Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Talað upp úr mslakishi Andstæðingar Alþýðubandalagsins eru eitthvað að senda flokknum kveðjur í tilefni landsfundar hans eins og gengur. Það gerirog BirgirÁrnason, aðstoðarmaður iðnað- arráðherra og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna í grein í Pressunni. Þær kveðjur eru hinar undarlegustu. í fyrsta lagi lætur Birgir sem Alþýðubandalagið þurfi að sækja áhuga sinn á lýðræði og þingræði til Ungverjalands og kommúnista- flokksins þar, sem var á dögunum að komast að nauðsyn frjálsra kosninga. Sú samlíking er reyndar svo langt út í hött að það er fullkomið blygðunarefni að reyna að hrekja hana- jafnvel Morgunblaðið gæti ekki brúkað hana. , í annan stað finnur Birgir Árnason Alþýðubandalaginu það einkum til foráttu að það sé fullt af „forneskjulegum þjóðrembingi" í sjálfstæðismálum. Af samhenginu má ráða að hér á leiðtogi ungkrata við það, að í Alþýðubandalaginu hafa menn verið miklu tregari en hans flokksmenn til að temja sér lítilþægni í viðskiptum við erlenda stóriðjuhölda, einnig eru þeir gagnrýnni miklu á það yfirþjóðlega vald sem ræður æ meiru um líf og starf þjóða Evrópubandalagsins en hans menn. Ræður hver sínum nafngiftum - en vel mega Alþýðubandalagsmenn við það una að heita þjóðrembufól, fyrst þetta er inntak ávarpsins. í þriðja lagi segir Birgir Árnason að Alþýðubandalagið (sem hann var rétt áður að líkja við ungverskan kommún- istaflokk) sé og verði ekki annað en vonlaus „ruslakista fyrir hin ólíkustu sjónarmið í íslenskum stjórnmálum'1. Hér fetar formaður ungra jafnaðarmanna í fótspor formanns flokks- ins, sem hefur gaman af að líkja andstæðingum sínum (Kvennalistanum einn daginn, Sjálfstæðisflokknum annan) við „safnþró óánægjuafla" eða eitthvað í þá veru. Nafngiftir af þessu tagi sýna reyndar ekki annað en að foringjum Alþýðuflokksins er annað betur gefið en hógværð hjartans; fyrirlitningarglósum um aðra flokka fylgja venjulega drembi- látar staðhæfingar um að Alþýðuflokkurinn einn hafi klára og kvitta kenningu. Því miður benda skoðanakannanir ekki til þess að margir íslendingar séu sama sinnis, en það er svo annað mál. Við skulum svo ekki svara slíkum og þvílíkum glósum með því, að það sé einmitt Alþýðubandalagið sem hafi allt sitt á hreinu. Alþýðubandalagið á sér tilvistarvanda sem er um margt sameiginlegur mörgum vinstrihreyfingum og verk- lýðsflokkum í Evrópu. Styrkur þeirra hefur verið í þjóðfélags- gagnrýni, baráttu gegn ójöfnuði og ranglæti sem hefur kom- ið fram í hugmyndasmíð og málafylgju á sviði félagslegs velferðarkerfis og menningarmála. Veikleiki þeirra hefur verið fólginn í því, að stefnan í efnahagsmálum hefur oftar en ekki verið viðbrögð við því frumkvæði, sem hefur verið í höndum borgaralegra afla. Eigið frumkvæði og mótun fram- tíðarsýnar hefur hörfað fyrir uppákomum hvers tíma. Þetta á jafnt við um vinstrikrata og hægrikrata, eða hvaða nöfn önnur sem menn vilja gefa flokkum og flokkaörmum. Munur á Alþýðubandalagsmönnum og Alþýðuflokks- mönnum hefur ekki síst verið sá, að þeir fyrrnefndu hafa miklu síður sætt sig við það þennan „veikleika" sem fyrr var nefndur. Innan Alþýðubandalagsins hafa menn lagt mun meira kapp og ástríðu í að fjalla um hugmyndir sem lúta að róttækari og virkari vilja til breytinga á þjóðfélaginu og ríkj- andi gildismati. í þeirri leit er mörg vitleysan sögð, en leitin er þarna og skiptir þá litlu hvort aðrir kjósa að kalla hana „ruslakistu" eða eitthvað annað. Hún er þó altént betri en hin tæknikratíska sjálfumgleði sem einkennir Alþýðuflokkinn í ríkum mæli og gerir það að verkum, að þegar sá flokkur fær í heimsókn til sín mann eins og Oskar Lafontaine, varafor- mann þýskra sósíaldemókrata, þá verða hagrænir kratar ærið langleitir yfir hans boðskap. Enda ekki nema von - þeim finnst væntanlega sumum að þeir séu að hlusta á enn einn rómantíska vitleysinginn úr „ruslakistunni". ALLABALLALYNDI þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Simi: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Utgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Porleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, Hildur Finnsdóttir(pr), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarveröámónuöi: 1000kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.