Þjóðviljinn - 05.12.1989, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Síða 5
VIÐHORF Verkalýðshreyf i ng á nýrri öld Halldór Björnsson er varaformaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar en Þorleifur Friðriksson er sagnfræðing- ur. Ekki alls fyrir löngu hélt Trés- miðafélag Reykjavíkur merkt málþing undir yfirskriftinni „Verkalýðshreyfing á nýrri öld“. Yfirskriftinni var fylgt úr hlaði með tveimur grundvallarspurn- ingum: „Hver verða áhrif stéttarsam- takanna á mótun þjóðfélagsins á komandi árum? Hvers konar samfélag, hvers konar verka- lýðshreyfing?" Til þess að svara slíkum spurn- ingum svo óyggjandi sé þyrfti guðlega náðargáfu sem engum er gefin. Hins vegar væri óeðlilegt ef við hefðum ekki leitt hugann að spurningum sem þessum. Ekki síst í Ijósi þeirrar miklu þjóðfé- lagsólgu sem fer nú hamförum í Austur-Evrópu,-en einnigí ljósi batnandi samskipta milli hernað- arblokkanna tveggja sem fyrir skömmu stóðu gráar fyrir járnum og vígbjuggust af kappi. En það eru fleiri stóratburðir að gerast. Innan Evrópubandalagsins eru menn í óða önn að undirbúa efna- hagslegan samruna þeirra 12 ríkja sem að bandalaginu standa. Jafnframt fara fram viðræður og athuganir á möguleikum annarra þjóða til að komast inn á þann markað sem mun opnast eftir 1992. Áður en lengra er haldið og reynt verður að glöggva sig á þeim áhrifum sem þessi þróun mun hafa á íslenska verkalýðs- hreyfingu er þó rétt að staldra við rétt eins og miðaldra maður gerir til að átta sig á lífshlaupi sínu. Þá vakna spurningar sem þessar: Hvaðan kom ég? Hvar stend ég? Hvert skal halda? Fortíðarhyggja - eða? Á þeirri öld sem liðin er síðan íslensk verkalýðshreyfing fór fyrst að láta á sér kræla hefur hún náð að dafna og eflast og verða að því feiknarafli sem flestu öðru fremur hefur mótað samfélagið. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast orða sem verkamaður skrifaði í blað Dagsbrúnarverka- manna árið 1913, - þegar Dags- brún stóð í eldskírn sinni, hafnar- verkfallinu, þá um vorið og sumarið. Hann sagði eitthvað á þá leið að borgaralegar skyldur hvíldu á verkamönnum, engu síður en öðrum stéttum. Þeir bæru sjálfir ábyrgð á því að rækja þær skyldur og fullnægja þeim. Hins vegar voru réttindi ekki í samræmi við skyldurnar. Þegar verkamenn þraut krafta til að vinna, þá fengu þeir ekki lausn í náð með eftirlaunum né lífeyri frá verðbréfum eða sparisjóðs- bókum. „En við fáum annað,“ sagði hann. „Við fáum þunga refsingu fyrir það að verða sjúkir eða uppgefnir fyrir sakir elli og lúa. Við erum sviptir þeim fáu mannréttindum, sem við áttum áður að nafninu til, - erum settir Halldór Björnsson og Porleifur Friðriksson skrifa niður í almenningsálitinu á bekk með sakamönnum. Og fyrir þennan réttindamissi og fyrir líi- ilsvirðinguna fáum við náðar- brauð fátækrasjóðsins, oft þurt og brent og altaf marg eftirtalið. En það þarf ekki elli og van- heilsu til. Ef einhver þeirra sem fjárráðin hafa hættir að kaupa vöru okkar, vinnuna af því að hann heldur að einhver banki muni svara Vi% hærri vöxtum en atvinnureksturinn, eða honum þykir öruggara að láta fé sitt liggja í banka, en atvinnurekstri, þá er honum engin sök gefin á Verkamannablaðið sumarið 1913 eru því miður enn í nokkru gildi. Þ.e.a.s. þrátt fyrir mikla félags- lega sigra standa andstæðurnar milli verkafólks og atvinnurek- enda og fjármagnseigenda ennþá óbreyttar. Öll könnumst við við erfiðleika útgerðarinnar, saltfisk- framleiðslunnar, frystiiðnaðar- ins, landbúnaðarins, fiskeldisins, ullariðnaðarins, loðdýraræktar- innar og svo mætti áfram telja. Ekki skulu hér bornar brigður á þann raunverulega vanda sem blasir við þessum framleiðslu- greinum. Erfiðleikar þeirra eru „Pegar við horfum yfir hin ólíku samfélög sem nú þegar tilheyra Evrópubandalaginu blasir við ákaflega ólíkstaða verkalýðssamtaka þessara landa. Jafnframt er Ijóst að félagslegar umbœtur eru misjafnt á veg komnaru því. En við eigum á hættu að fá sömu refsingu fyrir það sem lögð er við vanheilsu og elli.“ Fjármagnsokur gegn framleiðslu Síðan þessi orð voru prentuð hefur íslensk verkalýðshreyfing stigið risaskref fram til aukins jafnréttis. Hún hefur komið á ágætu almannatryggingakerfi, byggt upp atvinnuleysissjóði, líf- eyrissjóði, verkfallssjóði og or- lofssjóði. Hún hefur fengið lög- bundinn átta stunda vinnudag, þótt ennþá virðist því miður nokkuð langt í land að raunveru- leikinn verði sniðinn að lögun- um. Hún hefur knúið í gegn fimm vikna orlof og byggt orlofshús vítt og breitt um landið auk þess sem góð samvinna er með verkalýðs- samtökum nágrannaþjóðanna á þessu sviði sem mörgum öðrum. Þessi atriði sem hér hafa verið nefnd sem dæmi um hvað áunnist hefur á liðnum áratugum eru þó aðeins brot af því sem verkalýðs- hreyfingin hefur náð að gera að raunveruleika. Hins vegar ætti fáurri að dyljast að orðin sem verkamaður ritaði í og hafa án efa verið miklir. Hins vegar er jafn víst að vandinn liggur að hluta í þeirri staðreynd sem einnig blasti við fyrir 75 árum, að dauðar krónur á vöx- tum gáfu meiri arð en ef fjárm- agnið var notað í framleiðslunni. Gagnvart þessum staðreyndum hefur verkalýðshreyfingin staðið of sundruð og máttvana til að geta tekið það frumkvæði sem hún þyrfti til þess að snúa vörn í sókn. Horft til framtíðar Jafnframt því sem verkalýðs- hreyfingin glímir við hversdags- leg vandamál - dægurflugur ým- iskonar - þarf hún að átta sig á framtíðinni, bæði með tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkja hér norður í Atlantshafi og eins með tilliti til þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í Evrópu og minnst var á hér í upphafi. Þegar innri markaður Evrópu- bandalagsins verður að veruleika mun það valda miklum breyting- um á alþjóðlegri verkaskiptingu og atvinnulífi í viðskiptalöndum bandalagsins. Evrópubandalags- löndin eru stærsti viðskiptaaðili íslands og um helmingur af utan- ríkisviðskiptum þjóðarinnar eru við það. Vaxandi umræða fer nú fram meðal stjórnmálamanna og samtaka í atvinnulífi um heppileg viðbrögð íslendinga við væntan- legum breytingum. Mjög fáir hafa enn sem komið er lagt til að ísland sæki um aðild að banda- laginu í náinni framtíð og alger einangrunarstefna gagnvart því er enn síður á dagskrá. Þar með er ljóst að ísland mun þurfa að aðlaga sig þeim breyttu skilyrð- um sem fylgja innri markaði og aðlögun annarra ríkja. Margir hafa hvatt til slíkrar aðlögunar en í flestum tilvikum er afar óljóst í hverju hún á að vera fólgin. Það sem helst skortir á til að umræðan verði markvissari og að ríkisvald, samtök og einkaaðilar geti tekið hagkvæmar ákvarðanir, eru upp- lýsingar um eðli breytinganna. Um þessar mundir snýst um- ræðan að verulegu leyti um hreyfanleika fjármagns og hinar ýmsu hagrannsóknarstofnanir ríkisvalds, banka, hagsmunaað- ila og Háskóla munu eflaust fylgj- ast náið með þeim þætti og auðga umræðuna með nauðsynlegum upplýsingum. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi að ýmsum félagslegum þáttum þeirrar þróunar sem nú fer í hönd verði ekki sinnt sem skyldi og menn átti sig ekki á þeim fyrr en of seint er að hafa áhrif á mótun þeirra. Evrópu- bandalagið hefur, undir forystu Jacques Delors, lagt vaxandi áherslu á hina félagslegu vídd. Urslit kosninganna til Evrópu- bandalagsins nú í júní bentu til vaxandi stuðnings við þau sjón- armið á þingi bandalagsins. Það er þó engin trygging fyrir því að bandalagið muni ná tökum á þessum víðfeðma málaflokki sem einstökum ríkisstjórnum hefur reynst nógu erfitt að átta sig á. í það minnsta er rík ástæða til þess að verkalýðshreyfingin hér á ís- landi fylgist náið með félagslega þættinum og geri sér skýra grein fyrir þeim vandamálum sem upp kunna að koma áður en þau eru skollin á. Þessi nauðsyn er til staðar í öllum viðskiptalöndum Evrópu- bandalagsins. En málið er sér- staklega mikilvægt fyrir ísland, þar sem smæð landsins, hin ein- hæfa atvinnugerð og umfang við- skipta við útlönd gera það að verkum að þjóðlífið er sérstak- lega viðkvæmt gagnvart breyting- um í alþjóðaviðskiptum og fé- lagsleg áhrif slíkra breytinga geta rist mun dýpra en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Við þekkjum öll helstu rök- semd sem höfð er í frammi þegar hugsanlega aðild, eða viðskipta- samninga við Evrópubandalagið ber á góma: „Við viljum sitja ein- ir að hinum dýrmætu fiskimiðum okkar. Þau eru eign þjóðarinnar - sumir vilja segja útgerðar- manna, og við munum aldrei af- sala okkur stjórn þeirra í hendur annarra." Slíkar röksemdir virð- ast þegar betur er að gáð hvfla á fölskum grunni - grunni þver- sagnar. Miðað við stöðu útgerð- arinnar og fiskiðnaðarins virðist nær að draga þá ályktun að kostir beinnar aðildar væru ótvíræðir. Ef Efnahagsbandalagið tæki að sér yfirstjórn fiskimiðanna kring- um landið, hefði það að sjálf- sögðu þær afleiðingar að útgerðin og fiskiðnaðurinn, sem svo lengi sem menn muna hefur verið á hausnum hvort sem er, gæti látið bandalaginu eftir að vafstra í þessum eilífa taprekstri og gengi þess í stað í sameiginlega sjóði í Brússel. Tapiðsem hingað tilhef- ur verð þjóðnýtt yrði þá fjárm- agnað af Evrópubandalaginu. Á vegamótum Að sjálfsögðu er þetta ritað í nokkrum hálfkæringi. Málið er ekki svona einfalt og margs ann- ars að gæta í sambandi við tengsl- in við Efnahagsbandalagið en þorskanna í sjónum og útgerðar- innar. Verkalýðshreyfingin í Evr- ópubandalagslöndunum á eftir að aðlagast breyttum aðstæðum eftir 1992. Sumir í verkalýðs- hreyfingunni halda því fram að hér sé um að ræða að hinn gamli draumur verkafólks um brott- nám landamæra og aukna al- þjóðahyggju sé að verða að veru- leika. (Olafur Friðriksson boðaði bandaríki Evrópu í blaðinu Dagsbrún þegar 1915). Aðrir halda því hins vegar fram að breytingarnar gagnist fyrst og fremst hinu alþjóðlega fjármagni og stórfyrirtækjum sem geta ráðskast með stærra markaðs- svæði,ávaxtað fé sitt betur og keypt vinnuafl þar sem það er ódýrast. Þegar við horfum yfir hin ólíku samfélög sem nú þegar tilheyra Evrópubandalaginu blasir við ákaflega ólík staða verkalýðs- samtaka þessara landa. Jafn- framt er ljóst að félagslegar um- ræður eru misjafnt á veg komnar. í löndum eins og t.d. V- Þýskalandi og Danmörku býr verkafólk við allt önnur kjör en verkafólk á Spáni, Grikklandi, Portúgal og jafnvel í Englandi. í sumum hinna síðarnefndu landa stendur verkafólk í svipuðum sporum og íslenskt verkafólks gerði fyrir 75 árum. Verður innri markaður bandalagsins til þess að draga verkalýðssamtök t.d. í Suður, Mið og Austur-Evrópu fram á við og þar með bæta kjör verkafólks í þessum löndum eða gerist hið gagnstæða? Það eru einmitt slíkar spurn- ingar sem við hljótum að spyrja okkur þegar við veltum vöngum yfir Evrópu framtíðarinnar og verkalýðshreyfingu á nýrri öld. Til þess þó að eitthvað vitrænt komi út úr slíkum hugleiðingum þarf íslensk verkalýðshreyfing að efla rannsóknir á þeim áhrifum sem innri markaður Evrópu- bandalagsins mun sennilega hafa á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Það er þá fyrst þegar við höfum vitneskju í höndunum um hvaða leiðir standa til boða, að við get- um valið brautina sem við viljum feta okkur eftir. Ur ályktunum 9. landsfundar Alþýðubandalagsins Alyktun um háskóla og jafnrátti til náms Landsfundur Alþýðubanda- lagsins leggur áherslu á að sjálf- stæði Háskóla Islands verði tryggt, bæði gagnvart stjórnvöldum og hagsmunaaðil- um. Ennfremur að staðið verði við margítrekuð loforð Alþingis og stjórnvalda um að hraða upp- byggingu Þjóðarbókhlöðu. Styðja ber samtök stúdenta í baráttu þeirra fyrir raunverulegu jafnrétti til náms, m.a. með bygg- ingu leiguhúsnæðis. Stefnt verði að aukinni fjöl- breytni í háskólanámi, m.a. með stuttum námsbrautum, sem veiti tiltekin starfsréttindi. Inntöku- skilyrði verði endurskoðuð með það í huga að opna fleirum leið til háskólanáms. Landsfundur AB ályktar að uppbyggingu Háskólans á Akur- eyri verði haldið áfram með af- dráttarlausum hætti, enda er starf hans og eðlileg þróun einn mikil- vægasti áfanginn í nýrri byggða- stefnu á íslandi. Ályktun um sjálfstœði Háskóla íslands 9. landsfundur Alþýðubanda- lagsins áréttar mikilvægi þess að í landinu starfi sjálfstæður háskóli sem fari með sín innri mál án íhlutunar ríkisvaldsins. Stjórnvöld á hverjum tíma hafa á stundum brotið gegn þessu nauðsynlega frelsi Háskólans. Eitt dæmi um slíkt er pólitísk stöðuveiting Birgis ísleifs Gunn- arssonar í svonefndu „lektors- máli“. Landsfundurinn fagnar því frumkvæði núverandi mennta- málaráðherra að breyta reglum um stöðuveitingar Háskólans og tryggja þannig sjálfstæði hans á því sviði. Jafnframt skorar lands- fundurinn á ráðherra og þing- menn flokksins að halda áfram á sömu braut. Landsfundurinn varar við öllum tilraunum ríkisvaldsins til að skerða frelsi Háskóla íslands, þó því kunni að fylgja skammtíma ávinningur. Slíkir ávinningar kunna að snúast upp í andstöðu sína. Ennfremur bendir fundurinn á nauðsyn þess að standa vörð um faglegt sjálfstæði stofnunarinnar og viðurkenna forræði hennar í eigin málum. Þannig verður best stuðlað að eflingu Háskóla íslands. Þriðjudagur 5. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.