Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 7
MENNING
Leikhús
Grímuleikur í Lindarbæ
Farsisem ristirdýpraenþeirhefðbundnu. Nemendaleikhúsið frumsýnir Grímuleik eftir Caragiale
Nemendaleikhúsiö frumsýnir
annaö kvöld leikritið Grímuleik
eftir rúmenska leikskáldiö lon
Luca Caragiale (1852-1912).
Caragiale var leikhússtjóri og
leikstjóri og auk þess einn virtasti
rithöfundur Rúmena. Hann var
frumkvöðull þeirra í nútímaleikrit-
un og talinn andlegur faöir ým-
issa „absúrd" höfunda, meðal
annarra lonescos, en hann var
rúmenskur aö uppruna sem
kunnugt er. Grímuieikur er meðal
þekktustu verka Caragiales og
var fyrst sýndur í apríl 1885.
Leikstjóri Grímuleiks, Alexa
Visarion, er rúmenskur eins og
leikskáldið og starfar sem leik-
stjóri bæði í leikhúsi og við kvik-
myndir. Auk þess að vera fast-
ráðinn leikstjóri við Giulesti
leikhúsið í Búkarest og prófessor
við kvikmynda- og leikstjórnar-
stofnunina þar í borg hefur hann
komið vfða við í leikhúsheimin-
um og er margverðlaunaður bæði
heima fyrir og erlendis.
- Leikritið er hugmynd Alexa,
segja Baltasar, Ingvar og Hilmar,
þrír af fjórða árs nemendum
Leiklistarskólans. - Caragiale er
mjög mikilvægur höfundur í hans
augum og í miklu uppáhaldi hjá
honum. Forsaga þess að hann var
ráðinn til Nemendaleikhússins er
að tveir af kennurum Leiklistar-
skólans, sem voru á ferð í Sví-
þjóð, höfðu tækifæri til að kynn-
ast hans vinnu, en hann var þá að
setja upp í Malmö. Þeir fengu
mikinn áhuga á honum og það
varð til þess að við fórum að
kynna okkur hans störf og feng-
um áhuga á að fá hann hingað.
- Alexa hefur annað viðhorf til
leikhúss en við höfum vanist.
Fyrir honum er listin lífið og
Nafn leikritsins vísar bæði til grímudansleiks og þess að persónurnar eru allar með grímu. Mynd - Jim
Smart.
þeirri afstöðu hefur hann miðlað
til okkar. Það hefur ekki verið
mikið um greiningu á því sem við
erum að fara að gera, hann er
lítið fyrir umræður heldur vill
hann að okkar vinna sé verkleg
og fari fram á leiksviðinu. Það
sem gerist á sviðinu skiptir mun
meira máli en greining eða út-
skýringar. Allt er sett í botn á
hverri æfingu, við gefum allt sem
við getum og vinnum hvern dag
eins og hann væri okkar síðasti.
- Grímuleikurerfarsi, en ristir
dýpra en hefðbundnir farsar.
Hann er misskilningsleikrit,
byggir á mannlegri vitleysu, en
rætur hans liggja í rúmenskum
raunveruleika. Leikurinn gerist á
sólarhring, og byrjar og endar á
rakarastofu í fátækrahverfi.
Rakarameistarinn heldur við
tvær konur, sem báðar eru trúlof-
aðar. Kokkálarnir fara að leita
sökudólgsins og rekja slóð hans á
rakarastofuna þar sem ein alls-
herjar langavitleysa upphefst,
misskilningur á misskilning ofan.
Inn í framhjáhaldsmálið dregst
svo fólkið í hverfinu eða þeir sem
erindi eiga á rakarastofuna.
- Nafn leikritsins, Grímu-
leikur, vísar bæði til grímudans-
leiks, sem persónurnar eru á um
kvöldið, þar sem hringavitleysan
nær hámarki en ekki síður til þess
að persónurnar eru allar með
grímu. Þetta eru persónur sem
lifa í tilgangslausum raunveru-
leika þar sem allir þykjast vera
eitthvað annað en þeir eru.
- Þetta er allt ástríkt fólk og
tilfinningaríkt, hefur sterkar
langanir en lifir þó stöðugt í
blekkingu. Hjá því ríkir stöðug
tilfinningaleg hástemmning og
hættuástand, þetta er fólk sem
upplifir ástina og tilfinningar
sínar upp á líf og dauða svo eng-
inn er óhultur og gæti raunar
hlotist stórslys af. Samt er eins og
þetta gæti allt verið að gerast í
100. skipti. Öll þessi ásókn í hætt-
una, að vilja vera á vettvangi
glæpsins og kvalarinnar af ótta
við að missa af einhverju og stöð-
ug eftirsókn í sama tilgangsleysið
í von um að kannski verði það
öðruvísi í þetta sinn, þetta gæti
gerst hvar sem er og hvenær sem
er. Þetta er í rauninni ekkert frá-
brugðið helgi í Reykjavík þar
sem fólk kastar sér út í sömu eftir-
sókn eftir vindi aftur og aftur í
von um að það verði kannski
öðruvísi í þetta eina sinn.
Leikendur í Grímuleik eru
Baltasar Kormákur, Björn Ingi
Hilmarsson, Edda Arnljótsdótt-
ir, Eggert Arnar Kaaber, Erling
Jóhannesson, Harpa Amardótt-
ir, Hilmar Jónsson, Ingvar Egg-
ert Sigurðsson og Katarína
Nolsö, sem öll eru nemendur á
fjórða ári Leiklistarskólans.
Þriðja árs nemendur leika fólk á
grímuballinu auk þess sem þeir
sjá um tæknivinnu og sýningar-
stjórn. Hlín Gunnarsdóttir gerir
leikmynd og búninga og aðstoð-
arleikstjóri er Ásdís Skúladóttir.
LG
Sinfónían
Norræna húsið
Ljósmyndir, olíukrít og vatnslitir
Finnskir gestir
Einleikari og hljómsveitarstjóri frá Finnlandi
gestir hljómsveitarinnar á tónleikum annað
kvöld
Finnsku útvarps-
Öðruvísi fjölskyldumyndir
heitir sýning sem sett hefur verið
upp í anddyri Norræna hússins. Á
sýningunni eru myndir eftir fjóra
ljósmyndara, þau Tone Arstila
frá Finnlandi, Jim Bengtson frá
Noregi, Frank Watson frá Sví-
þjóð og Nönnu Bisp Buchert frá
Danmörku. Setja þau hefð-
bundnar fjölskyldumyndir fram á
annan máta en venjan er og nálg-
ast hver ljósmyndari myndefni
sitt frá ólíku sjónarhorni.
Sigurborg
sýnir í
Ásmundarsal
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir
akrýlmyndir á striga og pappír í
Ásmundarsal við Freyjugötu.
Sigurborg er fædd 1959 og ný-
flutt til íslands eftir margra ára
dvöl í Danmörku. Hún stundaði
nám hjá H.Cr. Höjer listmálara í
Kaupmannahöfn og við Skolen
for Brugskunst í sömu borg og
lauk prófi frá teikni- og grafík-
deild skólans vorið 1987.
Sýningin er farandsýning sem
kemur frá Ljósmyndasafninu í
Óðinsvéum. Er Norræna húsið
fyrsti viðkomustaður Öðruvísi
fjölskylduljósmynda en héðan
fer sýningin til Waino Aaltonin
safnsins í Finnlandi.
Björg Þorsteinsdóttir sýnir nú
olíukrítar- og vatnslitamyndir í
kjallara Norræna hússins. Sýn-
ingin er þrettánda einkasýning
Bjargar og eru á henni 50 verk
unnin á síðastliðnu og þessu ári.
Björg Þorsteinsdóttir sýnir
olíukrítar- og vatnslitamyndir í
kjallara Norræna hússins.
Sagnaþulurinn eftir Sibelius,
fiðlukonsert eftir Alban Berg og
Sinfónía nr. 3 eftir Brahms eru á
efnisskrá tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar (slands í Háskólabíói ann-
að kvöld. Gestir hljómsveitarinn-
ar verða finnsku hjónin Hannele
Segerstam fiðluleikari og Leif
Segerstam hljómsveitarstjóri.
Hanneie stundaði nám við
Sibeliusar akademíuna, við Tón-
listarháskólann í París og Juillard
skólann í New York, en þaðan
útskrifaðist hún árið 1965. Hún
vann fyrstu verðlaun í Kuopio
fiðlukeppninni og Harriet Cohen
verðlaunin 1967. f rúm 20 ár hef-
ur hún leikið einleik á fiðlu í flest-
um löndum Evrópu og Ástralíu
og er auk þess annar kons-
ertmeistari
hljómsveitarinnar og fyrsti fiðlu-
leikari í Kammersveit Helsinki.
Leif stundaði nám í fiðluleik og
tónsmíðum við Sibeliusar aka-
demíuna og fiðluleik og hljóm-
sveitarstjórn við Juillard og lauk
þaðan prófi 1965. Hann hefur
verið fastráðinn hljómsveitar-
stjóri hjá nokkrum hljómsveitum
í Evrópu í nær aldarfjórðung og
hefur auk þess stjórnað hljóm-
sveitum í Bandaríkjunum, Sovét-
ríkjunum og Ástralíu. Hann er
núna aðalhljómsveitarstjóri
Dönsku útvarpshljómsveitarinn-
ar. Leif hefur skrifað fjölda tón-
verka, þar á meðal 12 sinfóníur
og 26 strengjakvartetta. Hann
stjórnaði Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í desember 1982.
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir
akrýlmyndir á striga og pappír í
Ásmundarsal.
Þingvallamyndir Ásgríms
Sýning á myndum Ásgríms Jónssonar frá Þingvöllum hefur verið
opnuð í Safni Ásgríms við Bergstaðastræti. Á sýningunni eru 25 verk,
aðallega vatnslitamyndir og eru nær öll verkin úr listaverkagjöf Ás-
gríms, sem nú er sameinuð Listasafni íslands.
Blýantsteikningar í bókasafni
Sýning á blýantsteikningum og málverkum Rafns Stefánssonar
stendur nú yfir í Bókasafni Kópavogs. Rafn er vélvirki og hefur tekið
þátt í myndlistarklúbbi Hana-nú í Kópavogi. Myndirnar á sýningunni
jru unnar á árunum 1952 - 1985.
I
HJA
Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans
hinn 2. nóvember næstkomandi.
Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið
á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum.
Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá
klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga.
Alþýðubankinn hf
Miðvikudagur 18. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7