Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 9
IÞROTTIR FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Citroén Visa ’80. Ensk-íslensk oröa- bók og Sturlunga. Auk þess bækur af ýmsu tagi. Ennfremur Grundig út- varpsfónn, vandað tæki. Á sama stað óskast sófaborð og hillur. Uppl. í síma 18475. Eldhúsborð og kollar Hvítt eldhúsborð 80x120 cm (150) og fjórir hvítlakkaðir eldhúskollar til sölu. Selst allt á kr. 5.000.- Uppl. í síma 681648. Framköllunargræjur Durst c 35 stækkari, framköllunar- dós, bakkar, tangir og Ijós til sölu. Allt sem nýtt, selst á kr. 25.000.- Uppl. í síma 681648. Til sölu Á vægu verði svefnsófi með tveimur skúffum. Þarf lítilsháttar lagfæringar. Uppl. í síma 32678. Járn bylgjuklemmur Á einhver eldri kona eða hárgreiðslu- kona til þessar klemmur? Ef svo er þá vinsamlegast hafið samband við Hár- greiðslustofuna í Seljahlíð í síma 73633 eða 78806. Herbergi Til leigu í Vesturbæ, fallegt umhverfi. Uppl. í síma 27050 eða 24235. Til sölu Orion sjónvarp með fjarstýringu. Uppl. í síma 689788 eftir kl. 19.00. Tll sölu Cortina árg. '79, skoðaður '89. Verð 40 þús. staðgr. Einnig til sölu vara- hlutir í Cortinu og Lödu. Uppl. í síma 78998. Fræsari Af sérstökum ástæðum er til sölu nýr ónotaður Makita handfræsari 1500 w, carbitfræsitennur fylgja. Uppl. gef- ur Jóhann í síma 36424 á kvöldin. Halló! Ég er að verða 5 ára og ég á dúkku- hús sem afi minn smíðaði fyrir meir en 30 árum. Átt þú einhver húsgögn í húsið sem þú getur séð af? Ef svo er viltu þá hringja í síma 612325 á kvöld- in eða í Guðrúnu í síma 628181 að deginum. Þvottavél Gömul nothæf þvottavél óskar fyrir lítið. Uppl. í síma 40667 um helgina. Ný svampdýna Til sölu er ný svampdýna í hjónarúm, selst á hálfvirði. Uppl. í síma 40667 á föstudag eftir kl. 17.00. Barnabílstólar til sölu Maxí Kósí barnabílstóll og barnabíl- stóll fyrir 9 mánaða - fjögurra ára. Uppl. í sima 22887. íbúð óskast Þriggja herbergja eða stærri á leigu í lengri tíma. Helst í Kópavogi, Garða- bæ eða Hafnarfirði. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Greiðs- lugeta er 30.000.- á mánuði,. Uppl. í síma 91-42199. Sigga eða Ásdís. Svefnbekkur og fataskápur Til sölu svefnbekkur með rúmfata- skúffu og gamall lakkaður fataskápur með hillum og slá. Uppl. í síma 688943 eftir kl. 17.00. Fæst gefins Símaborð með áföstum stól og gam- alt snyrtiborð fæst gefins gegn því að vera sótt. Uppl. í síma 14997 eftir kl. 17.00. Til leigu Herbergi með sérinngangi. Uppl. í síma 39136. Hillusamstæða Dökk hillusamstæða, 3 einingar til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 50342. Til sölu Dodge Aspen 1979, sjálfskiptur, til niðurrifs. Uppl. í síma72072 eftir kl. 20.00. Til sölu Sturlunga á mjög góðu verði. Uppl. í síma 79215. Óska eftir Gömlu litlu skrifborði. Uppl. í síma 27481. Rafmagnsþjónustan og dyrasímaþjónustan Þarftu aö láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari, sími 44430. ísskápur Nýlegur Zanussi ísskápur til sölu. Uppl. gefur Sigga Rósa í síma 33438, Til sölu Stórt símaborð, fjórir borðstofustólar, stór kommóða (góð geymsla), nýr stuttur pels ca. nr. 42 og ný svört kápa. Uppl. í síma 34931. Til sölu fyrir mjög lítið SAAB 99 með dráttar- kúlu, útvarpi, pioneer hátölurum og Ijósi í afturrúðu. Gott boddý. Enn- fremur er bíllinn á mjög góðum dekkj- um. Uppl. í síma 73664. Til sölu Nýskoðaður Trabant '86, sumar- og vetrardekk. Ekinn aðeins 20.000 km. Uppl. í síma 681331 á daginn og 40297 eftir kl. 17.00. Óska eftir Furukommóðu, kvenreiðhjóli og barnastól á hjól. Helst mjög ódýrt. Uppl. í síma 31135 eða 37933. Citroén BX 16 TRX 1984 ekinn 105 þúsund km. Silfurgrár, ný- skoðaður og nýyfirfarinn til sölu. Verðtilboð. Uppl. í síma 681648. ísskápur Gamall ísskápur fæst gefins. Uppl. í síma 13164. Handband og viðgerðir á nýjum og gömlum bókum. Fagmað- ur. Upplýsingar í síma 23237. Átt þú gamalt baðkar á Ijónsfótum sporöskjulagað, emelerað, sem þú getur lánað í sjónvarpskvikmynd? Ef svo er hringdu þá í okkur í síma 693860 eða 693867. Sjóminjar Áttu sjóminjar e.ða veistu um miniar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- ■band í síma 91 -52502 á milli kl. 14 og ’18 alla daga. Sjóminjasafn íslands. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 6211/0 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportið - a'lltaf á laugardögum. Nýjung frá Banana Boat Sólbrúnkufestir fyrir Ijósaböð. E- vítamíngel, græðir exem, psoriasis, ör. Hárnæringarúði, upplitar, lýsir. Græðandi varasalvi. Aloe Vera gel úr töfrajurtinni sem inniheldur yfir 50 ví- tamín og steinefni. Heilsuval, Lauga- vegi 92 (Stjörnubíóplaninu), póstkröfusími 626275, 11275. Hödd, Barónstíg, Árbæjar-, Borgar- og Garðsapótek, Baulan, Borgarfirði, Stúdíó Dan, Isafirði, Ferska, Sauðár- króki, Hlíðarsól, Sigríður Hannes- dóttir, Ólafsfirði, Heilsuhornið, Akur- eyri, Snyrtist. Hilma, Húsavík, Bláa lónið, Grindav., Heilsubúðin, Hafnar- firði, Bergval, Kópav. Heilsuval er einnig með: Megrun, svæðanudd, vítamíngreiningu, orkumælingu, hár- rækt með leiser, rafmagnsnuddi og „akupunktur". Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreytihömluö- um styrki til bifreiðakaupa. Nauösyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræö. Umsóknir vegna úthlutunar 1990 fást hjá af- greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi 114 og hjá umboösmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember Tryggingastofnun ríkisins Fótbolti íslendingar riðu ekki feitum hesti íslensku liðin úr leik í Evópukeppninni. Maradona mistókst í vítaspyrnukeppni Oll íslensku liðin í Evrópu- keppnunum í knattspyrnu féllu úr keppninni í gær. Fram tapaði fyrir Steaua Búkarest á Laugar- dalsveliinum, 0-1, Valur tapaði 1- 2 gegn Dínamó Berlín ytra og Skagamenn töpuðu fyrir FC Liege í Belgíu. Leikur Framara var fremur tíð- indalítill á að horfa. Framarar vörðust ágætlega en máttu oft á tíðum sín lítils gegn rútíneruðu liði Rúmena. Steaua lék nokkuð rólega, enda vann liðið fyrri leikinn 4-0, og skapaði sér ekki mörg marktækifæri. Framarar áttu hinsvegar nokkrar ágætar skyndisóknir. Guðmundur Steinsson slapp tvívegis einn inn fyrir vörn Steaua en tókst ekki að notfæra sér það og Ómar Torfa- son átti þrumuskot rétt framhjá marki Steaua um miðbik síðari hálfleiks. Skömmu síðar skoraði Adrian Negrau eina mark leiksins eftir nokkur klaufaleg mistök í röð í vörn Framara. Eftir það datt leikurinn enn frekar nið- ur og var lítið fyrir augað. Valur lék í Austur-Berlín og tapaði 2-1 fyrir liði Dínamó frá þeirri borg. Valur tapaði reyndar með sama mun hér heima þannig að útkoman hjá þeim er alls ekki svo slæm. Þá féll ÍA einnig úr keppni en liðið lék gegn FC Liege í Belgíu. Önnur athyglisverð úrslit í Evópukeppnunum voru á þá leið að Evrópumeistararnir AC Mil- an unnu HJK Helsinki með einu marki gegn engu. Stefano Borga- nova skoraði markið en AC Mil- an vann samanlagt 5-0. Landar þeirra í Napolí lentu í öllu meiri erfiðleikum gegn Sporting Lissabon frá Portúgal. Leik þeirra lauk með markalausu jafntefli-einsog fyrri leiknum-og því varð að grípa til vítaspyrnu- keppni. Allt ætlaði um koll að keyra þegar sjálfur Diego Mara- dona klúðraði fjórðu vítaspyrnu Napolí eftir að lið hans hafði komist yfir 3-2. Þaö kom ekki að sök því Fernardo Gomes tókst ekki að skora úr síðustu spyrnu Sporting. Það þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni í leik Fiorent- ina og Atalanta. Renato Buso skoraði eina mark leiksins fyrir Fiorentina en Atalanta hafði unnið fyrir leikinn með sömu markatölu. Fiorentina vann vít- akeppnina, 3-1. Teitur og Ólafur Þórðarsynir riðu ekki feitum hesti úr viður- eign Brann við ítalska liðið Sam- pdoria. Brann tapaði að vísu að- eins 1-0 í Genóvu en hafði tapað fyrri leiknum 0-2 og er því úr leik. Sama má segja um okkar ástsæla Sigfried Held en lið hans, Galat- asaray, tapaði fyrir Rauðu Stjörnunni í Belgrad, 2-0. Fyrri leikurinn fór 1-1 og því eru Held og félagar úr leik. Sovéska liðið Spartak Moskva vann Atalanta frá Italíu 2-0. Fyrri leikurinn fór 0-0 og því eru Mos- kvubúar komnir áfram. Sama má segja um Dnjeproptrovsk sem vann Linfield frá N-írlandi 1-0 og fyrri leikinn 2-1. Einnig vann Dí- namó Kíjev liðið MTK Búdapest 1-2 og því samanlagt 6-1. -þóm ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið I Kópavogi Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 2. október kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: 1. Bæjarmálin. 2. Kosning í uppstillinganefnd fyrir aðalfund. 3. Önnur mál. Stjórnin Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra Aðalfundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra verður haldinn í Vertshús- inu á Hvammstanga sunnudaginn 1. október og hefst kl. 11.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra verður gestur fundarins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn kjördæmisráðs Almennur fundur á Hvammstanga Alþýðubandalagið boðar til al- menns fundar í Vertshúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 1. október nk. kl. 16.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og Ragnar Arnalds alþingismaður hefja umræður og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Aiþýðubandalagið Ragnar Arnalds Ólafur Ragnar Félagsfundur á Sauðárkróki Alþýðubandalagið boðar til almenns fundar í Villa Nova á Sauðárkróki laugardaginn 30. september nk. kl. 16.30. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Ragnar Arnalds alþingis- maður verða á fundinum. Fundurinn er opinn öllum. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagid á Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráös Alþýðubandalagsins á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 14. október frá klukkan 9 - 20 (Valaskjálf á Egilsstöð- um. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnmálaviðhorfið. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. 3. Lagabreytingar. Fulltrúi laganefndar Alþýðubandalagsins. 4. Þróun atvinnulífs á Austurlandi. l-ramsaga: Axel Beck, Elisabet Benediktsdóttir, Finnbogi Jónsson og Ás- geir Magnússon. 5. Nefndastörf. 6. Kosningar. 7. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður dagana 7. og 8. október 1989. Fundurinn hefst á laugardag 7. október kl. 10.00 í Brydebúð við Víkurbraut, Vík í Mýrdal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Svanfríður Jónasdóttir. Stjórn kjördæmisráðs Auglýsið í Nýju Helgarblaði Eiginmaður minn, faðir og afi Ágúst Jóhannesson Faxabraut 32, Keflavík verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 28. september kl. 14. Bergljót Ingólfsdóttir Jóhannes Agústsson Hrólfur Brynjar Ágústsson Guðrún Ágústsdóttir Dúa Berg Útför Þorvaldar Jónssonar Miklubraut 64, Reykjavík fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. septemb- er kl. 16. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 29. 9. kl. 10.30. Oddný Þorvaldsdóttir Hólmar Magnússon Jón Þorvaldsson Guðný Einarsdóttir Ingibjörg Þorvaldsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnbarnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.