Þjóðviljinn - 29.11.1989, Qupperneq 7
NYJAR BÆKUR
Faðir minn skáldið
Gylfi Gröndal
Dúfa töframannsins
Sagan af Katrínu Hrefnu yngstu dótt-
ur Einars Benediktssonar skálds
Forlagið 1989.
Þessari bók má sér til hægri
verka skipta í þrjá hluta. Fyrst fer
frásögn af bernsku- og uppvaxt-
arárum dóttur skáldsins á Eng-
landi, í Danmörku og á íslandi.
Þá hefst millispil: um það leyti að
verulega fer að halla undan fæti
fyrir Einari Benediktssyni verður
yngsta dóttir hans yfir sig ástfang-
in og strýkur til Suður-Ameríku
með sínum heittelskaða og ratar
þar í furðuleg ævintýr. Hún
kemst síðan heim snemma í stríð-
inu, segir lítillega frá sínum
högum þar og síðar í Bandaríkj-
unum. En öll er sú frásögn rofin
hvað eftir annað af tilvísunum til
þess sem var að gerast í lífi og
dauða Einars skálds. Og þá kem-
ur að þessu hér: það er varla rétt
að segja að þessi bók sé „sagan af.
Katrínu Hrefnu“ heldur er þessi
bók fyrst og síðast frásögn af Ein-
ari skáldi Benediktssyni, lögð í
munn dóttur hans. Lokakaflarnir
fjalla reyndar um baráttu hennar
og annarra erfingja við félagið
Braga um umdeilt afsal útgáfu-
réttar á verkum skáldsins, þar eru
og rakin hörð andmæli Katrínar
Hrefnu við köflum úr minningar-
bók eftir Halldór Laxness þar
sem vikið er að föður hennar og
systkinum.
Gylfi Gröndal leitar miklu
víðar fanga en í upprifjun sögu-
konu og fellir laglega saman
hennar minningar og aðrar heim-
ildir og verður úr þessu læsilegur
texti. Upprifjunin á ferli og skap-
höfn Einars skálds er mjög á nót-
um þeirrar vitneskju sem menn
þekkja af t.d. viðtalasafninu
„Seld norðurljós". Síðan bætast
við persónulegar myndir og mat
sögukonu, sem vissulega eru
góðra gjalda verð, en vart verður
því samt fram haldið að með
þeim sé bætt svo um muni við
vitneskju okkar eða skilning á
Einari skáldi Benediktssyni.
Fyrst og síðast er hér um að ræða
minningabrot dóttur, sem er að
sönnu ekki blind á ávirðingar
föður síns, en er fyrst og síðast í
málsvörn fyrir hann, sem ber
keim af sterkri og fyrirvaralítilli
aðdáun.
Þarf engan að undra: margir
hafa dáðst að smærri manni en
Einar var Benediktsson. En
stundum verður málsvörnin dá-
lítið út í hött í ákafa sínum. Eins
og þegar Karín Hrefna tekur að
sér að staðhæfa að fyrirtæki og
áætlanir Einars hafi ekki verið
ævintýramennska og skýjaborg-
ir, heldur hafi þar allt verið vand-
lega hugsað og undirbúið:
„Ástæðan til þess að þær (fram-
kvæmdirnar) urðu ekki að veru-
leika voru að sumu leyti óheppni
og óviðráðanlegar ytri aðstæður
eins og styrjöld og kreppa. En
fyrst og fremst var orsökin skiln-
ingsleysi stjórnvalda hér á landi
og ótti þeirra við erlent fjár-
magn.“ Hér er allt einfaldað stór-
lega - til dæmis er því sleppt úr
þessu dæmi hve gróf óskhyggja
einkenndi áform Einars um
námagröft á íslandi. Það getur
reyndar varla orðið annað en ó-
frjótt karp úr því sem komið er út
úr því, að velta fyrir sér að hve
miklu eða litlu leyti Einar Bene-
diktsson hafði „rétt fyrir sér“ í
sínum framkvæmdasöng. Hitt er
líklega vænlegra þegar meta skal
þýðingu þess framkvæmdasöngs
fyrir persónu og skáldskap Ein-
ars, að skoða hann í tengslum við
þær „andstæður veruleika og
hugmyndar", sem Kristinn E.
Andrésson fjallar um í frægri
grein um skáldið, andstæður sem
verða æ óleysanlegri eftir því sem
lengra líður á líf skálds, sem hafði
Bakkus með í för ásamt öðrum
guðum.
Áðan var sagt að skrásetjarinn
blandaði fagmannlega saman frá-
Kersknin og múrinn
„Orðafar“ heitir þriðja ljóða-
bók Margrétar Lóu Jónsdóttur
og gefur höfundur sjálfur út bók-
ina og teiknar í hana mynðir.
Ég var átján ára þegar ég gaf út
mína fyrstu ljóðabók, segir Mar-
grét Lóa í stuttu spjalli, hún hét
Glerálfar (1985). Ári síðar kom
svo út annað kver eftir mig, Nátt-
virki. Þeim var vel tekið, fannst
mér.
í „Orðafari“ er ljóðabálkur
sem geymir áhrif frá ferðalagi um
Evrópu - það vill reyndar svo
skemmtilega til fyrir mig að á
tveim stöðum er ort um Berlín-
armúrinn sem nú er hruninn. Hin
ljóðin eru svo úr ýmsum áttum,
ég vona það sé í þeim viss
kerskni, en ekki beint ádeila ; alt-
ént eru þetta ekki harmþrungin
ljóð ungs skálds.
ÁRNI BERGMANN
sögn og öðrum heimildum. Þetta
á ekki alltaf við: til dæmis
skjótast hráir fróðleiksmolar úr
sögu og landafræði inn í þættina
frá Suður-Ameríku og flækjast
fyrir forvitni, sem vakin hefur
verið hjá lesandanum um líf
sögukonunnar sjálfrar á þessum
árum. En þarna er stiklað mjög á
stóru um furðulega sögu af ungri
konu íslenskri, sem lendir í pólit-
ískum einangrunarbúðum með
kommúnistum í Brasilíu, missir
þar mann sinn, flýr með öðrum
útlögum niður Amasonfljót,
lendir í Súrinam og Frönsku
Gvæjana og guð má vita hvar.
Þetta er bersýnilega mikil furðu-
saga en hún er ekki sögð nema að
örlitlu leyti. Og það er reyndar
víðar, að dóttirin hefði mátt meta
eigið líf meir til sögu í stað þess að
flýta sér jafnan til föðurmyndar-
innar, sem á allt annað skyggir.
Ævintýri
eftir Ólaf
Gunnarsson
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina Fallegi flug-
hvalurinn eftir Olaf Gunnarsson
rithöfund. Bókin er myndskreytt
af bandarísku listakonunni Joan
Sandin. Ólafur Gunnarsson er
lesendum að góðu kunnur fyrir
skáldsögur sínar og þætti í blöð-
um og tímaritum, en Fallegi flug-
hvalurinn er fyrsta barnabókin
frá hans hendi.
Þetta er sagan um litla hvalinn
sem uppgötvaði einn góðan
veðurdag sér til mikillar furðu að
hann gat flogið um allan heim.
Og þegar sólinni ofbauð vonska
heimsins og ákvað að hætta að
skína, þá flaug litli flughvalurinn
upp til hennar og bað hana að
miskunna sig yfir mennina og
byrja aftur að skína. Það gerði
hún en með einu skilyrði...
Sagan kemur samtímis út á ís-
lensku, dönsku, norsku og
sænsku.
SfGFÚS BJARTS/IARSSDN
ÁNFJAÐFW
Ljóð Sigfúsar
Bjartmarssonar
Ljóðskáldið Sigfús Bjartmars-
son hefur nú sent frá sér nýja bók
er nefnist An fjaðra. Útgefandi
þessarar þriðju ljóðabókar Sig-
fúsar er Mál og menning, en síð-
asta bók frá hans hendi var Hlýja
skugganna sem út kom 1985.
í bókarkynningu segir m.a.:
Sigfús Bjartmarsson er einn
þeirra höfunda sem sækja föng
víða í bókmenntum heimsins en
standa þó föstum fótum í ís-
lenskri hefð, enda ættaður frá
Sandi í Aðaldal. Hin nýja bók
hans er í sjö hlutum, sem ýmist
geyma stutt ljóð eða lengri ljóða-
bálka. En þótt hér séu langir
ljóðaflokkar er form Sigfúsar enn
meitlaðra en fyrr, hann kýs held-
ur að vekja ímyndunarafl lesand-
ans með fáum orðum en útlista
hlutina um of. Síðasta bók Sigfús-
ar vakti athygli fyrir seiðmagnað
og agað myndmál, og það er
skoðun útgefanda að skáldið hafi
þroskað hæfileika sína enn frekar
í þessari nýju bók.
Án fjaðra er 102 bls. að stærð,
og gefin út samtímis innbundin
og í kilju.
Unglingasaga
eftir Helga
Jónsson
Út er komin skáldsagan
Skotin! eftir Helga Jónsson. Það
er Stuðlaprent hf., Ólafsfirði,
sem gefur bókina út, en höfundur
er kennari við gagnfræðaskólann
á staðnum og ritstjóri bæjar-
blaðsins Múla.
Skotin! er unglingasaga. Að-
alpersónan Kári, sem er í 8.
bekk, er einmana og vinafár.
Hann haltrar á öðrum fæti og er
því mikið strítt og uppnefndur
Stuttfótur. En þá fyrst byrja
vandræðin þegar hann hugsar um
stelpur. Kári er nefnilega skotinn
í Sylvíu, en gallinn er bara sá að
hún er á föstu með skóla-
fantinum. Og til að kóróna
óhamingjuna er skólafanturinn
Skarphéðinn alltaf að níðast á
honum. Kára leiðist þessi rudda-
skapur fantsins en hann getur
ekkert gert. Hann verður því að
finna nýja aðferð til að sigrast á
þessum óvini sínum.
Skotin! er fyrsta skáldsagan
sem Helgi Jónsson sendir frá sér.
Kormákur Bragason hannaði
kápu.
Barnabók
eftir Kristínu
Steinsdóttur
Vaka-Helgafell hefur gefið út
bókina Stjörnur og strákapör
eftir Kristínu Steinsdóttur. Hún
er sjálfstætt framhald bókanna
Franskbrauð með sultu og Fallin
spýta, en fyrir þá fyrrnefndu fékk
Einar skáld er sá sem allt snýst
um.
Kristín Steinsdóttir íslensku
barnabókaverðlaunin 1987.
í bókarkyningu segir m.a.: í
Stjörnum og strákapörum fylgj-
umst við með ævintýrum Lillu og
Kötu og vina þeirra í Reykjavík.
Sagan iðar af lífi og gleði en undir
yfirborðinu býr þó alvara lífsins.
Prentsmiðjan Edda í Kópavogi
annaðist prentvinnslu og bók-
band. Bókin er 103 blaðsíður og
prýða hana teikningar eftir
teiknarann góðkunna, Brian
Pilkington.
Smásögur
Jóns Dan
Bókaútgáfan Keilir hefur sent
frá sér nýj a bók eftir Jón Dan sem
nefnist Sögur af sonum. Sögurnar
fjalla um syni - flestar um afstöðu
þeirra til foreldris eða um afstöðu
foreldris til sonar.
Á bókarkápu stendur: „Jón
Dan segir sögur. Hann forðast að
vera ljóðrænn, áreitinn, skrýtinn
eða heimspekilegur, en sagan
getur í höndum hans orðið þjóð-
félagslýsing, skapgerðarrýni,
krufning á mannlegu eðli.
Litla vampíran
enn á kreik
Þriðja bókin í bókaflokknum
um Litlu vampíruna er komin í
búðir og heitir hún Litla vampír-
an flytur. Þessar bækur hafa
eignast aðdáendahóp á íslandi
ekki síst eftir að sjónvarpið sýndi
á síðastliðnu vori myndaröðina
um litlu vampíruna Runólf Hroll-
berg og vin hans Anton Tulliní-
uss.
í bókarkynningu segir m.a.:
„Sagan geislar af frásagnargleði,
mannlegri hlýju og hæfilegri
spennu. Sennilega er það samt
húmorinn sem mestu ræður, því
bækurnar um Litlu vampíruna
eru á köflum bráðfyndnar.”
Miðvikudagur 29. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7