Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 4
FRETTIR MH Nemendur æfir Mótmæla niðurskurði og gerrœðislegum vinnubrögðum skólayfirvalda. Mæta ekki til skráningarfyrir vorönn og senda ráðherrum undirskriftarlista ■ emendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð héldu fjöl- mennan nemendafund í gær þar sem mótmælt var harðlega niður- skurði á Qárframlögum ríkisins til skólastarfsins á næsta ári. Einnig voru nemendur æfir yfir hvernig skólayfirvöld ákváðu að mæta þessum niðurskurði, þar sem hvorki var haft samráð við nemendur né kennara. Til að mótmæla þessum vinnu- brögðum ætla nemendur ekki að mæta til skráningar í áfanga á næstu önn sem fer fram á mánu- daginn, heldur fjölmenna þess í stað niður í mennta- og fjármála- ráðuneyti og afhenda ráðherrum undirkriftarlista gegn niður- skurðinum. - Það á enn og aftur að fækka valmöguleikum í námi okkar og fækka kennslustundum á stund- artöflu, sem leiðir til þess eins að nemendur eru lengur að ljúka náminu. Valmöguleikar nem- enda við þennan skóla eru nú lítið fleiri en hefðbundinna mennta- skóla með bekkjarkerfi en val- frelsið hefur hingað til verið talið aðaleinkenni áfangakerfisins. Hins vegar sitjum við enn uppi með alla galla áfangakerfisins og við höfum svo sannarlega ekki hugsað okkur að horfa þegjandi upp á þessa þróun, sagði Sigþrúð- ur Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Nemendaráðsins. Ef marka má stemningu á fundinum í gær og fjölda undir- skrifta sem söfnuðust er ekki annars að vænta en nemendur fjölmenni í mennta- og fjármála- ráðuneytið þegar undirskriftar- listarnir verða afhentir á mánu- daginn. jþ Frá nemendafundinum í Hamra- hlíð í gær. Skólayfirvöld gáfu ekki frí til þessara fundahalda en ne- mendur létu það ekki koma í veg fyrir góða fundarsókn. Bolafjall Vísað til ríkissaksóknara Siglingamálastjóri: Verið að afla gagna um málið. Fœr sömumeðferð og önnur álíka mál Mér þykir það nokkuð ljóst að málinu verði vísað til emb- ættis ríkissaksóknara sem síðan mun taka ákvörðun um fram- haldið, sagði Magnús Jóhannes- son siglingamálastjóri. Ljóst er að bandaríski herinn og eða viðkomandi verktaki Rat- sjárstöðvarinnar á Bolafjalli við Bolungarvík hafa brotið allar gildandi reglur um byggingu olíu- tanka við stöðina og jafnframt þær reglur sem kveða á um til- kynningaskyldu ef mengunarslys verða. Starfsmaður frá Siglingamála- stofnun er kominn vestur til að afla frekari gagna um málið og ma. á grundvelli þeirra yrði tekin formleg ákvörðun um að vísa málinu til embættis ríkissaksókn- ara. Jafnframt er verið að kanna hversu mikið af olíu hefur runnið í sjó fram og einnig hversu mikið af henni er að finna í snjónum umhverfis stöðina sem og í klak- anum þar efra. Stefnt er að því að flytja olíumengaðan snjóinn af fjallinu en ekki er talið á það hættandi að tappa þeirri olíu sem eftir er í stöðinni á bfla og flytja á brott niður snarbratt fjallið vegna nálægðar við vatnsból Bolvík- inga. Siglingamálastjóri sagði að þetta mál fengi sömu meðferð hjá stofnuninni og önnur álíka og skipti engu máli að Herinn ætti þar hlut að máli. -grh Lífeyrissjóður Vesturlands Valdimar hættur Ólafsvík og í Búðardal en þessi félög fóru þess á leit í haust við embætti ríkissaksóknara að fram færi opinber rannsókn á starfsemi sjóðsins sem og á ábyrgð stjórnar hans, endurskoðenda og við- skiptabanka sökum meintrar ó- reiðu í bókhaldi hans og fleiru. Ríkissaksóknari hafnaði þeirri kröfu eins og kunnugt er. -grh Afulltrúaráðfundi Lífeyris- sjóðs Vesturlands sem nýlega var haldinn sagði Valdimar Ind- riðason stjórnarformaður sig úr stjórninni og í hans stað var kos- inn formaður verkalýðsfélagsins Aftureldingar á Hellissandi Guð- rún Gísladóttir. Á fundinn mættu ekki fulltrúar verkalýðsfélaganna í Borgarnesi, Gerðuberg Bamamenning í dag Barnabókaráð, íslandsdeild IBBY og Gerðuberg gangast fyrir kynningu á nýjum barnabókum í Gerðubergi í dag. Auk þess verð- ur sýning á barnaleikritinu Regn- bogastrákurinn eftir Olaf Gunn- arsson á sérstökum afsláttar- kjörum. Rithöfundarnir sem lesa upp úr bókum sínum eru Gunnhildur Hrólfsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Kristín Steinsdóttir. Kynnir verður Olga Guðrún Árnadóttir. Kynningin hefst kl. 15.30. Að henni lokinni kl. 17.00 hefst sýn- ing á Regnbogastráknum og kostar miðinn aðeins kr. 400, en ókeypis er á bókakynninguna. Þá er boðið upp á kaffihlaðborð sniðið að smekk barna fyrir og eftir dagskrána. Á mánudagskvöld verða svo tónleikar í ljóðatónleikaröð Gerðubergs. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, mezzósópran, syngur við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar sönglög eftir Sig- valda Kaidalóns, Schumann, Poulenc, Hahn og Montsalvage. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. -Sáf Félagsheimili tónlistarmanna Dregið í happdrætti Dregið var í happdrætti Félags- heimilis tónlistarmanna 10. nóv- ember sl. og kom fyrsti vinning- ur, Skoda Favorit 1990 á miða númer 1504. 2. vinningur, ferð fyrir tvo til Mallorka með Atlant- ik kom á númer 4770. Einnig komu vinningar á eftir- talin númer: 404, 272, 2356, 442, 4162, 3141, 1573, 4577, 3569, 3711, 4501, 4182, 3777, 2005, 2750, 3701 og 637. -Sáf Haukar helga sér land Knattspyrnufélagið Haukar halda landnámshátíð á Ásvöllum við Hafnarfjörð á sunnudag kl. 17.00. Þar verður félaginu form- lega afhent 10 hektara framtíðar- svæði undir íþróttavelli og í- þróttahús. Að fornum sið ætla fé- lagar í Haukum að helga sér sitt framtíðar íþrótta- og útivistar- svæði með því að tendra elda á landamerkjum svæðisins. Uppfylling á svæðinu er þegar hafin og liggja framkvæmdaáætl- anir fyrir. Ráðgert er að ljúka fyrsta áfanga, þ.e. byggingu fullkomnasta gervigrasvallar á landinu, fyrir vorið 1991, en þá verður félagið 60 ára. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1989 Fá þeir Felix í kvöld? Þráinn með Hrímni frá Hrafnagili, sem tugmilljónir Evrópubúa horfa á í beinni útsendingu í sjónvarpi frá kl. 19:30. er frá Finnlandi, Jóhanna Terste- ege, bráðhugguleg hollensk leik- kona, Dusan Makavejev frá Júkkum, Istvan Szabó fyrir hönd Ungverja og fjöldi annarra. For- maður er Liv Ullmann frá Nor- egi. „Nú er Magnús ein af 6 mynd- um sem valdar voru úr hópi rúm- lega 100 mynda og þú ert til- nefndur til tveggja verðlauna. Hvaða áhrif hefur þetta á feri- linn? „Kynningarefnið sem við dreifðum þraut strax, menn virð- ast forvitnir um okkur. Allir í heimi kvikmyndanna þekkja Fel- ix núna. Ég býst við að fyrir ís- lenska kvikmyndagerð sé þetta auglýsing að jafnvirði tífaldri þeirri upphæð sem Kvikmynda- sjóður fær á ári“. Kvikmyndasjóður styrkir fyrir- tækið Nýtt líf til að senda Magnús til keppninnar og að sögn Guð- brands Jónssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins er ekki efi á því að þessi þátttaka gefur bæði Þráni Bertelssyni og öðrum íslenskum höfundum byr undir báða vængi hvað varðar kynningu og dreif- ingu. París er menningarhöfuðborg Evrópu í ár, Berlín var það í fyrra og 1990 verður það Glasgow, sem kunnugir segja að sé að endur- fæðast af þessu tilefni. Afhending kvikmyndaverðlauna Evrópu er aðeins einn liður í þeirri starfsemi sem fer fram á hverju ári. Auk handrits- og kvikmynda- verðlaunanna er úthlutað Felix- um fyrir bestu byrjendamyndina, bestu leikstjórn, til bestu leik- konu, besta leikara, besta leikara í aukahlutverki, fyrir myndatöku og tónlist. Auk þessu eru viður- kenningar fyrir ævistarf og 3 sér- stakar viðurkenningar aðrar. ÓHT Kvikmyndir Felix mundaður að Magnúsi Sjónvarpið með Þrá- in Bertelsson og fé- laga í beinni útsend- ingu frá París í kvöld Kl. 20:30 í kvöld hefst í Sjón- varpinu tæplega 2 klst. löng bein útsending frá París, sem fer til allra Vestur-Evrópulanda, þar sem úthlutað verður í annað sinn Kvikmyndaverðlaunum Evrópu, Felix-verðlaununum 1989. Þau eru svar Evrópu við ameríska Óskarnum. „Ég yrði minna hissa ef ég fengi handritsverðlaunin en leikstjórn- arverðlaunin", sagði Þráinn Bertelsson í símtali við Þjóðvilj- ann frá París í gær, „en út frá hreinum viðskiptasjónarmiðum þá held ég að menn vogi sér ekki að fara að skutla honum út á ein- hverja útnára." „Við hérna á Þjóðviljanum erum ósammála þessu og álítum að Evrópubúar muni mæta mið- stýrðu Hollywood-veldinu með hreinræktaðri byggðastefnu og hossa afdalabændum eins og „Magnúsi“. „Ykkur láðist að koma manni í dómnefnd.“ „Hvers lags fólk situr þar?“ „Uppáhaldsleikstjórinn minn, Gillo Pontecorvo frá Ítalíu, Vera Chytilova frá Tékkó, Jörn Donn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.