Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 12
Brynja Jónsdóttir nemi: Ég veit það ekki. Ég fylgist svo lítiö með fótbolta. Annars spái ég 2-1 fyrir Austur-Þýskaland. Þórarinn Einarsson verkamaður: Það fer 2-1 fyrir ísland. Ég held að við séum það góð að við get- um unnið þá. ■■SPURNINGIN— Hvernig fer landsleikur íslendinga og Austur-Þjóðverja? Finnbjörn Ólafsson nemi: Það fer 1-0 fyrir Austur- Þýskaland. Ég held að þeir séu miklu betri. Arnar Þór Hafþórsson nemi: Það fer 1-1. Núna verður Ásgeir Sigurvinsson og fleiri með og það hefur mikið að segja. Hannes Tómasson verkamaður: Ég fylgist orðið svo lítið með í fót- bolta. Austur-Þjóðverjarnir eru nú sterkir, svo ég spái 2-1 fyrir þá. Annars vona ég nú að það fari á hinn veginn. þlÓOVIUINN Miðvikudagur 6. september 1989 151. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Fólk Pegar ljóst var hvenær fvrstu handntin kæmu til landsins, fannst Þorsteini Sigvaldasyni upplagt að gera eitthvað af því tilefni. Fyrstu handritin komu síðan 21. aprfl 1971 og í tengslum við komu þeirra útbjó Þorsteinn sérstök umslög úr leðri með frí- merki og fyrstadags stimpli, sem gefið var út vegna komu handrit- anna. Þorsteinn hafði á þessum árum safnað frímerkjum í ára- tugi og segist aldrei henda frí- merkjum. í fyrstu voru leðurumslögin að- eins 15. En frímerkjasafnarar voru ekki lengi að frétta af sérút- gáfu Þorsteins og flestir hafa áskrifendur að útgáfum hans ver- ið um 150. f dag hefur hann 50-60 reglulega kaupendur. Hvert ums- lag er skreytt af Þorsteini sjálfum og hver einstakur kaupandi hefur sitt ákveðna númer sem er stimplað innan á umslagið. Fyrir utan umslögin býr Þorsteinn einnig til skinnbúta með fyrsta- dagsstimpli og gefur út í möpp- um. Frímerkjasafn Þorsteins nær langt aftur, hann segist ekki muna það svo glöggt hversu langt. En hluti safnsins brann ásamt öllum eigum hans og konu hans, Sigurlaugar Guðmunds- dóttur, á Akureyri rétt fyrir stríð. „Þetta var á Skarði á Akureyri og það eina sem mér tókst að bjarga úr brunanum var sængin mín,“ sagði Þorsteinn. Þau hjónin voru ekki heima kvöldið sem brann en Þorsteinn hafði sett í ofninn áður en þau fóru og telur að hann hafi ekki gengið nægilega vel frá ofn- inum og þess vegna hafi kviknað í. Eftir útgáfu skinnumslaganna við komu handritanna, fór Þor- steinn að sækja frímerkjasýning- ar þar sem hann bauð umslögin til sölu. „Þá fór þetta að hlaða utan á sig,“ segir Þorsteinn. Hann seg- ist hafa selt mikið á Edduhótel- unum og ákveðin kona í Búðar- dal hafi reynst einstaklega hjálp- söm í þeim efnum. Auk þess að safna frímerkjum, safnaði Þorsteinn til langs tíma steinum, aðallega af Austur- landi, og svo má ekki gleyma bókunum sem hann hefur bundið inn margar hverjar sjálfur. Hann segist ekki kunna neinar skýring- ar á þessari söfnunaráráttu. Frí- merkin eru honum þó drjúgt tómstundagaman og skapa hon- um eitthvað að gera. Hann segist ekki vita til þess að aðrir búi til skinnumslög eins og hann en sér þyki þetta skemmtileg vinna og síðan sé alveg nauðsynlegt að Þorsteinn Sigvaldason í kompunni sinni í nýju húsnæði fyrir aldraða í Þorlákshöfn. Sýnishorn af leðurumslögunum sem Þorsteinn býr til. Myndir Þóm. hafa eitthvað að dunda við í ell- inni. Þegar nýtt frímerki kemur út er Þorsteinn búinn að sníða til leðr- ið í umslögin og ganga frá þeim að öllu leyti. Þeir sem kaupa af honum umslögin fá þau því fljót- lega eftir útgáfu merkisins. Hér á árum áður vann Þor- steinn við að binda inn bækur í Reykjavík. í einkasafni hans má finna margar bækur Halldórs Laxness bundnar inn af Þorsteini í fallegt rautt leðurband. „Þeir hættu að gefa Laxness út óinn- bundinn þannig að eftir það hætti ég að binda hann inn en kaupi hann auðvitað enn,“ sagði Þor- steinn. Hann batt lengi inn hjá Þorvaldi á Leifsgötu 4, en eftir að hann hætti starfsemi setti Þor- steinn upp eigin aðstöðu á Njálsgötu 52b. Um þá aðstöðu stóð nokkur styr, þar sem hún var í bakhúsi sem Þorsteinn byggði í óleyfi og borgarstjórn sendi hon- um kæru. „Ég fékk mér hins veg- ar einhvern helv.. snjallan lög- fræðing sem kippti þessu í lið- inn,“ sagði Þorsteinn. Pólitíkin er aldrei langt undan hjá Þorsteini og hann segist hugsa um pólitík við vinnuna þegar eitthvað er að gerast í henni. Hann fylgist vel með og telur að Borgaraflokkurinn sé ekki á höttunum eftir neinu öðru en ráðherrastólum með því að fara í ríkisstjórn. Sjálfur tók hann mik- inn þátt í pólitík og þegar stórat- burðir eins og Gúttóslagurinn koma til tals, kemur glampi í augun á þessum gamla sósíalista. „Pólitíkin í dag er allt of dauf. Það var harkan sem gilti í gamla daga. Þá var slegist fyrir hverri 5 aura hækkun á kaupi,“ segir Þor- steinn. „Ég átti lengi kylfu sem ég tók af einum hvítliðanum í Gúttóslagnum. Hann reiddi hana heldur hátt og ég kippti henni af honum.“ Þótt Þorsteinn hafi náð einni kylfu komst hann samt ekki hjá því að verða laminn í hausinn og segist hafa verið saumaður eitthvað aðeins. Læknir í ná- grenninu hefði séð um sauma- skapinn og flestir hefðu farið aft- ur í slaginn þegar búið var að rim- pa þá saman. „En þetta er allt orðið dauft og dautt í dag,“ segir Þorsteinn, og ekki er laust við að saknaðar gæti í röddinni. -hmp Stéttabarátta og frímerki Þjóðviljinn lítur inn hjá Þorsteini Sigvaldasyni í Þorlákshöfn, gömlum baráttumanni í hreyfingu sósíalista sem nú situr á friðarstóli og dundar við frímerki v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.