Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Heilbrigðis- og tryggingakerfið Stefnt að 700 milj. kr. spamaði Sparnaðartillögur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: En ekki síst að koma böndurn yfir hið sjálfvirka tekjuauka- kerfisérfrœðingaí lœknastéttmeðþvíað efla heilsugœsluþjónustuna áhöfuðborgar svœðinu |y| ér er ætlað ná fram sparnaði í heilbrigðis- og trygginga- kerfinu á næsta ári sem nemur um 700 miljónum króna. Sam- kvæmt þeim tillögum sem upp Ferðamálaráð hafa komið til sparnaðar er ég nokkuð á þeirri þjónustu sem næsta vongóður um að þetta tak- sjúklingar fá í dag né á gæðum mark náist án þess að það bitni hennar, sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Tillögurnar sem hér um ræðir Kristín foimaður Steingrímur J. Sigfússon: Kæri mig kollóttan þótt formaðurinn sé pólitísk- ur andstœðingur Steingrimur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur skipað nýtt Ferðamálaráð og mun það starfa frá 1. október til næstu fjögurra ára. Samgönguráðherra skipar fimm fulltrúa án tilnefn- ingar, en einnig eru 18 fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu hagsmunaaðila. Formaður ráðsins verður Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, og varafor- maður Árni Þór Sigurðsson, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu. Aðrirfulltrúar verða Er- lingur Sigurðarson, kennari á Akureyri, Ingibjörg Sigtryggs- dóttir, formaður Verkalýðsfé- lagsins Þórs á Selfossi og Þuríður Backman, hjúkrunarforstjóri á Egilsstöðum. Steingrímur sagðist ánægður með að hafa skipað konu sem for- mann Ferðamálaráðs, en Kristín er fyrsta konan til að gegna því embætti. - Þetta er allt gott fólk og ég hef ekki áhyggjur af því að aðrir nöldri yfir því. Ég tilnefni pólitískan andstæðing sem for- mann enda kæri ég mig kollóttan um pólitík í svona málum, sagði Steingrímur J. Sigfússon. -þóm Frá námstefnunni um alnæmi í húsakynnum Rauða krossins. Mynd-Jim Smart. Alnœmi Gagnlegar umræður Námstefna um alnœmifjallaði einkum umfrœðslu og ráðgjöfvarð- haldin í gær á vegum Rauða kross íslands, Landsnefndar um alnæmisvarnir og Samtaka áhugafólks um alnæmisvandann. Námstefnan bar yfirskriftina Alnæmi-stuðningur-fræðsla- ráðgjöf og var þátttaka mjög góð. Að sögn Vilborgar Ingólfsdótt- ur, fundarstjóra, var markmiðið einkum að fjölga þeim aðilum á andi sjúkdóminn landinu sem geta veitt aðstoð og upplýsingar um málefni er varða alnæmi. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins gæti skipst á skoð- unum um það hvernig best væri að hátta ráðgjöf ofl. um sjúk- dóminn. Vilborg sagði alla fyrirlestrana hafa verið mjög athyglisverða og minnti þá einkum á gestafyrir- lesarann Sten Petterson sem fjall- aði um samkynhneigð á mjög skemmtilegan hátt. Þá var sýnd norsk mynd um mótefnamælingu og þá erfiðleika sem fylgja því að fara í slíkt próf. Eftirspurn að námstefnunni var mjög mikil og getur því farið svo að önnur slík verði haldin innan tíðar og verður jafnvel boðið uppá framhald á þessari. -þóm eru í fyrsta lagi að tekjutengja bóta- og grunnlífeyrisgreiðslur úr tryggingakerfinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrra- dag að stefna að þessari breytingu, en eftir er að útfæra hana nánar. Áætlað er að með þessari grundvallarbreytingu á tryggingakerfinu megi spara um 200 - 300 miljónir króna á næsta ári. f öðru lagi að lækka álagning- arprósentu lyfja og ná fram aukinni hagræðingu með því til dæmis að læknar ávísi á ódýrari lyf þegar þess er kostur og draga úr neyslu lyfja eftir mætti. Núna neyta íslendingar næstminnst af lyfjum samanborið við önnur Norðurlönd að Norðmönnum undanskildum. Að sögn ráðherra mun Lyfjanefndin skila af sér til- lögum sínum fljótlega eftir næstu helgi og þá mun kom í ljós til hvaða sparnaðarleiða hún mun benda. Að síðustu en ekki síst er ætl- unin að koma böndum á hið sjálf- virka tekjuaukakerfi sérfræðinga í læknasétt, en sérfræðingakostn- aðurinn hefur aukist langt um- fram verðlag á undanförnum árum. Að sögn heilbrigðisráð- herra er stefnt að því að lækka sérfræðingakostnaðinn um hálf- an miljarð og til að ná því mark- miði er nauðsynlegt að efla til muna heilsugæsluþjónustuna frá því sem nú er og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra eru til- lögur heilbrigðisráðherra mjög athyglisverðar og vænlegar til þess að ná fram þeim tilætlaða sparnaði sem stefnt er að í heilbrigðis- og tryggingakerfinu á næsta ári. Sérstaklega hvað það varðar að ná fram meiri jöfnuði í velferðarþjóðfélaginu án þess að það skerði rétt þeirra sem þetta kerfi var sett upp til að sinna. -grh Linda Hrönn Ævarsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir. Smáloðnuréttir í Japan Tvær ungar fiskverkunarstúlkur, Dís Sigurgeirsdóttir og Linda Hrönn Ævarsdóttir, héldu til Tókíó í Japan á þriðjudag, til þess að taka þátt í kynningu á smáloðnuréttum í japönskum verslunum, en kynningin er á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Kaisei Suisan, sem er stærsti innflytjandi íslenskrar smáloðnu í Japan. Portúgalska í Haskolanum Háskóli íslands býður nú í fyrsta skipti upp á námskeið í portúg- ölsku við heimspekideildina í samvinnu við Endurmenntunar- nefnd H.f. Námskeiðið hefst 1. október og því lýkur 31. nóvem- ber. Kennari verður Elín Ing- varsdóttir, B.A. og kennari við tungumáladeild háskólans í Mex-’ íkó. Þetta er byrjendanámskeið og er ekki gert ráð fyrir neinni undirstöðukunnáttu á portúgöl- sku. Námskeiðið er tvisvar í viku tvo tíma í senn frá 17.00 til 19.00. Markmiðið er að kenna og æfa grunnþekkingu á málinu þannig að þátttakendur geti tekið þátt í einföldum samræðum. Hægt er að taka próf að námskeiði loknu og geta nemendur í rómönskum málum sótt til heimspekideildar um að fá það metið til eininga. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu endur- menntunarnefndar í Tæknigarði í símum 694923, 694924 og 694925. Umhverfislög í Lögbergi Jens Evensen, dómari í Alþjóða- dómstólnum í Haag, flytur al- mennan fyrirlestur um gerð nýrra alþjóðarlaga um vernd umhverf- isins í stofu 102 í Lögbergi kl. 17.15 í dag. Öllum er heimill að- gangur. Fyrirlesarinn er hér á landi í boði Lagadeildar Há- skólans og Lögfræðingafélagsins. Evensen er einn af kunnustu lög- fræðingum álfunnar á sviði þjóð- réttar, doktor frá Harvard og lengi yfirmaður lagadeildar norska utanríkisráðuneytisins. Þá gegn- di hann störfum viðskiptaráð- herra Noregs og var hafréttar - málaráðherra árin 1974-1978. Hann var formaður norsku send- inefndarinnar á Hafréttarráð- stefnunni 1973-1982 og einn af varaforsetum ráðstefnunnar. Dómari í Alþjóðadómstólnum hefur hann verið frá 1985. Fyrir- lesturinn fjallar um nauðsyn ai- þjóðalaga um vernd umhverfis mannsins á jörðinni svo hægt sé að takast á við þær hættur sem þar steðja að, svo sem mengun hafsins, eyðingu ósónlagsins og gróðurhúsaáhrif. Borgaralegur fermingarsími í frétt um borgaralega fermingu í Þjóðviljanum í gær féllu niður sfmanúmer þar sem hægt er að leita nánari upplýsinga og láta skrá sig. Skráning þarf að fara fram fyrir 10. nóvember. Síma- númerin eru: 18841, 73734, 34796, 20601, 675142. ítalskt í Kringlunni Dagana 28. september til 7. októ- ber verður kynning á Ítalíu, ít- ölskum vörum og mat, í Kring- lunni á vegum útflutnings- og ferðamálaráðs Ítalíu. Veittar verða upplýsingar um ferðir til ít- alíu, verslanir Kringlunnar selja ítalskar vörur og veitingahúsin bjóða upp á ítalskan mat. í göngugötum verða lítil ítölsk kaffihús, boðið upp á ítalskan ís og er viðskiptavinum boðið að taka þátt í spurningaleik og í verðlaun er ferð fyrir tvo til Ítalíu ásamt uppihaldi. Dregið verður úr réttum svörum í lok ítölsku daganna. Þá er boðið upp á ýmis skemmtiatriði og m.a. mun ítölsk hljómsveit leika fyrir gesti Kringl- unnar. Haustönn Fræðsluvarpsins Haustönn Fræðsluvarpsins í út- varpi og sjónvarpi hefst í byrjun október og stendur fram í byrjun maí. Útsendingardagar verða nú fjórir í stað tveggja í fyrra og og er sent út kl. 17 mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga. Síðan verður valið efni endurflutt á sunnudögum kl. 13. Boðið verður upp á fjölbreytt tungumálanám, ítölsku, þýsku og frönsku í sjónvarpi en ár Rás 2 í útvarpi verður kennd danska og enska. Námskeiðin eru ætluð byrjendum. Auk tungumálanám- skeiða verður boðið upp á fjöl- breytta kennsluþætti í öðrum fögum, þáttaröð um ritun ís- lensks máls, þáttaröð um stærð- fræði, þætti um lífshætti unglinga og um kennsluhætti á framhalds- skólastigi. Þá má nefna þáttinn Upp úr hjólförunum sem fjallar um hvað mótar hefðbundin kynj- ahlutverk og þátt um gildi brjóst- agjafar. Hægt er að fá þessa þætti á myndböndum hjá Fræðsluvarp- inu og Námsgagnastofnun. III meðferð á dýrum Stjórn Sambands dýraverndun- arfélaga íslands hefur sent frá sér áskorun til allra foreldra eða for- ráðamanna barna sem eiga kan- ínur, dúfur eða önnur dýr og farið fram á að þeir sjái um að aðbún- aður og fóðrun dýranna sé í fullkomnu lagi. Segir í áskorun- inni að Sambandið hafi í sumar og haust þurft að hafa afskipti af fjölmörgum málum þar sem illa hefur verið farið með kanínur og dúfur, bæði eru dýrin rangt og lítið fóðruð og aðbúnaður langt undir lágmarkskröfum. í flestum tilfellum eru dýraeigendurnir ungir að árum og hafa hvorki þekkingu á umhirðu dýranna né þroska til að bera ábyrgð á þeim. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.