Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Fiskútflutningur Búið til pappírsverð Kristján Ragnarsson LÍU: Vitum hverjirflytja út vondanfisk. Allir vilja leyfisveitingar úr utanríkisráðuneytinu en ekkert gerist Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að ekki þurfi að tala við marga útgerðarmenn tU að sanna að heildsalar fái frek- ar en aðrír leyfi til að flytja út fisk í gámum. Þessir útgerðarmenn hafi staðið við hliðina á sömu heildsölum, sem ekki eiga skip, á fiskmörkuðum og þar sjáist hverjir séu að flytja út og fái alltaf útflutningsleyfí. í grein í Sjávarfréttum fyrir helgina, kemur fram hörð gagnrýni á afgreiðslu utanríkis- Skilagiald Endurvinnslan tekur gler Misskilningur að ekki sé skilagjald á ölgleri. Gunnar Bragason: Ekki ákveðið hvernig glerið verður nýtt Einhvers misskiinings virðist gæta hjá fólki um að ekki sé skila- gjald á ölgleri eins og öldósum. Það er sama skilagjald á gleri og dósum og Endurvinnslan tekur við því. Maður nokkur sem verslar gjarnan við ÁTVR hafði sam- band við Þjóðviljann og sagði að starfsmenn ÁTVR hefðu sagt sér að það væri ekki skilagjald á gleri og hann gæti hent því. Það mun hins vegar vera alrangt og að sögn Gunnars Bragasonar hjá Endur- vinnslunni taka þeir við bæði áldósum og glerflöskum, en ein- ungis einnota flöskum. Að sögn Gunnars er ekki hægt að nýta glerið eins og stendur, en nokkrar hugmyndir eru uppi um hvað eigi að gera við það. Nýting- in yrði þó að vera innanlands, því glerið er það þungt að of dýrt yrði að flytja það milli landa. Það er greinilegt að ástæða er til að brýna fyrir fólki að skila glerflöskum eins og áldósum, því brotnar flöskur eru eins og hrá- viði á götunum eftir helgar. ns. ráðuneytisins á leyfum til heild- sala. Þar fari fremstir þeir heildsaiar sem selji fyrir fast verð. Dæmi séu einnig um að menn flytji fisk út frosinn en selji hann sem ferskan fisk í erlendum höfnum. í samtali við Þjóðvilj- ann sagði Kristján að þetta væri dæmalaus framkoma. LÍÚ vildi að menn færu eftir settum regl- um. Tollasamningar við Evrópu- bandalagið varðandi útflutning á ferskum fiski væru það mikilvæg- ir að íslendingar mættu ekki láta standa sig að því að fara í kring um þá. Kristján vildi ekki meina að illa væri komið fyrir stórum hluta af okkar útflutningi en málið væri engu að síður alvarlegt. Það væri líka alvarlegt þegar menn segðust selja fiskinn á föstu verði. Slíkur sölumáti væri ákaflega óhentugur því gæði fisksins ættu að koma fram á mörkuðum. Þannig fyrir- komulag virkaði hvetjandi á menn að standa sig með gæðin. Kristján sagði þess dæmi að menn byggju til verðmæti á papp- írunum með því að gefa upp ákveðinn tonnafjölda í gám, sem síðan reyndust færri en gefið væri upp. Það ætti að vera grundvall- arregla að leyfa ekki sölu á föstu verði. Útvegsmenn hafa verið óhress- ir með að utanríkisráðuneytið sjái um leyfisveitingar varðandi útflutning í gámum. Kristján sagði gagnrýni sína meðal annars beinast að þessari tilhögun. Þeir sem ættu fiskinn ættu einnig að sjá um þessi mál. Það væri brot á samningum við Efnahagsbanda- lagið að láta ráðuneytið um þessi mál, þar ættu þau síst heima. Utanríkisráðherra og aðrir hjá ráðuneytinu vildu þessi mál út úr ráðuneytinu en ekkert gerðist í þeim efnum. „Það lítur út fyrir að sumir eigi erfitt með að taka á- kvarðanir," sagði Kristján. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar, að um 80 aðilar hefðu fengið útflutn- ingsleyfi þar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það væri ákvörðun út- gerðarmannanna sjálfra hver flytti fiskinn út. -hmp Kaj Egede sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Grænlands er staddur hér á landi í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra. Hann fór á sunnudag til ísafjarðar en kom síðdegis í gær til Reykjavíkur. Þá þáði hann kvöldverð í boði Steingríms J. Sigfússonar og var myndin tekin við það tækifæri. í dag heldur hann til Akureyrar í boði Steingríms og mun m.a. skoða þar fyrirtæki sem sérhæfa sig í fullvinnslu landbúnaðarafurða. Á morgun heimsækir hann bænda- skólann á Hvanneyri og skoðar eldisstöð fyrir urriða á Laxeyri í Hálsa- hreppi. Hann heldur svo aftur til Grænlands á fimmtudag. Mynd Krist- inn. Humar Skólabókardæmi um rannsóknir Umferð skipa með ýmis veiðarfœri hefur aukist á humarmiðunum Humarvertíðin var slöpp í ár, annað árið í röð. Sjómenn eru að vonum ekki hressir með niður- stöðuna og eru sumir hverjir ekki ánægðir með frammistöðu Haf- rannsóknarstofnunar í rannsókn- um á stofnstærð humars. Sól- mundur Einarsson, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, segir þessa gagnrýni ekki eiga við rök að styðjast. Sólmundur sagði Þjóðviljan- um, að forstjóri stofnunarinnar, Jakob Jakobsson, hefði sagt í ástandsskýrslu fyrir ári, að þær rannsóknir sem fram hefðu farið á humarstofninum, væru skóla- bókardæmi um hvernig standa ætti að rannsóknum. Rannsókn- ir, spár og útkoma hefðu gengið mjög vel upp. Til skamms tíma fóru sérfræðingar hafrannsóknar tvo rannsóknarleiðangra á ári. Sá fyrri var farinn í upphafi veiði- tímabils, en sá seinni í lokin. Sól- mundur sagði a síðar hefðu menn ekki talið þörf á seinni ferðinni. „Ég held að það hafi verið mjög skynsamlega staðið að þess- um rannsóknum," sagði Sól- mundur. Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur hefði að mestu stýrt rannsóknum á humarstofn- inum, en hann er nú erlendis að vinna að doktorsefni sem tengist rannsóknum á humar. Sólmund- ur sagði að Hrafnkell hefði séð þessi lélegu ár fyrir. Stórir ár- gangar af humri væru til staðar, en hann væri enn mjög smár. Einn humarsjómaður sem Þjóðviljinn ræddi við, sagði að veiðisvæði humarveiðibáta út af Surtsey, hefði stækkað með til- komu betri tækjakosts bátanna. Þrátt fyrir þetta fiskaðist minna en áður. Sólmundur sagði það algerlega órannsakað hvaða áhrif yfirferð bobbinga og ýmissa veiðarfæra á humarsvæðunum, hefði að segja fyrir humarinn. Það væri óskráður kafli hvað áh- rif þetta hefði á umhverfið. Hum- arinn væri djúpsjávardýr sem græfi sig niður í u-laga göng í sjá- varbotninum. Umferð báta með alls konar veiðarfæri hefði aukíst á humarmiðunum og ekki væri útilokað að humarinn merðist undir þeim. Sólmundur sagði þetta ekki vera neina einhlíta skýringu. En á meðan sérfræð- ingar örvæntu ekki yfir ástandi humarstofnsins, væri engin ást- æða til að óttast. - hmp Virðisaukaskattur Bækur verði undanþegnar Úrslit voru kynnt í gær i skáldsagnasamkeppni sem Stórstúka íslands efndi til í tilefni af 90 ára afmæli Æskunnar. í boði voru 200 þúsund króna verðlaun og hlaut þau Sigríður Gunnlaugsdóttirfyrir skáldsöguna Lífsþræði. Á myndinni sést hún ásamt dómnefndarmönnum, frá vinstri: Gylfi Guðmundsson skólastjóri, Hilmar Jónsson bókavörður, Sigríður og séra Björn Jónsson. Mynd: Kristinn. Bókasamband íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að undanþiggja íslenskar bækur virðisaukaskatti, þannig að sama gildi um bækur og dagblöð og tímarit, þegar skatturinn kemur til framkvæmda um næstu ára- mót. I ályktun Bókasambandsins segir, að ekki sé verið að fara fram á að bækur pjóti forrétt- inda, heldur að þær njóti sömu stöðu í skattamálum og önnur út- gáfa prentaðs máls og miðlun efn- is á öldum Ijósvakans. Þá segir í ályktuninni, að með hliðsjón af því að íslensk tunga eigi í vök að verjast og stjórnvöld standi að sérstöku málverndar- átaki, sé fráleitt að lesefni í bókum beri virðisaukaskatt en annað prentefni standi þjóðinni til boða án þessa sama skatts. Þetta verði síðan enn öfugsnún- ara í ljósi þess að afnotagjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva verði einnig undanþegin virðis- aukaskatti. Bókasamband fslands minnir á að í litlu málsamfélagi eins og fs- lendinga, gegni bækur veiga- meira hlutverki en meðal milljónaþjóða, hvað snertir miðl- un innlendrar menningar og varðveislu málsins og endurnýj- un tungunnar. Sjaldan hafi verið brýnni þörf en nú að styrkja stöðu bókarinnar. Virðisauka- skatt megi því hvorki leggja á að- föng til bóka né sölu þeirra, ef tryggja eigi þessum miðli farsæla framtíð. Aðildarfélög Bókasambands- ins eru Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Hagþenkir- félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, Rithöf- undasamband íslands og Samtök gagnrýnenda. -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. september 1989 Bankasameining SÍS-hlutabréf seld Landsbanka Landsbanki íslands hefur keypt hlut SÍS í Samvinnubank- anum og kaupverðið mun vera um 880 miljónir króna. Hlutur Sambandsins í bankanum var 52 prósent. Á fundi Sambandsins þegar salan var samþykkt, var einn sem greiddi atkvæði á móti. Það var Birna Bjarnadóttir sem var vara- maður Valgerðar Sverrisdóttur og er fulltrúi KRON. Endanlegum samningum milli Landsbankans og SÍS verður lok- ið fyrir októberlok næstkomandi, og fram að því mun stjórn Sam- vinnubankans verða óbreytt. Landsbankinn hyggst sameina starfsemi bankanna á stöðum þar sem útibú beggja eru. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.