Þjóðviljinn - 12.09.1989, Side 6

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Side 6
ERLENDAR FRÉTTIR Noregur Tvísýnt um vinstrimeirihluta Flokkarnir yst til hœgri og vinstri á norska þinginu unnu stærstu sigrana íþingkosningum ígær. Verkamannaflokkurinn tapaði minna en spáð hafði verið. Hægriflokkurinn galt afhroð. Líkur á óbreyttri stjórn Þegar um helmingur atkvæða hafði verið talinn í norsku þingkosningunum í gær vantaði vinstriflokkana aðeins eitt þing- sæti til að ná meirihluta. Sigur- vegari kosninganna var hins veg- ar Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins sem tífaldaði þing- mannatölu flokksins. Framan af kosningabaráttunni var Framfaraflokknum spáð allt að 20% atkvæða en þegar helm- ingur atkvæða hafði verið talinn hafði Hagen þrefaldað fylgi flokksins. í kosningunum fyrir fjórum árum fékk þessi fyrrver- andi sykursölustjóri 3,7% at- kvæða og tvo menn kjörna en nú fékk hann 12% og 21 mann kjör- inn. Storsigur SV Það kom hins vegar meira á óvart hversu vel Sósíalíska vinstriflokknum gekk í kosning- unum. Flokkurinn hafði fengið um 10% atkvæða þegar síðast fréttist og 17 þingmenn en fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 5,5% atkvæða og 6 menn kjörna. í kosningabaráttunni lagði flokk- urinn höfuðáherslu á umhver- fismál og er það talið valda mestu um fylgisaukninguna. Umhver- fismál voru ekki sérlega mikið á dagskrá í kosningabaráttunni en þó gerði Vinstriflokkurinn stíft út á þá sem aðhyllast „græn“ mál- efni. SV virðist hafa unnið slaginn um hjörtu græningja því Vinstri virtist ekki ætla að koma manni að þótt því hefði verið spáð fyrir kosningarnar. Þessi velgengni SV nægir þó ekki til þess að vinstriflokkarnir tveir geti myndað meirihluta- stjórn. Verkamannaflokkurinn tapaði að vísu ekki eins miklu og við hafði verið búist en þó hefur gengi hans ekki farið eins lágt síð- an í stríðslok. Flokkurinn hlaut 64 menn kjörna á þing, tapaði 7 frá síðustu kosningum. Að viðbættum einum óháðum þingmanni frá Finnmörk skorti vinstriflokkana þvf aðeins einn þingmann til að fá meirihluta eins og staðan var að helmingi at- kvæða töldum. Þingmönnum á norska þinginu fjölgar nú úr 157 í 165 og því þarf 83 þingmenn til að mynda meirihluta. Óeining til hægri Við því má þó búast að minni- hlutastjórn Verkamannaflok- ksins verði áfram við völd og Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra kvaðst í gærkvöldi reiðubú- in til að halda áfram. Það eru nefnilega taldar afar litlar líkur á að borgaraflokkarnir komi sér saman um að taka upp samstarf við Hagen og hans lið. Bæði hafa forystumenn flokkanna þriggja - Hægri, Kristilega þjóðarflokks- ins og Miðflokksins - verið óspar- ir á yfirlýsingar um að Framfar- aflokkurinn sé óhæfur til sam- starfs, og auk þess galt stærsti staðgreiðs Erik Solheim, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, hefur ástæðu til að vera brosmildur eftir kosningarnar því flokkur hans tæplega þrefaldaði þingmannatölu sína. borgaraflokkurinn, Hægri, af- hroð í kosningunum, tapaði 13 þingsætum og hefur nú aðeins 37 menn á þingi. Hinir flokkarnir töpuðu lítillega. að kjósa Framfaraflokkinn en konur á sama aldri. Hins vegar ætluðu þrefalt fleiri ungar' konur að kjósa SV en jafnaldrar þeirra af karlkyni. Er þetta talið endur- spegla það að konur hafi meiri áhyggjur af því að vegið sé að velferðarkerfinu en karlar og þess vegna kjósi þær allt annað en Carl I. Hagen. Enn eru taldar litlar líkur á að Hagen komist til áhrifa á stefnu norsku ríkisstjórninnar næsta kjörtímabil þótt hann sé í odda- aðstöðu á þinginu. Hugmyndir hans um verulegar skattalækkan- ir og einkavæðingu velferðark- erfisins eru of róttækar fyrir hina borgaraflokkana. A hinum vængnum vilja margir túlka fylgisaukningu SV sem á- minningu til Gro Harlem Brundt- land um að láta af þeirri sókn inn á miðjuna sem hún hefur staðið fyrir síðustu þrjú árin. Kosning- aúrslitin gætu orðið til þess að hún fylgdi eindregnari vinstri- stefnu næsta kjörtímabil, einkum þó ef síðustu atkvæðin hafa fært henni þennan eina þingmann sem upp á vantar meirihlutann. Þá væri staða SV orðin sterk því þá verður Gro að semja við minnst tvo af miðjuflokkunum til að fá meirihluta. Þátttaka í kosningunum var mikil þótt ekki hafi legið fyrir tölur um hana þegar blaðið fór í prentun. -ÞH EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR oln0e..a **2*&'**~- W^ Launaðreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI Konur til vinstri - karlar til hægri Þeir sem fylgjast með kosning- ahegðun norskra kjósenda tóku eftir því að sigurvegararnir tveir, SV og Framfaraflokkurinn, sækja fylgisaukningu sína að verulegu leyti til yngri kjósenda en þó með næsta ólíkum hætti. Þannig kváðust helmingi fleiri karlar á aldrinum 18-30 ára ætla Passio UMFERÐAR RAÐ ALÞYÐUBANDALAGIÐ ’áÆ. Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferð í Þórsmörk 30. september 1989 Laugardaginn 30. september fer ABK haustlitaferð í Þórsmörk. Farið verð- ur frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og Landeyjar allt austur yfir Markarfljót undir Eyjafjöllum. Þaðan er farinn 25 kílómetra langur vegarslóði inn í Þórsmörk. Gist verður í skála Ferðafélags íslands í Langadal. Gengið verður á Valahnúk að venju og þeir sprækari fara fram í hella og heim um Húsadal. Þeir sem skemmra ganga skoða nágrenni skálans sem er víða skógi vaxið með skjólgóðum lautum. Um kvöldið sitja menn saman og gera sér gaman. Á sunnudag verður skoðað Slyppugil og þeir göngusnörpu skreppa upp í Tindfjöll á Þórsmörk. Haldið verður heim á leið klukkan 14 og komið við I Básum og í Merkurkeri. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnu- dagsins. Athugið að þátttaka er öllum velkomin!! Tilkynnið þátttöku í höfuðstöðvar flokksins, Hverfisgötu 105, sími 17500.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.