Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR
Aðalfundur LÍÚ
Kvotadrögin samþykkt
Hafnar alfarið sölu veiðileyfa eða auðlindaskatti og vill aðframsal
veiðiheimilda verðifrjálst. Uthlutun veiðiheimilda á skip en ekki til
einstakra byggðarlaga eða fiskvinnslustöðva
Fimmtugasti aðalfundur
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna sem lauk í gær lýsir
sig í aðalatriðum samþykkan
framkomnum drögum að frum-
varpi til laga um stjórnun fisk-
veiða.
Aðalfundurinn hafnar alfarið
fram komnum hugmyndum um
sölu veiðileyfa eða auðlindaskatt
við stjórnun fiskveiða og telur að
úthluta eigi veiðiheimildum al-
farið á skip en ekki til einstakra
byggðarlaga eða fiskvinnslu-
stöðva. Þá leggur fundurinn
áherslu á að lögin um stjórnun
fiskveiða verði ótímabundin og
að framsal veiðiheimilda verði
frjáls og þær bundnar við afla-
mark og sóknarmark verði lagt
af.
Fundurinn leggur jafnframt til
að heimilt verði að færa allt að
20% af úthlutuðum afla einstakra
tegunda til næsta árs, einnig að
heimilt verði að færa aflaheimild-
ir í sérveiðum til næsta árs, helm-
ingur af afla línubáta frá nóvem-
ber til febrúar verði áfram utan
kvóta, að þeim sem stundi fisk-
veiðar verði gert að leysa til sín
almennt veiðileyfi og aðeins eitt
fyrir allar veiðar.
Fundurinn lýsir sig mótfallinn
hugmyndum um úreldingarsjóð
fiskiskipa, hafnar drögum að
reglugerð um vigtun sjávarafla og
er á móti hækkun álags á ferskan
fisk sem fluttur er út óunninn en
sættir sig við núverandi 15% álag.
Jafnframt leggur fundurinn
áherslu á að afli smábáta vaxi
ekki frá því sem nú er.
Þá lýsir aðalfundurinn yfir
ánægju sinni með snögg og á-
kveðin mótmæli ríkisstjórnarinn-
ar vegna fyrirhugaðrar byggingar
kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í
Dounreay í Skotlandi.
-grh
Taflfélag Reykjavíkur vígði í gær ný glæsileg húsakynni sín að
Faxafeni 12 í Reykjavík. Mynd Kristinn.
Fiskmarkaðir
Þjóðverjar vilja koma hingað
✓
Utgerðarmenn hafna hugmyndinni um að allurfiskur verði seldurá
innlendumfiskmörkuðum. 50þúsund tonn seld á Bretlandi og29
þúsund tonn í Þýskalandi. 40.500 tonn seld innanlands
Um það er rætt meðal forráða-
manna stærstu fiskvinnslu-
fyrirtækja í Þýskalandi að loka
eigi fiskmörkuðunum í Bremer-
haven og Cuxhaven þar sem fisk-
verð þar sé of hátt vegna sam-
keppni við marga smáa kaupend-
ur. I staðinn sé heppilegra að
kaupa fiskinn beint frá Islandi
fyrir lægra verð.
Þetta kom fram á aðalfundi
Landssambands íslenskra útvegs-
manna í gær í ræðu Kristjáns
Ragnarssonar framkvæmda-
stjóra samtakanna þegar hann
deildi hart á þær hugmyndir að
selja beri allan afla á innlendum
fiskmörkuðum. Flann sagði að ef
sú hugmynd yrði að veruleika
mundu stóru erlendu fiskvinnslu-
fyrirtækin væntanlega kaupa all-
an fisk sem þau kæmust yfir á
fiskmörkuðunum hérlendis til að
fylla flutningaskip og þá yrði ís-
lenska fiskvinnslan ekki sam-
keppnishæf um hráefnið.
Fyrstu 10 mánuði ársins hafa
verið flutt út til Bretlands um 50
þúsund tonn af ferskum fiski.
Þorskur hefur minnkað um 5.500
tonn og er hann nú innan við
helmingur af útfluttum fiski
þangað. Meðalverð á útfluttum
óunnum fiski er nú 7% hærra í
erlendri mynt á þessu ári en var í
fyrra og hefur meðalverð fyrir
kílóið verið 0,97 sterlingspund
eða um 90 krónur. Á sama tíma
hafa 29 þúsund tonn verið seld til
Þýskalands fyrir 2,46 mörk sem
eru 73 krónur að meðaltali fyrir
hvert kíló. Þetta er 7,5% hærra
verð en í fyrra í erlendri mynt.
Útflutningur til Þýskalands hefur
aukist um 7 þúsund tonn milli
ára.
Á fiskmörkuðum á suðvestur-
horni landsins höfðu hins vegar
verið seld um 40.500 tonn af fiski
fyrstu 10 mánuði ársins fyrir nær
1,8 miljarð króna. Meðalverð er
44 krónur á kíló.
Barnamenning
Listnám og lengdur skóladagur
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hefur ákveðið að skipa
nefnd um barnamenningu í því
skyni að efla þátt lista- og menn-
ingarstarfsemi í lífi, starfi og
námi yngstu kynslóðarinnar. A
nefndin að gera tillögur um
hvernig auka megi tengsl barna,
þar á meðal barna á dagvistar-
heimilum og nemenda í grunn-
skólum við lista- og menningar-
stofnanir í landinu.
Þá á nefndin að kanna hvaða
leiðir eru færar innan núverandi
forskóla- og grunnskólakerfis til
að nota listina í auknum mæli í
almennri kennslu og gera tillögur
um aukna kennslu í öllum list-
greinum miðað við lengdan
skóladag.
Hefur ráðherra óskað eftir því
að Kennaraháskóli fslands,
Bandalag íslenskra listamanna,
Fóstrufélagið, Kennarasamband
íslands og Ríkisútvarpið tilnefni
fulltrúa í nefndina. Menntamála-
ráðherra mun skipa formann
nefndarinnar.
-ólg
Nokkrir leikenda í Óvitum brugðu sér í Kringluna í gær í tilefni þess að nú er komið að 40. sýninqu leikritsins í
Þjóðleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið
r
Ovitar aftur á kreik
jóðleikhúsið hefur aftur tekið
upp sýningar á barnaleikrit-
inu Ovitum eftir Guðrúnu Helga-
dóttur. Verður leikritið sýnt
tvisvar nú um helgina, í dag og á
morgun kl. 14.
í Ovitum eru börn í hlutverk-
um fullorðinna og fullorðnir í
barnahlutverkum, því þar fæðast
börnin stór en minnka með aldr-
inum. Foreldrarnir reyna að fá
börnin til að borða minna svo þau
verði lítil og mömmur kaupa of
lítil föt á krakkana því þau
minnka svo hratt.
Ungu leikararnir í sýningunni
eru á aldrinum átta til fimmtán
ára, en um aldur þeirra eldri er
ekki getið. Hins vegar er til þess
tekið að aldrei áður í sögu Þjóð-
leikhússins hefur leikarahópur
breyst eins mikið á milli leikára,
yngri leikararnir þurftu stærri
búninga og sumir þeirra eldri
minni, aðallega á þverveginn.
Leikstjóri Óvita er Brynja
Benediktsdóttir og í stærstu for-
eldrahlutverkum Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir, Haukur
Karlsson, Vaka Antonsdóttir,
Torfi F. Ólafsson og Sigríður
Hauksdóttir. Börn leika meðal
annarra Þór Tulinius, Halldór
Björnsson, María Ellingsen og
Sigrún Waage.
Sýningum á Haustbrúði Þór-
unnar Sigurðardóttur hefur
vegna veikinda verið frestað til
næsta leikárs. LG
Laugardagur 18. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5
HELGARRÚNTURINN
SJÖ LISTSÝNING AR Það virðist vera reglan að um hverja helgi séu
opnaðar sjö myndlistarsýningar í Reykjavík og nágrenni. I Gallerí Borg
er sýning á málverkum Temmu Bell, Ólafur Lárusson sýnir í Gallerí
11 við Skólavörðustíg, Ella Magg í Gallerí List við Skipholt, Ómar
Svavarsson og Árni Elfar í Hafnarborg í Hafnarfirði, Jón M. Bald-
vinsson í Óperunni, Jóhanna Bogadóttir og Ingibjörg Styrgerður
Haraldsdóttir á Kjarvalsstöðum og svo er nestorinn þeirra, Ágúst
Petersen, áttræður að sýna í Nýhöfn. Jahérna...
Á LÁGU NÓTUNUM Viðar Gunnarsson stórbassi og Selma Guð-
mundsdóttir píanóleikari leggja haf undirfót um helgina og halda
tónleika í félagsheimilinu í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kl. 17. Og
svo ætlar Bjartmar Guðlaugsson að vitja fornra slóða og syngja af
nýju plötunni sinni fyrir Eyjamenn laugardag og sunnudag. í dag,
laugardag, kl. 15 ætla Fóstbræður að minnast aldarafmælis stofn-
anda kórsins í Langholtskirkju. Og í Hollywood fær húshljómsveitin
Loðin rotta liðsauka þar sem er rauðhærður þungarokkari frá Noregi,
Eiríkur Hauksson...
LEIKGLEÐI Okkur telst svo til að það verði eigi færri en 12 leiksýning-
aráfjölum Reykjavíkurog Hafnarfjarðar um helgina. Aukþesser
Bernarða Alba enn að fyrir norðan og í Keflavík syngja þau Gretti af
hjartans lyst. Hjá Frú Emilíu og Skeifunni verður Haust með Gorkí í
dag og á morgun kl. 15 og sunnudagskvöldið er helgað Djöflum.
Hafnfirðingar eru enn ekki búnir að f inna brandarann í Bæjarbíói og í
Borgarleikhúsinu er Ljósvíkingurinn áfullu á báðum sviðum. í
leikhúsi þjóöarinnar sýna þeir Lítið fjölskyldufyrirtæki í kvöld og
annað kvöld en báða dagana kl. 14 er hægt að fara með börnin að sjá
Ofvitana hennar Guðrúnar Helga. 68-kynslóðin vekur enn forvitni og í
Versló (af öllum skólum) sýna nemendur revíuna Láttu ekki deigan
síga Guðmundur. Fótamenntin er hins vegar ástunduð í Iðnó þar
sem Pars pro toto sýnir fjóra dansa á sunnudagskvöld. (Óperunni
var hin norsk-íslenska Tosca frumsýnd í gærkvöldi og verður aftur á
fjölunumíkvöld...
KR AFTBIRTING í Garðaskóla verður mikill vöðvamassi til sýnis í dag
því þarfer fram bikarmót kraftlyftingamanna og verða allirsterkustu
menn landsins með. Þeir eru hins vegar öllu nettari í Sportklúbbnum
þar sem fram fer pílukastkeppni I dag, laugardag, milli kl. 15 og 18.
Hins vegar er enginn handbolti því okkar bestu menn eru I útlöndum...
ORÐSINS LIST verður iðkuð með tilheyrandi hljóðfæraslætti í anddyri
Borgarleikhúss í dag kl. 14 þegar Þorsteinn frá Hamri og Orðmenn
stíga þar á stokk ásamt Laufeyju Sigurðardóttur og Páli Eyjólfs-
syni. I Regnboganum hefst sovésk kvikmyndavika í dag og á
morgun kl. 15 verða sýndar tvær norskar barnamyndir í Norræna
húsinu. í næsta húsi, Odda, halda bókmenntanemar málþing um
bókmenntagagnrýni á sama tíma. Vestur í Neskirkju flytur dr. Hjalti
Hugason erindi um trúarlíf íslendinga áður fyrr kl. 15.15 á morgun.
Átthagafélag Strandamanna stendur fyrir dansleik í kvöld í Domus
Medica en um líkt leyti verður kynningarfundur Al-Anon samtak-
anna í Langholtskirkju. Á sunnudagskvöld verður svo haldin meist-
arakeppni í dansi á Hótel íslandi. Þar verður af miklum móð dansað
cha cha cha, tangó, samba og rúmba, að ógleymdum enskum valsi...