Þjóðviljinn - 05.12.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Qupperneq 3
Kvikmyndir Einhæft val Bandarískar kvikmyndir ncer einoka kvik- myndasýningar hérlendis. 96% kvikmynda á enskri tungu. Áhorfendum hefurfœkkað um 40% á átta árum Bandarískar kvikmyndir nær einoka íslenskan kvikmynda- húsamarkað með um 87% af frumsýndum erlendum myndum. Séu breskar og aðrar enskumæl- andi myndir teknar með er ljóst að 96% erlendra kvikmynda eru á engilsaxneskri tungu. Þessar tölur koma fram í hag- tíðindum októbermánaðar. Árið 1986 voru frumsýndar alls 186 er- lendar kvikmyndir í reykvískum kvikmyndahúsum og voru 162 þeirra bandarískar. 13 kvik- myndir voru breskar, ein sam- eiginleg framleiðsla þessara þjóða og tvær kvikmyndir voru kanadískar. Það voru því aðeins átta kvikmyndir frá öðrum þjóð- um, eða rösklega 4% af markað- inum. Tvær þeirra voru danskar, tvær v-þýskar og ein kvikmynd kom frá Frakklandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. í hagtíðindum er einnig borinn saman aðsóknarfjöldi áranna 1985-1988, en á þessum tíma hef- ur fjöldi erlendra mynda fækkað úr 229 í 186 á ári. Þar kemur í ljós að heildarfjöldi gesta í Reykjavík hefur lækkað á þessum árum úr 1418 þúsund gestum árið 1985 í 1094 þúsund árið 1988 og eru ís- lenskar myndir og myndir á sér- sýningum meðtaldar. Þar segir einnig að meðaltal áranna 1979- 1980 var 1727 þúsund gestir þannig að fækkunin er um 40% frá þeim tíma. Þá hefur dregið enn meira úr sýningum utan Reykjavíkur og er talið að hlut- deild landsbyggðarinnar sé nú um fjórðungur í stað þriðjungs fyrir áratug. Þannig má ætla að heildarfjöldi áhorfenda hafi fækkað úr 2500-2600 þúsundum í 1450 þúsund á aðeins átta árum. Samkvæmt þessum tölum fer hver íslendingur 5,8 sinnum í bíó en hann fór 11,2 sinnum árið 1980. ísland hefur engu að síður enn yfirburði miðað við önnur Norðurlönd en af þeim fara Norðmenn oftast í bíó, eða þris- var á ári. -þóm Keflavíkurvöllur Herinn ræðst á flugvirkja Tveir flugvirkjar hjá Flug- leiðum voru handteknir af hermönnum þar sem þeir voru að vinna við aðra Dísina í flugskýli hersins, en þar leigja Flugleiðir aðstöðu af hernum. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði við Þjóðviljann í gær að Flugleiðar skýlinu væri skipt í 6 hólf sem ekki væru glögg- iega aðskilin. Flugleiðir leigja eitt af þessum hólfum en fá stundum annað hólf til afnota og svo hefði verið í gær. „Það var varðmaður þarna við svæðamörkin, enda var vél frá hernum þarna við hliðina. Undir henni lá kapall sem notaður er til þess að gefa straum inn á vélarnar og annar flugvirkinn ræddi við varðmanninn og skýrði út fyrir honum að hann ætlaði að ná í kapalinn til þess að gefa straum á Dísina. Flugvirkjarnir töldu að varðmaðurinn hefði gefið heim- ild til þess en þegar flugvirkinn hafði náð í kapalinn var hópur hermanna kominn. Einar sagði að flugvirkjunum hefði verið skipað að leggjast á grúfu og síðan var leitað á þeim. Þannig lágu þeir í um 40 mínútur á meðan náð var í skilríki þeirra og beðið eftir íslensku lögregl- unni sem tók skýrslu af þeim. „Flugleiðir líta þetta atvik mjög alvarlegum augum. Það er ótækt að svona gerist. Félagið mun fylgja þessu eftir og búa svo um hnútana að svona atvik end- urtaki sig ekki.“ -Sáf Heimavarnarliðið Herstöðin í Grindavík heimsótt 12 manna hópur dvaldi innan girðingar í 2 tíma Asunnudaginn lagði hópur fólks úr Heimavarnarliðinu leið sína að bandarísku herstöð- inni í Grindavík. Hópurinn sinnti ekki banni um aðgang að svæði Skoðanakönnun Minni en í kosningum Kvennalistinn fengi minna fylgi nú en þegar kosið var síðast samkvæmt skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir Stöð 2. Kvenna- listinn fengi 8,8% nú en hafði 10% í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 55% samkvæmt könnuninni, Al- þýðuflokkurinn 6,6%, Framsókn 15,2% og Alþýðubandalagið 9%. 45% aðspurðra voru óákveðnir eða vildu ekki svara. 68% voru andvígir stjórninni. innan girðingar en yfirgaf svæðið eftir tæpa tvo tíma að kröfu lög- reglunnar. Aðgerðirnar fóru friðsamlega fram. í yfirlýsingu sem Heimavarn- arliðið hefur sent frá sér segir að förin að herstöðinni í Grindavík sé farin til að leggja áherslu á kröfuna um brottför bandarísks herliðs frá íslandi. Heimavarn- arliðið vill líka vekja athygli ís- lensks almennings á hlutverki herstöðvarinnar í Grindavík. Um fjarskiptastöðina þar eiga að fara síðustu boð til langdrægra sprengiflugvéla, kjarnorkukaf- báta og herskipa um árásir á borgir í Sovétríkjunum. -Þegar eru hafnar miklar framkvæmdir við stöðina og ákveðið hefur ver- ið að byggja þar stóra stjórnstöð fyrir kjarnorkustríð. Þessi hern- arðarmannvirki eru aðeins til þess fallin að viðhalda kjarnorku- ógnuninni í heiminum og eru í hróplegri andstöðu við þróun heimsmálanna, segir í yfirlýsingu Heimavarnarliðsins. .. Jólasveinar komnir til byggða Undirbúningur íslenska hand- boltalandsliðsins fyrir A- heimsmeistarakeppnina í Tékk- óslóvakíu er nú að hefjast en liðið hefur aðeins tvo og hálfan mánuð til stefnu. Líklega hefur liðið aldrei undirbúið sig jafn lítið fyrir samsvarandi keppnir á und- anförnum árum og eru menn ekki sérlega bjartsýnir um góðan ár- angur af þeim sökum. Hinsvegar verður íslenska landsliðið lítið breytt frá því er það sigraði B- keppnina sl. vor og verður líklega leikreyndasta landslið heims í A- keppninni. Menn ekki í formi Þessa dagana er landsliðið við æfingar og eru flestir þeirra sem fara til Tékkóslóvakíu í þeim hópi. Liðið mun þó ekki ná að æfa af fullum krafti fyrr en frá 17. desember til 9. janúar og síðan frá 24. janúar allt til keppninnar sem hefst í lok febrúar. „Þessi undirbúningur er alls ekki nægjanlegur fyrir hand- knattleik á alþjóðamælikvarða,“ sagði Guðjón „Gaupi“ Guð- mundsson liðstjóri landsliðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það virðist sem menn viti al- mennt ekki hvernig alþjóðahand- bolti er, enda hafa fæstir þeirra séð alvöru „túrneringar" er- lendis. Þetta á einnig við um bróðurpart þjálfara í 1. deild og þess vegna eru leikmenn þeirra í mjög lélegu formi. Að vísu má skýra það með því að liðin hér heima leika aðeins einn leik á viku en í A-keppninni þurfum við að leika sjö leiki á 11 dögum. Ástandið er það slæmt að ég man ekki eftir að landsliðsmenn í ís- lenskum félagsliðum hafi verið í svo lélegu formi frá því við Bog- dan byrjuðum í þessu árið 1983. Það er því engin ástæða til að vera bjartsýnn," sagði Guðjón enn- fremur. Það er því greinilegt að þeir félagar Bogdan og Guðjón eru ekki hressir þessa dagana og munu eflaust vara við of mikilli bjartsýni. Árangur landsliðsins hefur í gegnum tíðina verið svo að segja í öfugu hlutfalli við bj artsýnina og þær væntingar sem gerðar eru til liðsins. Eftir fræki- legan sigur landsliðsins í B- keppni sl. vor töluðu menn um að mikill undirbúningur væri af hinu illa og nefndu Olympíuleikana þar til samanburðar. Hinn gífur- legi undirbúningur fyrir leikana í Seoul skilaði sér ekki í árangri en mun minni undirbúningur fyrir B-keppnina leiddi til sigurs. Þessi sjónarmið tekur Guðjón ekki undir: „Eftir Ólympíuleikana voru leikmenn í mjög góðu formi og héldu því í kjölfarið með sínum félagsliðum. Menn voru aðallega þreyttir andlega en tókst að vinna á þeirri þreytu fyrir B-keppnina. Liðið undirbjó sig síðan sérstak- lega í tvo og hálfan mánuð sem er sami tími og heildarundirbún- ingurinn er nú fyrir enn erfiðari keppni. Það er því einsog svart og hvítt að líkja þessu saman og segir einmitt mikið um hugsunar- háttinn hér,“ sagði Guðjón um þennan samanburð. Lært af mistökum En hverju getum við þá búist við af ieikreyndasta landsliði heims í heimsmeistarakeppn- inni? Landsliði sem tók þátt í þremur A-keppnum í röð og sigr- aði síðan í B-keppni, ávallt undir stjórn sama þjálfarans og jafnvel með sömu lykilmennina í þessi fimm ár. Guðjón hefur vissulega rétt fyrir sér að undirbúningurinn er heldur ómarkviss. Fimm fasta- menn í landsliðinu leika erlendis og ættu þeir að komast í undir- búninginn, nema hvað Sigurður Sveinsson á ekki heimangengt frá V-Þýskalandi, enda féllu þeir í C- grúppu. Þessir leikmenn ættu að vera í ágætu formi og því eru það aðallega leikmennirnir hér heima sem eru hugsanlega ekki í nógu góðri þjálfun. Á þessari stundu er vart hægt að meta það hvort leik- menn nái að komast í nægjanlega þjálfun en altént er ljóst að líkamlegur styrkur bestu þjóð- anna er ávallt að aukast. íslenska landsliðið verður því varla í jafn góðu líkamlegu formi og flestar aðrar þjóðir en á móti vegur að liðið býr yfir gífurlegri reynslu og hefur síðustu misseri bæði náð frábærum árangri og valdið von- brigðum á stórmótum. Það er því í raun allt of snemmt að spá fyrir um þessa hluti nú og má tam. minna á að mönnum leist ekki beint á blikuna í jólaleikjum landsliðsins í fyrra og því var ekki búist við stórafrekum í B- keppninni. Þetta er einmitt mergurinn málsins þegar verið er að spá í möguleikana í Tékkóslóvakíu. Hugarfar leikmanna, þjálfara og í BRENNIDEPLI Erfitt er að meta styrk leikreyndasta lands- liðs heims vegna lítils undirbúnings enn sem komið er. Mikil- vœgast er að leik- menn liðsins hafi lœrt afmistökum sl. vetrar og láti almannaróm sem vind um eyru þjóta ekki síst stuðningsmanna lands- liðsins var allt annað fyrir B- keppnina en aðeins fáeinum mánuðum áður austur í Seoul. Lærdómurinn frá síðasta vetri var fyrst og fremst varðandi óraun- hæfar væntingar og það hvernig andlegum undirbúningi skal hátt- að fyrir svona keppnir. Þetta ættu leikmenn landsliðsins að vita en ekki er ólíklegt að handboltaá- hugamenn hérlendis falli enn einu sinni í gryfju bjartsýninnar. Ef almannarómur stígur feti of langt í bjartsýninni er vonandi að landsliðsmenn hafi sjóast nógu mikið í faginu til að láta slíkt sem vind um eyru þjóta. „Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara út í og því er engin tauga- veiklun í liðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson um þessa hlið málsins og eru það vonandi orð að sönnu. Erfiðir riðlar Hvað sem miklum eða litlum væntingum líður fá handknatt- leiksunnendur nú brátt að sjá hetjur sínar í helstu íþrótta- höllum landsins. Á morgun verð- ur svokallaður Pressuleikur þar- sem landsliðið leikur við einskon- ar B-landslið, valið af íþrótta- fréttamönnum. Sá leikur gefur vonandi einhverja mynd af því í hvernig þjálfun leikmenn eru, en gefur auðvitað aldrei rétta mynd af tæknilegu leikskipulagi liðsins. Síðan verða tveir leikir við Norð- menn á milli jóla og nýárs, Tékk- ar leika hér þrjá leiki snemma á nýja árinu, síðan Rúmenar, Svisslendingar og loks Hollend- ingar skömmu áður en haldið verður til Tékkóslóvakíu. Líklegt er að þangað fari nánast sami hópur og beit í gullið í París. Alvara lífsins hefst síðan síð- asta dag febrúarmánaðar þegar leikið verður gegn Kúbu. Leikir gegn Spánverjum og heimsmeist- urum Júgóslava fylgja í kjölfarið og þannig mun ráðast hvort ís- land kemst í milliriðil. Líklega nægir að vinna aðeins einn þess- ara þriggja leikja til að komast í milliriðil. Kúba ætti ekki að vera erfið hindrun, en Spánverjar hafa reynst okkur erfiðir í langan tíma. Júgóslavar hafa breytt liði sínu talsvert frá því í Sviss 1986 en leikir íslands gegn þeim hafa löngum verið jafnir og skemmti- legir. Þótt aðeins einn sigur nægi til að komast í milliriðil þýðir slíkur árangur að nánast útilokað verð- ur að ná öruggu sæti á Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992. í milliriðil munu nefnilega bætast við lið Sovétríkjanna og A- Þýskalands sem eru vægast sagt erfið viðureignar, sérstaklega So- vétmenn sem flestir spá jafnvel auðveldum sigri í þessari keppni. í riðlakeppninni skiptir í raun meira máli að vinna Júgóslava heldur en Spánverja, því þeir síðartöldu eru sjálfskipaðir þátt- takendur á næstu Ólympíu- leikum sem gestgjafar. En svona smáatriði á ekki að ræða löngu áður en keppni hefst í umbótasinnaðri Austur-Evrópu. Mikilvægast er að landsliðið geri hvað það getur til að ná góðu sæti og hef ég trú á að svo verði. Erfið- ara er hinsvegar að sjá fyrir hver raunverulegur styrkur liðsins er og hefði varla sakað að hafa undirbúninginn betri en raun ber vitni. Jólasveinar eru ekki enn komnir til byggða, nema kannski hjá bjartsýnustu íslendingum sem halda að landinn eigi heimsins besta handboltalandslið án þess að hafa nokkuð fyrir því. -þóm Landsliðið hlaut uppreisn æru sl. vor og var tekið vel á móti því eftir að hafa hlotið gull í París. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.