Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Barnahjálp Réttur bama ekki virtur Hafnasambandið á Sögu Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Sögu í dag og á morgun. Meðal annars verður fjallað um hafnaáætlun fyrir árin 1989-1992, þróun hafna á íslandi í byrjun nýrrar aldar, viktun sjávarafla o.fl. Áætlað er að fulltrúar verði um 80 frá flestum höfnum lands- ins. Staða þýskrar tungu í A-Þýskalandi Dr. Heike Comolle norrænu- fræðingur við háskólann í' Greifswald í Austur-Pýiskalandi heldur fyrirlestur í boði heimspekideildar í dag kl. 17.15, um stöðu þýskrar tungu í Austur- Þýskalandi með sérstöku tilliti til þess hversu mismunandi hátt málið hefur þróast í þýsku ríkjun- um tveimur. Fyrirlesturinn er á þýsku og er öllum opinn. Hagsmunamal iðnnema Helstu hagsmunamál iðnnema, m.a. kjaramál, iðnfræðslumál og félagsmál verða á dagskrá á 47. þingi Iðnnemasambands íslands sem hefst á föstudag í menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Á þinginu verður fjallað sérstaklega um breytingar á skipan iðnfræðslumála í landinu með tilkomu laga um framhalds- skóla og setningu reglugerða í kjölfar þeirra nú á næstu misser- um. Einnig verður fjallað um fyrirhugaða starfsemi Bygginga- félags námsmanna sem Bandalag íslenskra sérskólanema og Iðn- nemasambandið standa að. Þing- af því að auglýst er vanmætti lög- reglu til þess að halda uppi eðli- legu eftirliti. Bæjarstjórn krefst þess að ráðuneytið beiti sér nú þegar fyrir því að úr verði bætt áður en í algert óefni verður kom- ið með vaxandi skammdegi og versnandi veðri og færð,“ segir orðrétt í ályktun frá bæjarstjórn- inni. Listamenn í Viöey „Listamaðurinn sem lærimeistari - Listaháskóli" er yfirskrift þings sem Bandalag íslenskra lista- manna gengst fyrir í Viðey á laug- ardag, 28. október. Þingið hefst kl. 13.30 í kjölfar aðalfundar bandalagsins sem verður um morguninn. Brynja Benedikts- dóttir forseti BÍL sdetur þingið en síðan flytur Guðrún Ágústs- dóttir aðstoðamaður mennta- málaráðherra ávarp. Þá munu fulltrúar hinna ýmsu listgreina flytja stutt erindi. Síðan verða frjálsar umræður sem Einar Kárason og Sigrún Valbergs stjórna. Hestamenn á Örkinni 40. ársþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Hótel Örk í Hveragefði nú um helgina. Alls mæta 109 fulltrúar frá 44 hestamannafélögum á þingið, en í hestamannafélögum innan LH eru alls 6.494 félagar. Aðalmál þingsins verður staða hrossaræktar og hvert stefnir í þeim málum. Ráðunautarnir Ág- úst Sigurðsson, Reynir Hugason og Porkell Bjarnason hafa fram- sögu. Þingið hefst á föstudag og því lýkur á laugardag. Fræðimenn funda Margrét Eggertsdóttir mun fjalla um hugmyndir um dauðann og verk Hallgríms Péturssonar á fé- lagsfundi í Félagi íslenskra fræða í kvöld kl. 20.30 í Skólabæ. Fagvitund kennara Eru kennarar fagmenn? er yfirskrift námsstefnu sem skóla- málanefnd Hins íslenska kenna- rafélags gengst fyrir í Hafnarborg í Hafnarfirði á laugardag 28. okt- óber. Aðalfyrirlesari verður dr. Wolfgang Edelstein, en auk hans munu 4 kennarar flytja stutt er- indi um fagmennsku við kennslu ýmissa greina, þau Sigríður Hiíð- ar í stærðfræði, Hafdís Ingvars- dóttir í erlendum tungumálum, Heimir Pálsson í móðurmálinu og Herdís Oddsdóttir í tón- mennt. Flutt verða stutt tónlistar- atriði. Námsstefnan hefst kl. 9.30 um morguninn og er öllum opin, en þeir sem hyggjast taka þátt í henni eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu HÍK í síma 31117. íslenskir dagar Félag íslenskra iðnrekenda og verslanir BYKO og Byggt og Búið efna til stórátaks í sölu og kynningu á íslenskum bygginga- vörum alla næstu viku. Kjörorð vikunnar er „íslenskir dagar - veljum íslenskt". í þessu sam- starfi framleiðenda og seljenda taka þátt mörg hundruð starfs- menn í þessum greinum og verð- ur bryddað upp á mörgu óvæntu og áhugaverðu. Stofnfundur „Hjálpum börnum“. Undirtektirlofagóðu Frá landsþingi Þroskahjálpar. Landsþing Þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt 15. október sl. og sóttu fulltrúar allra 26 aðildafélaga samtakanna víðs vegar að af landinu þingið auk annarra áhugamanna um málefni fatlaðra. Þingið sóttu á annað hundrað manns. Sama dag var haldinn aðalfundur Öryrkjabandalags íslands og í tengslum við þingið og aðalfundinn gengust Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið fyrir „degi fatlaðra á ís- landi“ föstudaginn 13. október. Gerð var krafa á ríkisstjórnina að hún beiti sér þegar í stað fyrir því að gerðar verði ráðstafanir til úrbóta í húsnæðismálum fyrir þann stóra hóp fatlaðra sem býr við algerlega óviðunandi aðstæður. Á þinginu var lögð áhersla á að opna umræðu um þau efni fatlaðra sem alla jafna eru lítið í almennri umræðu. ið hefst kl. 16 á föstudag og því lýkur á sunnudag. Meðal gesta verða Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Guðrún Ágústsdótt- ir aðstoðarmaður menntamála- ráðherra og Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Varað við að auglýstur er vanmáttur lögreglu Bæjarstjórn Egilsstaða hefur mótmælt skerðingu á yfirvinnu lögreglunna í umdæminu. Er bent á það að eftirlitssvæðið er víðáttumikið og erfitt yfirferðar vegna snjóa og slæmra vega og því óraunhæft að beina sömu að- haldsaðgerðum að öllum lög- gæsluumdæmum landsins. Þá er bent á að tímar sem greiddir eru af þriðja aðila t.d. vegna gæslu við dansleiki dragast frá þeim tímum sem lögreglan má vinna yfirvinnu. „Þá varar bæjarstjórn við þeirri hættu sem getur stafað Við ætlum að sækja um aðild að „International Save the Children“ samtökunum fljótlega, sagði Sólveig Ásgrímsdóttir barn- asálfræðingur þegar Þjóðviljinn heimsótti framkvæmdastjórn ný- stofnaðra samtaka á fyrsta fund hennar í gær. Samtökin „Hjálp- um börnum“ voru stofnuð í fyrra- dag og sóttu um 120 manns stofnfund. „Þettaeru ekki samtök sem ætluð eru fagfólki í umönnun barna eingöngu, við eigum í raun systursamtök í nágrannalöndun- um sem eru mjög öflug,“ segir Sólveig. Starf þessara samtaka byggir á samþykkt Sameinuðu Þjóðanna sem Barnahjálp SÞ. vinnur eftir. Þar segir m.a. „Oll börn skulu eiga sama rétt. Þjóð- erni, kyn, húðlitur, trú, tungum- ál eða efnahagur breytir þar engu um.“ Starf samtakanna mun ekki síst beinast að því að hafa áhrif á lög- gjafann og breyta viðhorfum hans og almennings til þess réttar sem börnum á að vera tryggður. Sólveig segir að t.d. sé alltof al- gengt að í skilnaðarmálum sé rætt fram og aftur um rétt foreldra til barna, - hitt sé aftur sjaldgæfara að ganga út frá rétti barnsins til þess að eiga foreldra og um- gangast þá. „Hjálpum börnum" samtökin ætla að beita sér fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs án tillits til þess í hvaða stöðu þau eru. Almennri velferð barnanna er mjög ábótavant á ís- landi og má nefna svokallaðan lausagang eða það að börn eru oft ekki í vörslu neins stóran hluta dags, annaðhvort inni á heimilum eða úti. Barnavinafélagið Sumargjöf gerðist stuðningsaðili samtak- anna á stofnfundi og Rauði Krossinn sendi kveðju og fjár- stuðning. „Hjálpum börnum“ samtökin ætla að vinna með öðr- um samtökum að þeim verkefn- um sem uppi eru á teningnum í velferðarmálum barna hvert sinn. Af verkefnaskránni má nefna að berjast gegn ofbeldi bæði með aðstoð við fórnarlömb og við þau börn sem beita önnur börn ofbeldi. Sérhannaður barn- aspítali er á stefnuskránni þar sem aðstaða verður ekki aðeins fyrir veikt barn, heldur og fyrir fjölskyldu þess. Samtökin ætla að efna til umræðu um barnavern- darmál, ekki síst úti um land þar sem oft á tíðum er erfitt að taka á málum sökum nálægðar og ná- inna kynna fólks á minni stöðum. í öllum nágrannalöndum eru starfandi sérstakir umboðsmenn barna á vegum ríkisins. Slíku embætti ætlar hið nýstofnaða fé- lag að berjast fyrir á íslandi ásamt því að gerð verði heildaráætlun um velferð barna og sú áætlun komist í framkvæmd. fmg Fyrsti fundur framkvæmdastjórnar Hjálpum börnum í gær. Frá vinstri Sólveig Ásgrímsdóttir, Arthur Morthens, Hrefna Ólafsdóttir, Páll Ás- geirsson og Halla Þorbjörnsdóttir. Ljósmynd: Kristinn. Fundalota Annríki hjá utanríkisráðherra Mikið annríki er þessa dagana hjá Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðhcrra, en hann gegnir sem kunnugt er for- mennsku í ráðherranefnd EFTA þetta misserið. í gær fór Jón Baldvin frá Genf til Strassbourg í Frakklandi til þess að ræða við varaframkvæmdastjóra fram- kvæmdastjórnar EB, Hollending- inn Andriessen. Umræðuefnið eru niðurstöður samstarfsnefnd- ar EFTA og EB um evrópskt efna- hagssvæði aðildarríkjanna. I dag (fímmtudag) fer Jón Baldvin til Parísar til viðræðna við Roland Dumas utanríkisráðherra Fra- kka um sömu mál og fyrirhugaða heimsókn Mitterrand Frakk- landsforseta til íslands. I kvöld mun Jón Baldvin snúa aftur til Genfar, þar sem hann mun eiga kvöldfund með Franc Horvad, utanríkisviðskiptaráðherra Júg- óslavíu. Verður það síðasti fund- urinn af þrem, sem Jón Baldvin hefur átt við stjórnarerindreka frá Póllandi, Ungverjalandi og Júgóslavíu, en þessi ríki sækjast nú öll eftir auknum samskiptum við EFTA-ríkin. Á morgun, föstudag, verður svo óformlegur ráðherrafundur EFTA-ríkjanna í Genf, sem Jón Baldvin mun stýra. Þar mun af- staða EFTA-ríkjanna til skýrslu samstarfsnefndarinnar verða reifuð og um leið mun Jón Bald- vin gera grein fyrir viðræðum sín- um við Pólverja, Ungverja og Júgóslava. Á laugardag kemur Jón Baldvin til íslands til þess að sitja ríkisstjórnarfund um málin og fund með utanríkismálanefnd Alþingis. Jón Baldvin mun síðan fara til Brússel á mánudag til þess að hitta varaframkvæmdastjóra EB á ný, og á miðvikudag mun hann eiga fund í Lundúnum með John Mayer utanríkisráðherra Breta áður en hann heldur sama dag í opinbera heimsókn til Ung- verjalands. -ólg '2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.