Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 10
LANDSFUNDUR Umræöur á landsfundi voru snarpar í gær og voru menn langt þvífrá sammála um alla hluti. Mynd: Kristinn. Skattastefnu verði breytt Félagar úr Birtingu leggja til að hlutfall óbeinna skatta verði lœkkað og beinna hœkkað. Fjölmennur hópur vill engan skatt áprentað mál. Mikil andstaða við auðlindaskatt í sjávarútvegi rír félagar Birtingar leggja til að Alþýðubandalagið beiti sér fyrir því að hlutfall óbeinna skatta, virðisaukaskatts, tolla og svo framvegis, verði lækkað verulega en hlutfali beinna skatta verði á móti hækkað úr 16-17% í 50%. Með þessu verði betur hægt að beita skattkerfinu til að rétta við hag þeirra lægst launuðu og auka jöfnuð ísamlélaginu. Flutn- ingsmenn segja að þessu mark- miði skattkerfis nútíma þjóðfé- laga hafi aldrei verið nægilega Að minnsta kosti þrjár tillögur liggja fyrir landsfundi um landbúnaðarmál. Sú ítarlegasta og sú sem gengur lengst er tillaga Sunnlendinga. 1 greinargerð þeirra tillögu segir að á tímum samdráttar í búvöruframleiðslu þenjist stjórn- og félagskerfi land- búnaðarins út líkt og púki á fjós- bita og tryggi tilveru sína með lögum og reglugerðum. Þá eigi kerfíð fjárhagslegra hagsmuna að gæta í ríkjandi ástandi, taki til sín ákveðið hlutfall af söluverð- mæti búvara og það sama gildi um styrki eins og jarðabóta- styrki, þar taki kerfíð einnig ák- veðinn hluta til sín. Lagt er til að kerfið verði endurskoðað og ma. stefnt að því að Búnaðarfélag ís- lands og embætti búnaðarmála- stjóra verði lögð niður. „Landbúnaðarráðuneytið hef- ur frá upphafi verið undir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks, að undanskildri nokk- urra mánaða stjórn Alþýðu- flokks, og ber þess áþreifanlega merki,“ segir orðrétt í tillögum Sunnlendinganna. Leggja þurfi sinnt. Fyrir landsfundi liggur einnig sú tillaga að svo köiluð kvótaleiga verði tekin upp en nú- verandi kvótakerfí að öðru leyti látið halda sér. Hefur þessi tillaga mætti mikilli andspyrnu á fundin- um. Um 20 manna hópur lands- fundarfulltrúa skorar á forystu flokksins að nota það tækifæri sem nú bjóðist við upptöku virð- isaukaskatts, að standa vörð um íslenska menningu og tungu, með áherslu á stefnumótun í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins, nú þegar flokkurinn fari með ráðuneytið. Ljóst sé að verkefnið verðii erfitt og landbúnaðarráð- herra ekki öfundsverður af því. Þess vegna sé lagt til að lands- fundur kjósi 5 manna hóp póli- tískra samherja ráðherranum til ráðgjafar og aðstoðar um stefnu- mótun. í tillögunum er lagt til að Bún- aðarsamböndin starfi áfram í hér- uðum með breytt hlutverk og leiðbeiningar- og ráðgjafaþjón- usta fari til skóla og rannsókna- stofnana en upplýsingaöflun og vistun fari til Hagstofu landbún- aðarins og Hagstofu íslands. Þá er lagt til að Stéttasamband bænda verði gert óháð ríkisvald- inu og því ekki gert að taka að sér verkefni sem samrýmast ekki eðlilegri stéttabaráttu, heldur sinni eingöngu kjara- og hagsmunamálum eins og önnur stéttafélög. Sunnlendingarnir vilja að hafin verði skipuleg vinna við mótun svæðaskipulags um landbúnaðar- því að beita sér fyrir því að virðis- aukaskattur verði ekki lagður á íslenskt prentmál. Við slíka ákvörðun myndi verð íslenskra bóka lækka og staða þeirra í sam- keppni við erlendan menningar- iðnað styrkjast. í leiðinni myndu íslendingar fylgja góðu fordæmi flestra Evrópuþjóða í baráttu fyrir viðgangi þjóðlegrar menn- ingar. I tillögunni um breytt hlutföll beinna og óbeinna skatta segir að markmið skattheimtu í nútíma- þróun í samræmi við yfirlýsta stefnu Alþýðubandalagsins. í skipulaginu verði tillit tekið til landkosta og æskilegrar landnýt- ingar, áætlana um nýjar auð- lindir, hagkvæmni og æskilegrar byggðaþróunar. Flötum skerð- ingum í framleiðslu verði hætt og búmarkssvæði verði lögð niður sem sjálfstæðar einingar. Sunnlendingarnir leggja til að grundvöllur sauðfjárræktar verði styrktur með því að færa fram- leiðslurétt til þeirra sem á þurfi að halda, frá þeim svæðum sem sauðfjárrækt er talin óæskileg og þeim sem ekki hafa lífsviðurværi af sauðfjárbúskap. Hvað garðyrkju varðar er lagt til að rekstrargrundvöllur hennar verði styrktur með reglum um innflutning og bændum verði gert kleift að framleiða afurðir allt árið. Leita skuli nýrra leiða í landbúnaði og finna verkefni sem geri kröfur til staðbundinna að- stæðna á hverri jörð. Dæmi um þetta sé ræktun bleikju í lækjum og tjörnum og annað dæmi séu staðbundin skógræktarverkefni. -hmp þjóðfélagi sé margþætt. Hún eigi að standa undir sameiginlegum útgjöldum þjóðfélagsins, skött- um sé beitt til að hafa áhrif á efna- hagslíf, örva sparnað, hafa áhrif á fjárfestingar og draga úr einka- neyslu. Þá segir að uppbygging skattakerfisins hér á landi sé mjög óvenjuleg, þar sem 3/4 hlutar tekna ríkissjóðs komi með óbeinni skattheimtu. Aðeins 16- 17% tekna ríkissjóðs komi af beinum sköttum, þe. tekju- og eignasköttum og heildarskatt- byrði sé þar að auki mjög lágt hlutfall af landsframleiðslu, eða 30%. Ef þetta sé borið saman við lönd eins og Svíþjóð og Dan- mörku, þá sé heildarskattbyrði þar 50%. Einfaldasta leiðin til að breyta skattkerfinu í þá átt að það þjóni betur markmiðum um jöfnuð, væri að Iækka söluskatt eða virð- isaukaskatt niður í td. 15% og hækka tekjuskattshlutfallið það mikið að sömu tekjur fengjust og áður í ríkissjóð. Slík lækkun virð- isaukaskatts myndi leiða til 8% lækkunar vöruverðs og hækka verði persónuafsláttinn svo nú- verandi skattleysismörk héldust við þessar breytingar. Einstak- lingur með tekjur við skattleysis- mörk myndi við þetta enn sem áður ekki greiða tekjuskatt en sá sem hefði 200 þúsund í mánaðar- laun myndi greiða 20 þúsund krónum meira í tekjuskatt. Ein þeirra tillagna sem mætt hafa hvað harðastri andstöðu á landsfundinum, er tillagan um að leigugjald verði lagt ofan á fisk- veiðikvótann. Rökin fyrir tillög- unni eru að ókeypis kvóti til út- gerðarmanna gefi þeim óeðli- legar tekjur með braski á kvótan- um. Andstæðingar hugmyndar- innar segja núverandi stefnu flokksins um byggðakvóta þjóna best hugmyndum um jöfnuð á milli landshluta og í þjóðfélaginu í heild og byggðakvótin stuðli öðru fremur að jafnvægi í byggð. Einn Iandsfundarfulltrúi sagði að sér þætti undarlegt að menn vildu nú hverfa frá byggðakvótanum þegar almennur stuðningur við hann færi vaxandi í þjóðfélaginu. -hmp Búnaðarfélagið Alþýðubandalagið Suðurlandi: Félags- og stjórnkerfi landbúnaðar stokkað upp. Mótað verði svæðaskipulag. Landbúnaðarráðherrafái 5 manna stuðningshóp Alþjóða- kratar eða kommar Tvær tillögur liggja nú fyrir landsfundi Alþýðubandalagsins um að flokkurinn sæki um inngöngu í Alþjóðasamband jafn- aðarmanna, Socialist Internatio- nal. I fyrri tillögunni er lagt til að landsfundurinn feli fram- kvæmdastjórn flokksins að kanna hvort Alþýðubandalagið eigi kost á aukaaðild að alþjóðas- ambandinu og með hvaða skil- yrðum. Seinni tillagan gengur hins vegar út á að landsfundur samþykki að kjósa þriggja manna nefnd til að undirbúa formleg tengsl við alþjóðasambandið og að nefndin skili áliti til ákvörðun- ar á landsfundi 1991 en gefí skýrslu um störf sín á haustfundi miðstjórnar árið 1990. Ef Alþýðubandalagið sækir um aðild að Alþóðasambandi jafnaðarmanna, þarf Alþýðu- flokkurinn, sem er fyrir í sam- bandinu, að gefa formlegt sam- þykki sitt fyrir inngöngu. Því reglur alþjóðasambandsins kveða á um að aðeins einn flokk- ur skuli vera frá hverju landi, nema sá sem fyrir er samþykki annan. Töluverðar umræður urðu um þessar tillögur á setning- ardegi landsfundar og í gær og voru ekki allir sammála um ágæti hennar. Sumir flokksmenn telja hugmyndina jafngilda grundvall- arstefnubreytingu hjá flokknum, tam. Ragnar Stefánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Aðrir eru á öndverðu meiði. Már Guð- mundsson sagði f gær að Alþýðu- bandalagsmenn væru jafnaðar- menn hvort sem þeir gerðu sér grein fyrir því eða ekki. Munur- inn á honum og Steingrími J. væri að hann gerði sér þetta ljóst en Steingrímur ekki. Már sagði að Alþýðubandalag- ið myndi lenda til vinstri í al- þjóðasambandinu en Alþýðufl- okkurinn teldist vera þar á hægri kanti. -hmp Birting mótmælir Birtingu Alþýðubandalagsfélagið í Grundarfírði lagði fram á lands- fundinum í gær yfírlýsingu, þar sem segir að stofnendur Birtingar í Reykjavík hafí sýnt féiaginu í Grundarfírði lítilsvirðingu og frekju með nafngiftinni og sú hegðun sýni lítinn félagslegan þroska. En félagið í Grundarfírði hefur í 9 ár gefið út blað undir sama nafni sem þeir Grundfirð- ingar segja hafa verið einn öfl- ugasta hluta starfsins. í yfirlýsingunni segir að það hafi komið eins og reiðarslag þeg- ar nýstofnað Alþýðubanda- lagsfélag í Reykjavík tók sér nafnið Birting. Mótmælum og óskum Grundfirðinga um að þeir fengju einir að sitja að þessu nafni innan flokksins hefði í engu verið sinnt. „Við lýsum því yfir að blað Alþýðubandalagsins í Grundarfirði, Birting, á ekkert skylt við félagið Birtingu í Reykjavík. Skúli Alexsandersson, þing- maður Vesturlands, las þessa yfirlýsingu á landsfundinum í gær og tók undir með félögum sínum í Grundarfirði um að Birtingarfé- lagar í Reykjavík hefðu sýnt „óeðlilega frekju" í þessum efn- um. -hmp 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.