Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinti - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Ánægður með Skodann Fyrir skömmu, þegar ég hlust- aði á útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis, á Bylgjunni, heyrði ég í heimsku kapítalistatrölli, sem var að fara á taugum yfir vissum bíla- tegundum, sem hann sér á götum Reykjavíkur; nefnilega austan- tjaldsbíla. Þessa bíla getur hann með engu þolað. Ekki get ég haft mjög svo mikla meðaumkun með þessum manni því svo skilnings- sljór miskunnarlaus og harður er hann í garð fólks, sem hefur lítið handa á milli. Sjálfur lýsti hann því yfir að hann væri nýkominn frá sex ára námi í menningarrík- inu Þýskalandi nútímans, og engu líkara en hann hefði drukk- ið í sig kapítalismann, eins og barnið mjólkina af pelanum sín- um. Ja, svona miðað við það hvernig manngreyið talaði. Það er nú kannski eiginlega hægt að vorkenna svona mönnum, því hætt er við því að þeir viti hrein- lega ekki hvað lífið er. Hollt væri honum að kynnast því og sjálf- sagt þarf hann að taka þann áfanga í skóla lífsins ein- hverntíma. Ég keyri hins vegar ánægður um á austantjaldsbílnum mínum, Skodanum, en vonast þó alveg eins til að fá mér draumabílinn svona einhverntíma, ef guð lofar. Þá meina ég alvörubíl, austan- tjaldsbíl á ég við, - Volgu. Einar Ingvi Magnússon Hættulegra en kjamorka Lars Persson er sænskur kjarn- orkufræðingur. Hann er skrif- stofustjóri Geislavarnastofnunar sænska ríkisins og átti hlut að samningu laga um geislavarnir. í viðtali við blaðið Accent 1. september í ár segir hann m.a. að áfengi sé hættulegra en kjarn- orka. Hann segir: „Áfengi er eiturefni sem er hættulegt fyrir erfðavísana. Það getur og valdið krabbameini. Áf- engisdrykkja er eins og leikur að eldi eða jafngildi þess að láta skeika að sköpuðu um heilsu sína. Engin ákveðin mörk eru til sem sýni hve mikið áfengi sé hættulaust að drekka. Raunar þarf ekki vísindamann til að sjá að áfengi veldur ótíma- bærum dauða í vinahópi manns. Margir félaga minna eru látnir og nokkrir eru vistaðir á stofnunum vegna drykkju. Ég hef vitað ýmsa starfsbræður mína erlendis eiga við alvarleg drykkjuvandamál að stríða. Slíkt veldur mér ugg. Kjarnorka hefur ekki drepið neinn mann í Svíþjóð. Afleiðing- ar Tsjernobil-slyssins eru ekki al- varlegri en sá skaði sem maður FRÁ LESENDUM ísland lýðræði Ég held að meðfylgjandi ljóðlínur hafi nokkuð með það að gera hvernig farið er með vilja þjóðarinnar, og langar því að biðja ykkur að birta eftirfarandi: Það gæti kannski vakið einhvern til umhugsunar um þau mál sem voru á dagskrá í sjónvarpinu fyrir nokkru, og fjallaði um meðferð Þjóðverja á Gyðingum, og var það okkur ekki til of mikils sóma, fremur en það hvernig við meðhöndlum meðferð Gyðinga á Aröbum núna. Ég leyfi mér að nefna ljóðið „ísland lýðræði". Menn ræða um það oft, hvort ísland er lýðræðisland. En lýðræðið birtist í undarlegustu myndum. Er lýðræðið kannski að láta allt reka í strand? Er lýðræði bara að svalla og veltast í syndum? Er lýðræðislegast að gjöra öllum grönnunum grand? Og gala svo hátt um allt gott sem að gera við myndum, ef fengjum við leyfi frá böðlum að leysa okkar band og binda það sjálfir, - við aðra svo til þess að við fynndum. Við blessuðum Þjóðverja og þrælabúðirnar þar, og þóttumst ei vita hvað mannvonskan réði þar nauðum; þó heyrðum við gasprað um gasklefa og hvað sem þar var, sem gekk þó af miljónum lemstraðra manna, og dauðum. í goðsögnum Hitlers var fundið hið sjálfsagða svar; „Það er siðlaust að kynblanda svörtum, hvítum og rauðum". Samt tók það útyfir - einhver ef Gyðingur var, sá gekk ekki frjáls, - hann var bölvun jafnt ríkum og snauðum. Og þeim varð að útrýma, - eyða þá válegu þjóð, því einmitt var hún sem bar sökina á krossfestingunni; og hún var sú ein sem var bendluð við frelsarans blóð, og fúlmennsku alla betur en hver annar kunni, og nú var það auðséð hvar íslendingurinn stóð með útréttan hakakross, - orðin hans Hitlers í munni. Þá var það skylda við Þjóðverja að leggja okkar lóð á léttari skálina, og firra okkur samábyrgðinni. Við slátruðum Gyðingum gjarnan í miljónavís; í gasklefum, þyntingum hverskyns, með hungri og veirum, og til þess var allmestur íslendings viljinn þar vís það er vandalaust þegar loka má augum og eyrum. Við skrifum því undir allt það sem skálkurinn sýs því skrumið er foringjans, - það er víst það sem við heyrum, og hver sem gegn ógnum og ofbeldi herranna rís fær umsvifalaust að morkna á dreyr-ósa leirum. En nú er það Júði, sem gengur um ísrael frjáls við umberum það því vor herraþjóð það okkur segir og vei hverjum manni, sem lætur ei sverfa til stáls og stendur sem tryggast við hlið þess sem mannfrelsið beygir. Við blessum hvern Júða, sem heggur einn Araba á háls án hugsunar um hvort er kona eða barn sem hann fleygir, því sannleikanum verður allsstaðar varnað máls, og minnstu það skiptir hvert ranglætið angana teygir. Jón Þorbergur Haraldsson Torfufelli 33, 111 Rvk. veldur sjálfum sér með því að drekka eina vínflösku. Það er sýndarmennska þegar fólk hefur áhyggjur af geislavirku regni og þorir tæpast að láta börn sín leika sér í sandkassanum en horfir samtímis öldungis ótta- laust á drykkjumenn staupa sig í garðinum við hliðina leikvellin- um. Það má orða það svo að geisla- virknin í Svíþjóð vegna Tsjernobil-slyssins sé lítið hættu- legt en áfengi mjög hættulegt.“ Ennfremur segir Lars Persson: „Mér virðist augljóst að á á- fengisumbúðum eiga að vera við- varanir. Á þeim ætti að standa: „Skaðlegt heilsu manna. Veldur krabbameini.““ (Frá Áfengisvarnaráði) í sólglömpum haustdagsins ... gengu sex tískuklæddir við- skiptajöfrar með svört gleraugu burstaklipptir og með stresstösk- ur niður strætið í tvöfaldri röð og litu hvorki til hægri né vinstri. Þetta voru upparnir, ungir menn á uppleið, tilvonandi ráða- menn neöanjarðarkerfisins þar sem auðurinn blómstrar og vext- irnir vaxa. Foringinn gengur fram á sviðið og flytur ávarp. Nú er hættuástand í landinu. Lifi ísland: burtu með allt þetta vinstra dót, sem er að afkristna þjóðina í perestrojku og glasn- osti, sem er eins og hver önnur glæpauppskrift frá Rússum. Þetta er hættulegt. Nú verða allir æfðir fjármálamenn í landinu að standa saman gegn spillingaröflunum og koma fyrir kattarnef öllum þeim mannkert- um er vilja stuðla að miðstýringu með þjóðinni. Allt fólk er á að minnsta kosti 30 miljónir í fríðu fé sameinist. Það er vitað að myrkraöflin í landinu eru að vígbúast gegn þeim er betur mega sín og hafa sagt, nú ætlum við að sækja auðinn inn í rottuholurnar þeirra og taka þá almennilegu taki. Takið eftir þessu, og setjið hlera fyrir holurnar og verið varkárir og hafið farsímana í lagi. Allar holur okkar erlendis eru gull- tryggðar. Foringinn setur sig nú í stell- ingar og skipar. Allir hvíld. Að síðustu þetta. Verið reiðu- búnir þegar næsta kall kemur. Það getur farið svo að við verðum að standa fast gagnvart þessum glæponum, sem eru að reyna að ná tökum á okkur ráðdeildar- mönnum og skattpíndu einstak- lingum í þessu rauða samfélagi sem er stjórnað af kommúnistum og SÍS, og það er ekki lítið vanda- mál að láta kommúnista spilla fyrir því að Evrópubandalagið fái hér ítök hjá fjármálamönnum, sem eru okkar megin. Við verðum því að treysta því að nú þegar rísi upp nýtt góðæri eins og það var þegar okkar menn stjórnuðu fjármálum þjóðarinn- ar á árunum okkar góðu 1986- 1988. Og foringinn fór svo í réttstöðu og skipaði: Standið rétt, á brott gakk. Þannig endaði þessi draumur. Skyldi hann ná inn í raunveru- leikann? Með kveðju Páll Hildiþórs þlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Orusta í Norðursjó milli herskipa og flugvéla. Orðrómur um að Chamberlain segi af sér. Von Ribbentrop kom til Moskva i gær- kvöldi. Kommúnsitaflokkur Fra- kklands bannaður. Fyrirspurntil Þjóðviljans: Er það rétt að hópur af einhleypum mönnum vinni við hitaveitu bæjarins, ásamatíma, sem hundruð fjölskyldufeðra ganga atvinnulausir? Svar Þjóð- viljans: Við hitaveituna vinnur all- mikið af einhleypum mönnum. I DAG 28. september fimmtudagur. 24. vika sumars hefst. 271. dagur ársins. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 7.27- sólarlag kl. 19.08. Viðburðir Þorsteinn Erlingsson skáld lést árið 1914. Fyrsta Alþjóðasam- bandið stofnað árið 1864. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 22.-28. sept. er í Borgar Apóteki og ReykjavíkurApóteki. Fy rrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsfmi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsu verndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalirui: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Sfminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,- simi21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiö fyrir nauögun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir aila krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 27. sept. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar......... 61,16000 Sterlingspund............ 95,65400 Kanadadollar............. 52,05100 Dönskkróna................ 8,01840 Norsk króna............ 8,55150 Sænsk Itróna.............. 9,22060 Finnsktmark.............. 13,84020 Franskurfranki............ 9,24640 Belgískurfranki........... 1,49050 Svissn. f ranki........ 36,11030 Holl. gyllini............ 27,62670 V.-þýsktmark............. 31,14050 Itölsklfra................ 0,04343 Austurr.sch............... 4,42440 Portúg. escudo............ 0,37300 Spánskurpeseti............ 0,49810 Japansktyen............... 0,42384 írskt pund............. 83,12300 KROSSGÁTA Lárétt: 1 vond4áhlaup 6 aftur 9 kvenmanns- nafn12þorpari14 miskunn 15 loga 16 ill- kvittni19makaði20 vanþóknun 21 heiti Lóðrétt: 2 fugl 3 södd 4 orm5glöð7svelta8 eldi10gælunafn11 blés 13 planta 17 þjóta 18eyktarmark Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 sæll4busl7 æti7malt9skap12 eirir 14 iði 15 upp 16 kóran 19 saur 20 skír 21 rakki Lóðrétt: 2 æsa 3 læti 4 bisi5sía7meiðsl8 Ieikur10krunki11 píp- ari13rýr176ra18ask Fimmtudagur 28. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.