Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 3
Samræmdar aðgerðir stjómvalda og bænda Aðalfundur Stéttarsambands bænda var að þessu sinni haldinn á Hvanneyri, dagana 31. ágúst til 2. sept. Fundinn sátu 64 fulltrúar frá búnaðarsam- böndum, búgreinafélögum auk stjórnar og fjölda gesta og ein- hvers slangurs af fjölmiðlafólki. Eitthvað á milli 15 og 20 full- trúar sátu nú aðalfund Stéttar- sambandsins í fyrsta skipti. Vakti það eftirtekt sumra að meðal hinna nýju fulltrúa var engin kona og voru því fulltrúar „betri“ helmingsins á fundinum aðeins þrír svo sem áður var. Naumast mundi saknæmt þótt þarna ríkti meira jafnræði með kynjunum. Við það myndu fundirnir ekki að- eins fá skemmtilegra yfirbragð heldur trúi ég því, að það hefði einnig bætandi áhrif á umræður og afgreiðslu mála. Tveir meginstraumar Ræða sú sem Halldór Hauks- son formaður Stéttarsambands- ins flutti í upphafi fundarins, var í senn bæði yfirgripsmikil og fróðleg. Hann vék að þeim miklu breytingum, sem orðið hefðu á rekstrarumhverfi Iandbúnaðar- ins á síðustu árum. Væru þær eðlileg afleiðing aukinnar tækni, bættra samgangna þróunar í al- þjóðaviðskiptum og nýrra strauma í lifnaðarháttum fólks og neysluvenjum. Þessi þróun hefði orðið hraðari en nokkurn óraði fyrir og hlyti að valda atvinnuvegi eins og landbúnaði, sem hefði einna lengstan framleiðsluferil allra atvinnugreina, nokkrum vanda. Landbúnaðurinn væri í þeirri einstöku stöðu, að vera undirstaða fæðuöflunar í heimin- um og um leið öryggis og sjálf- stæðis hverrar þjóðar. Því fylgdi að hver fjölskylda væri, í gegnum kaup sín á matvælum, nánar tengd landbúnaðinum en flestum öðrum atvinnuvegum. Því væru gerðar til hans miklar kröfur um hagkvæmni, hollustu fram- leiðslunnar og í auknum mæli kröfur um hóflega nýtingu auð- linda jarðarinnar. Þetta væru meginástæður fyrir hinni miklu og almennu umræðu um land- búnað. Greina mætti tvo megin- strauma, sem vörðuðu matar- öflun jarðarbúa. Annarsvegar hinar stórstígu framfarir í tækni og þekkingu við matvælafram- Ieiðsluna, sem leitt hefði til aukinnar framleiðslu og minnkandi framleiðslukostn- aðar. Að hinu leytinu hefðu menn, við hagnýtingu hinnar miklu tækni, ekki alltaf ætlað sér af og afleiðingin orðið misþyrm- ing á náttúrunni. Haukur Háll- dórsson benti á, að í erindi, sem sem Kalevi Sorsa, fyrrum forsæt- isráðherra Finnlands, flutti á að- alfundi Norrænu bændasamtak- anna hér á landi í sumar, hefði hann vakið athygli á þessum sjón- armiðum. Sorsa sagði umhverfis- mál verða sífellt mikilvægari. Ræktanlegt land yrði stöðugt tor- fengnara. Jarðarbúum fjölgaði um 70 milj. á ári. Eyðing skóga, svo sem á Amason-svæðinu, hefði í för með sér alvarlegar loftslagsbreytingar um allan heim. í V-Evrópu neyddust menn til þess að draga úr land- búnaðarframleiðslu til þess m.a. að minnka álag á umhverfið. Talað um sumt, þagað um annað Sorsa sagði matvælaverð á Norðurlöndum hátt og stæðist ekki samanburð við matarverð í öðrum sambærilegum löndum. Þvf slógu fjölmiðlar hér á landi mjög upp, sagði Haukur. Sorsa benti hinsvegar á, að á Norður- löndunum væru matvæli skatt- lögð mun meira en í öðrum löndum, og þar væru strangari reglur um meðferð húsdýra og aukaefni í matvælum. Það vakti hinsvegar ekki athygli fjölmiðla. „Þegar við íslenskir bændur komum saman til þess að ræða hagsmunamál okkar þurfum við að vera þess meðvitaðir, að þeir alþjóðlegu straumar, sem ég hef hér vikið að, eru aflvaki þeirra breyttu aðstæðna, sem við nú stöndum frammi fyrir og munu að miklu leyti móta framvindu mála á næsta áratug. Þetta er okkur nauðsynlegt að hafa í huga til þess að við getum haft áhrif á þróunina og reynt að stjórna henni okkur í hag“, sagði Haukur Halldórsson. Leitum samstarfs Haukur vék þvínæst að ein- stökum búgreinum og afkomu þeirra, framkvæmd búvörusamn- inganna og ágreiningi um fram- kvæmd þeirra, forsendum nýs samnings og aðlögun að honum, stefnu við úthlutun fullvirðisrétt- ar og aðgerðir til aðlögunar, nýja atvinnuskipun f sveitum, félag- skerfi landbúnaðarins og sam- skiptum við fjölmiðla, búvöru- verðinu og möguleikum til lækk- unar á því. Sagði það sitt álit, að Stéttarsambandið ætti að leita eftir samstarfi við aðila vinnum- arkaðarins ASÍ, BSRB og svo ríkisvaldið um könnun á því hvernig lækka mætti búvöruverð- ið með langtímamarkmið í huga og á þann hátt aðlaga landbúnað- inn breyttum viðhorfum í mark- aðsmálum, innanlands og utan. í annan stað fari fram úttekt á núverandi kerfi niðurgreiðslna og útflutningsbóta, m.a. með til- liti til þess hvort hagkvæmt sé að greiða niður vöruverð á frumstigi framleiðslu eða að taka upp beinar greiðslur til bænda, og í þriðja lagi að flýta nauðsynlegum aðgerðum til þess að hagræða skipulagi mjólkurbús og slátur- húsa. Eitt brýnasta hagsmunamál bænda nú er að finna leiðir til lækkunar á framleiðslukostnaði búvara, án þess að það bitni á kjörum bænda. Með hliðsjón af þeirri umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu um hátt verð búvara og áróðri fyrir frjálsum innflutningi landbúnaðarafurða er ljóst, að bregðast verður við þeirri umræðu af fyllstu alvöru. Ætti það bæði við um bændur sjálfa og aðra þá, sem áhrif hafa á verðmyndun búvara. Vönduð og heilnæm fram- leiðsla, hagkvæmur og arðbær rekstur og snyrtimennska í nán- asta umhverfi sem og annarsstað- ar eru þau vopn, sem bændur geta gripið til, þegar til langs tíma er litið, til þess að tryggja tilvist sína sem stéttar, sem eftirsóknar- vert er að starfa í og virðing er borin fyrir. Taka þarf afstöðu til nýrra hugmynda um þróun land- búnaðarstefnunnar næsta áratug- inn, móta þvrfti afstöðu til nýrra hugmynda í umhverfismálum og stefnu í eigin kjarabaráttu, sagði Haukur Halldórsson. Prennt kallar að í ræðu sinni fór landbúnaðar- ráðherra Steingrímur J. Sigfús- son fyrst nokkrum orðum um árf- erðið. Vék þvínæst að umræðu þjóða í milli um viðskipti með bú- vörur svo sem viðræður Efta- ríkjanna og Evrópubandalagsins, Gatt-viðræðunum. Myndi land- búnaðarráðuneytið fylgjast eftir föngum með þessum viðræðum. Þá vék ráðherrann að einstökum búgreinum, afkomu þeirra og framtíðarhorfum, aðgerðum til að aðlaga sauðfjárbúskap núver- andi aðstæðum, markaði og land- kostum, framtíðarstefnumörkum og nýjum grundvelli búvörufram- leiðslunnar. Þar kallaði þrennt að. I. Að útklj á deilumál og vafa- atriði varðandi framkvæmd gild- andi samnings. II. Að hefja þegar í haust aðgerðir sem miðist við niðurstöðu úr lið 1. og hefja að- lögun að því, sem við tekur árið 1992. III. Vinna áfram að undir- búningi nýs samnings ríkisvalds og bænda um framtíðargrundvöll búvöruframleiðslunnar. Nítján atriði í þessu sambandi kæmu eftir- greind atriði til athugunar 1. Svæðaskipulag búvöru- framleiðslu og vinnslu búvara, sem byggi á bestu samræmingu landnýtingarsjónarmiða, hag- ræðingar á framleiðslu, vinnslu í BRENNIDEPLI Á næstu misserum verður, með sam- rœmdum aðgerðum stjórnvalda og bœnda, aðgeraallt sem hœgt er til að lœkkaframleiðslu- kostnað og auka sam- keppnishœfni land- búnaðarvara. og dreifingu búvara og markmiða stjórnvalda í byggðamálum. Svæðaskipulag þetta ásamt bú- rekstrarskilyrðum á jörðum verði síðan haft til hliðsjónar við fram- tíðarstjórnun framleiðslunnar. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum stjómvalda og bænda og með aðild Landgræðslu ríkis- ins, Skógræktar ríkisins, Byggða- stofnunar og e.t.v. fleiri aðila, sem geri tillögur um þetta efni. 2. Kerfisbreyting á niður- greiðslum þannig að þær verði greiddar beint til framleiðenda eða nær framleiðslustigi en nú er. Verði þetta atriði falið sérstökum starfshópi, sem skoði í leiðinni samspil þessara breytinga og ann- arra þátta í verðmyndunar- og verðlagningarkerfi búvara. Sá hópur geri einnig tillögur um framtíðartilhögun skattlagning- ar, (söluskattur/ virðisaukaskatt- ur) og álagningar og/eða endur- greiðslna gjalda í landbúnaði. Þá taki þessi hópur sérstaklega til skoðunar allar mögulegar leiðir til lækkunar framleiðslu-, vinnslu- og dreifingarkostnaðar búvara. Hagþjónusta landbúnað- arins verði einnig falið sem forg- angsverkefni, strax og hún tekur til starfa, að vinna að þessum málum. Niðurstaða þessarar vinnu verði svo nýtt til að marka langtímastefnu um niður- greiðslur og verðhlutföll. 3. Almcnnum tilboðum um kaup eða leigu á fullvirðisrétti verði hætt. Við taki sérstakar að- gerðir á grundvelli markmiða um aðlögun og svæðaskipulag fram- leiðslunnar, einkum hvað varðar frekari aðlögun sauðfjárræktun- arinnar að núverandi aðstæðum. 4. Jarðakaupasjóður verði efldur fyrst og fremst í því skyni að kaupa jarðir sauðfjárbænda, sem láta vilja af þeim búskap og selja jarðir sínar og ekki búa á „ríkjandi“ sauðfjárræktarsvæð- um. - Þá verði Jarðarkaupasjóð- ur og Jarðeignir ríkisins samein- uð og fái til sín allar tekjur af jarðeignum ríkisins. Þessum tekjum verði heimilt að ráðstafa til að aðstoða sauðfjárbændur, sem láta vilja af þeim búskap með „úreldingu mannvirkja“, (fjár- festingu), sem tengjast beint sauðfjárræktinni á viðkomandi jörð og ekki nýtast til nýrra við- fangsefna. Þetta verði gert í þeim tilvikum sem viðkomandi bænd- ur óska ekki að selja jarðir sínar þó að þeir láti af sauðfjárbúskap. Veitt verði í þessu skyni aukafjár- veiting með það að markmiði að hefja þegar aðgerðir. Síðan verði á fjárlögum tvö næstu ár sérstök fjárveiting tengd þessum verk- efnum jarðeigna- og jarðasjóðs. 5. I hverju tilviki þar sem veitt verður aðstoð vegna samdráttar í sauðfjárrækt verði skoðað hvaða aðrir atvinnumöguleikar komi til greina miðað við áframhaldandi búsetu á sama stað. Skulu þær fjölskyldur, sem hér eiga í hlut, hafa forgang að stuðningi. Fram- leiðnisjóðs til búhátta breytinga, svo og að verkefnum á sviði skó- græktar, landgræðslu eða við annað, eftir því sem við getur átt. Framleiðnisjóði landbúnaðarins verði greidd ógreidd framlög vegna fyrri ára að fullu á þessu ári, og skal það ganga til þessara verkefna. (ca 28 milj. kr. sbr. skýrslu ríkisendurskoðunar). 6. Bændum, sem vilja láta af mjólkurframleiðslu, verði auð- veldað slfkt með sambærilegri „úreldingu mannvirkja“ og sauðfjárbændum stæði til boða, sbr. 5 tölulið. Framleiðsluréttur í mjólk, sem þannig losnar, verði eingöngu nýttur af mjólkurfram- leiðendum á ríkjandi mjólkur- framleiðslusvæðum, sem afsali sér framleiðslurétti í sauðfé á móti (sbr. ákvæði reglugerð nr. 23331989). - Jarðakaupasjóði verði heimilt að kaupa jarðir í þessum tilvikum og kannað verði hvort frekari aðgerða sé þörf til að auðvelda slík skipti. 7. Skoðaðar verði aðstæður sérstakra markhópa, svo sem líf- eyrisþega og eldri bænda, bænda, sem fargað hafa fé vegna útrým- ingar riðu og bænda, sem leigt hafa framleiðslurétt og tillögur mótaðar um hvernig rétt sé að þeir dragi úr búskap og/eða hvernig unnt sé að aðstoða þá, sem ekki hafa hug á að hefja bú- skap að nýju. - Bændur úr þess- um hópum, geti orðið forgangs- aðilar gagnvart ráðstöfunum Fra- mleiðnisjóðs og stjómvalda, sbr. 6. lið. Gerðar verða sérstakar ráðstafanir til að auðvelda bænd- um að draga saman bústofn, enda sé það liður í ofangreindum að- gerðum. 8. Undirbúin verði, samhliða viðræðum aðila, einhliða færsla allt að ígildi 2ja milj. ltr. fram- leiðsluréttar í mjólk, frá sauðfjárbúskap yfir í mjólkur- framleiðslu. Þessi færsla fari fram með sambærilegum ákvæðum og eru í 12. gr. reglug. nr. 233/1989 og falli að markmiðum um svæðisbundið skipulag fram- leiðslunnar. 9. Rætt verði sérstakiega um meðferð greiðslna fyrir ónýttan fullvirðisrétt, hvort þeim skuli al- veg hætt á síðustu árum samningstímans, hve mikið úr þeim dregið eða þeim settar þrengri skorður. Greiðslur fyrir ónýttan rétt verði a.m.k. tak- markaðar verulega með það í huga að greiða ekki bætur þar sem framleiðslugeta er alls ekki fyrir hendi og skertar í einhverju hlutfalli og gangi sú skerðing að einhverju leyti til að mæta niður- stöðu, sbr. lið róm. 1 hér að fram- an. 10. Til viðbótar aðgerðum Framleiðnisjóðs til að stuðla að atvinnuuppbyggingu í stað sam- dráttar hefðbundins búskapar, sbr. búvörulög og lið 6., leggi stjórnvöld fram sérstaklega til- tekið fjármagn á næstu 3 árum, sem varið verði til að fjölga atvinnutækifærum kvenna í strjálbýli. 11. Menntunarkröfur og starfsréttindi gagnvart nýliðum í landbúnaði verði tekin til sér- stakrar skoðunar og þá um leið hvort binda eigi upphaf búskapar hjá nýjum aðilum við tiltekinn framleiðslurétt eða skilyrði. Þannig til að mynda, að safna yrði saman innan viðkomandi svæðis ákveðnum lágmarksrétti áður en nýr aðili gæti hafið bú- skap. 12. Þegar á þessu hausti verði settar skýrar og framkvæman- legar reglur um heimtöku fram- leiðenda á kjöti. Reglur settar og eftirlit hert með heimaslátrun og tómstundabúskap settar nauðsynlegar skorður. Land- búnaðarráðuneytið hefur í undirbúningi aðgerðir í þessu skyni, sem framkvæmdar verða í samvinnu við Hollustuvernd og sveitarfélögin. 13. Fullvirðisréttur verði skertur á tveimur síðustu árum samningatímans að því marki sem niðurstaða, sbr. lið I gefur tilefni til og ekki verður séð fyrir með öðrum hætti, svo sem með ónýttum fullvirðisrétti utan greiðslna. Verði t.d. miðað við að 1/3 eða 2/5 þeirrar skerðingar kæmi á árinu 1990-91 og 2/3 eða 3/5 árið 1991-1992. 14. Viðræður ríkisvaldsins og bænda um nýjan grundvöll bú- vöruframleiðslu miðist við að samningar færist úr magn- samningi yfir í markaðstengdan grundvöll, þannig að gerður verði rammasamningur til nokk- urs tíma, sem feli í sér innbyggða aðlögun að breyttum markaðs- stærðum. í þessu sambandi verði skilgreind þau öryggismörk, sem framleiðslan skuli haldast í og eru umfram innanlandsneyslu, (at- huga þarf aimannavama/ hag- vamaþátt þessa máls) og stefna um tilheyrandi útflutning mörk- uð til nokkurs tíma í senn í fram- haldi af því. 15. Núverandi tilhögun fram- leiðslustjórnunar, með fram- reikningi fullvirðisréttar frá til- teknum viðmiðunarámm, verði samhliða viðræðum tekin til gagngerðrar endurskoðunar með Framhald á bls. 9 , Þriðjudagur 5. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.