Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Að hryggjast eða gleðjast Jón Gauti Jónsson skrifar Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið að greina frá niðurstöðum nefndar sem forsætisráðherra setti á laggirnar sl. vetur til að gera tillögur um kynningu á ís- landi erlendis. í stuttu máli virð- ist niðurstaðan vera sú, að stefnt skuli að því að gera ísland að for- ystulandi á ýmsum sviðum al- þjóðlegs samstarfs. Vissulega er tilefni til að fagna því, að til eru þeir, sem hugsa hátt og ekki skal gert lítið úr starfi nefndarinnar. Ein er þó sú hugmynd, sem varð þess valdandi, að undirrit- aður vissi í raun ekki hvort ætti að hryggjast eða gleðjast. Þetta er sú hugmynd, að við íslendingar skipum okkur í framvarðasveit í umhverfismálum í heiminum, og að ísland verði miðstöð umræðu og samstafs á því sviði. Vissulega væri óskandi að þetta gæti orðið að veruleika, en þarf ekki að huga að ýmsu áður en við getum farið að bjóða okk- ur fram til þessa mikilvæga hlut- verks? Er ekki nauðsynlegt, og raunar forsenda þess, að við sjálf- ir séum í fararbroddi á sviði umhverfismála? Er staða okkar sú í dag? Meginþorri íslendinga hefur reyndar lengi staðið í þeirri trú, að við lifum hér í óspilltasta og lítt mengaðasta landi í heiminum. En er þetta tilfellið? Er stað- reyndin kannski sú, ef grannt er skoðað, að við íslendingar höfum spillt og mengað umhverfi okkar meira en nokkur þjóð, sé miðað við höfðatölu eins og okkur er svo gjarnt að gera? Ef það er reyndin, getum við þá með reisn boðið ísland fram sem þunga- miðju umhverfismálaumræðu? Það er hugsanlega möguleiki, en þá verðum við að gera það með því hugarfari að ísland verði kynnt sem dæmi um það hvernig ekki eigi að standa að hlutunum. En er ástandið svona dökkt eins og hér er látið í veðri vaka? Lítum á nokkur dæmi. Mengun lofts Staðreynd mun vera, að engin verksmiðja hér á landi, hvort sem hún tengist fiskvinnslu eða iðn- hreinsibúnað á öll samgöngu- tæki. Mengun lagar Enn þann dag í dag lifir þorri íslendinga, að því er virðist, í þeirri trú, að lengi taki sjórinn við og er þá sama hvort er átt við sorp eða skolp frá hýbýlum og verk- undanhaldi. Reyndar hefur lög- gjafinn reynt að klóra í bakkann með því að veita nokkru fjár- magni til uppgræðslu síðustu ára- tugi, en enn munum við eiga tals- vert í land með að hafa snúið vörn í sókn. Hvort sem alla þessa gróður- eyðingu má tengja manninum Höfum við íslendingar spillt og mengað um- hverfi okkar meira en nokkur önnurþjóð, sé miðað við höfðatölu? Og getum við þá boðið íslandfram með reisn sem þungamiðju umhverfismálaumræðu? aði, sendir frá sér fullkomlega hreinsað loft. Nokkrar verk- smiðjur, þ.á m. Álverið ogjárn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga, hreinsa nokkur þeirra efna sem þær senda frá sér í loftkenndu ástandi. Yfir heildina litið sleppum við hins vegar út í andrúmsloftið mjög miklu magni af lofttegundum árlega, sem menga umhverfið á einn eða ann- an hátt. Það sem bjargar okkur hins vegar er hve hér er vinda- samt. Slíkt er hins vegar engin afsökum þegar á reynir. Hvað varðar mengun frá um- ferð, þá erum við þar, að sögn fróðra manna, Iangt að baki nágrannaþjóðum okkar, þó svo að við höfum á síðustu árum reynt að sýna ögn tilburði til að draga úr mengun frá bflum með því að flytja inn blýlaust bensín. Á meðan við látum þetta nægja hafa fjölmargar þjóðir sett eða eru að setja lög um sérstakan smiðjum. Reyndar eru nú uppi tilburðir í þá átt á höfuðborgar- svæðinu að sleppa ekki í sjóinn því algrófasta. Þetta látum við okkur nægja meðan nágranna- þjóðir okkar hreinsa að megin- hluta til það affall sem frá þeim fer. Mengun láðs Og hver er þá staða okkar á láði? Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur reiknaði það eitt sinn út, að ef kenna mætti lands- mönnum, beint eða óbeint, um alla gróðureyðinguna, þá hefði hver einasti Islendingur, sem hér hefði alið aldur sinn allt frá land- námi og til þessa dags, eyðilagt einn fermetra af gróðurlendi á dag, alla daga lífs síns. Þetta þýð- ir að sjötugur fslendingur hefur eytt rúmlega 25.000 fermetrum af gróðurlendi. En það sem er þó sárgrætilegast er sú staðreynd, aö enn er gróður og jarðvegur á eða ekki, þá er það staðreynd að líklega hefur gróðureyðing hvergi verið meiri í heiminum síðustu aldir en hér á landi nema ef vera kynni í Afríku sunnan Sa- hara eyðimerkurinnar. Hvað varðar sorpeyðingu, þá er ástandið lítið betra þar. Meðan nágrannaþjóðir okkar eru að leggja niður einnota umbúðir vegna þeirrar mengunar sem þær hafa í för með sér, erum við að innleiða þær. Meðan nágranna- þjóðir okkar eru að taka upp flokkun sorps og endurvinnslu í stórum stíl, ætlum við að láta nægja að pakka sorpinu saman til urðunar. Það er þó reyndar undantekningartilfelli, því enn í dag látum við nægja að urða og brenna sorp og í flestum tilvikum án þess að huga að því hvort það geti seinna meira mengað út frá sér. Þá er það staðreynd, að fáar þjóðir hafa tekið á almennri um- gengni af slíkum vanmætti sem við íslendingar. Meðan fólk í London getur átt það á hættu að þurfa að borga allt að 10.000 kr. fyrir að henda frá sér vindlingi á götu, sektum við ferðamenn um heilar 3.500 kr. fyrir að brjóta lög og reglur og valda stórspjöllum á landi með gáleysislegum akstri sbr. tilvikið á Kili í vor sem leið. Þetta var þó reyndar undantekn- ing, því yfirleitt látum við nægja góðlátlega áminningu fyrir slæma umgengni og spjöll á landi. Þessu til viðbótar má bæta því við að á undanförnum árum höf- um við þurft að horfa upp á fal- legar gróðurvinjar á hálendinu breytast í svað án þess að gera nokkuð til varnar. Löggjafinn hefur ekki treyst sér til að fram- fylgja lögum og reglugerðum eða verið tilbúinn til að veita fjár- magni til að koma í veg fyrir slík spjöll, og allt sem heitir fræðsla um umhverfismál er í molum. f huga undirritaðs er því niður- staðan sú, að ef við gætum reiknað út mengun eða spjöll per íbúa landsins þá yrði sú tala nokkuð há og hærri en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okk- ar. Það sem hefur bjargað okkur hins vegar fyrir horn er sú stað- reynd, að við lifum hér fá í tiltölu- lega stóru landi. Það getum við hins vegar ekki gefið sem afsök- un, ef við ætlum að bjóða okkur fram sem forystuþjóð á sviði um- hverfismála. Þá þarf svo sannar- lega að taka til hendinni. Von- andi erum við tilbúin til þess, en við megum ekki gleyma því, að það kostar fjármuni, og hingað til höfum við ekki verið ginkeypt fyrir því að verja fjármunum til hluta, sem ekki gefa, helst fyrir- fram, af sér einhvern arð. Jón Gauti Jónsson er landfræðingur 1100-1200 öryrkjar af völdum geðsjúkdóma um, oft verulegum erfiðleikum innan fjölskyldu þeirra sem veikir eru. Erfiðleikar þessir eru sjaldnast bornir á torg. Það kemur mörgum á óvart að stærsti hópur þeirra, sem eru á Tómas Zoéga skrifar ismál. Aðbúnaður á geðdeildum er með því besta sem þekkist og skipulag er um margt til fyrir- myndar. Legutímiá sjúkrahúsum hefur styst mikið og stefnan er að gera einstaklingana sjálfstæða og hann getur ekki búið einn. Hér koma sambýli inn sem álitlegur kostur. í sambýli af þessu tagi búa saman nokkrir einstaklingar um lengri eða skemmri tíma. Hver hefur sitt herbergi, en stofa Stœrsti hópur þeirra sem eru áfullri örorku eru það vegna meiri háttar geðsjúkdóma og afleiðinga þeirra Kiwanishreyfingin á íslandi stendur fyrir fjársöfnun laugar- daginn 21. október næstkomandi undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum”. Kiwanismenn munu um þá helgi bjóða K- lykilinn til sölu á hverju heimili í landinu. Allir eru hvattir til að taka vel á móti þeim og láta eitthvað af hendi rakna, en söfnunarfénu mun m.a. verða varið til uppbyggingar á sambýl- um fyrir þá, sem eru að ná sér eftir að hafa veikst af alvarlegum geðsjúkdómi. í umræðum um málefni líðandi stundar gleymist oft, að hluti samborgaranna á við langvarandi veikindi að stríða. Virk endur- hæfing verður oft til þess að ein- staklingurinn nær sér að verulegu leyti, eða að fullu og öllu, og get- ur horfið aftur til sinna fyrri starfa. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði á síðustu árum og áratugum eru orsakir margra sjúkdóma enn óþekktar. Alvar- legir geðsjúkdómar eru þar engin undantekning. Tíðni þeirra hefur að vísu ekki breyst á síðari tím- um, en framfarir í meðferð og greiningu hafa bætt horfur ein- staklinga með alvarleg geðræn vandamál til mikilla muna. Al- varlegir geðsjúkdómar valda, auk þjáninga hjá einstaklingn- fullri örorku, eru það vegna meiri háttar geðsjúkdóma og afleið- inga þeirra. Hér er um að ræða fullan fjórðung þeirra sem eru ' metnir með 75% örorku eða þar yfir, eða á milli 1100-1200 ein- staklingar. í þjóðfélagsum- ræðunni er þetta þó ekki áber- andi þrýstihópur. Þess vegna er skylda annarra einstaklinga mikil. íslendingar hafa verið í farar- broddi hvað varðar geðheilbrigð- virka í samfélaginu. Enn þarf þó að bæta endurhæfingaraðstöðu, fjölga vernduðum vinnustöðum og auka tengsl þeirra við atvinnu- lífið. Allt er þetta þó til einskis ef einstaklingurinn hefur engan stað til að búa á utan stofnunar. Fjölskyldan er oft ekki í stakk búin til að hýsa viðkomandi, enda er eðlilegt að einstakling- urinn vilji vera sem sjálfstæðast- ur. Veikindin valda því oft að og eldhús eru sameiginleg. Utan- aðkomandi stuðningur er mis- mikill eftir þörfum einstakling- anna, íbúarnir borga sjálfir húsa- leigu og uppihald, en viðkomandi sveitarfélag greiðir heimilishjálp og faglegur stuðningur kemur frá geðdeildum sjúkrahúsanna. Af framsýni söfnuðu Kiwanis- félagar fyrst fé árið 1974 er lagt var í Bergiðju þar sem fram fer starfsþjálfun á Kleppsspítala. Bergiðjan hefur hjálpað mörgum einstaklingum að stíga sín fyrstu skref út í lífið á ný eftir erfið veikindi. Kiwanismenn hafa haldið áfram að styðja hin ýmsu mál til stuðnings geðveikum. Átak Kiwanismanna nú beinist að því að safna peningum fyrir sambýli fyrir þá sem eru að ná sér eftir veikindi af geðrænum toga. Hinn almenni stuðningur Kiwan- ishreyfingarinnar við málefni geðsjúkra er mjög mikilvægur. Um leið og fólk gefur til söfnun- arinnar, er ekki síður mikilvægt að fólk velti því fyrir sér, á hvern hátt það getur orðið að liði þeim er hafa verið veikir af geðsjúk- dómi. Þetta á bæði við um þá sem vinna opinber störf og þá sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Vaxandi stuðningur við þessa einstaklinga og skilningur á vand- amálum þeirra er ánægjulegur og auðveldar þeim að verða virkir þjóðfélagsþegnar á ný. Stuðning- ur við þá sem ekki ná sér að fullu er einnig mikilvægur, þannig að þeir geti lifað sem eðlilegustu lífi utan stofnana. Sambýlin eru einn mikilvæg- asti hlekkurinn í langri keðju endurhæfingar og eru allir lands- menn hvattir til að taka vel á móti Kiwanismönnum er þeir berja að dyrum með K-lykilinn á næstu dögum. Tómas Zoega er geðlæknir Miðvikudagur 18. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.