Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 9
r Itilefni í hönd farandi kosninga til norska stórþingsins verða rifjuð hér upp nokkur fróðleiks- atriði um norsku stjórnmála- flokkanna. Byggt er að nokkru á grein eftir Tor Dagre ritstjóra í Norge Informasjon. A núverandi stórþingi sitja 157 þingmenn en á það næsta verða kjörnir 165. Elsti stjórnmálaflokkur lands- ins, sem gengur undir nafninu Venstre, var stofnaður um miðj- an 9. áratug s.l. aldar. Hann varð til úr ýmsum samtökum af toga frjálslyndisstefnu og radíkalisma, sem mikið kvað að á s.l. öld. Fyrstu ár sín hafði flokkurinn meirihluta á þingi, en stöðugar klofningstilhneigingar hægra megin í honum urðu honum til sífellt meiri vandræða. Einnig missti hann mikið fylgi til annarra miðjuflokka og Verkamanna- flokksins, eftir að þeir komu til sögunnar. Mesta niðurlægingar- tímabil flokksins hófst er hann klofnaði um afstöðuna til Efna- hagsbandalags Evrópu 1972 og í kosningunum 1985 þurrkaðist hann út af þingi. Síðustu árin hef- ur Venstre beitt sér allra flokka mest fyrir umhverfisvernd og náð út á það verulegu fylgi, svo að því er spáð að hann fái allt að 10 þing- mönnum í kosningunum þann 11. þ.m. Formaður flokksins heitir Arne Fjörtoft. Peir tveir stóru Hægriflokkurinn var stofnaður þegar á hæla Venstre og sem and- stöðuflokkur við hann. Hann er íhaldsflokkur, en ekki harður sem slíkur á evrópskan mæli- kvarða. Á árunum milli heims- styrjalda beitti hann sér mjög gegn verkalýðssamtökunum, sem þá efldust, og var fyrst í stað eftir heimsstyrjöldina síðari, er Verkamannaflokkurinn réði mestu, helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Flokkurinn var einn í stjórn 1981-83, er Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn komu með í stjórnina. Sú stjórn varð að láta af völdum 1986, er hún fékk meirihluta stórþingsins á móti sér. Hægriflokkurinn stefnir eindregið að því að Noreg- ur gangi í Evrópubandalagið. í kosningunum 1985 fékk hann rúmlega 30 af hundraði atkvæða og 50 þingsæti. Síðan hefur hann stórtapað fylgi til Framfara- flokksins, en niðurstöður síðustu skoðanakannana benda til þess að hann sé farinn að sækja í sig veðrið á lokaspretti kosningabar- áttunnar. Formaður er Jan P. Syse. Verkamannaflokkurinn var stofnaður 1887 upp úr verkalýðs- samtökum, sem stofnuð voru unnvörpum í Noregi á síðustu tveimur áratugum s.l. aldar. Hef- ur flokkurinn sfðan haft náið samband við verkalýðssamtökin. Á stórþingið komst hann fyrst 1903. Flokkurinn var framan af í róttækara lagi af jafnaðarmanna- flokki að vera og var í nokkur ár í Komintern. Áhrif syndikalista í flokknum voru þá veruleg. En 1923 sagði hann sig úr Komintern og frá því skömmu fyrir 1930 jókst hann stöðugt að fylgi og áhrifum. Flokkurinn fór með stjórnarforustu frá 1936 og einn með stjórn og hafði hreinan þing- meirihluta 1945-61. Þau ár var Einar Gerhardsen helsti forustu- maður flokksins og var hann for- sætisráðherra lengst af til 1965. Flokkur bænda Undir forustu Verkamanna- flokksins fór fram endurupp- byggingin eftir heimsstyrjöldina síðari og þá varð Noregur einnig velferðarríki. Eigi að síður hefur flokknum ekki tekist að ná hreinum þingmeirihluta síðan 1965. Klofningur varð í flokknum út af því hvort ganga skyldi í Efnahagsbandalag Evrópu eður ei og varð það til þess að hann tapaði miklu fylgi til Sósíalíska kosningabandalagsins í kosning- unum 1973. Eigi að síður hefur flokkurinn haldið stöðu sinni sem Gro Harlem Brundtland - flokkur hennar er í sókn í lokahríð kosningabaráttunnar. Noregur Níu flokkar í boði Nokkur orð um stjórnmálaflokka þá, er keppa um hylli norskra kjósenda fyrir kosningarnar n. k. mánudag stærsti flokkur landsins og hefur farið með stjórn síðan 1986. í kosningunum 1985 fékk hann um 41 af hundraði atkvæða og 71 þingsæti. Nú er flokknum spáð verulegu fylgistapi, en í loka- sennu kosningabaráttunnar virð- ist hann þó kominn í sókn. Hann leggur áherslu á viðhald velferð- arríkiskerfis með skandinavísku sniði og er beggja blands í af- stöðunni til Evrópubandalagsins. Formaður er Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra. Stofnun Miðflokksins, sem hét Bændaflokkur frá 1922, er rakin til þess er Norsk Landmandsfor- bund ákvað 1919 að bjóða fram til þings. Flokkurinn hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir hagsmun- um bænda og annars dreifbýlis- fólks. Hann var mjög andsósíal- ískur fyrst í stað og jafnvel veikur fyrir nasískum áhrifum, en tók þó á 4. áratugnum upp samvinnu við Verkamannaflokkinn og hjálp- aði honum til að mynda stjórn 1936. Mesta kosningasigur sinn vann flokkurinn 1927, en síðan hefur yfirleitt hallað undan fæti fyrir honum, einkum vegna þess að fólki, sem vinnur að landbún- aði og skógarhöggi og í atvinnu- greinum í tengslum við þetta hef- ur fækkað hlutfallslega jafnt og þétt. 1959 skipti flokkurinn um nafn, í von um að ná til kjósenda í öðrum starfsstéttum, og heitir síðan Miðflokkurinn. Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur flokkurinn yfirleitt haft á þingi samstarf við aðra borgaraflokka og verið í ríkisstjórnum með þeim. 1965-72 var Per Borten, leiðtogi flokksins, forsætisráð- herra. Á yfirstandandi áratugi var flokkurinn í stjórn undir for- ustu Hægriflokksins. í kosninga- baráttunni nú hefur gætt af hálfu flokksins nokkurs tvístíganda milli Verkamannaflokks og Hægriflokks. Standa vörð um kristnihald Miðflokkurinn beitir sér ákaft á móti því að Noregur gangi í Evrópubandalagið, þar eð flokk- urinn óttast að við það muni hag- ur landbúnaðarins versna. Hann hefur nú 12 þingsæti en líklegt er að hann tapi einhverju fylgi. For- maður Miðflokksins er Johan J. Jakobsen. Kristilegi þjóðarflokkurinn var stofnaður 1933 af trúuðu fólki, sérstaklega á Hörðalandi, sem fram að því hafði fylgt Venstre að málum en taldi þann flokk of hirðulausan um kristnihald. Flokkurinn náði fyrst verulegum árangri í kosningunum 1945, er hann vann fylgi víða um land og fékk átta þingsæti. Hæst bar flokkinn eftir kosningarnar 1977, er hann fékk 22 þingsæti. Helstu áhugamál flokksins hafa alla tíð verið að efla kristni og virðingu fyrir kristilegu sið- gæðismati. Hann er á móti fóstur- eyðingum og áhugasamur um hjálp við þróunarlönd. Fylgi hans er í flestum stéttum og starfshóp- um jafnt. Hann telur sig þó borg- aralegan, hefur unnið með öðr- um borgaraflokkum á þingi og átt hlut að stuðningi við allar ríkis- stjórnir þeirra eftir heimsstyrj- öldina síðari. í sumum þeirra hef- ur flokkurinn haft ráðherra og 1972-73 var einn af leiðtogum hans, Lars Korvald, forsætisráð- herra. Flokkurinn var með fríkis- stjórninni 1983-86 undir forustu haegrimannsins Káre Willoch. I afstöðu til Efnahagsbanda- lags Evrópu/Evrópubandalagsins var flokkurinn lengi klofinn og hann er enn hikandi í því máli. Forustumenn í flokknum eru meðal dyggustu stuðningsmanna ísraels í Noregi. Nú hefur Kristilegi þjóðar- flokkurinn 16 menn á þingi, en búist er við að hann tapi ein- hverju fylgi í næstu kosningum. Formaður flokksins er Kjell Magne Bondevik. Róttækir jafnaðarmenn Sósíalíski vinstriflokkurinn er sprottinn fyrst og fremst úr vinstri armi Verkamannaflokksins. Var þar um að ræða fólk, sem taldi þann flokk ekki nógu vinstrisinn- aðan í innanríkismálum og var á móti aðild að Nató. Ótti við að það bandalag stillti upp kjarna- vopnum í Noregi var kveikjan, sem varð til þess að vinstrimenn þessir klufu sig úr Verkamanna- flokknum. Stofnuðu þeir Sósíal- íska þjóðarflokkinn. í kosning- unum 1961 fékk hann tvo þing- menn, en hafði næstu tvö árin eigi að síður veruleg áhrif á þingi, þar eð Verkamannaflokkurinn og borgaraflokkarnir samanlagðir höfðu þá jafnmarga þingmenn, 74 hvorir. Flokkurinn fékk stór- aukið brautargengi er hann beitti sér gegn því að Noregur gengi í Efnahagsbandalag Evrópu. Fyrir kosningar 1973 stofnaði hann Sósíalíska kosningabandalagið með andstæðingum Efnahags- bandalagsaðildar í Verkamann- aflokknum og Kommúnista- flokki Noregs. Vann bandalag þetta þrumusigur í kosningunum og fékk 16 þingmenn kjöma. Kommúnistar gengu fljótlega úr kosningabandalagi þessu en aðrir aðilar að því stofnuðu Sósí- alíska vinstriflokkinn 1975. Hann hefur nú sex þingmenn og bætir líklega einhverju við sig, þar eð hann virðist vera í sókn á loka- spretti kosningabaráttunnar. Stefna Sósíalíska vinstriflokks- ins er venjulega skilgreind sem róttæk jafnaðarstefna. Hann vill að Noregur verði óháður stór- veldablökkum og beitir sér ákaft fyrir þróunarhjálp af Norðmanna hálfu. Þá er flokkurinn mjög á verði gegn því að velferðarkerfið' sé látið ganga úr sér. Hann er áhugasamur um umhverfisvernd og enn sem fyrr á móti því að Noregur gangi í Evrópubanda- lagið. Formaður flokksins er Erik Solheim. Á undanhaldi í lokasennu Framfaraflokkurinn var stofn- aður 1973 og hét fyrst í stað eftir fyrsta formanni sínum, furðufugli sem Anders Lange hét. Krafðist hann mikillar skattalækkunar og niðurskurðar opinbera geirans í stfl við Glistrup í Danmörku. í kosningunum þá um haustið fékk flokkurinn fjögur þingsæti. Lange lést 1974 og tók þá við nú- verandi formaður, Carl I. Hagen. Hann gaf flokknum hans núver- • andi nafn og hristi af honum sér- • vitringsbraginn. Framfaraflokk- I urinn er lengst til hægri norskra j stjórnmálaflokka, eindregið fylgjandi markaðshyggju, vill lækka skatta og draga stórum úr ríkisafskiptum. Hann vill herða refsingar fyrir afbrot og glæpi og telur að Norðmenn hafi sleppt inn í land sitt alltof mörgu fólki frá þriðja heiminum. Flokkurinn hefur nú aðeins tvo menn á þingi, en hefur frá síðustu kosningum verið í stórsókn með- al kjósenda. Um hríð leit svo út að hann yrði annar stærsti flokk- ur stórþingsins eftir n.k. kosning- ar. En nú í lokahríð kosningabar- áttunar hefur dregið verulega úr fylgi hans, samkvæmt niðurstöð- un skoðanakannana. Gagnvart Evrópubandalaginu er afstaða flokksins ekki ljós. Fylgislausir kommúnistar Norðmenn hafa tvo kommún- istaflokka. Sá eldri þeirra, Kommúnistaflokkur Noregs, var stofnaður 1923 af verkamanna- flokksmönnum, sem sættu sig ekki við að Verkamannaflokkur- inn gekk úr Komintern. Komm- únistaflokkur Noregs hefur alla tíð verið mjög sovéthollur. Hæst reis flokkurinn í kosningunum 1945, er hann náði 11 þingsætum, og mun hann hafa átt þá fylgis- aukningu að þakka einkum frækilegri frammistöðu flokks- manna í andspyrnuhreyfingunni á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, er Noregur var hersetinn af Þjóðverjum. En það fylgi hrundi af flokknum í stormum kalda stríðsins og síðan hefur hann mátt sín lítils í stjórnmálum. í síðustu kosningum fékk flokk- urinn aðeins 0,2 af hundraði at- kvæða, og ekki er búist við að betur gangi nú á mánudaginn. Þá er það Kommúnistaflokkur verkamanna, marxistar- lenínist- ar, þekktari undir skammstöfun- inni AKP-ml. Hann var stofnað- ur 1973 og lét þann áratug all- mikið á sér bera í námsmanna- samtökum og á ýmsum vinnu- stöðum. Þetta er maóistaflokkur og var sem slíkur á þeirri tíð ákaft fylgjandi Kína og Albaníu, en þeim mun heiftúðugri út í Sovét- ríkin. í kosningum hefur flokkur- inn boðið fram undir nafninu Rautt kosningabandalag og haft þá í félagi við sig eitthvað af utan- flokksmönnum. Teljandi fylgi hefur flokkurinn aldrei náð. Hann fékk í kosningunum 1985 0,6 af hundraði atkvæða og búist er við að útkoman hjá honum verði eitthvað svipuð nú. dþ. Mlðvlkudagur 6. september 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.