Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 5
MINNING Á áttunda áratugnum urðu mikil tíðindi í kennaramenntun. Þá var Kennaraskóla íslands breytt í Kennaraháskóla (1971) og þriggja ára nám lögbundið. Þessu skrefi í löggjöf fylgdu margháttaðar breytingar: Það var talsvert átak að færa kennslu úr föstum skorðum framhalds- skóla upp á háskólastig. Stóðu þessi umsvif raunar fram undir lok áratugarins og gekk á ýmsu eins og oft vill verða á umbrota- tímum. Því er þetta nefnt hér að við upphaf þessa áratugar lágu leiðir okkar Ásgeirs S. Björnssonar saman í húsi Kennaraskólans við Stakkahlíð og áttum við þar margt saman að sælda við ís- lenskukennslu og ýms önnur störf lengi síðan. Reyndar má segja að alla starfsævi sína hafi Ásgeir verið tengdur kennara- menntun að meira eða minna * leyti. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri (1966) kenndi hann einn vetur við Reykjaskóla í Hrútafirði en eftir það lá leiðin suður yfir heiðar og vorið 1968 lauk Ásgeir kennaraprófi í stúdentadeild Kennaraskólans. Þar með voru hafin tengsl hans við þessa stofn- un. Árið eftir gerðist hann stundakennari við skólann og var settur til starfa haustið 1970. Upp frá því stundaði hann kennslu við skólann jafnhliða námi í íslensku við Háskóla íslands en þaðan lauk hann cand. mag-prófi með íslenskar bókmenntir sem aðal- grein (1976). Hann var settur lektor við Kennaraháskólann haustið 1975 en hafði haft með höndum kennslu þar allt frá stofnun hans. Þessu starfi gegndi hann með litlum hléum til dauða- dags. Það kom því í hlut Ásgeirs að taka þátt í þeirri endurskipulagn- ingu sem berytingin 1972 hafði í för með sér, einkum að því er varðaði kennslu í íslensku og ís- lenskum bókmenntum. Kom brátt í ljós að þeim vanda var hann vel vaxinn og tók þátt í starfinu af lífi og sál. Hann var allra manna fljótastur að koma auga á meginatriði hvers máls og átti því auðvelt með að leggja skýrar línur. Hann var maður hreinlyndur og hreinskiptinn, mat hans á málefnum og mönnum óbrigðult. Samvinna okkar verður mér æ minnisstæð. Heilli og betri samstarfsmann get ég ekki hugsað mér. Kennsla og skipulag hennar var ekki eina viðfangsefnið á þessum árum. Ljóst var að nauð- syn bar til að efla rannsóknarstarf sem yrði kjölfesta í kennara- menntun á háskólastigi. Þar reið Ásgeir einna fyrstur á vaðið er hann hóf í samvinnu við nemend- ur sína að kanna lestrarvenjur barna og unglinga. Síðar lagði hann drjúgan skerf til undirbún- ings og framkvæmdar á viðamik- illi rannsókn á máltöku og mál- þroska. í kennslu sinni var Ásgeir fundvís á frjó viðfangsefni handa nemendum sínum og átti auðvelt með að tengja þau við kennslu- starf í grunnskóla. í umfjöllun sinni um þjóðsögur og ævintýri vann hann að mörgu leyti algert brautryðjendastarf. Auk þess sem hann kynnti þessa bók- menntagrein rækilega hafði hann forgöngu um að kennaranemar nýttu í kennslu þjóðsögur úr um- hverfi skólanna og aðstoðaði þá við að útbúa slík verkefni sem þeir reyndu í æfingakennsiu sinni. Hér var efni sem Ásgeir hafði brennandi áhuga á enda var hann allra manna fróðastur um þjóðsögur og íslenska sagna - skemmtun. Fornsögum gerði hann svipuð skil. Sagnalistin var Ás- geiri hugstæð og hafði hann varið til þess miklum tíma að kanna hana og lögmál hennar. Hin síðari ár fræddi hann nemendur sína um þessi atriði og vandi þá við að segja sögu. Er gott til þess að vita að honum auðnaðist að ganga frá lítilli bók um þessi Ásgeir S. Bjömsson F. 12. desember 1943 - D. 20. ágúst 1989 maður og þreklega vaxinn, karlmannlegur og höfðinglegur í yfirbragði. Hann var ljúfmenni í fræði. Ber hún nafnið „„Eitt verð ég að segja þér...“ - Listin að segja sögu“ og kom út síðastliðið haust. Kennsla af því tagi sem hér hef- ur verið lýst er krefjandi og tíma- frek en Ásgeir S. Björnsson hugs- aði aldrei um fyrirhöfn eða vinnuálag. Hann spurði fyrst: Hvað er viturleg kennsla? Hvað eru skynsamleg viðfangsefni og hvaða leiðir henta? Þetta er aðal góðs kennara og sérhlífni á þar ekki heima enda slíkt hugtak ekki til í orðabók Ásgeirs. Hann var slíkur eljumaður í starfi að þar átti hann fáa sína líka. Hér verða ekki tíunduð um- fangsmikil störf hans að bókaút- gáfu en hann var um skeið út- gáfustjóri hjá forlaginu Erni og Órlygi. Þar vann hann að stór- virkjum sem varða ísland og ís- lenska menningararfleifð. Áður hafði hann unnið að gerð lykil- bókar við „íslenska annála 1400- 1800“ ásamt Eiríki Jónssyni. Var það vandasamt verk. Þá er enn að nefna starf hans að málefnum heyrnardaufra. Einkasonur hans var fæddur heyrnarlaus og við- brögð Ásgeirs við þeirri reynslu sýna vel hver maður hann var. Hann og Sigurveig kona hans hófu þegar að læra táknmál heyrnardaufra og bjuggu sig á all- an hátt sem best undir að takast á við þann vanda sem hér var fyrir höndum. Þau ráku sig brátt á að skilningur samfélagsins á slíkri fötlun var nokkuð takmarkaður. Hófst þá starf þeirra í Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra. Um tveggja ára skeið (1982- 1984) var Ásgeir formaður fé- lagsins og var áhugasamur um að efla hag þess, einkum kynningar- og útgáfustarf. Síðar réðist hann í ásamt öðrum að láta þýða og staðfæra handbók: „Hvað er heyrnarleysi? Handbók handa foreldrum og uppalendum“. Er þetta hið gagnlegasta rit og Ás- geiri auðnaðist að sjá það koma út fyrir jólin síðustu. Meginstarf Ásgeirs var þó tengt kennaramenntun. Hann hafði yndi af kennslu enda lék hún honum í höndum. Nemend- ur höfðu hann í hávegum og sótt- ust eftir leiðsögu hans. Hann gerði sér ljósa grein fyrir því að mikilvægt var að halda tengslum við grunnskólann, starfsvettvang kennaranema. Hafði hann með höndum forfallakennslu nokkra vetur í grunnskólum í Reykjavík (1967-1970) og lengst af tók hann virkan þátt í að semja og dæma samræmd grunnskólapróf í ís- lensku. Hann var og fenginn til að vinna að nýrri námskrá í ís- lensku handa grunnskóla en hún kom út í bók á síðastliðnu vori. Við samstarfsmenn Ásgeirs við KHÍ hugðum gott til að hann hyrfi aftur að fullu starfi við Kennaraháskólann sem enn stendur á vegamótum. Ný lög hafa verið samþykkt fyrir skólann. Enn er þörf á endur- skoðun og nýju skipulagi. Það var mikils vænst af Ásgeiri því hann hafði trausta þekkingu á viðfangsefninu og haldgóða reynslu. Hann hafði líka heilbrigðan metnað fyrir hönd þeirrar stofnunar sem hann hafði tekið þátt í að móta og vildi veg henner sem mestan. Hér verður nú skarð fyrir skildi. Ungur og röskur maður er horfinn úr lið- inu. Ásgeir S. Björnsson var fædd- ur á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi 12. desember 1943 og var því ekki fullra 46 ára er hann lést þann 20. ágúst sl. Foreldrar hans eru þau Björg Björnsdóttir og Björn Jónsson búendur á Ytra-Hóli og hjá þeim ólst Ásgeir upp og þar átti hann heimili lengi eftir að spor hans lágu suður yfir heiðar. Var hann jafnan bundinn æsku- heimili og feðraslóðum traustum böndum. í gamni - sem þó var blandið nokkurri alvöru - taldi hann sig jafnan vera í kaupstað- arferð hér syðra. En það teygðist úr kaupstaðarferðum og þar kom að Ásgeir kvæntist og stofnaði heimili suður á Seltjarnarnesi. Kona hans var Sigurveig Alex- andersdóttir og eignuðust þau einn son, Jón Bjarka. Ásgeir og Sigurveig slitum samvistum. Ekki rofnuðu tengsl við hún- vetnska sveit þótt nýtt heimili með reisn og risnu kæmi til. Hygg ég að þau ár hafi verið fá að As- geir tók ekki þátt í heyskap á Ytra-Hóli á sumrum og aldrei lét hann sig vanta í fjallgöngur á haustum. Því fór þó fjarri að Ás- geir væri „uppflosnaður sveita- maður á mölinni". Hann var fyrst og fremst sá víðsýni sannmenntaði íslendingur sem skildi vel að íslensk borg er sproti vaxinn að hluta til af dreifðri byggð og að rótunum má ekki gleyma. I frændgarði Ásgeirs nyrðra er að finna áhugasama og dugmikla unnendur og yrkjendur þjóð- legra fræða. Ber þar hæst nöfn þeirra Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar hinna kunnu þjóð- sagnasafnara. Mat Ásgeir þessa frændur sína mikils og hugur hans hneigðist æ meir að þeirri arfleifð sem þeir höfðu unnið að því að varðveita. Ég held að í þeim fræðum hafi hann fundið þá sönnu og einu þrenningu sem Snorri Hjartarson hefur ofið úr landi þjóð og tungu og fáum hafi verið ljósara að þar var traustasta vígi íslands „gegn trylltri öld“. Ásgeir var óvenju vel máli farinn og gerði vægðarlausa kröfu til sjálfs sín og annarra um notkun íslenskrar tungu. Ásgeir var í hærra lagi meðal- allri viðkynningu þótt ekki dyld- ist að þar fór skapfestumaður sem ekki var uppnæmur fyrir smámunum. Honum fylgdi jafn- an ferskur andblær, svalur gustur sem svifaði burt muggu og móki. Enginn var glaðari á góðri stund; enginn betri félagi þegar á móti blés. Af þessum sökum var Ás- geir vinmargur. Hann var vinfast- ur og því var hann mikill hugljúfi þeirra sem eignuðust vináttu hans. Það er erfitt hlutskipti að þurfa að kveðja dugmikinn og traustan samstarfsmann á miðri leið, sjá hann hverfa að fullu frá verkefn- um sem hann hafði áhuga á og hefði leyst allra manna best. Hitt er þó enn þyngra að sjá á bak góðum félaga og nánum vini. Á þeirri stund verða orð næsta marklítil. Það hafði reyndar bor- ist í tal milli okkar Ásgeirs að hann setti á blað nokkur orð um mig þegar þar að kæmi. Þetta hefði eftir gengið ef allt hefði ver- ið með felldu. Hér fór á annan veg. Svo afsleppt er lífið, svo óviss tími dauðans. Nú verður mér efst í huga þakklæti fyrir drengskap hans og falslausa vin- áttu sem aldrei brást. Foreldrum Ásgeirs og öðrum aðstandendum færi ég samúðarkveðju. Indriði Gíslason Mig langar til að kveðja hjartkæran ástvin minn, Ásgeir S. Björnsson, með nokkrum orð- um, þótt myrkrið hnígi í brjósti og auðn og tóm setjist að. Ásgeir háði við ofraun örlaga- stríð í langan tíma. Nú er þvf lok- ið og vænsti drengur er horfinn sjónum. Lífið er seigt Lífið grœðir djúp sár og góð er grœn jörðin. Þessum orðum Snorra Hjartar- sonar verður að trúa nú. Ég kynntist Ásgeiri í starfi hans sem lektor í íslensku við Kenn- araháskóla íslands. Hann var gæddur þeim mannkostum sem löðuðu þá að, sem kynntust hon- um. Það átti jafnt við fjölmarga nemendur hans sem samstarfs- menn. Ásgeir var einstakur vinnufé- lagi, röggsamur, lipur, víðsýnn og ósérhlífinn til allra starfa. Hann dró að sér athygli vegna glaðværðar sinnar og vasklegrar framkomu. Hann var sérlega næmur á fslenska tungu og slíkur smekkmaður í meðferð máls, að skemmtun var að hlusta á hann segja frá. Ástúð hans og nær- gætni við náungann fundu þeir sem þekktu hann. Það var sama hvað störf okkar voru margvísleg og verkefnin strembin. Vinnan varð ekki erfið og alltaf var stutt í hlátur, sem okkur féll báðum vel. Vináttu okkar gat ekkert haggað. Við vissum ekki þá að líf okkar yrði ofið þeim örlagaþráðum, að við ættum að deila saman sælustu og sárustu stundunum. í langri baráttu Ásgeirs við banvænan sjúkdóm reyndist hann slík hetja að það gleymist engum sem hjá voru. Honum tókst ætíð að stýra þraut inn á veg vonar. Stilling hans, kjarkur og kraftur gáfu sig aldrei. Hann naut þess að geta dvalið í nokkurn tíma í kærri sveit sinni, umvafinn ástúð og umhyggju góðra for- eldra og systkina á Ytra-Hóli, Vindhælishr. A.-Hún. Draumur Ásgeirs um lengra líf hér rættist ekki. Hann skildi að spurningin því ég? - gat eins verið - því ekki ég? Ég trúi og vona að hann njóti nú heilbrigðis og friðar þar sem honum líður vel. Við erum fjölmörg sem syrgj- um Ásgeir. Foreldrum og systkinum hans bið ég huggunar í djúpri sorg þeirra. Ég þakka þeim innilega fyrir allt örlæti í minn garð undanfarið. Aðstand- endum öðrum votta ég samúð mína. Hana dýpsta á elskaður sonur Ásgeirs, Jón Bjarki. í huga mínum er þakklæti fyrir minningu um samvistir svo nánar að orð voru óþörf. Rannveig Kveðja frá Hagþenki, féiagi höf- unda fræðirita og kennslugagna. Ásgeir S. Björnsson var einn af stofnendum Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslu- gagna, og lagði sitt af mörkum til þess að félagið næði árangri í starfi þau sex ár sem það hefur starfað. Ásgeir átti sæti bæði í fulltrúaráði Hagþenkis og Fjöl- íss, samtaka rétthafa. í umræðum um störf og stefnu Hagþenkis lagði Ásgeir áherslu á að fé þess og kröftum yrði m.a. varið til viðurkenningar á vei unnu verki - og til að ráða bót á skorti á vönduðum fræðiritum fyrir börn og unglinga. Málflutn- ingur hans á vettvangi félagsins bar vitni um einlægan áhuga hans á uppeldi og menntun - og vilja til að gera höfundum verka, sem auðvelda þroska og þekkingar- leit, kleift að leysa verk sitt vel af hendi. Kennslubækur og fræðirit Ás- geirs bera þess ljóst vitni að hann lagði eigin krafta í sköpun slíkra verka af fádæma elju og ósér- hlífni. Þau tala skýru máli um hve mikill missir er að ótímabæru frá- falli hans. Hörður Bergmann, formaður Hagþenkis Guðbrandur Bjamason F. 7.1 Brandur hefur kvatt okkur. Það var hlýtt og stillt veður dag- inn sem hann kvaddi, rétt eins og veðurguðirnir væru að votta hon- um tilhlýðilega virðingu með þessu yfirlætislausa veðri. Það er skrýtið að hugsa til þess að hann taki ekki framar á móti manni á Skarphéðinsgötunni með kímið bros undir gráhvítu skeggi og gleraugun hálfsigin á nefinu, fagnandi og hlýlegur. Og ég sem átti eftir að ræða svo margt við hann Brand, spyrja hann og segja honum svo margt. Um lífið og tilveruna. Menn og málefni. Hann var nefnilega dálífið sér- stakur þessi föðurbróðir, Guð- brandur Vigfús Oxford Bjarna- son, skírður eftir frænda okkar dr. Guðbrandi Vigfússyni pró- fessor við háskólann í Oxford. 1920 - D. 19.8. 1989 Sagan segir að presturinn - einnig frændi - sem gaf Brandi þetta virðulega nafn hafi komið for- eldrunum í opna skjöldu með því að bæta upp á sitt eindæmi Ox- ford nafninu við í sjálfri skírn- inni, bara svona svo það færi nú ekki milli mála hverjum merktar- manni snáðinn héti eftir. Sjálf- sagt vissi hann að Brandur var fæddur nærri hundrað árum síðar en frændinn, sá eldri 1827 en sá yngri 1920, en hann gat engan veginn vitað að Brandur fyndi upp á því að kveðja á hundrað- asta dánarári frændans. Kannski er þetta svo bara eintóm tilviijun, en mikið er þetta nú líkt Brandi. Það er ekkert erfitt að skilja hvað gerði þennan ljúfa mann svona skemmtilegan og aðlað- andi. Gestakomur voru tíðar á Skarðhéðinsgötunni og maður Framhald á bls. 11 Þriðjudagur 29. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.