Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Hefðbundin vopn Viöræður hefjast á ný Búist við samkomulagi nœsta ár, þráttfyrir ágreining um eftirlit og skilgreiningu á vopnategundum Atlantshafsbandalagið og Var- sjárbandalagið hefja á ný við- ræður um niðurskurð á hefð- bundnum vopnabúnaði á fimmtudaginn og fara viðræð- urnar sem fyrr fram í Vínarborg. Búist er við að samkomulag takist á næsta ári, enda þótt líklegt sé að viðræðurnar verði langar og strangar. Fulltrúar Natóríkja hittust í Brussel í gær til að bera saman bækur sínar þessum málum við- víkjandi og hershöfðingjar Var- sjárbandalagsins komu í sama til- gangi saman á fund í Moskvu í s.l. viku. Báðir aðilar hafa í sumar haft til athugunar tillögur úr fyrstu umferð viðræðnanna, sem hófust í mars s.l. Alls taka fulltrú- ar 23 ríkja þátt í viðræðunum. Talið er að erfiðast verði að ná samkomulagi um gagnkvæmt eft- irlit og skilgreiningu á hinum ýmsu vígvélum, og á það síðar- nefnda einkum við um flugvélar. Varsjárbandalagið vill að fyrir- hugaður samningur verði einung- is látinn ná til flugvéla, sem ráðist geti á skotmörk á jörðu niðri, en Nató vill taka með í reikninginn allar flugvélar, sem hægt sé að útbúa þannig að þær geti varpað sprengjum eða hleypt af skotum. Nató hefur lagt til að hvort bandalagið um sig megi ekki hafa til taks fleiri en 5700 herflugvélar og 1900 herþyrlur, en Varsjár- bandalagið gerir ráð fyrir 3000 Aukinn hagvöxtur V-Þýskalands Talið er nú að hagvöxtur í Vestur-Þýskalandi á komandi ári veröi meiri en hingað til hefur ver- ið gert ráð fyrir og muni nema a.m.k. þremur af hundraði. Er þetta samkvæmt spá sem Theo Waigel, fjármálaráðherra birti í gaer. Moldavíska veröur aðalmál Æðstaráð Sovét-Moldavíu samþykkti á fimmtudag að mol- davíska yrði helsta opinbera mál þarlendis, en kom þó til móts við gagnrýni sovéskra stjórnvalda og mótmæli Rússa og Úkraínu- manna í lýðveldinu með því að fella niður úr frumvarpinu grein um að moldavíska, sem er nán- ast sama mál og rúmenska, yrði aðalmálið í viðskiptum. Óvíst er hvort þetta nægir til að koma á sáttum milli þjóða í lýðveldinu. Rússar og Ukraínumenn hafa mótmælt lögunum um upphafn- ingu moldavísku með víðtækum verkföllum, og margir Moldavar munu vera óánægðir með áminnsta eftirgjöf æðstaráðs síns. Á annað hundrað fórust í flugslysi Kúbönsk farþegaþota af gerð- inni fljúsjín-62M hrapaði til jarðar rétt eftir flugtak frá flugvellinum við Havana á sunnudagsnótt, með þeim afleiðingum að 126 farþegar og áhafnarmenn fórust. Flestir farþeganna voru ítalir, en vólin ætlaði til Mílanó með við- komu í Köln. Vitað er að einn ítal- skur farþegi komst lífs af, illa brenndur. Flugvélin skall niður í þorp og lagði í rúst þar 19 hús. Nokkrir þorpsbúa fórust, en ekki er enp vitað hve margir. Um 60 þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna brunasára. Þetta er versta flugslysið í sögu Kúbu. herflugvélum og 3400 herþyrlum á bandalag. Þrátt fyrir þennan ágreining hefur Gennadíj Gera- símov, talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins, farið lofsam- legum orðum um tillögur Nató og sagt að með þeim sé komið á miðja leið til móts við Varsjár- bandalagið. Reuter/-dþ. Brandt - trúði þessu ekki upp á Austur-Þjóðverja. Flugslys Tveggja ára annáll I tilefni flugslyssins á Kúbu verða rifjuð hér upp önnur verstu flugslys s.l. tveggja ára tímabils. 28. nóv. 1987 fórst farþegaþota í eigu suðurafríska flugfélagsins af gerðinni Boeing 747, er hún skall í hafið skammt frá Máritíus. Allir um borð, 160 talsins, fórust. 17. mars 1988 flaug kólombísk farþegaþota af gerðinni Boeing 727 á fjall skömmu eftir að hún hafði hafið sig til flugs frá Cucuta í Kólomb- íu. 137 manns voru um borð og fórust allir. 3. júlí 1988 skaut bandarískt herskip á Persaflóa niður íranska farþegaþotu í misgripum. Allir um borð, 290 talsins, fórust. 9. sept. 1988 fórst víetnömsk farþegaflugvél í aðflugi að flugvellinum við Bangkok, en þar var þá monsúnregn og stormur. 75 fórust, þeirra á meðal heilbrigðismálaráðherra Víetnams og ambassador Indlands í Hanoi. 21. des. 1988 fórst bandarísk farþegaþota af gerðinni Boeing 747, í eigu flugfélagsins PanAm, af völdum sprengjutilræðis hryðjuverka- manna yfir Lockerbie í Skotlandi. 270 manns fórust, allir sem voru um borð í flugvélinni og 11 sem urðu fyrir braki úr henni á jörðu niðri. 8. febr. 1989 fórst bandarísk farþegavél af gerðinni Boeing 707 er hún skall utan í fjall á eynni Santa Maria í Asóreyjum. Allir um borð, 144 að tölu, fórust. Flestir farþeganna voru ítalir á leið til eyjanna við Karíbahaf. 7. júní 1989 var flugvél í eigu súrínamska flugfélagsins, af gerðinni DC-8, á flugi frá Amsterdam til Paramaribo. Hún fórst í dimmri þoku skammt frá síðarnefndu borginni og með henni 171 maður af 185 um borð. 19. júlí s.l. nauðlenti bandarísk farþegavél af gerðinni DC-10, í eigu flugfélagsins United Airlines, við Sioux City í Iowa. 107 af 293 mann- eskjum um borð fórust. 27. júlí s.l. fórst suðurkóreönsk farþegavél á leið frá Seúl til Trípólis í Líbíu í þoku nálægt síðarnefnda staðnum. Af 199 manns um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni DC-10, fórust 74. Reuter/-dþ. Brandt Eg var enginn flagari w illy Brandt, fyrrum bandskanslari sam- Vestur- Þýskalands og leiðtogi jafnað- armannaflokksins þarlendis, hef- ur sakað vesturþýsku öryggis- þjónustuna um að hafa reynt að koma á hann lauslætisóorði þegar njósnahneykslið kringum Gunter Guillaume var á döfinni. Guil- laume þessi var austurþýskur njósnari, sem vann sig upp í jafn- aðarmannaflokknum og endaði með því að verða helsti aðstoðar- maður Brandts. Er upp komst um kauða 1974 varð Brandt að segja af sér kanslaraembætti. Brandt segist nú hafa komist á snoðir um, að opinber saksóknari sambandslýðveldisins hafi óttast, að Guillaume hefði náð tökum á sambandskanslaranum með því að útvega honum kvenfólk. Hefðu blöð þá farið að lepja upp gróusögur um að Brandt væri konu sinni ótrúr. Hann segist nú telja, að óþarfi hafi verið fyrir sig að láta af kanslaraembætti; hann hefði raunar tekið á sig meira en hann var ábyrgur fyrir. Hann kveðst einnig í þessu sambandi hafa orðið fyrir vonbrigðum með Austur-Þjóðverja; áður en upp komst um Guillaume hefði hann ekki trúað því á þá að þeir myndu gera sér slíkan grikk, eftir allt sem hann hefði gert til að bæta samskiptin milli þýsku ríkjanna. Holland Umhverfisvemd aðalmál Búist er við stórsigri vinstrisinnaðs flokkabandalags grœningja íhollensku kosningunum á morgun og miklu tapi hins hœgrisinnaða Frjálslynda flokks Amorgun verður kosið til þings í Hollandi og komast frétta- menn svo að orði, að þær kosn- ingar verði þær fyrstu í Evrópu er snúist fyrst og fremst um um- hverfisvernd. Holland er eitt af þéttbýlustu og iðnvæddustu löndum álfunnar og jafnframt eitt af þeim menguðustu. Fyrir utan þá mengun sem Hol- lendingar valda sjálfir fá þeir mikið af svo góðu frá öðrum löndum, einkum eftir fljótunum Rín og Maas. Á hverju ári er mokað upp úr höfninni í Rotter- dam um 3000 smálestum af sink- leifum og um 1000 smálestum af öðrum málmleifum. Landbúnað- urinn á hér líka hlut að máli. í landinu eru álíka mörg svín og menneskjur, og svínasaur, sem notaður er sem áburður, er farinn að menga drykkjarvatn. Lubbers iðrast Til stjórnarkreppu kom í maí s.l. er annar stjórnarflokkanna, Frjálslyndi flokkurinn sem er hægrisinnaður, neitaði að sam- þykkja tillögur samstarfsflokks síns, kristilegra demókrata, um umhverfisvernd. Vildu þeir kristilegu hætta við skattalækk- anir, er fyrirhugaðar höfðu verið, til að fjármagna mengunarvarnir og umhverfishreinsun, en það af- sögðu frjálslyndir. í umræddum tillögum kristilegra demókrata, sem lúta forustu Ruud Lubbers forsætisráðherra, er gert ráð fyrir að dregið verði úr mengun í landinu um 70 af hundraði á næstu 20 árum. Lubbers hefur lýst yfir iðran sinni út af því, að hann hingað til hafi ekki sinnt umhverfisvernd eins og skyldi, og heitið því að bæta ráð sitt drjúg- um í því efni á næstunni. Stjórnir kristilegra demókrata og frjálslyndra hafa verið við völd í Hollandi s.l. sjö ár undir forsæti Lubbers, sem er fimmtugur að aldri. Kristilegir, sem eru stærsti flokkur landsins, hafa verið í öllum hollenskum ríkisstjómum frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Ekki er búist við öðru eftir í hönd farandi kosningar en að kristilegir verði áfram forustu- flokkurinn í stjórn með Lubbers sem forsætisráðherra. Hinsvegar er búist við þvi að þeir skipti um samstarfsflokk og myndi nú stjórn með Verkamannaflokkn- um, öðrum stærsta flokki lands- ins, sem gera vill enn róttækari ráðstafanir til umhverfisverndar en kristilegir. Á móti endur- nýjun kjarnavopna Verkamannaflokkurinn hefur lengst af verið utan stjórnar s.l. tólf ár. Auk stórfelldra umbóta á sviði umhverfisverndar vill flokk- urinn verja meira fé til almanna- trygginga og skóla. Talið er að kristilegir muni tilleiðanlegir að Lubbers - gerði iöran í umhverf- isvemdarmálum og verður i(k- lega forsætisráðherra áfram út á það. koma til móts við Verkamanna- flokkinn í því efni. í utanríkis- málum vill Verkamannaflokkur- inn slá á frest endurnýjun kjama- vopna Nató í Evrópu og drífa í staðinn í gang viðræður um fækk- un slíkra vopna og síðan algera útrýmingu þeirra úr álfunni. Kristilegir og frjálslyndir vilja hinsvegar endumýjun téðra vopna. Fjórði flokkurinn, sem vem- lega kveður að í kosningabarátt- unni, er Græna vinstrið svokall- aða, sem leggur allra flokka mesta áherslu á umhverfisvernd. Græningjar þessir eru bandalag fjögurra smáflokka, kommún- ista, radíkala, Friðarsinnaðra sósíalista og Evangelíska þjóð- arflokksins. Búist er við að þeir verði sigurvegarar kosninganna og muni fá átta eða níu þingsætí' en nú hafa þeir þrjú. Er stóraukið fylgi flokka þeirra, er að banda- lagi þessu standa, skoðað sem augljós vísbending um að um- hveiíösverndarmál gengi nú fyrir öllu öðru í hugum kjósenda. Því er spáð að Verkamannafl- okkurinn muni tapa þremur þingsætum og fá 49. Líklegt er að kristilegir sleppi með að missa eitt þingsæti og fái 53. Talið er hinsvegar að frjálslyndir verði illa úti og missi fimm af 27 þingsæt- um. Því veldur óánægja almenn- ings með tregðu þeirra á að sam- þykkja gagngerar ráðstafanir til umhverfisverndar, gremja út af því að þeir rufu stjórnarsamstarf- ið, óvinsælar sparnaðarráðstaf- anir, sem þeir hafa beitt sér fyrir og komið hafa allhart niður á velferðarkerfi og skólum og sundrung innan flokksins. Lubb- ers hefur ekki útilokað að hann muni enn mynda stjórn með frjálslyndum, en fremur ólíklegt er talið að til þess komi, enda eru líkur á að kristilegir og frjáls- lyndir muni ekki hafa meirihluta í neðri deild næsta Hollandsþings. í deildinni eru alls 150 þingmenn. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.