Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Kjarasamningar Byggingarmenn á ASI nótum Benedikt Davíðsson: Ekki lengra komistí þessari stöðu Samband íslenskra byggingar- manna hefur gengið frá nýj- um kjarasamningi við viðsemj- endur sína, með fyrirvara um samþykki aðiidarféiaga og ein- stakra deilda innan sambandsins. Benedikt Davíðsson, formaður SBM, segir samninginn vera á sömu nótum og ASI-samninginn en aðeins öðruvísi útfærðan. Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt félagsfund um samninginn í gær og var fundinum ekki iokið þegar blaðið fór í prentun. Samningurinn gildir til ára- móta og krónutöluhækkanir hans eru þær sömu og í ASÍ- samningnum. Benedikt sagði að 1.500 króna hækkun sem tók gildi 1. september hjá ASÍ-félögum, væri slegið saman við 1.000 króna hækkun sem koma á 1. nóvem- ber. Síðan væru hækkanir á ýms- um liðum eins og verkfæragjaldi og fatagjaldi, í hlutfalli við launa- breytingarnar. Þá fá byggingarmenn sömu or- lofsuppbót og ASÍ-félagar, 6.500 krónur. Munurinn á þessum tveimur samningum er sá, að sögn Benedikts, að byggingar- menn fá orlofsuppbótina og hluta desemberuppbótar greiddar í jöfnum greiðslum miðað við unn- inn tímafjölda fram að ára- mótum. En byggingarmenn hafa þegar fengið greiddar 6.000 krón- ur af 9.000 króna desemberupp- bót. Um 20 félög og deildir eru innan Sambands íslenskra bygg- ingarmanna. Benedikt sagði að í samkomulaginu við atvinnurek- endur væri gert ráð fyrir því að þau félög sem ætluðu að ganga að samningnum, taki afstöðu til samningsdraganna fyrir 15. sept- ember. Sagðist Benedikt frekar reikna með því að samningurinn verði samþykktur í öllum fé- lögum. Aðspurður sagðist Benedikt ekki halda að hægt hefði verið að ná fram meiri kauphækkunum að þessu sinni, allra síst í þessari starfsgrein. „Það var okkar mat að stoppa þarna,“ sagði Bene- dikt. Með þessu væru byggingar- menn þó ekki að undanþiggja sig baráttu í desember. Byggingar- menn væru ekki í stakk búnir við núverandi aðstæður að ráðast einir gegn ríkisstjórninni í þeirri stöðu sem stjórnvöld hefðu skapað. -hmp Unnið að niðurrifi hlaðins blómakers á Lækjartorgi. Mynd: Kristinn. Lœkjartorg Asýndinni breytt egar Reykvíkingar héldu til vinnu í gærmorgun sáu þeir nienn og vinnuvélar við að brjóta niður hlaðið blómaker á Lækjartorgi. Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir að einungis eigi að fjarlægja eitt af nokkrum blómakerjum sem skilja að Lækjargötu og Lækjartorg og hafi það verið samþykkt í umhverfismálaráði borgarinnar og borgarráði í vor. Með þessum breytingum sagði Jóhann að breyta ætti götumynd Austurstrætis frá Bankastræti séð. Síðan ætti að færa turninn gamla sem stendur á Lækjartorgi í mæðragarðinn sunnar í Lækjargötu. Að sögn Jóhanns eru einnig uppi áform um að hanna allt Lækjartorg upp að nýju, menn hefðu ekki verið sáttir við það í núverandi mynd. Þau áform væru þó varla meira en áform enn sem komið væri. Þetta er í annað skipti sem turninn er fluttur í burt úr Austurstræti, en síðast gegndi hann hlutverki upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Reykjavík. -hinp Svavar Gestsson menntamálaráðherra kynnir starfsemi Námsgagnastofnunar í gær. - Mynd: Kristinn. Námsgagnastofnun Starfsemin endurskoöuö Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis skilar tillögum um breytingar á starfi Námsgagnastofnunar Nefnd sem menntamálaráð- herra skipaði í janúar sl. til að meta stöðu Námsgagnastofn- unar, hefur nú skilað tillögum sínum og í þeim er að finna marg- víslegar breytingar á bæði innra starfi stofnunarinnar og á um- fangi starfseminnar. Meðal þess sem lagt er til má nefna að framvegis verði gefin út áætlun til fimm ára um útgáfu stofnunarinnar á námsbókum þannig að foreldrar og kennarar geti kynnt sér með góðum fyrir- vara, hvað er á döfinni. Einnig að skólum verði heimilt að fá efni frá öðium útgefendum og verði það efni allt að 5% af þeim kvóta sem hver skóli fær úthlutað, að allt námsefni verði endurmetið eftir tveggja ára notkun og að skipuð verði þriggja manna ráðgjafar- nefnd sem meti reglulega árang- urinn af starfi stofnunarinnar. Þá var nefndinni falið að kanna og gera tillögur um húsnæði stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir miklum endurbótum á húsnæði því sem nú er í notkun, en stofn- unin er á tveimur stöðum með starfsemi sína við mjög erfiðar aðstæður. Þá er ýtarleg umfjöllun um fjárhag Námsgagnastofnunar á liðnum árum og á komandi tím- um. Nefndin leggur höfuðáherslu á tvær tillögur og er önnur þeirra um húsnæðismál stofnunarinnar. Hin er um námsefnisútgáfu og er þar lagt tii að á næstu 5 árum verði gefið út námsefni í þeim greinum þar sem efni er ekki til þannig að samfellt námsefni sé alltaf til reiðu fyrir grunnskóla- nám í öllum námsgreinum. Auk þess verði allt námsefni eldra en 10 ára athugað og annað hvort endurskoðað og gefið út aftur eða hafnað og nýtt gefið út. Til að þessu markmiði verði náð leggur nefndin til að framlag til Námsgagnastofnunar verði aukið um 12% að raungildi á næsta fjárlagaári og 10% árlega á tímabilinu 1991-1994 og að fjár- þörf stofnunarinnar verði endur- metin eftir þessi 5 ár. ns- Vestfirðir Halldór í gin Ijónsins Atvinnumálafundur á ísafirði umfiskveiðar ogfiskveiðistjórnun Aþessum atvinnumálafundi munu Vestfirðingar gera grein fyrir stöðu sinni og benda á hversu hlutur þeirra hefur minnkað mikið í heildarafia landsmanna frá því núverandi kvótakerfi kom til framkvæmda. Hvort fundurinn muni leggja fram byltingarkenndar hug- myndir til úrbóta er of snemmt að fullyrða en vissulega er brýn nauðsyn að snúa núverandi þró- un við,“ sagði Jóhann A. Bjarna- son framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Á föstudag verður haldinn at- vinnumálafundur á vegum Fjórð- ungssambandsins í Stjórnsýslu- húsinu á ísafirði um fiskveiðar og fiskveiðistjórnun í samvinnu vio Alþýðusamband Vestfjarða, vinnuveitendur, sjómenn og út- gerðarmenn. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra mun mæta á fundinn og svara fyrir- spurnum fundarmanna að lokn- um framsöguræðum. Á fjórðungsþingi Vestfirðinga fyrr í sumar var ákveðið að boða til þessa fundar og síðan þá hefur nefnd unnið að gerð tillagna um fiskveiðar og fiskveiðistjórnun sem lagðar verða fram á fundin- um. Miklar vonir er bundnar við störf nefndarinnar og er búist við byltingarkenndum tillögum frá henni um nýjar leiðir við fisk- veiðistjórnun frá því sem nú er. Enda ekki vanþörf á þar sem Vestfirðingar hafa ekki haldið sínum hundraðshluta í heildar- afla landsmanna frá því kvóta- kerfið var tekið upp og núna síð- ast hefur handhafaréttur útgerð- ar á kvóta svo til rústað 1000 manna byggðarlag á Patreksfirði. Á fundinum mun Kristján G. Jóakimsson sjávarútvegsfræðing- ur leggja fram skýrslu um áhrif kvótakerfisins á aflahlutdeild Vestfirðinga, Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri mun ræða um kvótann og úthafsrækjuveiðar, Reynir Traustason skipstjóri um örlög Vestfjarða undir kvóta og Einar K. Guðfinnsson útgerðar- stjóri um þá sem eiga undir högg að sækja í núverandi kvótakerfi. -grh Álveríð Verkfallsheimild hugsanleg í dag munu starfsmenn álvers- ins funda innan einstakra verka- lýðsfélaga. Gylfi Ingvarsson yfir- trúnaðarmaður álversins, sagði í gærkveldi að formenn félaganna og trúnaðarmenn myndu hittast snemma í dag og meta stöðuna og ekki væri ólíkegt að aflað yrði heimildar til verkfallsboðunar. Gylfi sagði að viðræður hefðu staðið yfir á milli starfsmanna og álversins í eina viku án árangurs. Viðsemjendur hittust ekkert í gær og sagði Gylfi að á vinnu- staðnum væri mikill þrýstingur á að eitthvað faeri að gerast í við- ræðunum. -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.