Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Þessi grein á ekki að byrja á ræmu um hágengi íslenskra bók- mennta ásamt nýjustu tíðindum af víðkunnu sambýli bókar og þjóðar. Samt fjallar greinin um bækur, íslendinga og heimsmet. Nefnilega þá staðreynd að í safni þjóðanna skera íslendingar sig úr með því að leggja hæstan skatt á bækur, þ.e.a.s. stærstan stein í götu bókarinnar. Fjölmörg ríki skilja bókina alveg undan skatti og önnur stilla honum mjög í hóf. Að vísu hef ég bara fyrir framan mig töflu yfir þjóðir Vest- ur-Evrópu og ekki er útilokað að finna megi í S-Ameríku, Afríku eða Asíu ríkisvald sem fyrirlíti bækur ennþá meir en hið opin- bera hér. Hvernig getur staðið á þessari hróplegu mótsögn á milli orða og æðis? Annars vegar upphafning bókarinnar í hátíðaþembum og svo hversdagslágkúran: 25% söluskattur á bækur? Nú má öllum vera ljóst að bókaútgáfa á íslandi er bundin svo þröngum skilyrðum að tilvist hennar ein og sér hossar hátt í undur og furðu. Bara þetta að það skuli ekki vera nema 250 þús- und hausar móttækilegir fyrir ís- lensku í gervöllu sköpunar- verkinu. Ókunnugir telja fyrir- Bókaskattinn burt Pétur Gunnarsson skrifar tækið fyrirfram vonlaust og þurfi ekki að ræða það fremur en pálmarækt meðfram Miklu- brautinni. Það þarf að þekkja til ævagamals samspils bókmennta og þjóðar til að botna eitthvað í fyrirbærinu. Margur myndi halda að ríkis- sama tíma eru ýmsir keppinautar bókarinnar undanþegnir skatti: tímarit, blöð og kvikmyndir. Hverjir eru eiginlega á vakt? Algengt er að bækur á íslandi útgáfu, af sjálfu leiðir að menn eru tregir til að gera tilraunir með jafn dýrt efni eða taka áhættu. Hátt bókaverð er ennfremur á góðri leið með að setja upp alvar- legar hindranir í framhalds- skólum. Fréttir berast af því að námsbókakostnaður sé tekinn að „Heimsmet íslendinga í skattlagningu á bækur æpir í kafallan fagurgala ráðamanna um mikilvægi bókmenntafyrir íslenska þjóðmenningu” valdið væri vakið og sofið að hlúa að þessu undri og sýna því a.m.k. sömu alúð og eldi minka og refa eða ræktun sauðfjar. Ekki er því nú að heilsa og látum það vera. En hvernig í dauðanum víkur því við að hengdir eru á bókina skattar líkt og lúxusvarning? Og á séu þrisvar sinnum dýrari en í grannlöndunum. Afleiðingin er m.a. sú að fólk upp og ofan er steinhætt að kaupa bækur fyrir sjálft sig og eflingu andans - bók- in hefur alfarið hafnað í jóla- öskjunni. Hátt bókaverð hefur líka í för með sér einhæfni í bóka- fæla hina efnaminni frá námi. Og setur líka sjálfu náminu skorður: kennarar veigra sér við að setja bækur á námsskrá af ótta við að kostnaðurinn rjúki upp úr al- mennu velsæmi. Sjóndeildar- hringurinn skreppur saman, ver- öldin verður fátækari. Einkennilegur flötur á þessu máli kristallast í freenum af nvi- um faraldri í framhaldsskólum: nemendur þurfi að hafa skóla- töskur sínar í strangri gæslu, hættan vofi sífellt yfir að stolið sé úr töskum og pokum. Hátt bóka- verð hefur gert skólatöskuna - þessa fyrrverandi ímynd einskis- nýtisins - að eftirsóknarverðu þýfi! Alveg frá því að skattinum var komið á hefur bókafólk verið að bera sig upp undan honum og strita við að fá honum aflétt. I viðtölum við ráðamenn hefur m.a.s. örlað á skilningi - en jafn- framt uppgjöf andspænis sölu- skattsvélinni - svo erfitt að grípa inn í skattamaskínuna þegar hún er einusinni byrjuð að mala, næstum eins og að kryfja sjúkling á meðan hann er enn á lífi. Nú þegar fyrir dyrum stendur kerfisbreyting væru fáheyrð mis- tök að endurtaka vitleysuna - þeir stjórnmálamenn sem legðu nafn sitt við þá ósvinnu mundu seint rétta við í áliti bókafólks. Heimsmet Islendinga í skatt- lagningu á bækur æpir í kaf allan fagurgala ráðamanna um mikil- vægi bókmennta fyrir íslenska þjóðmenningu. Pétur Gunnarsson er rithöfundur MENNING Greiðum götu bamaima inn í bókmenntaheiminn / / Avarp Guðrúnar Agústsdóttur, aðstoðar- manns menntamálaráðherra, við upphaf barnabókaviku Virðulegi forseti íslands, aðstandendur barnabókavikunn- ar, ágætu börn og foreldrar, aðrir hlustendur. Það er oft sagt að íslendingar beri virðingu fyrir börnum sínum og vilji þeim allt hið besta. Við efumst stundum um rétt- mæti þessarar fullyrðingar, ekki síst þegar við hugsum til þess hversu mikið þau eru ein, á eigin vegum meðan við foreldrarnir vinnum langan vinnudag og við höfum ekki sýnt þeim virðingu okkar með því að tryggja þeim örugga og góða uppeldisstaði þótt allir skynji þörfina fyrir slíkt. Á sama hátt vill verða brestur á því að við sinnum þörfum þeirra til að njóta menningar og kynna þeim undraheim listarinnar. Þessi opnunarhátíð barna- bókavikunnar sem forseti íslands setti hér áðan er kærkomin til- breyting og andstandendum barnabókavikunnar til mikils sóma og sýnir börnum þá virð- ingu sem þau eiga skilið. Þegar við sem slitum barns- skónum án sjónvarps og mynd- banda kynntumst heimi bóka, þá voru aðstæður töluvert aðrar en nú. Barnabækurnar sem við höfðum aðgang að voru yfirleitt ekki myndskreyttar, og við þurft- um, og það kom nokkuð af sjálfu sér að sjá sjálf um að mynd- skreyta bækurnar í huganum. Þannig átti hver sína mynd af honum Hjalta litla og umhverfi hans svo dæmi sé nefnt. Teiknimyndir og bíómyndir voru ekki daglegir gestir á heimilum - í mesta lagi var hægt fyrir okkur þéttbýlisbörnin að sjá Roy Ro- gers og Tarsan í bíó á sunnu- dögum og til hátíðabrigða teikni- myndir Walt Disneys. Við höfðum því lítið annað en bækur og notuðum þær líka óspart. Nú er því haldið fram að bók- lestur hafi minnkað til muna hjá börnum, minni útlán á bóka- söfnum og færri bækur seljast. Það er greinilegt að aðstand- endur barnabókavikunnar vilja snúa þessari þróun við og það er vel. Markmiðið er að vekja at- hygli á bókum, hvetja börn og unglinga til bóklestrar og for- eldra til að sinna lestri barna sinna. Þessa sömu viku nær málræktarátakið 89 á vegum menntamálaráðuneytisins há- marki sínu með málræktarviku í öllum skólum landsins. Ég nefndi í upphafi mikilvægi þess að gefa börnum tækifæri á að kynnast heimi menningar og lista og hversu virðingarvert það er og merkilegt að bókaútgefendur skyldu vilja halda með þessum hætti upp á 100 ára afmæli sitt. En barnabókavikunni lýkur 28. okt. n.k. og málræktarátakinu nú á næstunni. Við þurfum að huga að framhaldinu - raunar ættu allar vikur að vera barnabókavikur alls staðar, á heimilum, í skólum og dagvistarheimilum. Margt var um börnin í Útvarpshúsinu við upphaf barnabókaviku. (Ljósm. Jim Smart) En þessi vika markar vonandi upphaf að vakningu - vakningu sem gerir börnum kleift að kom- ast inn í bókmenntaheiminn og vera í honum upp frá því. Þá höf- um við jafnframt tryggt áfram- haldandi líf bókarinnar á íslandi. Þess vegna er það dýrt spaug og hættulegt að kasta til þess hönd- um sem matreitt er fyrir börn. Þess vegna er sú skoðun sem stundum heyrist hættuleg að barnabókmenntir séu óæðri fullorðinsbókmenntum. Þess vegna þarf að styrkja barnabóka- höfunda sérstaklega, svo þeir neyðist ekki til að framleiða barnabækur á sem skemmstum tíma til að geta átt fyrir salti í grautinn sinn. Þetta hlýtur að vera skoðun þeirra sem telja að bóklestur geri meiri kröfur til barnanna og þroski þau betur, heldur en seta fyrir framan sjónvarpsskjá. Því betra sem barnaefnið sem búið er til hér í landinu er, bæði bækur og það sem boðið er upp á í ljósvakamiðlunum, því líklegri verða börnin til þess að læra að skilja kjarnann frá hisminu og horfa gagnrýnum augum á og læra að hafna ýmsu rusli sem þeim nú er boðið upp á. Menntamálaráðuneytið fagnar þessu merka framtaki og þakkar félagi íslenskra bókaútgefenda fyrir að hafa ákveðið að setja börnin í öndvegi á merkisafmæli sínu - og eins er öðrum þeim sem að þessu átaki standa þakkað. Um leið og ég flyt ykkur kveðju menntamálaráðherra lýsi ég því yfir að Sýning á bókum fyrir börn og unglinga er nú opnuð. Ný kennslubók í islendingasögu Mál og menning hefur gefið út bókina Samband við miðaldir, sem er kennslubók í íslandssögu frá landnámi til siðaskipta. Samband við miðaldir er ný- stárleg kennslubók að því leyti að henni er ætlað að sameina nám í íslenskri miðaldasögu og frumat- riðum sagnfræðilegra aðferða. Lögð er áhersla á að lesendur kynnist frumheimildum og læri að lesa úr þeim. Sú þekking ætti að nýtast þeim í ýmsum greinum öðrum en sagnfræði. Fjölmargar ljósmyndir og skýringarteikningar eru í bókinni og ábendingar um frekara lesefni fylgja hverjum þætti, auk ítar- legra skráa í bókarlok. Bókin á því erindi til allra sem unna ís- lenskri sögu, þó hún sé samin sem kennslubók. Samband við miðaldir varð til á námskeiðum í sagnfræði til kandídatsprófs við Háskóla ís- lands, þar sem sagnfræðinemar gerðu ýmsum þáttum sögunnar skil undir verkstjórn Gunnars Karlssonar prófessors. Gunnar hafði síðan umsjón með lokafrá- gangi verksins. Eftirtaldir sagn- fæðinemar sömdu bókina með Gunnari: Axel Kristinsson, Brynjar Viborg, Helgi Hannes- son, Jón Viðar Sigurðsson, Magnús Hauksson, Magnús Þorkelsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Óðinn Jónsson, Ragn- heiður Mósesdóttir og Þorleifur Óskarsson. Bókin er 266 bls. að stærð. Fimmtudagur 26. október 1989 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.