skápar og ýmsar smávörur. Selst vegna flutnings. Uppl. í síma 50486. Frystikista Óska eftir frystikistu. Uppl. í síma 79470. Markaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Til sölu 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar og sumar). Uppl. í síma 34597 e.kl. 18, eða í síma 985-20325. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í síma 19239. þJÖÐVILJINN Fyrir 50 árum Evrópa á barmi styrjaldar. Hitler heimtar Danzig og pólska hliðiö. Viðræður við sendiherra Breta í gærkvöldi. Hervæðing um alla álfuna. Borgarafundur á Sigluf- irði krefst einróma 5000 mála verksmiðju. Skorað á Þormóð Eyjólfsson að segja af sér sem bæjarfulltrúi Siglufjarðar. Á ís- lenzka krónan að falla með sterl- ingspundinu? Svíþjóð og Finn- land hætt að skrá gengi eftir sterl- ingspundi. 29. ágúst þriðjudagur í 19. viku sumars. 241. dagur ársins. Höfuðdagur. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.01 - sólarlag kl. 20.55. Viðburöir Akureyri fær kaupstaðarréttindi árið 1862. APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 18.-24. ágúst er í Lyfjabúðinni Iðunni ogGarðs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBOK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 1t og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alLdaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik:alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álanöi 13. Opiö virka daga f rá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- . götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrirsifjaspelium, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum ki. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaöstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 28. ágúst 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar....... 61,16000 Sterlingspund............ 95,65400 Kanadadollar............. 52,05100 Dönskkróna................ 8,01840 Norskkróna................ 8,55150 Sænsk króna............... 9,22060 Finnsktmark.............. 13,84020 Franskurfranki............ 9,24640 Belgískur franki........ 1,49050 Svissn.franki........... 36,11030 Holl. gyllini............ 27,62670 V.-þýski mark............ 31,14050 Itölsk líra............... 0,04343 Austurr. sch.............. 4,42440 Portúg. escudo............ 0,37300 Spánskurpeseti............ 0,49810 Japansktyen............... 0,42384 Irsktpund................ 83,12300 KROSSGATA Lárótt: 1 spil 4 rúlluðu 6 tíðum7hróss9sam- tals 12 hætta 14 leyf i 15 planta16óhrein19 mæða20nuddi21 skoran Lóðrétt: 2 þannig 3 ótið 4 inn 5 tæki 7 heit8 föt10baðið11 sam- komulag 13 lærdómur 17 fljótiö 18 eira Lausn á siöustu krossgátu Liétt: 1 þras4kubb6 tau7maka9regn12 aftri14lúr15nes16 megna19nauð20óttu 21 rangt Lóðrótt: 2 róa 3 staf 4 kurr 5 bág 7 mylsna 8 karmur10einatt11 næstum13tóg17eða 18nóg Þriðjudagur 29. ágúst 1989ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.