Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Kaupir þú einhvern tíma bækur handa sjálfum þér? Guðlaugur Smári Árnason, atvinnulaus: Já það kemur fyrir, aðallega kennslubækur. Skáld- sögur kaupi ég þó aldrei nema til gjafa. Else Zimsen, vinnur í apóteki: Nei ég hef nú yfirleitt svo lítinn tíma til að lesa, nema þá helst í sumarfríinu. Hins vegar kaupi ég bækur til jólagjafa. Drífa Hjartardóttir, bóndi: Já það geri ég oft. Síðasta bókin sem ég keypti mér er nýja bókin hennar Elínar Pálmadóttur um frönsku duggarana. Jón Grétar Margeirsson, sölumaður Ikea: Það kemur varla fyrir enda er ég svo latur við að lesa. Halla Gunnarsdóttir, nemi í HÍ: Ég kaupi aldrei bækur, nema þær námsbækur sem mér tekst ekki að fá lánaðar. Hins vegar nota ég bókasöfnin talsvert. bJÓÐVILIINN Laugardagur 25. nóvember 1989 202. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Umferð Bömin tala ekki við gangbrautaljósin Gangbrautaljós hafa verið sett upp víða í bænum og leyst afhólmi gangbrautverði sem voru ínámunda við barnaskóla. Einngang- brautavörður er þó enn starfandi ALanghoÍtsveginum við gatna- mót Holtsvegar er eina gang- brautin í bænum sem enn er vöktuð af gangbrautarverði. Aður fyrr vorur nokkrir gangb- rautaverðir í bænum, á þeim stöðum þar sem mestur fjöldi skólabarna gengur um. Smá sam- an hefur þeim fækkað og í stað varðanna er víða komin gang- brautaljós. - Börnin geta auðvitað ekki talað við gangbrautaljósin en að öðru leyti held ég að þau sinni ágætlega því hlutverki að koma börnunum heilu á höldnu yfir göturnar, sagði Benedikt Björns- son síðasti gangbrautavörðurinn í bænum. Hann sagði að þess yrði líklega ekki langt að bíða þar til gangbráutaljósin tæku einnig við sínu starfi. Benedikt hefur verið gang- brautavörður í 5 ár, fyrstu 3 árin Það er nokkurs konar árátta hjá mér að setja saman vísur um allt mögulegt og margar þeirra hafa orðið til hérna í skúrnum, segir Benedikt. Mynd - Jim Smart við gangbrautina við Miðbæjar- skóla og síðan á Langholtsvegin- um. - Börnin koma hérna í hóp- um á morgnanna, í hádeginu og síðan síðdegis. Milli þessa eru mjög fá börn sem eiga leið yfir Börnin í Langholtsskóla eru einu börn bæjarins sem enn njóta að- stoðar gangbrautavarðar við að fara yfir göturnar. Mynd - Jim Smart götuna, segir Benedikt. Hann hefur aðstöðu í litlum kofa sem er með glugga í allar áttir. Þar hefur hann komið sér vel fyrir með kaffibrúsann og dagbíöðin og þegar blaðamaður leit við hjá Benedikt var hann að pússa for- láta kistu sem hann hafði tekið með sér í vinnuna. - Já ég tók hana með mér hingað og hef ver- ið að dunda mér við að gera hana upp, segir Benedikt og sýnir biaðamanni hvar máð málning á kistlinum sýnir að hún var smíð- uð árið 1892, líklega innflutt frá Danmörku heldur Benedikt. - Ég er orðinn fastur punktur í tilveru margra barnanna hérna og sum þeirra staldra við hjá mér á hverjum degi. Best líkar mér við yngstu börnin, þau eru svo einlæg og saklaus. Flestir krakk- arnir eru ákaflega vinaleg þó ein- stakir strákar vilji vera óstýrilátir og almennt eru þau vel á verði gagnvart bílaumferðinni sem er mikil hérna, segir Benedikt. Undanfarin ár hefur Benedikt verið að safna saman vísum og ljóðum sem hann hefur samið um dagana og í skúrnum hefur hann ritvél til að vélrita upp vísur sem hann hefur geymt á blaðsneplum í gegnum tíðina - Ég hef sett sam- an vísur frá því ég man eftir mér. Þetta er nokkurs konar árátta sem ég ræð ekkert við og margar vísur hafa orðið til hérna í skúrnum. til dæmis þessi kveðja sem ég kastaði á ungan vin minn um daginn: Komdu Bjarki blessaður brúðum sér til jóla. Ertu stundum stressaður að stunda þennan skóla. Önnur vísa varð til fyrir rúmu ári sem er svona: Þegar greið mín gangan er gríp ég veiðiprikið en upp á heiði oft ég fer er mér leiðist mikið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.