Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hendur standi fram úr ermum Langvinnum stjórnarmyndunarviöræöum er nú lokið með því aö Borgaraflokkurinn hefur samþykkt aö ganga til liðs viö ríkisstjórnina. Það á svo eftir að koma í Ijós hvort þeir flokkar sem nú standa að stjórn leggja blessun sína yfir þessa stjórnarmyndun. Fastlega má gera ráð fyrir að skoðanir séu skiptar um þetta, einkum innan Alþýðubandalagsins, sem setti það sem skilyrði á sínum tíma að Borgaraflokkurinn yrði ekki í stjórn. Á það ber hinsvegar að líta að Borgaraflokkur- inn í dag er ekki sá sami og þá. Albert er horfinn til Frakk- lands og þeir Ingi Björn og Hreggviður hafa einangrast, dinglandi í kjólfaldi Þorsteins. Margur Alþýðubandalagsmaðurinn hefði eflaust frekar viljað sjá Kvennalistann ganga til samstarfs við ríkisstjórn- ina þannig að ríkisstjórnin hefði markað sig betur sem fél- agshyggjustjórn. Kvennalistinn hefur bara ekki verið til við- ræðu um slíkt, heldur viljað hanga áfram í tómarúmi áhrifa- leysis. Það var hinsvegar nauðsynlegt að efla ríkisstjórnina og treysta meirihlutann á þingi, ekki bara til þess að stjórnin geti setið áfram, heldur til þess að stjórninni gefist ráðrúm til þess að taka á þeim ótal vandamálum sem blasa við í íslensku þjóðlífi. Verkefnin sem blasa við eru mörg og fæst þess eðlis að hægt sé að leysa þau með einhverjum hókuspókus aðferð- um. Að endurreisa íslenskt atvinnulíf eftir að ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar hafði nær kippt rekstrargrundvellinum undan útflutningsatvinnugreinunum er langtímaverkefni og því brýnt að ríkisstjórnin móti stefnu í uppbyggingu atvinnu- veganna og hefjist strax handa við það. Sú stefnumótun verður að taka mið af því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar vill kenna sig við jöfnuð og félagshyggju. Endurreisn atvinnulífsins verður því að stefna að jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Annað mjög brýnt verkefni ríkisstjórnarinnar er að setjast strax niður með samtökum launafólks og komast að samkomulagi við þau um hvernig brugðist verði við þeirri verðhækkanaskriðu sem dunið hefur á landsmönnum að undanförnu. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og segja einsog forsætisráðherra: Þessar verðhækkanir koma mér jafn mikið á óvart og öðrum. Launafólk gerði mjög hófsama samninga og tók tillit til erfiðleika í þjóðarbúinu en það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk sé eina fólkið sem sýnir félagslegan þroska í þjóðfélaginu. Þegar afkoma heimilanna er í húfi og versnar með hverri verðhækkun sem þeim er ætlað að bera er viðbúið að þolinmæðina þrjóti. Hvprt það verður með jafn afdrifaríkum hætti og varaforseti ASÍ gaf í skyn, að búast megi við skemmdarverkum, er svo annað mál. Vandi fámennra byggðalaga sem berjast í bökkum er þriðja verkefni ríkisstjórnarinnar. Vandinn þar er vissulega margvíslegur og undirrót hans misjöfn. Kvótamissir margra þessara byggðalaga er þó það mál sem heitast brennur á þeim um þessar mundir. Sá missir verður ekki bættur með því að gefa út bráðabirgðalög um aukakvóta til einstakra sveitarfélaga. Slíkt fordæmi yrði til þess að kvótakerfið hryndi á örfáum árum. Það eina vitræna í stjórn fiskveiðanna er að taka upp byggðakvótann sem Alþýðubandalagið hefur lagt til. Þau eru ótalmörg verkefnin sem blasa við stjórninni nú og glíman við þau verður erfið. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd verður að halda áfram að kljást markvisst við að fá vextina niður, vandi landbúnaðarins er enn eitt málið, vandi ríkissjóðs og þannig mættilengitelja.Ekkert þessara vanda- mála leysist þó af sjálfu sér heldur verður að vinna mar- kvisst að lausn þeirra. Nú þegar búið er að tryggja ríkisstjórninni starfsfrið verður hún að láta hendur standa fram úr ermum og sýna að það hafi ekki verið til einskis að setja hana á vetur. Standi hún undir nafni sem ríkisstjórn félagshyggju og jafnaðar þurfa þeir flokkar sem að henni standa ekki að óttast dóm kjós- enda þegar þar að kemur því stjórnarandstaðan hefur ekk- ert til málanna að leggja. -Sáf íhaldið á bágt Mikið á íhaldið bágt um þessar mundir. Verst líður þó aumingja Þorsteini því óðum nálgast lands- fundur Sjálfstæðisflokksins og hann veit allra manna best að þær raddir gerast nú æ háværarj innan flokksins sem segja að það þurfi að endurnýja forystu flokksins. Honum er því mikið í mun að sanna sig. í því ljósi ber að skoða yfirlýsingu flokksins um atvinnu- mál þjóðarinnar, sem er ekkert annað en yfirlýsing um stefnu- leysi, eða einsog Alþýðublaðið lýsti því, hvorki fugl né fiskur, enda ekkert um fiskveiðistefnuna í plagginu né heldur um alifugla- ráekt eða aðrar greinar landbún- aðarins. Slík mál eru of viðkvæm fyrir stjórnmálaflokk einsog Sjálfstæðisflokkinn og hætt við að erfiðlega gangi að samstilla þær ólíku raddir sem í flokknum eru. Til slíkra verka þarf hæfari stjórnanda en nú heldur um sprotann. Þorsteinn rembist samt einsog rjúpan við staurinn og í örvænti- ngarfullri tilraun til þess að sannfæra flokksmenn sína um að hann sé ekki stefnulaust rekald hóar hann saman þingflokknum til þess að setja saman „yfirlýs- ingu um frjálslynda og víðsýna umbótastefnu í atvinnumálum," einsog plaggið heitir á máli Val- hallarbúa. Hver er svo boðskapur þessar- ar „frjálslyndu og víðsýnu um- / bótastefnu“? Þegar búið er að 1 taka burt orðagjálfrið og þau atr- iði sem ríkisstjórnin er að fram- kvæma eða stefnir að, er gengis- felling ein eftir og kjaraskerðing. En það er ekki Sjálfstæðisflokk- urinn sem ætlar að framkvæma hana, heldur ætlar hann útflutn- ingsatvinnuvegunum að sjá um að skrá gengið eftir eigin geð- þótta. Þegar gengið var á Þorstein og hann beðinn að svara því hversu stóra gengisfellingu þyrfti í dag miðað við „efnahagslegar for- sendur“ einsog talað er um í yfir- lýsingunni, varð fátt um svör. Sennilega hefur þingflokkurinn ekki mátt vera að því að láta reikna það út, svo mikið lá á að koma yfirlýsingunni fyrir alþjóð. Óknyttastrákurinn Annað sem vakið hefur athygli við fjölmiðlaupphlaup Þorsteins er afneitun hans á fastgengis- stefnunni. Einkum er það alvar- legt í Ijósi þess, að með því að afneita henni og kenna Steingrími Hermannssyni um hana, er Þorsteinn að afneita því eina sem hann hefur haft fram að færa í stefnumótun f atvinnu- og efnahagsmálum íslensku þjóðar- innar. Steingrímur var ekki par ánægður með það þegar þeir deildu í sjónvarpinu nú um helg- ina og húðskammaði Þorstein, sem var einsog óknyttastrákur sem veit upp á sig skömmina. Bragð er að... En það er ekki bara Þorsteinn sem á bágt. Mikið eiga málgögn flokksins bágt um þessar mundir. Ætla mætti að Morgunblaðið gripi á lofti nýja „frjálslynda og víðsýna umbótastefnu" þing- flokksins í atvinnumálum og hampaði henni sem valkosti gegn stefnu núverandi ríkisstjórnar. En Mogginn virðist ekki hafa meiri trú á þessari stefnu en svo að nú um helgina var fjallað um atvinnu- og efnahagsmál hér á landi í Reykjavíkurbréfi án þess að minnst væri einu orði á plagg Þorsteins. Fyrst bendir höfundur Reykja- víkurbréfs á þá staðreyná að kreppan á íslandi er ekkert ein- angrað fyrirbæri og tekur Dan- mörku og Noreg sem dæmi um lönd sem eiga við svipuð vanda- mál að etja og íslendingar. Mun- urinn er hinsvegar sá, að mati höfundar, að í Noregi hafa staðið yfir í nokkur ár markvissar að- gerðir til þess að taka á vanda- málunum þar og árangur því far- inn að koma í ljós. „Norðmenn hafa því von um betra ástand. Það er kannski of mikið sagt, að svo sé um Dani en hins vegar alveg ljóst, að hér á íslandi hefur ekki enn verið haf- izt handa um raunverulegar að- gerðir til þess að taka á þeim djúpstæða vanda, sem hrjáir efnahags- og atvinnulíf okkar.“ Jæja, hugsaði klippari þegar þarna var komið lestrinum, nú á að hefja yfirlýsingu Þorsteins upp til skýjanna sem patentlausn á vandanum. En svo reyndist ekki. Höfundur Reykjavfkurbréfs lét sem sú yfirlýsing væri ekki til því ekki var minnst einu orði á hana. Þess í stað er ríkisstjórnin gagn- rýnd fyrir vaxtastefnu sína. Ekki fyrir það að vextir séu of háir, heldur hitt að ríkisstjórnin hafi þrýst vöxtum of mikið niður. Vinsældirnar Skilaboðin til Þorsteins geta varla verið ótvíræðari. Hann hef- ur ekkert fram að færa og því á- stæðulaust að hampa því sem ekkert er. En sagan er ekki öll, því í leiðara Morgunblaðsins sama dag er Þorsteinn einnig snup- raður óbeint þegar leiðarahöf- undur sér ofsjónum yfir vinsæld- um Steingríms Hermannssonar „sem notar hvert mál til þess að „slá sér upp“ “, einsog leiðara- höfundur kemst að orði. Lesið með réttu hugarfari útleggst þessi fullyrðing á þá vegu, að Þorsteinn klúðri öllu sem hann kemur ná- lægt. Skoðanakannanir hafa sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rétt úr kútnum að undanförnu og er nú kominn aftur upp í fyrri stærð og vel það. Þorsteinn hefur aftur á móti verið aftarlega á merinni í vinsældakönnunum miðað við fylgi flokksins, sem þýðir að flokksbræður hans og systur bera einfaldlega ekki mikið traust til hans. Fylgi í skoðanakönnunum er hinsvegar valt þegar í kjörklef- ann er komið og því mikið undir því komið að forysta flokksins geti haldið uppi dampi í kosning- abaráttunni. Þorsteini er ekki treystandi til þess að mati Moggamanna því þegar leiðarahöfundur þarf að koma höggi á ríkisstjórnina lætur hann sem stjórnarandstaðan sé ekki til heldur tíundar skrif Al- þýðublaðs og Þjóðvilja um ríkis- stjórnina, því þar fer hið upp- byggilega aðhald að ríkisstjórn- inni fram, en hvorki á vegum Sjálfstæðisflokksins né Kvenna- listans. -Sáf Þjóðviljinn Síðumúla 6'108 Reykjavík Sími: 681333 Ktöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórl: Arni Bergmann. Fréttaatjórl: Lúðvfk Geirsson. Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, EiíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbrelöslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsia, afgrelösla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavlk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverö á mánu ði: 1000 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN j Þriðjudagur 5. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.