Þjóðviljinn - 05.12.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Síða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Lög og regla Ofbeldi í samfélaginu hefur komist í brennidepil umræðna að undanförnu. Kærumálum vegna líkamsárása fjölgar stór- lega milli ára, bæði unglingar og fullorðnir verða fyrir alvar- legum áverkum á götum úti. Þjóðfélag okkar hefur breyst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, lýsir því yfir í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að nokkur svæði borgarinnar séu ekki lengur örugg til umferðar um helgar. Hann segir einnig orðrétt: „Gangandi lögreglumenn virðast nánast horfnir af götunum og inn í bílana. Mér finnst þetta ótækt...“ Lögreglustjóri telur að auknar fjárveitingar til lög- reglu séu eitt frumskilyrði þess að úr rakni. Þótt frásagnir séu til um grimmilegt ofbeldi af einhverjum sökum allt frá upphafi íslandsbyggðar, var ekki talið hreysti- legt að vega menn einungis vegna þess að þeir lágu vel við höggi. Böðvar Bragason minnist einnig á þetta atriði: „Það sem hefur færst í vöxt er þetta tilefnislausa ofbeldL.nú er komið upp nýtt hegðunarmunstur. Það er ráðist á fólk upp úr þurru." Að vísu má ef til vill leiðrétta lögreglustjórann á þennan veg: Okkur er enn ekki kunnugt um hverjar orsakir ofbeldis- ins eru. Hugsanlegt er aö hann nefni sjálfur hluta af for- sendunum sjálfur í viðtalinu:„Margt fólk hefur það skítt -Við viljum ekki viðurkenna að það er ótrúleg neyö hjá sumu fólki. Við viljum engar skuggahliðar og við sjáum þær ekki.“ Viðbrögð æskunnar og athafnir eru ekki endilega út í loftið og tilefnislausar, þótt óskiljanlegar virðist í fyrstu. Gleymum því ekki, að þegar stúdentar í Evrópu kröfðust þess að eiga fulltrúa í háskólaráðum og hafa áhrif á kennsluframboð, þótti mörgum þetta geggjuðustu tilmæli sem borist höfðu. Og þá sló í brýnur sem kostuðu bæði líf og limi. Sú var raunar tíðin að margir vinstrimenn höfðu sérstakan og rökstuddan ímugust á ákveðinni ofuráherslu á lög og reglu í samfélaginu. Lögin og reglan táknuðu þá oftaren ekki ákveðna valdbeitingu sterkra aðila, hvort sem voru opinber- ireða í einkageiranum. Þessi andúð byggðist á þeirri skoðun að þjóðfélagið væri helsjúkt, en hagsmunir valdstéttanna tryqgðir með ósvífnum brögðum. Átök milli lögreglu og mótmælahópa voru nær daglegt brauð víðast um vestræn lönd á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Sumar þessar skærur enduðu með slysförum eða dauða þátttakenda. Bæði mótmælahóparnir og lögreglu- eða hersveitir sökuðu hina um svívirðilega framkomu. Loks settu borgaraskæruliðar svonefndir mark á umhverfi sitt með gíslatökum, ránum og skemmdarverkum. Er einhverja lærdóma hægt að draga af þessum sögum um órólegt, ungt fólk? Eru ofbeldismennirnir í miðbænum að mótmæla með óskipulögðum og tilfinningalegum hætti ein- hverju óréttlæti eða böli, einhverju sem ekki er eins og það á að vera að þeirra dómi? Getur það verið, að einmitt hnífa- mennirnir og sparkararnir hafi séð of vel þær skuggahliðar sem lögreglustjórinn í Reykjavík talar um að við viljum ekki vita af? Nýlega hefur komið fram með óyggjandi hætti í Norrænu tölfræðihandbókinni, að ísland er vanþróaðasta land á Norðurlöndum þegar kemur að launamisrétti og kynjamis- rétti, í þeim skilningi að þessi ójöfnuður er mestur á Islandi og lagast ekkert. Ennfremur er langt í land með að aldraðir njóti þess öryggis og hjálpar sem sjálfsagt er. Illskan og fátið á þeim sem grípa til ofbeldis upp úr þurru á sér örugglega dýpri skýringar en fást á myndbandaleigum og í sjónvarpsstöðvum, þótt sumir vilji afgreiða málið með svo einföldum hætti. Er harkan í viðskiptum á öðrum stöðum í samfélaginu orðin slík að hún endurspeglist á götunum? ÓHT AUGNAYNDI Aleigan og tugthúsið Menn eru með einum hætti eða öðrum að kallast á um Evrópu- bandalagið og samskipti við það. Til dæmis flutti dr. Sigurður Steinþórsson fyrir skömmu er- indi í útvarpið um daginn og veg- inn þar sem hann leggur út af því hvað gerast myndi ef fslendingar gengju í Evrópubandalagið. Hann rifjaði þá upp þá dapurlegu staðreynd að samkvæmt skoð- anakönnun vill meirihluti ís- lenskra kjósenda steðja þangað beina leið. Sigurði líst ekkert á þær blikur allar og segir meðal annars um mögulega þróun eftir inngöngu: „Ég held það blasi við, að sem íslendingar á íslandi mundum við tapa öllu - aleigunni - tungunni, menningunni og landinu.... ís- land verður ekki annað en ver- stöð með þjónustu við fiskiskip Evrópubandalagsins og ofur- lítinn ferðamannaiðnað á sumrin. Og í ljósi þess að undir hverjum steini sem velt er við í þjóðfélagi voru, reynist vera kraðak fjármálaspillingar, er lík- legast að jafnvel smákapítalistar af þeirri gerð sem nú láta sem hag sínum og fyrirtækja sinna væri betur borgið meðal stóumsvifa- manna í Evrópu, yrðu flestir komnir í steininn innan árs frá því við gengjum í Bandalagið.“ Þeir kippa öllu í lag Hér má segja að tekið sé skrýt- ið stökk: það sem máli skiptir er auðvitað fyrri partur ræðunnnar. Að innganga í Evrópubandalag gæti þýtt í raun enn fábreyttara atvinnulíf en við nú búum við, og væri því þar að auki stýrt að utan. En þegar Alþýðublaðið var í sín- um klippþætti að leggja út af er- indi dr. Sigurðar á dögunum, þá festi það hugann með afar fróð- legum hætti við seinni part ræð- unnar - um fjármálaspillinguna íslensku og það tugthústæka lið sem að henni stendur. Blaðið segir: „Er ekki allt í lagi að þeir menn lendi bak við lás og slá? Er það að glata aleigunni? Kannski fjár- málaglæponarnir - en varla þjóð- in“. A bak við þessa athugasemd felst drjúg skýring á því, hve ís- lendingar eru orðnir veikir í hnjánum gagnvart Evrópu- bandalagi. Hún er sú, að menn eins og trúa á það, að vitrir menn í Brússel, sem skilja hagfræðina og hafa náð traustum tökum um þann sannleika sem býr í mark- aðslögmálum, þeir geti leyst fyrir okkur íslendinga margan þann vanda sem við ráðum ekki við sjálfir. Dr. Sigurður nefndi vafa- sama smákapítalista vafalaust til háðs um að menn vissu lítið út í hvað þeir væru að flana. En Al- þýðublaðsmenn taka dæmi hans upp einmitt til að sýna fram á það, hve Ijúft það væri að hverfa í náðarfaðm Evrópu: þá mundu meira að segja ljósfælnir braskar- ar hafna á bak við lás og slá! Að þekkja sitt heimafolk Að vísu er það svo, að þetta dæmi um siðvæðandi áhrif Evr- ópubandalagsins er út í hött: þeir sem halda að yfirþjóðlegar nefn- dir í Brússel hafi fundið lykil að góðu og réttu siðgæði í við- skiptum eru ekki í miklu traustari tengslum við veruleikann en þeir, sem héldu á sínum tíma að Maó oddviti í Kína og enginn annar en hann hefði fundið veginn til sannrar hamingju alþýðunnar. Og þó er eitt ótalið sem kannski er merkilegast í athugasemdum Alþýðublaðsins við erindi dr. Sigurðar Steinþórssonar (þær eru fleiri en ein). í þessum athuga- semdum er nefnilega verið að bera blak af hugsanlegri inngöngu íslands í Evrópubanda- lagið - eins þótt allir íslenskir stjórnmálaflokkar séu um þessar mundir á einu máli í yfirlýsingum sínum um að slíkt sé alls ekki á dagskrá! Kannski er Alþýðublað- ið svona langt á undan sínum tíma, að það er nú þegar hætt að taka mark á slíkum yfirlýsingum? Eða réttara sagt: kannski þekkir blaðið svona vel sitt heimafólk? Blaðamennska og dreifbýli Jóhannes Sigurjónsson, rit- stjóri Víkurblaðsins á Húsavík, flutti fyrir nokkru erindi á fjórð- ungsþingi Norðurlands, sem ný- lega var birt í félagstíðindum Blaðamannafélags fslands undir fyrirsögninni „Öll blöð eru hér- aðsfréttablöð". Þar tekur hann upp hanskann fyrir blöð lands- byggðarinnar og ver þau með samanburði við Reykjavíkur- blöðin, sem hann telur sama eðlis í rauninni og hinir minni bræður í blaðaheimi og víst má það til sanns vegar færa um margt: allir byrja á því að fjalla um sitt næsta umhverfi. Jóhannes segir m.a í erindi sínu: „Ritstjóri eins héraðsfrétta- blaðsins í Reykjavík, Árni Berg- mann á Þjóðvilja, reit eitt sinn pistil í blað sitt um hin óháðu landsbyggðarblöð sem hann kall- aði svo. Ritstjórinn fann þessum blöðum allt til foráttu, taldi að þau tækju aldrei á neinu sem máli skipti og fjölluðu einkum og aðal- lega um opnun nýrra hamborg- arastaða eða snyrtistofa í við- komandi byggðarlagi." Það er rangminni hjá Jóhann- esi að ÁB hafi fundið lands- byggðarblöðum „allt til foráttu“. Ég man ekki betur en í umrædd- um pistli væri það tíundað sem skyldi að þessi blöð hefðu vitan- lega nytsamlegu þjónustu- og upplýsingahlutverki að gegna. Það var heldur ekki verið að miklast af blaðamennskunni í höfuðstaðnum á kostnað þeirrar sem iðkuð er á ísafirði eða Húsa- vík. Tilefni pistilsins var blátt áfram það, að Heigarpósturinn, sem þá kom enn út, hafði stillt sér upp sem oddvita í svonefndri óháðri blaðamennsku - gegn dag- blöðum Reykjavíkur, sem viku- blaðið sem var kallaði pólitísk svo til vansa væri. í leiðinni var borið mikið lof á svonefnd óháð landsbyggðarblöð og látið að því liggja að þau og Helgarpósturinn væru í heilögu bandalagi gegn hinni pólitísku blaðamennsku. Það var í framhaldi af þessu að minnt var á það, að landsbyggð- arblöðin væru mestan part háð og bundin sínu almenna þjónustu- hlutverki og þar af leiðandi alls ekki sá umræðuvettvangur fyrir hin stærri deilumál í samfélaginu sem Helgarpósturinn vildi vera láta. Ég er ekki frá því að þessi lýsing standist enn í stórum drátt- um - með þeirri leiðréttingu þó, að héraðsfréttablöðin hafa síðan svargreinin til Helgarpóstsins var skrifuð fyrir þó nokkrum árum, gerst virkari en áður í stórmálum eins og byggðastefnu og stjórnun fiskveiða. ÁB pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.ÞorfinnurOmarsson (iþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðí lausasölu:90kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverðámánuði: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Þri&judagur 5. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.