Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 3
Kjaramál Lækkun varð að hækkun Vörugjaldslækkun 1. septemb- er síðastliðinn uppá 9% á heimil- isbúnaði, timburvörum, innrétt- ingum raflögnum o.fl. kom fram sem hækkun á sama lið við út- reikning framfærsluvísitölu í okt- óber. Lækkunin náði einnig til aðfanga til framleiðslu. Verð- lagsstofnun fylgist með málinu. Framleiðendur og innflytjendur vilja skýra málið að hluta til með óhagstæðri gengisþróun síðustu misseri og hinsvegar að þeir hafi ekki náð fram verðlækkunum þessara vörutegunda nú vegna erfiðra markaðsaðstæðna á fyrri hluta ársins. Vörugjaldslækkunin hefur þannig gufað upp og einungis orðið til að hamla enn frekari hækkunum á þessum vörum. Menn í fjármálaráðuneytinu segja að það hljóti að hafa verið mikið hörmungatímabil í fram- leiðslugreininni og verslun með heimilisbúnað ef 9% vörugjalds- lækkun hafi ekkert að segja til lækkunar vöruverðs. Þetta komi þeim á óvart og fyrstu viðbrögð hljóti að vera þau að athuga hvort skattar á vörur hafi ekki lengur áhrif á vöruverðið. fmg Útvarpsráð Ingimar sagður vanhæfur Útvarpsráð telur Ingimar Ing- imarsson ekki hæfan til að gegna einn starfi þingfréttamanns Sjón- varpsins. Ráðið vill hafa annan fréttamann við hlið Ingimars eða fá einhvern annan til að gegna starfi Ingimars. Engu að síður verður Ingimar áfram eini þing- fréttamaður Sjónvarpsins, enda nýtur hann fyllsta trausts Boga Ágústssonar fréttastjóra. Þetta kom fram á útvarpsráðs- fundi 29. september sl. og var rætt að nýju viku síðar. Á fyrri fundinum kom fram gagnrýni á Ingimar og eindregin tilmæli til fréttastjóra um að hafa fleiri en einn þingfréttamann. Þessi til- mæli voru samþykkt af sjö með- limum útvarpsráðs og viku síðar spurðist Magnús Erlendsson fyrir um svör Boga Ágústssonar við þeim. Þegar Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins sagði Ingimar njóta fyllsta trausts síns og fréttastjóra lögðu Magnús og Rúnar Birgisson fram bókun þessu til ítrekunar og sögðu með öllu óviðunandi að Ingimar yrði einn með þingfréttir á komandi vetri. - Ingimar virðist ekki ráða við starf sitt á annatímum og hefur margsinnis klúðrað málum í skýr- ingum. Þetta er algjörlega ópólit- ískt mál, enda voru allir sjö með- limir útvarpsráðs þessu samþykk- ir. Bogi virðist ætla að hafa til- mæli okkar að engu þannig að ráðið er ekki virt viðlits, sagði Magnús Erlendsson í útvarps- ráði. - Það er prinsipp hjá mér að ræða ekki opinberlega mál starfs- manna en ég get vísað í bókun útvarpsráðs þar sem fram kemur traust mitt til Ingimars, sagði Bogi Ágústsson. - Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við útvarpsráð enda er fréttastjóri yfirmaður minn og ég ræði mínar fréttir við hann. Eg er því ósköp rólegur yfir þessu en þakka fréttastjóra auðvitað stuðninginn og er ánægður með viðbrögð hans í þessu máli, sagði Ingimar Ingi- marsson fréttamaður. -þóm Þverpólitísk átök á Alþingi Mynd: Kristinn. Alþingi íslendinga kom saman fyrir rúmri viku. Fyrsta vika þings er jafnan daufleg á yflr- borðinu. Þá er kosið í nefndir og helstu embætti þingsins og mál- efnalegur ágreiningur liggur í lág- inni. A síðasta þingi var staða ríkisstjórnarinnar í þinginu önnur en nú. Hún hafði ekki meirihluta í neðri deild en fékk stuðning Borgaraflokks og stund- um Kvennalista í einstökum mál- um og kom í gegnum þingið öllum sínum stærstu málum. Þetta „lán“ ríkisstjórnarinnar má sennilega skrifa á viljaleysi stjórnarandstöðuflokkanna til að halda út í kosningar. Enginn þeirra vildi fá dóm þjóðarinnar síðasta haust eða á síðasta vetri. Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að í honum kraumaði undir niðri, Borgarflokkurinn vegna þess að pólitískt líf hans hangir á blá- þræði og Kvennalistinn vegna þess að hann gat ekki fundið neina augljósa ástæðu til að vilja fella stjórnina. Það þing sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum í flestu ólíkt síðasta þingi. Með ríkis- stjórn sem hefur öruggan meiri- hluta, getur stjórnarandstaðan leyft sér miklu harðari stjórnar- andstöðu, þar sem afleiðingar þeirrar hörku þurfa ekki að ieiða til kosninga, sem aftur kemur sér síðan vel með hliðsjón að því að sveitarstjórnarkosningar eru í nánd. Sjálfstæðisflokkurinn var til að mynda ekki í stjórnarand- stöðu nema að nafninu til á síð- asta þingi. Þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins kom ekki fram sem neinn valmögu- leiki við ríkisstjórnina, hann lagði sárafá mál fram á þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn var meira eins og hópur bók- menntagagnrýnenda, sem kvaddi sér hljóðs í þingsölum þegar frumvörp og ályktanir voru lögð fram og hrópuðu þessa pappíra niður sem hinar verstu „bók- menntir". Alþingi og sveitar- stjornarkosningar Nú geta þessir „bók- menntagagnrýnendur" leyft sér að Ieggja fram eigin „bækur“ um allt milli himins og jarðar. Þing- menn virðast almennt á þeirri skoðun að sveitarstjórnarkosn- ingar að vori muni hafa áhrif á störf Alþingis. Þeir eru þó ekki sammála um hver þau áhrif verði. Guðmundur Ágústsson, þing- flokksformaður Borgaraflokks, segist ekki í vafa um að sveitar- stjórnarkosningarnar muni hafa áhrif á málflutning þingmanna. Hann sagðist telja að þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu „spila frítt spil“ inni á Alþingi í áróðursskyni fyrir borgarstjórn- arkosningar og önnur kjördæmi myndu einnig hafa áhrif þar á. Hjörleifur Guttormsson, starf- andi þingflokksformaður AI- þýðubandalags, tekur í svipaðan streng og telur að Sjálfstæðis- flokkurinn muni sækja fastar að ríkisstjórninni, með landsfund að baki, en hann gerði í fyrra. Hjör- leifur sagðist þó mótfallinn því að þinghald yrði stytt eins og ætti að gera, vegna sveitarstjórnarkosn- inga. Halldór Blöndal, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, telur aftur á móti að sveitarstjórnarkosningar muni fyrst og fremst hafa áhrif á stjórn- arsinna. Þeir verði órólegri en ella vegna þeirra. Mikill þrýsting- ur yrði frá sveitarstjórnar- mönnum, sem ekki teldu aðstæð- ur til sveitarstjórnarkosninga góðar nú, vegna ömurlegrar stöðu ríkisstjórnarinnar. Miklar líkur væru á, og nánast víst, að óvinsældir ríkisstjórnarinnar kæmu fram í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Halldór sagði að reikna mætti með mikilli ókyrrð á vinnumarkaði eftir áramótin. Al- mennt launafólk myndi ekki sætta sig við að verðbólga héldi áfram, ríkisstjórnin héldi áfram að þyngja skatta á sama tíma og launahækkunum væri haldið í lágmarki á tímum minnkandi at- vinnuöryggis. Þingflokksformaður Kvenna- listans, Kristín Einarsdóttir, taldi að sveitarstjórnarkosningarnar hefðu ekki áhrif á störf þingsins. Sveitarstjórnir væru óháðar þing- inu og hún vonaði að kosningar til þeirra hefðu ekki áhrif á störf í BRENNIDEPLI „Þó hefég þá trú að það muni ekki ganga eins vel hjá ríkis- stjórninni að ná sam- an í öllum málum nú °g ífyrra, til að mynda ísambandi við fjárlagafrumvarp- ið og tekjuöflunar- frumvörp sem tengj- ast því, “ sagði Kristín Einarsdóttir þingsins. Hún teldi mjög miður ef svo yrði. Þverpólitískar línur En hvað kemur til með að ein- kenna þetta þing, að mati þessara odddvita þingflokkanna? „Ég held að þetta þing eigi eftir að taka á mjög umdeildum málum, sem geta einnig orðið mjög um- deild í röðum stjórnarsinna og að stjórnin þurfi þá að taka mið af því,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son. Ekki væri víst hvernig þessi mál kæmu fyrir þingið. Hér vísaði Hjörleifur til stóriðjumálanna sem iðnaðarráðherra hefði látið í veðri vaka að kæmu fyrir þingið. Ef þau mál kæmu í því formi sem unnið hefði verið að, hlytu þau að verða mjög umdeild í þinginu. Sama gilti um málefni Evrópu- bandalagsins (EB) og samskipti við það, að sögn Hjörleifs. Þar væru stórmál á ferðinni sem hlytu að verða mikið rædd í þinginu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði það umfram aðra þing- flokka að hafa samþykkt ályktun í þessum efnum og sú ályktun yrði þingmönnum flokksins gott veganesti í umræðunni um EB. Málið snerist fyrst og fremst um það hvort menn teldu ráðlegt að fara í formlegar samningaviðræð- ur við EB í samfloti með öðrum EFTA-ríkjum. Það væri þýðing- armikið að utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefði lýst því yfir að hann hann myndi leggja málið formlega fyrir Al- þingi og óska eftir formlegri af- stöðu þess, um hvort gengið skuli til viðræðna eða ekki Fyrir áramótin mun umræðan á Álþingi aðallega snúast um tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar, að mati Guð- mundar Ágústssonar, svo og breytingar á virðisaukaskatti og stofnun umhverfismálaráðuneyt- is. Hann taldi einnig að mál sem kæmu fyrir þingið um og upp úr áramótum, um uppstokkun stjórnarráðsins og endurskoðun útvarpslaga, myndu verða hita- mál og þar myndu menn hafa ól- íkar skoðanir innan stjórnarands- töðu og stjórnar en ekki bara á milli stjórnar og stjórnarands- töðu. „Það verða auðvitað mikil átök í sambandi við skattamál og at- vinnumál, það er augljóst. Ég get ekki séð hvernig ríkisstjórnin kemst fram úr því, í henni eru menn ósammála í grundvallarat- riðum í öllum þessum málum, hvort sem horft er til skattamál- anna, sjávarútvegsmála og atvinnumála yfirleitt og jafnvel til viðskiptamála,“ sagði Halldór Blöndal. Hann sagði sterkari stöðu ríkisstjórnarinnar í þinginu ekki breyta því góða samstarfi sem hefði verið á milli Sjálfstæð- isflokksins og Kvennalistans á Alþingi. Þessir tveir flokkar væru auðvitað ekki sammála í öllum atriðum og greindi víða á, en hann sæi ekki af hverju samvinn- an ætti ekki að geta orðið góð áfram. Sjálfstæðisflokkurinn mun að sögn Halldórs leggja áherslu á að berjast gegn skattahækkunum. Flokkurinn vildi lækka skatta. Hann nefndi einnig málefni EB, samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna og stóriðjumálin sem mál sem flokkurinn myndi leggja mikla áherslu á. Þá taldi Halldór til stjórnun fiskveiða, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði umfram ríkisstjórnina að hafa myndað af- stöðu til. Ráðherrar berja þingmenn til hlýðni Telur nýbakaður þingflokks- formaður Kvennalistans að yfir- standandi þing verði frábrugðið síðasta þingi? „Já, ég reikna nú með því. Síð- ustu tvö þing sem ég hef setið hafa verið mjög ólík og ég reikna með því að þetta verði það einn- ig, þótt fyrstu dagarnir bendi kannski ekki til þess,“ sagði Kristín. Hún héldi að það hlyti að hafa einhver áhrif á stöðu ríkis- stjórnarinnar að hún hefði nú meirihluta í báðum deildum. „Þó hef ég þá trú að það muni ekki ganga eins vel hjá ríkisstjórninni að ná saman í öllum málum nú og f fyrra, til að mynda í sambandi við fjárlagafrumvarpið og tekju- öflunarfrumvörp sem tengjast því,“ sagði Kristín. Ríkisstjórn- inni hefði ekki gengið sérlega illa að koma sínum málum fram á síð- asta þingi. Hefði fengið stuðning Borgaraflokks þótt hann væri utan stjórnar og stjórnarandstað- an hefði í ýmsum málum tekið málefnalega afstöðu og sjálfsagt myndi það gerast áfram, án þess að hún væri að fella einhverja dóma í þeim efnum. Kristín sagði að sér hefði þótt einkennilegt hvað ríkisstjórnin kæmi seint fram með sín mál og hvað ráðherrar virtust vera valdamiklir innan sinna flokka: Þeir virtust geta barið aðra þing- menn í flokkunum til hlýðni þannig að mál sem í raun hefðu ekki meirihluta í þinginu fengju meirihlutastuðning þegar kæmi til afgreiðslu þeirra í deildum. Þetta gerði það að verkum að ríkisstjórnin hefði ótrúlega mikil völd. Að sögn Kristínar verður engin breyting á vinnubrögðum Kvennalistans. Hann hefði ekki haft nána málefnalega samstöðu með neinum einum flokki hingað til. Kvennalistinn myndi reyna að vinna málefnalega eins og áður. Það væri hins vegar erfitt að treysta ríkisstjórninni til nokk- urra verka og það myndi sjálfsagt hafa einhver áhrif á afstöðu Kvennalistans í einstökum mál- um. Það má ljóst vera af ummælum þessara fulltrúa einstakra flokka á Alþingi, að töluvert getur gengið á í sölum Alþingis í vetur. Nokkur viðamikil mál munu koma til kasta þingsins, mál sem munu jafnvel ganga þvert á flokkspólitískar línur. Þá er einn- ig ljóst að einstakir flokkar munu heyja vinsældastríð í þingsölum, undir miklum þrýstingi frá sveitarstjórnarmönnum um allt land. 112. löggjafaþingið gæti því orðið eftirminnilegt þing. -hmp Mlðvikudagur 18. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.