Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 7
IÞROTTIR
Kampakátir Framarar að loknum sigri ( bikarkeppninni.
Fótbolti-Bikarkeppnin
Biðin ekki á enda
Titlaþrá KR-inga dugði ekki gegn sprœkum Frömurum í fjörugum úrslitaleik
Framarar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja KR-inga að
velli í úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudag og verða Vesturbæingar
að bíða lengur eftir bikarmeistaratitli. í fyrri hálfleik réðu Framarar
algerlega ferðinni og kom á daginn að tveggja marka forysta þeirra í
leikhléi dugði til sigurs. Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev unnu
þarna sinn fímmta bikarmeistaratitil og skópu öðrum fremur sann-
gjarnan sigur Framara. Guðmundur skoraði tvívegis eftir undirbúning
Péturs sem sjálfur skoraði eitt mark í þessum 3-1 sigri.
Leikurin var einstaklega fjör-
ugur og skemmtilegur á að horfa
og bauð upp á flest það sem slíkir
leikir geta boðið upp á. KR-ingar
virtust alls ekki ætla að sætta sig
við ósigur í þessum langþráða úr-
slitaleik. Pétur Pétursson jafnaði
Staðan
1. deild
FH...........14 7 5 2 20-11 26
Fram ........15 8 2 5 19-13 26
KA...........14 6 6 2 19-12 24
KR...........14 6 5 3 22-17 23
(A.......... 15 7 2 6 15-16 23
Valur....... 15 6 3 6 16-14 21
Víkingur....14 4 5 5 21-19 17
Þór..........15 3 6 6 16-23 15
Fylkir......15 4 1 10 15-28 13
ÍBK........... 15 2 5 8 15-25 11
Markahæstir
HörðurMagnússon, FH...........9
Kjartan Einarsson, ÍBK........9
GuðmundurSteinsson, Fram......8
Pétur Pétursson, KR...........7
Anthony Karl Gregory, KA .....6
Goran Micic, Víkingi..........6
Ragnar Margeirsson, Fram .....6
2. deild
Stjarnan 15 12 1 2 38-13 37
Víðir ......15 10 2 3 21-15 32
ÍBV............14 9 0 5 37-27 27
UBK............15 6 4 5 33-24 22
Selfoss........15 7 1 7 19-25 22
ÍR............ 15 4 5 6 17-20 17
Leiftur........15 4 5 6 13-16 17
Tindastóll .. 15 4 2 9 27-25 14
Völsungur ..15 3 2 10 20-37 11
Einherji.....14 3 2 9 17-40 11
Markahæstir
EyjólfurSverrisson.Tindast....11
Jón Þórir Jónsson, UBK........11
Tómasl.Tómasson.ÍBV...........10
Árni Sveinsson, Stjörnunni.....9
GrétarEinarsson, Víði..........8
IngiBjörnAlbertsson, Selfossi,.8
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV......8
leikinn, 1-1, aðeins skömmu eftir
að Guðmundur hafði náð foryst-
unni fyrir Fram. Rúnar Kristins-
son sneri þá laglega á varnar-
mann Fram og sendi á Pétur sem
skallaði í netið.
En þetta mark hafði lítil áhrif á
sókndjarfa Framara. Á 17. mín-
útu leiksins, aðeins þremur mín-
útum eftir að Pétur jafnaði, náði
Pétur Ormslev forystunni á ný
þegar hann skoraði í autt markið
eftir sendingu frá Kristni R.
Jónssyni. Og á 28. mínútu
skoraði Guðmundur Steinsson
svo sigurmarkið eftir glæsilega
sendingu Péturs og höfðu Fram-
arar þar með gert út um leikinn
strax í fyrri hálfleik.
Leikurinn róaðist talsvert í
síðari hálfleik. Framarar héldu
fengnum hlut og var sigur þeirra
aldrei í hættu, enda var engu lík-
ara en að KR-ingar hefðu játað
sig sigraða eftir markamikinn
fyrri hálfleik.
Lið Fram lék sennilega sinn
besta leik í sumar og var varla
veikan blett að finna í leik þess.
Samleikur Framara var oft á tíð-
um einstaklega skemmtilegur og
ekki síður árangursríkur einsog
mörkin í fyrri hálfleik sýna. Auk
Péturs Ormslev og Guðmundar
Steinssonar er vert að geta
frammistöðu Kristins R. Jóns-
sonar á miðjunni sem stjórnaði
leik liðsins einstaklega vel og las
leikinn fullkomlega.
Hjá KR bar Rúnar Kristinsson
af þótt minna hefði borið á hon-
um í síðari hálfleik. Hrein unun
er að sjá hvernig piltur fer með
bolta og hlýtur að vera stutt í að
erlend lið falist eftir honum í
sínar raðir. Pá var Pétur sífellt
ógnandi frammi, en fékk ekki þá
aðstoð sem þurfti til að gera meiri
usla í vörn Fram.
Framarar eru vel að þessum
sigri komnir, en geta nagað sig í
handarbökin vegna stöðu sinnar í
deildinni um þessar mundir. Ef
liðið leikur einsog á sunnudag
getur fátt stöðvað það til að
endurheimta meistaratitilinn, en
verið getur að það sé of seint að
leika meistaratakta eftir tapið
gegn Þór. KR-ingar segjast ekki
af baki dottnir í deildarkeppninni
en ólíklegt verður að teljast að
liðið eigi enn möguleika á þeim
vígstöðvum. Liðið leikur mjög
mikilvægan leik gegn FH á morg-
un því sigri Vestubæjarliðið jafn-
ar það bæði FH og Fram sem nú
eru á toppnum. Þau úrslit myndu
einnig auka líkur Framara á sigri í
deildinni en ef Fram ver titil sinn í
deildinni kemst KR í Evrópu-
keppni bikarhafa svo það er til
mikils að vinna fyrir Vesturbæj-
arljónin á morgun.
-þóm
1. deild
Fylkir á von
Valur endanlega úr leik í keppninni um meistaratitilinn
Fylkir bar sigurorð af Val á
rennblautum Árbæjarvellinum í
gærkvöld með þremur mörkum
gegn engu. Rétt einsog í úrslita-
leik bikarkeppninnar voru öll
mörkin fjögur gerð I fyrri hálfleik
og kunnu áhorfendur flestir vel
að meta stöðuna í leikhléi.
Það voru reyndar Valsmenn
sem náðu forystunni í leiknum og
leit út fyrir enn einn ósigur Fylkis
í deildinni. Sævar Jónsson
skoraði úr vítaspyrnu á 11. mín-
útu eftir að brotið hafði verið á
Þórði Bogasyni. Fyrri hálfleikur
var rösklega hálfnaður þegar
Baldur Bjarnason jafnaði og
stuttu síðar náði Örn Valdimars-
son forystunni úr vítaspyru. Þeg-
ar um fimm mínútur voru til
leikhlés skoraði Finnur Kolbeins-
son svo þriðja mark Fylkis sem
reyndist vera síðasta mark
leiksins.
Valsmenn reyndu ákaft að
jafna metin í síðari hálfleik en
höfðu ekki erindi sem erfiði.
Sóknir þeirra voru of einhæfar og
marklausar til að marktækifæri
gætu skapast og Fylkir hlaut því
þrjú mjög dýrmæt stig í fallbar-
áttunni. Liðið á enn raunhæfa
möguleika á að halda sér í
deildinni en aðeins tvö stig skilja
nú Þór og Fylki. Valur er hins-
vegar úr leik í baráttunni um
meistaratitilinn og eru mögu-
leikar liðsins á að ná Evrópusæti
einnig harla litlir. Allur vindur
virðist úr liðinu eftir ágæta byrjun
í sumar og hefur liðið aðeins
hlotið fimm stig úr síðustu átta
deildarleikjum.
Keflvíkingar eru nánast fallnir
eftir 0-1 ósigur á Skaganum á
laugadag. Aðalsteinn Víglunds-
son skoraði sigurmarkið og fyrir
vikið eiga Akurnesingar enn
möguleika á að hreppa Evrópu-
sæti áttunda árið í röð. -þóm
1. deild kvenna
Valur meistari
Valsstúlur tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn með 4-0 sigri á
KA á laugardag enda þótt þær
eigi einum leik ólokið.
Guðrún Sæmundsdóttir (2),
Kristín Arnþórsdóttir og Bryndís
Valsdóttir skoruðu mörk Vals í
leiknum.
Heildarupphæð vinninga
26.8 var 1.928.158
Enginn hafði 5 rétta sem var
kr. 1.645.772
Bónusvinninginn fengu 2
og fær hvor kr. 143.006
Fyrir 4 tölur réttar fær
hver 6.325 og fyrir
3 réttar tölur fær hver um
sig 396.
Sölustaðir loka 15 mínútum
fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulínan: 99 1002.
Þriðjudagur 29. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7