Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 13
MENNING Sovésk kvikmyndavika Allt er mér leyfilegt... Úr „Gleymt lag fyrir flautu" - Leonid Filatov (t.v.) er í aðalhlutverkinu. iff Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í steinsteypt rör. Útboðið heitir „Tender on deli- very of reinforced concrete pipes to interceptual sewage system”. Helgu magntölur eru: 1400 mm rör 560 m 1600 mm rör 420 m Afhendingartími fyrir 1600 mm rör er 7. mars 1990 Afhendingartími fyrir 1400 mm rör er 7. apríl 1990 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frí- kirkjuvegi 3, frá og með þriðjudeginum 21. nóv- ember 1989. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 5. desember 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Heilsugæslustöð á Djúpavogi Tilboð óskast í frágang heilsugæslustöðvar á Djúpavogi þar með talið múrhúðun, pípulögn og alla aðra frágangsvinnu innanhúss og frágang lóðar. Flatarmál hússins er um 350 m2. Verktími er til 15. febrúar 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7 Reykjavík til og með föstudags 8. desember 1989 gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 12. desember 1989 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFNUN RIKISINS _____ BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ Útför Ebergs Elefsen vatnamælingamanns fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er Landspítalans. bent á Minningarsjóð Inga M. Magnúsdóttir Sverrir Elefsen ÞórðurElefsen Sigrún Elefsen Sighvatur Elefsen Hanna Björnsdóttir Sigríður Elefsen og barnabörn Sigfús Jóhannesson Sovéskir kvikmyndamenn eru ekki lengur háðir fyrirmælum eða ritskoðun og þeir eru að þreifa sig áfram með fram- leiðslukerfi sem bæði tekur mið af arðsemissjónarmiðum og nauðsyn þess að kvikmyndarlist fái áfram að þróast. Svo segir Eldar Rjazanov, kunnur sovéskur kvikmynda- stjóri, sem hingað er kominn í tilefni þess að í dag, laugardag, hefst sovésk kvikmyndavika í Regnboganum. Með honum er aðalleikari í tveim kvikmyndum vikunnar, Leonid Filatof og Ark- adí Konovalov frá Sovex- portfilm. Hátíðin hefst kl. 14.30 á því að sýnd er mynd Rjazanovs “Gleymt lag fyrir flautu“ sem kölluð hefur verið fyrsta perest- rojkumyndin. Altént var þetta fyrsta mynd mín, segir Rjazanov, sem ritskoðunin klippti ekkert út úr. Myndin segir frá sovéskum skriffinni (sem Filatov leikur af mikilli prýði) sem er að skríða upp metorðastigann með aðstoð tengdaföður síns - en svo kemur ástin yfir hann og setur frama hans í háska. Hlýleg gamanmynd með alvarlegum undirtónum. Aðrar myndir vikunnar eru „Maðurinn frá Capuccinistræti", sem er skopstæling á bandarísk- um vestra, „Gosbrunnurinn“, gamanmynd um dapurlegar upp- ákomur sovésks hvunndagsleika, „Kæra Jelena Sergejevna" eftir Razanof, sem segir frá skipbroti miðaldra fólks og æskufólki sem alið er á tvöföldu siðgæði og lygum. f>á fer mikið orð af mynd- inni „Borgin Núll“ sem er fárán- leikaskopmynd kölluð - þó segir leikarinn Filatov, að í henni sé ótalmargt sem er blákaldur so- véskur veruleiki. Nýjar aðstœður Á blaðamannafundi í Regn- boganum var rætt um nýjar að- stæður sovéskrar kvikmynda- gerðar: fer hún nú ekki að leita sér markaðsvinsælda með ofbeldi og kynlífssenum eins og gengur annarsstaðar? (Um þetta er kvartað stundum í sovéskum blöðum.) Eldar Rjazanov kvaðst ekki óttast það svo mjög. Hann sagði að áður fyrr hefðu margir hæfil- eikasnauðir menn fengið ríkisfé til að gera myndir um efni sem talið var nauðsynlegt, og skipti þá litlu hvort fólk vildi sjá þær myndir eða ekki. Nú væri ríkið ekki með slíkar „pantanir" eða fyrirmæli og þá væri um það að ræða að finna kerfi, þar sem styrkir eða opinbert fjármagn eru nýttir bæði með tilliti til arðsem- isjónarmiða og listrænnar kröfu. Rjazanov sagði að þá væri ekki verið að heimta að hver einasta mynd borgaði sig. Heldur væri framleiðslu skipt niður á fremur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Eldar Rjazanov: tyrsta myndin mín sem ekki var klippt. litla vinnuhópa eða stúdíur, sem hver um sig gerðu kannski fimm myndir á ári. Með það fyrir augum að þrjár skiluðu hagnaði en tvær væru kannski fyrir þrengri hóp og mættu þola nokk- urt tap - það kæmi þá einkum í hlut þeirra sem síðarnefndu myndirnar gerðu að þróa áfram kvikmyndalistina og myndmál hennar. Rjazanov kvartaði yfir því að sovéskar kvikmyndir fengju ekki þá athygli á heimsmarkaði sem þær ættu skilda. Við erum, sagði hann, oft með ágætar myndir, en fólk á Vesturlöndum er því vant að fara að horfa á tilteknar stjörnur. Það þekkir ekki okkar leikara og við höfum ekki pen- inga til að auglýsa þá upp. ÁB Frá Bændaskólanum á Hvanneyri BUNAÐARNAMSKEIÐ - endurmenntun - Bændaskólinn á Hvanneyri býður upp á ýmis búnaðarnámskeið við skólann. Nú á haustmisseri verða m.a. eftirtalin námskeið í boði: 1. Málmsuða. 23.-25. nóvember. Námskeiðið er ætlað bændum og markmiðið er að þátt- takendur kynnist notagildi raf- og logsuðu- tækja. 2. Kanínurækt. 4.-6. desember. Byrjenda- námskeið ætlað þeim, sem hafa hug á að fara út kanínurækt. Kennslan er bæði bókleg og verkleg. 3. Skattskil. 7.-9. desember. Fjallað er m.a. um undirstöðuatriði í færslu landbúnaðar- skýrslu og persónuframtals auk umfjöllunar um virðisaukaskatt. 4. Tölvunotkun. 11 .-13. desember. Byrjenda- námskeið, þar sem farið verður í grundvallarat- riði svo sem stýrikerfi, ritvinnslu og töflureikna. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þau námskeið, sem ætluð eru bændum. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu skólans kl. 8.20-17.00 mánudaga - föstudaga í síma 93-70000 og þar fer skráning þátttakenda einnig fram. Skólastjóri Aukavinna Þjóðviljinn óskar eftir fólki til starfa við áskriftar- söfnun. Nánari upplýsingar veitir afgreiðslu- stjóri blaðsins, í síma 68 1333 eða 68 1663. þJÓÐVILIINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.