Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Blaðsíða 11
VIÐHORF Evrópumálin og Norðurlönd Rœða Hjörleifs Guttormssonar á aukaþingi Norðurlandaráðs í Mariehamn 14. nóvember Virðulegi forseti! Sviðið gat varla verið betur út- búið fyrir þetta aukaþing Norðurlandaráðs um Evrópu- málefni hér á Álandseyjum. Öll Evrópa er í gerjun, ekki síst svæðin austan og sunnan Eystra- saltsins. Norðurlönd hljóta að stuðla að því að svo verði áfram og Norðurlandaráð hefur hér verk að vinna. Við hljótum að fagna þeim miklu breytingum sem eru að verða í Austur- Evrópu undir merki perestrojku, og alveg sérstaklega að þróunin gengur friðsamlega fyrir sig líkt og vorleysing. „Eftirstríðs-skeið- inu er lokið,” sagði Gobatsjoff í Helsinki í síðasta mánuði. Gleði- legir atburðir í Austur-Þýska- landi í síðustu viku hafa undir- strikað réttmæti þeirra orða. Norðurlandaráð á að bregðast skjótt og jákvætt við þeim hug- myndum um aukin samskipti, sem Gorbatsjoff gerði að umtals- efni í Finnlands-heimsókn sinni. Ég styð ábendingar sem fram hafa komið m.a. um eftirfarandi: ★ Að sendir verði fulltrúar Norðurlandaráðs, t.d. forsætis- nefndin, til fundar við Æðsta- ráðið í Moskvu og síðan sendi- nefndir til Eystrasaltsríkjanna og Karelíu. ★ Að fulltrúum frá þessum sovétlýðveldum verði boðið að koma sem áheyrnarfulltrúar á þing Norðurlandaráðs í Reykja- vík. ★ Að stuðlað verði að auknum samskiptum milli almannasam- taka og áhugahópa á Norður- löndum annars vegar og í Sovét- ríkjunum, Póllandi og Aust- ur-Þýskalandi hinsvegar. Pað vekur undrun og veldur vonbrigðum, að forsætisnefnd Norðurlandaráðs studdi ekki þessar hugmyndir í ályktun sinni í morgun. Staða Norðurlanda með tilliti til Vestur-Evrópu er háð veru- legri óvissu um þessar ntundir. Það á ekki síst við um samskipti Evrópubandalagsins og EFTA og hugmyndirnar um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Ég hef sett spurningarmerki við þessi stefnumið og gagnrýnt hvernig að þeim er unnið. Sem aðili að efnahagsnefnd Norður- landaráðs hef ég sett skýran fyrir- vara varðandi fjármagns- hreyfingar og fjármálaþjónustu, sérstakletga að því er ísland áhrærir. Tillögurnar unt Evrópskt efna- hagssvæði fela m.a. í sér að reglur innri markaðar EB verði yfir- færðar á Norðurlönd: ★ Ég tel ekki eftirsóknarvert fyrir Norðurlöndin sem eru í ÉFTA, að minnsta kosti ekki fyrir ísland, að gaiiga til samn- inga við Evrópubandalagið á grundvelli „aquis communau- taire”, þ.e. gildandi reglna Evrópubandalagsins um innri markað. ★ Það er erfitt að sjá að tveggja súlna módelið EB/EFTA, sem á að bera uppi Evrópska efnahags- svæðið fái staðist í reynd þannig að viðunandi sé fyrir ÉFTA- ríkin. EFTA-súlan virðist mér orðin álíka og skakki turninn í Pisa eftir að Austurríki hefur ákveðið að sækja um aðild að EB. Ljóst er einnig að sterk öfl bæði í Svíþjóð og Noregi stefna að beinni aðild að EB. ★ Hagsmunir einstakra Norður- landa gagnvart EB eru harla ólík- ir. Ég sé t.d. ekki mikinn skyld- leika nteð hagsmunum íslands sem fiskveiðiþjóðar og skandi- navískum fjölþjóðafyrirtækjum. ★ Mörg orð hafa fallið um að aðild EFTA-ríkjanna að Evróp- sku efnahagssvæði ntegi ekki hafa í för með sér neitt yfirþjóð- legt. Eftir könnunarviðræður sumarsins er Ijóst, að fram- kvæmd á Evrópsku efnahags- svæði felur í reynd í sér yfirþjóð- legar lausnir varðandi stofnanir, eftirlit og dómstóla, þótt reynt verði að breiða yfir þá staðreynd á pappírnum. Hér rekast menn á stofnanavegg Evrópubanda- lagsins og sjálfan Rómarsátt- málann. ★ Undirbúningur Óslóar-fund- arins í mars og þær könnunarvið- ræður sem staðið hafa yfir milli EFTA og EB í framhaldi hans eru andstæða lýðræðislegra vinnubragða. Nú er þjóðþingum í Alþýðubandalagið er sósfalista- f lokkur og mun verða það áfram Mér hefur heyrst að undan- förnu, að það séu nokkrir óá- nægðir kratar í Alþýðubanda- laginu. Þetta sama fólk stofnaði Birtingu ekki alls fyrir löngu (fé- lag jafnaðarmanna). Þetta fólk vill að Alþýðubandalagið fari í alþióðasamtök jafnaðarmanna. Eg vil benda fólki á hvað það þýðir, ef flokkurinn fer í þessi samtök. Það þýðir einfaldlega það, að flokkurinn þarf að lúta þessa tillögu á komandi lands- fundi. Hvað ætlar flokkurinn að gera í sambandi við atvinnumál, land- búnaðarmál, fiskeldi og síðast en ekki síst: kjaramál? Eða herstöð- ina? Það er ekki líðandi að Alþýðubandalagið skuli sitja í ríkisstjórn sem margsinnis hefur lýst því yfir, að það verði engar kjarabætur á næsta ári. Mér er spurn: Er það láglaunafólkinu í og launamisréttið og enginn gerir neitt til að sporna við því. Það virðist vera borin meiri umhyggja fyrir fyrirtækjum en fólki eða heimilum. Svo við víkjum okkur aftur að jafnaðarmönnunum í Alþýðu- bandalaginu, muna þeir ekki eða vilja þeir ekki muna það að Alþýðuflokksmenn, bæði nú og áður, hafa alltaf verið hlynntir Nato og verið landráðamenn? Þórir Karl Jónasson skrifar „Hvað ætlar flokkurinn að gera ísambandi við atvinnumál, landbúnaðarmál, fiskeldi- og síðast en ekki síst: kjaramál?“ stjórn einhverrar yfirborðslegrar stofnunar. Ég vil minna á það, að flestir jafnaðarmannaflokkar í Vest- ur-Evrópu eru hlynntir Efna- hagsbandalagi Evrópu, (EB). Hvað þýðir það fyrir Alþýðu- bandalagið? Nú, einfaldlega það, að ef flokkurinn fer í Alþjóða- samtök jafnaðarmanna, þá verð- ur Alþýðubandalagið að lúta yfir- stjórn alþjóðasamtakanna, og setja það á stefnuskrá sína að við förum í EB. Ég held að það sé til miklu einfaldari lausn: Hún er sú, að kratarnir í Alþýðubanda- laginu fari í Alþýðuflokkinn. Því skora ég á landsfundarfulltrúa Alþýðubandalagsins að fella landinu að kenna, að fiskeldis- fyrirtæki fari á hausinn eða út- gerðarfyrirtæki fari á hausinn? Svar mitt er nei, en samt sem áður þá þurfum við að borga brúsann. Á hverjum einasta degi heyrir maður í útvarpi eða sjónvarpi um eitt eða fleiri fyrirtæki sem hafa verið lýst gjaldþrota. En það furðulega í öllu saman þessu, er það, að fyrri eigendur gera alltaf tilboð í sín eigin fyrirtæki. Og daginn eftir hafa þeir stofnað nýtt hlutafélag. Það verður að fara að taka á vandamálum þessarar þjóðar og það strax. Mér finnst orðið ein- kenna þessa þjóð stéttaskiptingin Það gekk nú einu sinni svo langt að þeir vildu banna sósíal- ista á Alþingi íslendinga. Þarna sér maður hverslags stefnu þeir hafa alltaf fylgt. Er þetta lýðræði? Nei, það held ég ekki. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf hangið í íhaldinu. Bíðið bara og sjáið, innan skamms munu þeir fara í ríkis- stjórn með íhaldinu. Ég vil svo aftur ítreka orð mín að Alþýðubandalagið á ekki heima í Alþjóðasamtökum jafnaðarmanna. Höfundur er verkamaður og nemi í öldungadeild M.H. og landsfundar- fulltrúi Laugardagur 18. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 EFTA-ríkjunum ætlaður í mesta lagi einn mánuður til að fjalla um skýrslur ríkisstjórna um þessi mál, áður en taka á afstöðu til formlegra samningaviðræðna EFTA og EB rétt fyrir jólin. Þetta eru vinnubrögð, sem þjóð- kjörnir þingmenn eiga ekki að láta bjóða sér. Það ætti að vera skylda okkar sem þjóðkjörinna fulltrúa að tryggja lágmarks tíma til athug- unar svo þýðingarmikilla ntála og að alntenningur í löndunum fái ráðrúm til að hafa áhrif og setja fram sín sjónarmið. Við eigum að leita annarra leiða en þeirra seem færa okkur inn í biðsal EB. Afleiðingar innri ntarkaðarins á samfélög okkar hafa verið alltof lítið kannaðar og gagnrýnislaus aðlögun Norður- landa að EB setur ntörg norræn gildi í hættu. Viðeigum að horfa til allraátta í þeirri Evrópu, sem nú tekur á sig nýtt andlit dag frá degi. Um leið og við leitum samnorrænna lausna eigunt við að hafa augun opin fyrir kostum tvíhliða samn- inga. Virðulegi forseti. Alþjóðasamvinnunefnd Norð- urlandaráðs sýndi frant á þörfina að efla vinnu ráðsins að alþjóð- amálum. Atburðir þessa árs, bæði í Austur-Evrópu og Vest- ur-Evrópu, hafaenn undirstrikað réttmæti þeirrar tillögu Söder- nefndarinnar að sett verði á fót sérstök alþjóðanefnd á veguni ráðsins. Við hljótum að vænta þess að ákvöröun um slíka fasta- nefnd verði tekin á þingi Norður- landaráðs í Reykjavík innan fárra mánaða. Kannski getur það leitt til skynsamlegri viðbragða en við nú erunr vitni að frá forsætis- nefnd Norðurlandaráðs gagnvart breytingum í Austur-Evrópu. NÝJAR BÆKUR ÁRIÐ1988 STÓRVIDBURÐIR I MYNDUM OG MÁLI MEO ÍSLENZKUM SÉRKAFLA Árið 1988 Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent frá sér hina árlegu útgáfu sína á stórviðburðum ársins í máli og myndum með sérstökum kafla um ísland, en bók þessi hefur nú komið út í 24 ár og er orðin merkt heimildasafn um samtímasögu. Hér er um fjölþjóðaútgáfu að ræða, og er bókin gefin út á 8 tungumálum: þýsku, ensku, frönsku, íslensku, sænsku, finns- ku, ítölsku og spænsku. Bókin er 344 bls. í stóru broti, og eru myndir um 550 talsins, þar af tæpur helmingur í lit. Stærsti kafli bókarinnar er ann- áll ársins 1988 með fréttaskýringu fyrir hvern mánuð. Þá er sérstak- ur kafli um mannlíf og menningu, þar sem sérfræðingar frá ýmsum löndum fjalla um atburði ársins, hver á sínu sviði. Þessir þættir fjalla um alþjóðamál, tækni og vísindi, læknisfræði, kvikmyndir, tísku og íþróttir. Litakort fremst í bókinni gefa tölfræðilegar upplýsingar um fórnarlömb styrjalda í ýmsum löndum, flóttamenn, fíkniefna- sölu, milliríkjaviðskipti og innri markað EB. íslenskur sérkafli greinir frá því helsta sem gerðist hér á landi á árinu í máli og myndum. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson, höfundur ís- lenska kaflans er Björn Jóhanns- son og hönnuður hans er Haf- steinn Guðmundsson. Ljóðabók eftir Gyrði Elíasson Mál og menning hefur gefið út nýja ljóðabók eftir Gyrði Elíasson og hefur hún hlotið nafnið Tvö tungl. Þetta er sjötta ljóðabók skáldsinss, en hann hef- ur einnig sent frá sér eina skáld- sögu og eitt smásagnasafn. Tvö tungl er viðamikil ljóða- bók, geymir rösklega eitt hundr- að ljóð og skiptist í fjóra hluta. Ljóð Gyrðis eru hér ljósari og aðgengilegri en oft áður, þótt myndmál hans sé skemmtilegt og óvænt sem fyrr. Mörg kvæðanna eru eins og örstuttar sögur, enda hefur Gyrðir verið að glíma við frásagnarbókmenntir undanfarin ár. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur aflað sér virðingar í íslensk- um bókmenntaheimi og hlaut einmitt Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar fyrr á þessu ári. Tvö tungl er 122 bls. að stærð, og gefin út bæðði innbundin og í kilju. Kápu gerði Sigurlaugur Elíasson. Kennsla og viðkvæm deilumál Út er komið ellefta bindi í Rit- röð Kennaraháskóla fslands og Iðunnar. Ritið ber heitir „Álita- mál í kcnnslu frá sjónarhorni fjögurra námsgreina” og eru höf- undar fjórir og allir starfsmenn Kennaraháskólans. Erla Kristjánsdóttir skrifar for- mála og ritgerð Um álitamál í samfélagsfrœði, Baldur Hafstað Um álitamál í íslenskukennslu, Sigurður Tálsson Um álitamál í kristinfrœðikennslu og Stefán Bergmann Um álitamál í líffrœði- kennslu. Eins og heiti ritgerðanna bera með sér er rauði þráðurinn um- ræður um viðhorf og viðbrögð skóla og kennara við ýmsum við- kvæmum deilumálum samtíðar- innar hverju sinni. Reynt er að sýna hvernig hugsanlegt sé að taka á „álitamálum” í kennslunni sjálfri án þess að víkja sér undan öllum vanda þegar upp koma spurningar sem eiga sér ekki ein- hlítt svar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.