Þjóðviljinn - 08.11.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1989, Síða 3
FRETTIR Ráðhúsið Ondum fækkar Helmingifœrri andarungar komast á legg nú en á síðasta áratug. Fyllingarnar vegna ráð- húss Davíðs ein stœrsta orsökin Rúmlega helmingi færri andar- ungar komust á legg á Reykja- víkurtjörn í fyrra og í ár miðað við meðaltal áranna 1973-1981. Þá hefur öndum fækkað um 14% á þessum tveimur árum miðað við meðaltal áranna 1974-1981. Ein höfuðástæðan fyrir þessu eru uppfyllingar í Norðurtjörn vegna ráðhúss Davíðs Oddssonar. Þetta kemur fram í áfanga- skýrslu um fuglarannsóknir við Tjörnina árið 1989, sem dr. Ólafur K. Nielsen hefur unnið á vegum vinnuhóps, sem stýra skal rannsókn á lífríki Tjarnarinnar og kanna forsendur fyrir vexti þess og viðgangi. Formaður vinn- uhópsins er Ingi Ú. Magnússon. Á árunum 1973-1981 komust að meðaltali upp 219 ungar, mest 310 en minnst 144. Árið 1988 komust upp 62 andarungar en þeim fjölgaði í ár og urðu 143. Ástæðan fyrir fjölguninni var betri viðkoma æðarfugls, skúf- andar og gargandar en stokk- andar- og duggandarungar voru færri í ár en í fyrra. Ástæðan fylrir fjölguninni er sennilega meira mýklak fyrri hluta sumars í ár en í fyrra. Um ástæður fyrir þessari fækk- un unga sem komast á legg segir orðrétt í skýrslunni: „Ef við mið- um við að fæðuframboð ráði mestu um afkomu unga, þá bend- ir þetta til þess að það hafi verið lítið um fæðu síðustu 2 ár. Miklar sveiflur eru þekktar í fjölda mý- flugna við Mývatn og athuganir benda til hins sama við Tjörnina. Annar þáttur, sem hefur haft nei- kvæð áhrif á fæðuskilyrði, eru ný- legar uppfyllingar í Norðurtjörn, en 1988 var fyllt upp í 8,9% af flatarmáli hennar. Þessar fram- kvæmdir hafa örugglega haft áhrif á fæðuframboð andarunga, þar sem nær allir ungar alast upp á Norðurtjörn og uppfyllingin náði til svæða þar sem þeir voru gjarnan í fæðuleit.“ Ef miðað er við meðaltal áranna 1974-1981 þá hefur önd- unum fækkað um 14% eða um 36 varppör. Mest hefur fækkunin verið meðal stokkanda, þeim hefur fækkað úr 93 pörum að jafnaði í 77, duggönd hefur fækk- að úr 27 pörum í 14 en skúfönd hefur hinsvegar fjölgað úr 17 pörum í 24. Á árunum 1974-1981 voru að meðaltali 190 andapör á Tjörn- inni. í fyrra voru þau 177 og í ár 152. Fækkunin frá því í fyrra er því 14%. -Sáf Frœðsla Námsefni um Namibíu Hjálparstofnun kirkjunnar gefur útfrœðslu- möppufyrirskóla Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur gefið út möppu með náms- efni um Namibíu í tilefni þess að landið stendur nú á tímamótum. En um þessar mundir fara fram fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. í möppunni eru upplýsingar og kort er greina frá landfræðilegum staðháttum, skiptingu jarðnæðis á milli kynþátta, grundvallarat- riðum í efnahagslífi og menntun, afleiðingum og eðli aðskilnaðar- stefnunnar og aðdragandanum að sjálfstæði landsins. Stór hluti efnisins er unninn upp úr námsefni sem gefið var út á vegum danska æskulýðsráðsins, Hjálparstofnunar kirkjunnar í Danmörku og danskra samtaka um þróunaraðstoð. Jafnframterf möppunni efni unnið af Þórdísi Sigurðardóttur, starfsmanni Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hún var í Namibíu í september síðastliðnum í tveggja vikna kynnisferð ásamt með starfs- mönnum hjálparstofnana kir- knanna á hinum Norðurlöndun- um. Saman munu þessar stofnan- ir veita aðstoð við uppbyggingu nýs skólakerfis í Namibíu, en skólinn sem þar var fyrir byggði á kynþáttaaðskilnaði, þannig að menntun blökkumanna hefur setið á hakanum. Námsefninu hefur þegar verið dreift endurgjaldslaust til skóla og annarra sem áhuga hafa á því. Hér er um lofsvert framtak að ræða, sem gerir skólunum betur kleift að kenna nemendum að fylgjast með atburðum líðandi stundar af þekkingu og tengja það námi í ólíkum fræðigreinum, samfélagsfræði, landafræði og sögu. _ólg Athugun a dagvistarþörf Biðlistar í Reykjavík gefa tak- markaða mynd af þörf for- eldra í Reykjavík fyrir dagvistun barna, vegna þess hve innritunar- reglur eru þröngar. Eingöngu er leyfilegt að sækja um dagvist fyrir börn í forgangshópum, og í leik- skóla er ekki hægt að skrá börn fyrr en þau eru 18 mánaða gömul. Á næstunni verður tekin fyrir innan stjórnar Dagvistar barna í Reykjavík tillaga frá borgarfull- trúunum Kristínu B. Ólafsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur um að skipa starfshóp til að endurskoða fyrir næstu áramót núgildandi innritunarreglur dagvistar- heimila Reykjavíkurborgar. Með endurskoðuninni skal ekki aðeins stefnt að því að bið- listar gefi sem gleggsta mynd af óskum reykvískra foreldra um dagvistardvöl barna sinna, held- ur einnig að afnámi skiptingar í leikskóla og dagheimili. Flutn- ingsmenn tillögunnar leggja til að þessar stofnanir nefnist einu nafni leikskólar og bjóði upp á 4-9 tíma daglega dvöl. Innritunarreglur í Reykjavík eru mun þrengri en víða annars staðar. í Kópavogi og á Akureyri má skrá öll börn eins árs og yngri á biðlista dagvistarstofnana, á Seltjarnarnesi öll börn við 18 mánaða aldur. Forsendan fyrir afnámi skila milli leikskóla og dagheimila er sú að vera í takt við svonefnt leikskólaverkefni borgarinnar og forsögn Dagvistar barna fyrir að- alútboð leikskóla fyrr á þessu ári. -óht. Útför Sigrúnar Sveinsdóttur Skúlaskeiði 20 Hafnarfirði ferframfimmtudaginn9. nóvemberkl. 13:30fráVíðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Sveinn Frímannsson Málefni fjöl- skyldunnar gegn glæsihallabyggingum Undirbúningur fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar næstkomandi vor er hafinn innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Boðað er til málþings næstkom- andi fímmtudag þar sem almenn umræða um borgarmálefnin fer fram og kynnt verður undirbún- ingsstarf fjögura umræðuhópa sem nýlega var komið á fót. Eftir áralanga setu Sjálfstæðis- flokksins við sjórnvölinn í Reykjavík þar sem stefnan mark- ast helst af kappi við uppbygg- ingu steynsteyptra minnisvarða og umferðarmannvirkja vítt og breitt um borgina er það brýnt verkefni að fullmóta hugmyndir um hvernig við viljum reka borg- ina og með hvaða hætti hægt er að gera hana lífvænlegri fyrir alla sem í henni búa. Sé litið til þeirra verkefna sem fyrirferðarmest hafa verið á veg- um borgarinnar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins mætti ætla að það væru einungis minnihluta- hópar meðal borgarbúa sem eiga börn, eldast eða eru bfllausir. Svo dæmi sé tekið af málefnum aldr- aðra, þar sem um langan tíma hefur ríkt neyðarástand, hafa borgaryfirvöld ekki séð ástæðu til að gera neinar teljandi úrbætur. Biðlistar eftir leiguíbúðum eða vist á sjúkrastofnunum lengjast sífellt og á meðan núverandi meirihluti er við völd eru engar líkur á að þeir sem á þessum biðl- istum eru fari út af þeim nema með einum hætti: þeir deyja. Eftir sem áður mun biðlistinn halda áfram að lengjast því hlut- fall aldraðra vex jafnt og þétt og mun halda áfram að gera það á næstu árum. Viljum virkja fleiri - Ástandið í málefnum aldr- aðra og á mögum öðrum sviðum sem borgaryfirvöld hafa vanrækt stórlega á undanförnum árum hlýtur að vera mörgum Alþýðu- bandalagsmönnum hvatning til að koma til stafa og taka þátt í að móta stefnu sem miðar að því að leysa þessi vandamál til frambúð- ar, sagði Einar Valur Ingimund- arson, en hann er í hópi þeirra sem undirbúa málþingið. - Það sem fyrir okkur vakir er að reyna að virkja sem flesta al- menna félagsmenn til að taka þátt í stefnumótun flokksins þannig að framboð og áherslur endurspegli það sem er að gerast í flokknum, sagði Sólveig Ás- grímsdóttir varaformaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, en hún hefur ásamt fulltrúum fjögurra málefnahópa innan ÁBR unnið að undirbúningi mál- þingsins. - Að vissu leyti er málþingið svar við gagnrýni sem komið hef- ur fram á starf Alþýðubandalags- ins þess efnis að leiðin frá hinum almenna félagsmanni til kjörinna fulltrúa flokksins sé of löng. Við viljum gjarnan reyna að virkja betur grasrótina og hugmyndin er sú að málefnahóparnir sem myndaðir hafa verið starfi ekki aðeins að málefnavinnu fram að kosningum heldur vinni áfram í samvinnu við borgarstjórnarfull- trúana, sagði Garðar Mýrdal en hann starfar í hópi sem fjallar um öldrunar-, félags- og heilbrigð- ismál og er jafnframt í þeim hópi sem vinnur að undirbúningi mál- þingsins. Ekki stefnt gegn sameiginlegu framboði Garðar sagði að það væri ákaf- lega mikilvægt að þessi málefna- vinna færi nú þegar í gang þó að fyrirkomulag kosninganna væri ekki endanlega frágengið. - Það hefur mikið verið rætt um sam- eiginlegt framboð vinstriflokk- anna, en enn óvíst hvort af því verður. Þessari málefnavinnu sem nú er að fara í gang er ekki stefnt gegn hugsanlegu sameigin- legu framboði, heldur er þvert á móti nauðsynlegur grundvöllur undir slíkt samstarf ef af verður, sagði Garðar. Sé litið til þeirra verk- efna semfyrirferðar- mesthafa verið á veg- um borgarinnar undir stjórn Sjálf- stœðisflokksins mœtti œtla að það vœru ein- ungis minnihlutahóp- ar meðal borgarbúa sem eiga börn, eldast eða eru bíllausir Málefnahóparnir sem tekið hafa til starfa eru fjórir, einn þeirra fjallar um dagvistunar-, skóla- og æskulýðsmál, annar um umhverfis-, umferðar- og skipu- lagsmál, sá þriðji um atvinnumál, málefni hita- og rafmagns- veitnanna og um jafnréttismál, og fjórði hópurinn fjallar um öldrunar-, félags- og heilbrigðis- mál. - Af ofangreindum málefna- flokkum má að nokkru sjá á hvaða málefni lögð er áhersla. Við væntum þess að á málþinginu á fimmtudaginn bætist við fólk til starfa innan þessara hópa og með fyrirkomulaginu á þinginu eigum við von á að nýjar hugmyndir eigi greiðari leið inn í stefnuskrá flokksins, sagði Kristrún Guð- mundsdóttir, en hún er í forsvari fyrir umræðuhóp um skóla-, dagvistunar- og æskulýðsmál. Kristrún sagði að í kringum málefni þess hóps sem hún starf- aði í væri mörg verkefni framund- an og taldi líklegt að talsverðar áherslubreytingar yrðu frá því sem var fyrir síðustu kosningar. Sem dæmi um mál sem sér væru ofarlega í huga nefndi Kristrún samfelldan skóladag fyrir grunn - jj skólabörn, betri nýtingu skóla- húsnæðis undir ýmis konar æsku- ■ lýðsstarfsemi og uppbyggingu dag - j vistarheimila ásamt því að gera starfse.mi þeirra sveigjanlegri og j meira í takt við þarfir þeirra sem nota þjónustuna. Af málum sem varða ! umhverfis-, skipulags- og um- ferðarmál nefndi Einar Valur baráttu gegn þeirri stefnu borgar- yfirvalda að byggja stórhýsi og gífurleg umferðarmannvirki án nægilegs tillits til annarra þátta í umhverfinu og taldi hann þessa uppbyggingu ekki vera í samræmi við vilja þorra borgarbúa. í því sambandi benti hann á þá þver- pólitísku samstöðu sem myndast hefur meðal borgarbúa til að koma í veg fyrir hraðbrautina í Fossvogsdalnum. - Innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík er fjöldi fólks sem býr yfir mikilli faglegri þekkingu á ýmsum sviðum. Með breyttum vinnubrögðum og reglubundinni starfsemi málefnahópanna von- umst við til að unnt verði að vir- kja betur þetta fólk og jafnframt koma í veg fyrir að kjörnir full- trúar í borgarstjórn einangrist, sagði varaformaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, Sól- veig Ásgrímsdóttir. -iþ í BRENNIDEPLI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.