Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. nóvember 1989 202. tölublað 54. órgangur
.steypa, steinsteypa, grátt ætlar allt grænt að gleypa. Mynd Jim Smart.
Virðisaukaskattur
Launafólk vill tvö þrep
*
Forystumenn BSRB, ASIy Stéttasambands bœnda og Neytendasamtaka vilja tvöþrep í
virðisauka og upptöku hans verðifrestað. Fjármálaráðherra gagnrýndur á Alþingi
fyrirframkvœmd virðisaukans en segist vera að standa við samkomulag innan ríkisstjórnar
um leið lánskjaravísitölu, þannig
að öll lán hækkuðu.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
vissulega koma til greina að hafa
tvö þrep á virðisaukaskatti. Hann
hefði kynnt þetta mál í ágúst og
september sl. og þá hefði verið
tími til þeirrar ákvörðunar hvort
þannig ætti að haga málum um
næstu áramót eða ekki. Ef menn
vildu tvö þrep kæmi það ekki til
framkvæmda fyrr en síðar. „Það
er hins vegar ljóst að það hafa
verið mismunandi skoðanir um
það í landinu hvernig þetta ætti
að vera“, sagði Ólafur. Gildandi
lög hefðu verið samþykkt af
Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki
og Framsóknarflokki með einu
þrepi. Það væri fyrst nú á síðustu
vikum að fram kæmi vaxandi
stuðningur við tvö þrep. Stjórn-
arflokkarnir hefðu hins vegar
gert samkomulag í þessum mál-
um og hann teldi það sitt verkefni
að standa við það, þó stefna Al-
þýðubandalagsins í þessum mál-
um væri önnur.
Ráðherrann sagðist þeirrar
skoðunar að virðisaukaskattur
ætti að taka gildi um áramót. Þá
myndi eiga sér stað verðlækkun á
ýmsum mikilvægum matvælum
þannig að í fyrstu viku í janúar
muni mjólk, dilkakjöt, ferskt
grænmeti og fiskur lækka í verði,
ýmist um 10% eða 6%.
Trúnaðarráðsfundur Dags-
brúnar hefur lýst yfir stuðningi
við yfirlýsingu ASI í dagblöðum
sem mótmælir 26% vsk. á ma-
tvæli. -hmp
Tékkóslóvakía
Fomstan segir
Fprystumenn Alþýðusambands
Islands, Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, Stéttasam-
bands bænda og Neytendasamt-
akanna héldu sameigilegan
blaðamannafund í gær þar sem
þeir lýstu þeim skoðunum sínum
að þeir vildu „matarskattinn“
burt eða að við upptöku virðis-
aukaskatts um næstu áramót
yrðu höfð tvö þrep á vsk. þannig
að öll matvæli yrðu í lægra þrepi.
Sögðust forystumenn samtak-
anna ekki skilja hvers vegna sá
háttur ætti að vera óframkvæm-
anlegur hér á landi þegar hann
væri víða hafður á í nágranna-
löndum okkar. I utandagskrár-
umræðu á Alþingi í gær var fjár-
málaráðherra gagnrýndur fyrir
_að leyfa þingheimi ekki að fylgj-
ast með framkvæmd kerfis-
breytingarinnar. En Ólafur
Ragnar sagði að þingflokkar ættu
að vera vel inni í málum þar sem
þeir hefðu haft í fórum sínum all-
ar upplýsingar í einn og hálfan
mánuð.
Á blaðamannafundi samtaka
launafólks minnti Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ á, að
samningar opinberra starfs-
manna væru lausir um næstu
mánaðamót og að samningar
ASÍ-félaga væru lausir um næstu
áramót. Samtök launafólks væru
fyrst og fremst að hugsa um
kaupmáttinn en ekki krónur í
launaumslögum og því augljóst
að tvö þrep á virðisaukaskatti
væri góð leið til að auka
kaupmáttinn. Enda væri það svo
að skattur á matvælum kæmi
verst niður á þeim sem hefðu
lægstu launin, það fólk greiddi
hlutfallslega mest af sínum tekj-
um í mat.
Haukur Halldórsson formaður
Stéttasambands bænda sagði þá
leið sem nú ætti að fara, að greiða
niður einstaka vöruflokka á
framleiðslustigi, hefði reynst
ákaflega illa. Þetta myndi leiða til
þess að því lengra sem vara færi í
framleiðsluferli myndu áhrif
þessara niðurgreiðslna minnka.
Ásmundur sagði eitt af því sem
væri flókið í framkvæmd virðis-
aukans, væri hvernig ætti að haga
endurgreiðslum varðandi íbúðar-
byggingar. Það virtist fullkom-
lega óljóst hvernig farið yrði með
byggingarvísitölu um áramót.
Verktakar yrðu að gera bókhald
eftir fjórum leiðum eftir því fyrir
hvern væri byggt. Síðan væri ætl-
unin að endurgreiða þeim sem
væru að byggja íbúðir en sér væri
ekki kunnugt um hvernig ætti að
framkvæma þetta. Það væri
spurning hvort þetta leiddi til
hækkunar byggingarvísitölu og
011 forustu tékkóslóvakíska
kommúnistaflokksins, þar á
meðal Milos Jakes, aðalritari
flokksins, sagði af sér á neyðar-
fundi sem stóð yfir í Prag lengst af
gærdagsins. Segir í frétt frá CTK,
hinni opinberu fréttastofu Tékkó-
slóvakíu, að öll forsætisnefnd
flokksins og stjórnardeild aðalrit-
ara hefðu beðist lausnar til að
gefa miðnefnd flokksins frjálsar
hendur til að kjósa nýja forustu.
Ljóst virðist að flokksforustan
hafi ekki séð sér annað fært en að
láta undan kröfum fólks á fjölda-
fundum, sem staðið hafa yfir í
rúma viku samfleytt einkum í
Prag, en einnig í fleiri borgum. Á
fundunum hefur fyrst og fremst
verið krafist lýðræðis og afsagnar
forustu ríkisflokksins. Fréttastof-
an hefur eftir Jakesi að hann vilji
af sér
umbætur í lýðræðisátt. Gert er
ráð fyrir að miðnefndin muni
kjósa nýja forustu með leynilegri
atkvæðagreiðslu. í nefndinni eiga
sæti 150 fulltrúar.
Jakes hefur verið aðalritari
flokksins frá því í des. 1987 er
hann tók við af Gustav Husak, er
gegnt hafði þeirri stöðu frá því að
Alexander Dubcek var vikið úr
henni eftir Pragvorið. Reuter/-dþ.