Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 11
SKÁK Heimsbikarmótið Kasparov og Karpov deildu sigrinum Heimsmeistarinn samdi á unna stöðu gegn Ribli í 14. umferð Úrslit hcimsbikarmótsins í Skellefteá í Svíþjóð staðfesta enn það regindjúp sem skilur K-in tvö og aðra skákmenn. Karpov tókst eftir langa baráttu að brjóta nið- ur viðnám Svíans Ulf Andersson og ná þannig heimsmeistaranum að vinningum. Kasparov varð að gera sér að góðu jafntefli í síðustu umferð við Predrag Nikolic. Nig- el Short hefði með sigri í síðustu umferð komist upp við hliðina á þeim en mátti iúta í lægra haldi fyrir Robert Húbner. Þrátt fyrir sigurlaunin í heimsbikarnum, 100 þús. banda- ríkjadali, nagar Kasparov sig sennilega í handarbökin fyrir klúður í unnum stöðum gegn Karpov, Hubner, Tal og Ribli. Hann hefur orðið efstur í hverju því móti sem hann hefur tekið þátt í frá því hann deildi sigrinum með Lev Pshakis á sovéska meistaramótinu 1981/82, en vinn- ingshlutfallið hans núna er það lægsta hingað til. Á þessu ári hef- ur lítið farið fyrir þeim ógnaryfir- burðum sem Garrí hafði á aðra skákmenn fyrir ekki svo margt löngu. Á fyrsta heimsbikar- mótinu í Belfort hlaut hann 11 Vi vinning af 15 mögulegum og úr- slitin í Skellefteá renna stoðum undir þá skoðun manna að hið mikla amstur sem fylgt hefur starfi hans sem forseta alþjóða- samtaka stórmeistara, GMA, ásamt hatrömmum deilum við FIDE og sovésku íþróttahreyf- inguna, komi niður á taflmenn- skunni. Helstu veikleikar Kasp- arovs afhjúpuðust ósjaldan í Skellefeá: óþolinmæði og taugaslappleiki undir vissum kringumstæðum. Anatoly Karpov tefldi af miklu öryggi. Gangverkið hökti þó í byrjun. Hann vann allar sínar skákir á hvítt. Með svörtu mátti hann oftar en ékki una því að andstæðingar hans þvinguðu fram jafntefli eftir þekktum leiðum. Hann komst aldrei fram- úr Kasparov og má því allvel við sinn árangur una þótt þetta sé langífrá hans besta mót. Urslit í síðustu umferð urðu þessi: 15. umferð: Karpov vann Ander- sson, Hubner vann Short, Sax vann Kortsnoj, Nunn vann Vag- anian. Jafntefli gerðu Nikolic og Kasparov, Ehlvest og Tal, Ribli og Salov, Seirawan og Portisch. Karpov hafði betri Sonneborn - Berger stig og telst því sigurveg- ari mótsins. En lokaniðurstaðan varð þessi: 1.-2. Karpov og Kasparov 9'A v. 3.-5. Portish, Seirawan og Short 8V2 v. 6.-7. Salov og Sax 8 v. 8.-9 Andersson og Nunn IV2 v. 10.-12. Húbner, Ribli og Tal 7 v. 13. EhlvestóVi v. 14.-15. Kortsnoj og Nikolic 6 v. 16. Vaganian 5 v. 14. umferð: a b c d e f g h Kasparov - Ribli Þessi staða á eftir að verða fræg. Hvítur leikur og vinnur! Þetta er lokastaðan í skák Kasp- arovs og Ribli í næstsíðustu um- ferð, Ribli lék 25. .. Bb2 - d4 og bauð jafntefli sem Kasparov þáði eftir nokkra umhugsun. Þegar hann var búinn að skrifa undir pappírana stirðnaði meistarinn upp. Hann hafði samið jafntefli á unnið tafl! Vinningsleiðin sem Kasparov sýndi furðu lostnum áhorfendum er þessi: 26. Hxb5 Bxe3 27. Hd8!! Hxd8 28. Hd5!! a b c d e f g h Salov þriðji á heimsbikarstigum Fyrir síðasta mótið í Skellefteá var engin spurning hver ynni heimsbikarinn. Forskot Kaspar- ovs á Karpov var of mikið. Hins- vegar var mótið mikilvægt fyrir næstu sæti. Sjö efstu menn kom- ast beint í næstu heimsbikar- keppni, þ.e. heimsmeistarinn samkvæmt sérákvæði, og sex næstu menn. Þeir 25 stórmeistar- ar, sem tóku þátt í þessari fyrstu heimsbikarkeppni, áttu þátt- tökurétt í fjórum mótum af sex og þrjú bestu mót hvers reiknuðust til stiga eftir sérstöku kerfi: í Skellefteá 1. sæti = 16 stig (þ.e. fjöldi þátttakenda) + vinninga- fjöldi + 2,5 stig sérstök uppbót vegna 16 þátttakenda í stað 18. 2. sæti 15 stig + vinningafjöldi + 1,5 uppbótarstig o.s.frv. Lokaniðurstaða heimsbikar- keppninnar varð þessi : 1. Kasparov 83 stig. 2. Karpov 81 stig. 3. Salov 68,5 stig. 4. Ehlvest 68 stig. 5. Ljubojevic 66,5 stig. 6. Nunn 65.5 stig. 7.-8. Short og Beljavskí 63,5 stig. 9.-10. Tim- man og Húbner 57,5 stig. 11. Sok- olov 57 stig. 12. Portisch 13 stig. 13. Tal 55,5 stig. 14. Sax 14 stig. 15. Andersson 53,5 stig. 16. Seirawan 52,5 stig. 17. Ribli 52 stig. 18. Speelman 51 stig 19. Vag- anian 49,5 stig. 20. Jusupov 47.5 stig. 21. Spasskí 45,5 stig. 22. Nikolic 43,5 stig. 23. Kortsnoj 43 stig. 24. Johann Hjartarson 50 stig. 25. Nogueiras 37 stig. I síðustu umferð lagði Kaspar- ov greinilega allt kapp á að sigra Nikolic með svörtu og verða þannig einn efstur. Júgóslavinn tefldi hinsvegar til jafnteflis, náði fram stórfelldum uppskiptum og þótt Kasparov ynni peð síðar var staðan of einföld og þeir sömdu eftir 68 leiki. Skák Karpovs og Anderssons fór í bið á sama tíma og Karpov átti vinningstafl. Þeir tóku til við taflið aftur snemma morguns og þá varð ljóst að Sví- inn þrautseigi hafði ekki fundið neinar vamir. 19. leikur Karp- ovs, Rg5 ber vott um árásar- hneigð sem þó fær ekki útrás. Andersson sér við hugmyndinni: 19. ..h6 20. Rxf7! Hxc4 21. Rxh6+. Hann fer langt með að| jafna taflið en gerir sennilegaí mistök með því að fara í drottn-' ingaruppskipti. Karpov fær bisk- upaparið og þar kemur að eini veikleikinn í stöðu svarts, b4 - peðið fellur. Þó er óljóst um úr- slit. í 50. leik leyfir Svíinn Karpov að skapa nýjan átakspunkt, h5 - peðið. Hann gat reynt 50. - hxg4 51. hxg4 en eftir - g5 vofir yfir framrás d-peðsins sem ryður braut hvíta kóngsins. Þegar hvít- ur hótar 58. Kg3 og 59. Kh4 neyðist svartur til að veikja stöðu sína enn frekar, hvíta kóngnum eykst rými til athafna og sigur Karpovs er í höfn: 15. umferð: Karpov - Andersson Bogoindversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-Bb4+ 4. Rbd2-b6 5. a3-Bxd2+ 6. Bxd-Bb7 7. Bg5-d6 8. e3-Rbd7 9. Bh4-c5 10. Bd3-0-0 11. 0-0-cxd4 12. exd4-d5 13. Hel-dxc4 14. Bxc4-Dc7 15. Hcl-Hfc8 16. Hc3-Dd6 17. Bg3-Df8 18. Dd3-a6 19. Rg5-b5 20. Ba2-Hxc3 21. Dxc3-Bd5 22. Bbl-Hc8 23. De3-Dd8 24. Í3-Db6 25. Dd2-a5 26. Bf2-b4 27. Hcl-Hxcl+ 28. Dxcl-h6 29. Rh3-Dc6 30. Dxc6-Bxc6 31. axb4-axb4 32. Rf4-Rb6 33. b3-Rfd5 34. Rd3-Bb5 35. Bc2-Kf8 36. Bel-Bxd3 37. Bxd3-Ke7 38. Kf2-Kd6 39. Bd2-Rd7 40. Bc4-R7b6 41. Ke2-h5 42. Kd3-Kc6 43. g3-g6 44. Bxd5+-Rxd5 45. Kc4-f5 46. h3-Kb6 47. Bxb4-Re3+ 48. Kd3-Rd5 49. Bd2-Kb5 a b c d e f g h 50. g4-Rf6 51. Bg5-Rd5 52. gxh5-gxh5 53. Bd2-Rf6 54. Ke3-Rd5+ 55. Kf2-Re7 56. Bg5-Rc6 57. Bf6-f4 58. Ke2-Kb4 59. Kd3-Kxb3 60. Ke4-Kc4 61. Be5-Re7 62. Bxf4-Rc6 63. Be5-Re7 64. h4-Rd5 65. Bh8-Re7 66. Bg7-Rg6 67. Bf6-Rf8 68. Ke5 - og Andersson gafst upp. þJÓÐVILIINN Fyrir50 árum Stórveldastyrjöld í algleymingi. Bretland, Ástralíaog Nýja- Sjáland, Frakkland og Pólland standa nú gegn Þýzkalandi. Verða Japan og Ítalía hlutlaus? Hernaðaraðgerðir á sjó, landi og í lofti. Þaðverðurað bannadeild þýzka nazistaflokksins í Reykja- vík. Þaðerósamrýmanlegthlut- leysi og öryggi íslands að láta þennan hernaðar- og árásarflokk starfa hér. I DAG ídag: þriðjudagurð. september í 20. viku sumars. 248. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.21 - sólarlag kl. 20.30. Viðburðir Loftárás gerð á Seyðisfjörð árið 1942. Vífilsstaðahæli opnað 1910. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavlkuna 1 .-7. sept. er Ingólfs Apóteki og Lyfja- bergi. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síöarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............sími 5 11 66 Garðabær.............slmi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj.............sími 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 áLæknamið- stööinni s. 23222, hjáslökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-T8, og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlæknlngadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: vlrka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstööln við Barónsstigopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga15-16og 18.30-19. Barnadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SJúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húslð Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræölstööin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagiöÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • simi21500,símsvari. Sjálfsh jálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,slmsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað ec í upplýsinga- og ráðgjafarsíma télags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Sfmsvari á öðrum tímum. Sfminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagaki. 1-5. Lögfræöiaöstoö Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús'' fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtökáhugafólks um alnæmlsvand- ann sem vilja styðja við smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 31. ágúst 1989 kl. 9.15. Saia Bandaríkjadollar........ 61,83000 Sterlingspund.............. 95,97600 Kanadadollar............... 52,34300 Dönsk króna................. 8,03770 Norskkróna.................. 8,58040 Sænsk króna................. 9,25740 Finnsktmark................. 13,82290 Franskurfranki.............. 9,25740 Belgískurfranki.............. 1,49250 Svissn.franki............... 36,13680 Holl. gyllini............... 27,69850 V.-þýsktmark................ 31,21150 Itölsklíra................... 0,04355 Austurr. sch................ 4,43310 Portúg. escudo.............. 0,37400 Spánskurpeseti.............. 0,49920 Japanskt yen................. 0,42336 Irsktpund................... 83,31600 KROSSGÁTA Lárátt: 1 niður4karldýr 6 kúga 7 áreiðanlega 9 rúlluðu12varpa14 mánuður 15 gímald 16 heiðariega 19 sögn 20 náttúra21 gamli Löörött: 2 leyfi 3 brúka 4 fæddi 5 dauði 7 vigt- Ína8fannir10bætti11 andlitssvipur13barði 17rölt18skartgripur Lausn á sföustu krossgátu Lárétt: 1 espa4skör6 rok7nagg9ældu12 eigri14kær15tóg16 amaba 19 nasa 20 úðar 21 troði Löörétt: 1 sóa3argi4 skær 5 önd 7 nakinn 8 gerast 10litaði 11 um- gerð13góa17mar18 búð Þrl&judagur 5. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.