Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR íslenska þjóðin er illa upplýst, siðspillt og vanþróuð Hvað ertu að gera núna Bríet? Ég er að leika í Gríniðjunni og jafnframt eru að hefjast æfingar á Heimili Vernhörðu Alba sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu um jólin. Ég verð þar í yndislegu hlutverki vinnukonunnar. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Það hef ég ekki hugmynd um, er bara búin að steingleyma því. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Les helst og góni á sjónvarpið. Nú, og hitti fólk sem mér finnst gaman að umgangast. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Það er smásagnasafn eftir Elsu Morante. Eg skil að vísu ekki nema svona 15.-20. hvert orð af því sem ég les, en ég ætla ekki að gefast upp á því að læra ítölsku þó hægt gangi. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Hvað sem er, til dæmis Elsu Morante. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Það er Lísa í Undralandi. Það er sú bók sem hefur fylgt mér til fullorðinsára. Ég man ennþá heilar glefsur úr gömlu íslensku þýðingunni. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Guðspjallanna og sennilega þó einna helst fjallræðunnar. Var höfundur Njálu kvenkyns eða karlkyns? Hann var örugglega karlkyns. Það sést á viðhorfum hans til kvenna og á því hvernig hann lýs- ir konum. Ég er jafnsannfærðum þetta og það að höfundar Lax- dælu og Völuspár voru konur. Höfundur Völuspár tekur líka á sig hlutverk spákonunnar og talar um sig sem konu. Hvað sástu síðast í leikhúsi? Brúðkaup Fígarós og skemmti mér prýðilega. Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? Ég vil ekki missa af neinu og tek mér törn og sé þetta allt sam- an. En á hvíta tjaldinu? Nú síðast sá ég pólsku verðlaunamyndina: Stutt mynd um dráp, og er enn ekki búin að jafna mig. Svo eru fleiri myndir á hátíðinni sem ég vil endilega sjá, t.d. þá ítölsku: Fjölskylduna. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Já, ég fylgist með heimilda- þáttunum um aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir eru al- veg frábærir og vekja upp ýmsar merkilegar spurningar. f útvarpi er þátturinn Samhljómur í uppá- haldi hjá mér og ég hlusta oftast á hann. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Nei, en ég hef þó aldrei farið lengra til hægri en að kjósa Alþýðubandalagið. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? Fæst orð bera minnsta ábyrgð. En ætli þeir séu ekki að reyna greyin. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Það hugsa ég. Viltu nafngreina þá? Desmond Tutu. Það þarf hug- rekki til að lifa lífi hans. Hann gæti verið drepinn hvenær sem er. Er landið okkar varið land eða hernumið? Það er hernumið. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Letina. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Stundvísi mína. Ég er afskap- lega stundvís. Hvað borðarðu aldrei? Ég er alæta. Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? í lest. Mér finnst það alveg sér- staklega gaman. Hvert langar þig helst til að ferðast? Til Ítalíu. Ég var þar í sumar og mig langar aftur. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Þeir eru margir. fslenska þjóð- in er illa upplýst, siðspillt og van- þróuð. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Man nú ekki eftir neinu sér- stöku í svipinn. Jú, reyndar eru þeir afskaplega hlægilegir og það er viss kostur. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Hvergi, er sjálf 1/250.000 af þessu hyski. Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? Það er skuldlaust og þar líðst engin frjálshyggja. Er ísland á leið í átt að því? Nei. Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í því landi? Hann myndi ósjálfrátt breytast mikið ef hann kæmi út í því landi. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Bríet? Nei, ég kann engin svör við spurningum sem skipta máli. Guðrún í DAG þJÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Er þýsk sókn á vesturvígstöövun- um hafin? Frökkum tekst að hrindafyrstu árásunum. Ný loft- árás á Skotlandsstrendur. 18.október miðvikudagur. 291. dagur ársins. Lúkasmessa. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.27 - sólarlag kl. 17.58. Viðburðir EinarOlgeirsson kosinn forseti neðri deildar Alþingis árið 1956. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lytj- abúöa vikuna 13.-19. okt. er í Breiöholts Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Fyrrnef nda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til lOfrídaga). Síðarnefnda apótekið er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu tyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur ...sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarf irði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-féiagiðÁlandi 13. Opið virkadagaúá kl.8-17.Síminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, simsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500. símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspeliamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ Sala Bandaríkjadollar......... 61,31000 Sterlingspund............ 98,56500 Kanadadollar........... 51,94200 Dönsk króna............... 8,34720 Norskkróna................ 8,81900 Sænsk króna............... 9,48920 Finnsktmark............... 14,22180 Franskurfranki............ 9,59620 Belgískur franki....... 1,54810 Svissn.franki............. 37,44120 Holl.gyllini.............. 28,76310 V.-þýsktmark.............. 32.47350 Itölsklíra................ 0,04485 Austurr. sch.............. 4,61500 Portúg. escudo............ 0,38490 Spánskur peseti........... 0,51410 Japanskt yen.............. 0,43505 (rsktpund................. 86,53000 KROSSGATA Lárétt: 1 litla 4 sjálfshól 6 rölt 7 kipp 9 spil 12 Öruggt14nuddi15hlý- ju 16bátar19innyfli20 tóbak21 skera Lóðrétt:2stúlka3 þrammi 4 kássa 5 sefa 7skakkir8lifandi10 fiskur 11 garnir13af- komanda17trylli18 planta Lausn á síðustu krossgátu Lárétt:1 stór4eims6 áll7pass9dilk12kalin 14kær15núi 16æptir 19 lofa 20 láni 21 atóms Lóðrétt:2tía3rása4 eldi 5 mál 7 pækill 8 skræfa 10 innrás 11 Keilir 13 lát 17 pat 18 ilm > Miðvikudagur 18. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.