Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hræddur er ég um að Árni Bergmann hafi ekki lesið grein mína um borgaraskapinn af ýkja mikilli kostgæfni. Ég lagði þunga áherslu á að Marx hefði í skrifum sínum um Loðvík Bonaparte og bresk stjórnmál viðurkennt sjálf- stæði ríkisins og sérhagsmuni skrifræðisins, en Árni talar eins og ég viti þetta ekki. En þungam- iðja ádeilunnar á Marx var ein- mitt að hann hefði orðið að viður- kenna að kreddan um stéttar- valdið stæðist ekki er hann greindi „konkret” poólitíska við- burði. Staðreyndir kollvarpa kreddum. Marx reynir reyndar að klóra í bakkann með því að segja að breska borgarastéttin hafi ekki talið það borga sig að taka völdin eftir að kornlögin voru afnumin. En Marx hefur engar heimildir fyrir máli sínu, þessi tilgáta svífur í lausu lofti eins og svo margt sem Marx sagði. Auk þess er vandséð hvernig sértæk fyrirbæri eins og „borgarastétt” geti tekið ákvarð- anir um valdatöku. - Einstak- lingar taka ákvarðanir, stéttir ekki. Öðru máli gegnir um flokka og aðrar stofnanir sem eru skipu- lagðar með ákvörðunartöku að markmiði. Það má lýsa þeim sem þær séu einstaklingar er taki á- kvarðanir. Nú er þess að gæta að stétta- kenning marxismans er ekki kenning um atferli smáhópa eða einstaklinga. Að mínu áliti hafa lykilhugtök marxismans eins og „stétt”, „framleiðsluöfl” o.s.frv. svipaða stöðu og hugtökin „tími” og „rúm” í heimspeki Kants. Tími og rúm skapa nauðsynleg skilyrði fyrir skynjun, ef ég skynja rauðan blett hlýtur sá blettur að hafa rými og skynjun hlýtur að gerast í tíma. Við getum ekkert lært um tíma og rúm í krafti skynreynslu vegna þess að reynslan hefur tíma og rúm að forsendu. „Borgarastétt” og „verkalýðsstétt” „strúktuera” kapítalismann með svipuðum hætt og tími og rúm „strúkturera” skynreynslu. Því er, alla vega í fyrstu umferð, ekki hægt að krefjast þess að allar staðhæf- ingar Marx um stéttir séu prófan- legar. En Marx hafnar alls ekki Bergmann og Marx Um tvo skeggjaða bókaorma eftir þann þriðja Stefán Snœvarr skrifar reynsluþekkingu eins og sumir halda. Með því að athuga meintar mótsagnir hins empir- íska yfirborðs samfélagsins t.d. milli þeirrar staðreyndar að at- hafnir einstaklinga á markaði eru skynsamar en samt getur útkom- an verið óskynsamleg, t.d. í formi kreppu, stígum við niður í skugg- averöld sértekninga, sér.tökum Bretlandi hefur hlutfall þeirra Breta sem búa í eigin húsnæði aukist úr 50% í 67% þótt húsnæð- islausum hafi fjölgað. Meðaljón hefur það betra nú en fyrir daga Thatcherstjórnarinnar þótt kjör þeirra tátækustu séu lakari. „Borgaraleg” pólitík getur því þjónað hagsmunum almennings. Og hvað „vitunariðnaðinn” En ég fæ ekki séð að hugmynd- ir okkar komi endilega frá ein- hverjum „vitundariðnaði”. Hvaðan kemur íslenskum al- menningi sú skoðun að stúdentar séu afætur? Marx taldi reyndar að kapítalisminn þyrfti enga hug- myndalega réttlætingu, hann réttlætir sjálfan sig, m.a. vegna þess að arðránið er dulið. En „Og að svo miklu leyti sem stéttakenning Marx er prófanleg stenst hún prófreynslunnar illa. Pjóðernisvitundvirðistt.d. snöggtum sterkara afl en stéttarvitund. ” samfélagið með nýjum hætti og komum upp á yfirborðið að nýju með viðfangið auðgað af ákvörð- unum. En nú er engan veginn víst að kreppur stafi af eigindum markaðssamfélags, sumir segja að ríkisafskipti valdi kreppum. Þess utan telja margir út í hött að tala um mótsögn í veruleikanum, staðhæfingar geta verið mótsagn- akenndar veröldin ekki. Sjálfur tel ég að orðið „mótsögn” í díal- ektik þýði allt annað en „mót- sögn” í rökfræði. Ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma, aðeins nefna að Marx taldi sértekningar sínar grípa eðli samfélagsins, þann kjarna er blikar innst í öllu sem er. Góður vísindamaður hins vegar lítur á sértekningar sem efnivið í fallvaltar tilgátur. Og að svo miklu leyti sem stéttakenning Marx er prófanleg stenst hún próf reynslunnar illa. Þjóðernisvitund virðist t.d. snögtum sterkara afl en stéttar- vitund. Ef skattapólitík Reagans hefur hleypt fjöri í bandarískt efnahagslíf má ætla að velflestir Bandaríkjamenn hafi grætt á henni, ekki bara „borgarastétt- in”. Ég hef engar tölur haldbærar um kjör Bandaríkjamanna en í varðar virðast vinstrimenn standa býsna sterkt í ýmsum geir- um hans, hvað sem Árni Berg- mann kann um það mál að halda. Bæði eru hlutfallslega margir kennarar vinstrisinnaðir og eins ráða vinstrimenn víða ferðinni í menningar- og listalífi. Til skamms tíma var enginn álitshafi í Frakklandi maður með mönnum nema hann kenndi sig við Marx. Samt hafa marxískir flokkar í Frakklandi innan við 20% fylgi meðal kjósenda. Og í Danmörku haf marxistar riðið húsum í háskólunum síðustu tutt- ugu árin þótt fylgi þeirra á lands- vísu sé hverfandi. Óg hið volduga þýska bókaforlag „Suhrkamp” gefur út marxískar bækur í stríðum straumum, ekki vegna ástar á marxismanum, heldur vegna þess að það borgar sig. Þannig þjónar markaðskerfið hagsmunum sósíalista. Italski marxistinn Antonio Gramsci taldi að „hugmynda- fræðilegt forræði „borgarastétta- rinnar” gerði það að verkum að hún gæti stjórnað án þess að kúga menn beint og milliliðalaust. Tæpast þarf að hirta þann sem kyssir vöndin. kannski er það dulið af því það er ekki til! Og hver segir að fylgispekt al- þýðunnar við borgaralegar hug- myndir sé óskynsöm? Reynslan sýnir að markaðskerfi er skárri kostur en áætlunarbúskapur, en þetta hefur meðaljón löngum vit- að. Þess utan er almenningur ekki eins gegnsýrður af borgara- legum hugmyndum og Árni held- ur. Það er til dæmis útbreidd skoðun að „ójöfn tekjudreifing” sé það sama og „launamisrétti”. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að ójöfn tekjudreifing sé óréttlát. Það er alls ekki rétt að „vitund- ariðnaðurinn” stundi borgara- legan heilaþvott. í bandarískum hasarmydum eru skúrkarnir oftar en ekki ríkisbubbar og stórfyrir- tækin fá oft slæma útreið. Vitundariðnaðurinn leitast frem- ur við að aðlagast ríkjandi hug- myndum en skapa nýjar. Kven- ímynd Hollywoodmynda hefur t.d. gjörbreyst á síðustu árum vegna breyttra viðhorfa fólks til stöðu konunnar. Saga auglýsingana er saga mis- heppnaðra auglýsingaherferða. Bíllin Edsel seldist nánast ekkert þrátt fyrir mestu auglýsingaher- ferð sögunnar. Því er áhrifavaldi vitundariðnaðarins takmörk sett. Stórfyrirtækin eru háð eftir- spum okkar, en geta ekki stjórn- að þessari eftirspurn. Því hefur markaðskerfið sína lýðræðislegu hlið þótt þeir ríku hafi fleiri „at- kvæði” en þeir fátæku. Og eins og ég benti á í grein minni þá temprar vald verkalýðs- félaga og samkeppnin um vinnu- aflið vald auðsins. Kenning Marx um auðvaldið varð til á tímum þegar sveitaalþýðan streymdi til borganna með þeim afleiðingum að framboð á vinnuafli var meira en eftirspurn og atvinnurekendur áttu því alls kosti við alþýðuna. En upp úr 1850 kemst jafnvægi á milli framboðs og eftirspumar og kaupmáttur launa tekur hægt og sígandi að aukast þótt Marx sjái ekki ástæðu til að geta þess. Þeg- ar umframeftirspurn er eftir vinnuafli snýst dæmið við, launþegar taka að setja atvinnu- rekendum skilyrði. Fyrirtækið varð að ganga að þeim kröfum því starfsmennirnir hótuðu að segja upp og fara í Bretavinnu. „Borgarastéttin” drottnar því hreint ekki yfir verkalýðnum og erfitt er að sjá að eignarhald á framleiðslutækjum sé höfuðupp- spretta valds. Stjórnmálamenn hafa enga sérstaka ástæðu til að þjóna eignamönnum, þeir verða ekki langlífir á valdastólum ef þeir geta ekki aflað atkvæða hjá launþegum. Þegar þeir vilja bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja er það kannski aðallega til að forða fjöldaatvinnuleysi sem gæti leitt til atkvæðamissis fyrir þá, eins og ég benti á í greininni sem Árni mislas svo hrapallega. Ennfrem- ur gagnrýndi ég þá hugmynd að auðmagnið væri sjáifstæð höfuð- skepna sem drottnaði jafnt yfir borgurum sem verkalýð og þá hugmynd að rikisstjórnin gæti þjónað hlutlægum hagsmunum auðvaldsins, þótt hvorki ríkis- stjórn né borgarar geri sér grein fyrir því. Ég vil að lokum mæla með því að Arni endurlesi greinina „Stétt- in og valdið” í ró og næði og hætti að skrumskæla skrif mín. Stefán Snævarr er heimspekingur. Einsöngur í Listasafni Sigurjóns í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Þar mun Signý Sæm- undsdóttir syngja einsöng við undirleik Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur píanóleikara. Á efnis- skránni verða konsertaría eftir Mozart, ljóð eftir Schubert, Ric- hard Strauss og nokkur nútíma- ljöð eftir Atla Heimi Sveinsson. Lé Hannes Valdimarsson tv. tekur við embætti af Gunnari B. Guðm- undssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Nýr hafnarstjóri í Reykjavík Þann 1. ágúst sl. tók nýr hafnar- stjóri við í Reykjavík. Þá tók Hannes Valdimarsson við af Gunnari B. Guðmundssyni sem gegnt hefur embætti hafnarstjóri frá árinu 1965. Hannes Valdim- arsson er 49 ára gamall bygging- arverkfræðingur en hann lauk prófi hjá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn með hafnargerð sem aðalgrein. Hann hefur starfað sem verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn frá árinu 1967 að einu ári undanskildu þeg- ar hann fór í framhaldsnám og frá 1986 hefur hann verið aðstoðar- hafna.-'stjóri. Hannes er fjórði hafnarstjórinn í sögu Reykjavík- urhafnar og á það sameiginlegt með öllum forverum sínum að hafa numið fræði sín í DTH í Kaupmannahöfn. Kvennalistinn hefur áhyggjur af kvótaflutningum „Kvennalistakonur lýsa þungum áhyggjum yfir því ástandi, sem skapast hefur víða um land vegna núgildandi stefnu í sjávarútvegs- málum,“ segir í ályktun frá Kvennalistanum. Vitnað er til þess að mörg byggðarlög hafi mátt þola skipasölur með til- heyrandi kvótaflutningum að undanförnu. „Stjómvöldum ber siðferðileg skylda til að liðsinna byggðarlögum í tímabundnum þrengingum. Aðalatriðið er þó, að menn átti sig á því, að atburðir sem þessir munu halda áfram að gerast svo lengi sem fiskveiði- kvótinn er bundinn við skip.“ Síðan er minnt á þá stefnu Kvennalistans að „a.m.k. 80% af heildaraflanum (verði) skipt milli byggðarlaga með hliðsjón af lönduðum afla fyrri ára. Hefðu tillögur Kvennalistans náð fram að ganga þegar þær voru lagðar fram fyrir tveimur árum væri ást-, andið annað nú á þeim stöðum sem sætt hafa þungum búsifjum vegna vondra laga,“ segir Kvennalistinn og ítrekar nauðsyn þess að breyta stefnunni á kom- andi þingi. Fengur kominn frá Grænhöfðaeyjum Rannsóknaskipið Fengur sem er í eigu Þróunarsamvinnustofnunar íslands kom til Reykjavíkur á föstudaginn var eftir nær tveggja ára útivist við rannsóknir og til- raunaveiðar við Grænhöfða- eyjar. Á þessum tíma hefur skipið stundað veiðar með botnvörpu, dragnót og handfæri en um borð hafa jafnan verið 12- 14 sjómenn frá Grænhöfðaeyjum auk 2-3 íslenskra yfirmanna. Eitt meginmarkmið útgerðarinnar var að kenna og þjálfa innfædda sjómenn og segir í frétt frá stofn- uninni að þeir séu góðir sjómenn, fljótir að læra og tileinka sér ný- stárlegar veiðiaðferðir. Verkefn- ið á Grænhöfðaeyjum fól einnig í sér vinnslu og markaðssetningu afurðanna og hefur nú tekist að koma á útflutningi til Evrópu, bæði á freðfiski og ferskum fiski sem fluttur er með flugi. Bann við togveiðum út af Glettingarnesi Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um bann við| togveiðum á svæði út af Gletting- arnesi. Tekur hún gildi frá og með deginum í dag, 5. septemb- er, og gildir til febrúarloka. Markast bannsvæðið að norðan af línu sem dregin er réttvísandi í ANA frá Ósfles, að sunnan af línu sem dregin er réttvísandi austur frá Glettingarnesi en að utan af línu sem dregin er í tólf sjómílna fjarlægð frá viðmið- unarlínu. Hins vegar er búið að rýmka heimildir til togveiða í Héraðsflóa á svæði sem markast af línu sem dregin er réttvísandi ANA af Bjamareyjarvita að línu sem dregin er ANÁ af Ósfles og utan línu sem dregin er í einnar sjómflna fjarlægð frá fjögur- marki. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldurfélagsfund í Egilsbúð þriðjudaginn 5. september kl. 20.30 Fundarefni: 1. Stjórnmálahoriur í haustbyrjun. Framsögu hef- ur Hjörleifur Guttormsson. 2. önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórnin Hjörleltur Þriðjudagur 5. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.