Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 1
' Miðvikudagur 13. desember 1989 214. tölublað 54. árgangur Hallinn eykst um miljarð Útgjaldahliðfjárlaga hœkkar um 1,2 miljarða ímeðfórumfjárveitinganefndar. ÓlafurRagnar Grímsson stefnirenn aðþvíaðfjárlögin verði afgreiddmeðþriggja miljarða halla. SighvaturBjörgvinsson: Vinnubrögðfjármála- ráðherrahafagerbreyttaðstœðum nefndarinnartilréttrar áœtlanagerðar Utgjaldahlið fjárlaga næsta árs hefur hækkað um 1,2 miij- arða króna í meðförum fjárveit- inganefndar Alþingis. í ræðu for- manns nefndarinnar, Sighvats Bjðrgvinssonar, á Alþingi í gær kom fram, að af þessari upphæð hækkuðu útgjöld um 570 mUjónir vegna lagfæringa nefndarinnar á áætlunum fjárlagafrumvarpsins hvað varðaði laun, verðupp- færslur eða vegna vanáætlana um önnur rekstrargjðld. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málarádherra sagði á Stöð 2 í gær að í fjármálaráðuneytinu væri verið að vinna að tillögum um niðurskurð annarsstaðar í rfkis- rekstrinum þannig að fjárlögin yrðu afgreidd með þriggja milj- arða halla, einsog stefnt hefði verið að, við þriðju umræðu fjár- laga. Sighvatur sagði að með þeirri breytingu sem fjármálaráðherra hefði gert, að leggja fyrir Alþingi í upphafi haustþings frumvarp til fjáraukalaga líðandi árs og ríkis- reikning sl. árs, hefði hann ger- breytt aðstöðu nefndarinnar og Alþingis til að áætla réttar um út- gjöld og tekjur. Með þessu sagði Sighvatur ma. komið í veg fyrir þá hættu sem verið hefði á því, að vanáætlanir um launaútgjöld eða rekstrarum- fang stofnana gengju aftur ár eftir ár í fjárlagagerðinni, sem kæmi fram sem halli þegar ríkisreikn- ingur væri gerður upp í árslok. Til að leiðrétta slíkar innbyggðar skekkjur væri nauðsynlegt að byggja áætlanagerð um útgjöld ríkis og stofnana á niðurstöðum reynslunnar. Ríkisreikningur síð- asta árs væri besta viðmiðunin í þeim efnum. Aðrir liðir sem hækka út- gjaldahlið fjárlaga hjá fjárveit- inganefnd eru, að nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir lækkun sértekna stofnana upp á tæpar 260 miljónir. Þá gerir nefndin til- lögur um hækkun útgjalda til stofnkostnaðar ýmis konar um 342,4 miljónir og eiga þessar hækkunartillögur aðallega rætur í vilja nefndarinnar til hækkunar stofnkostnaðar vegna hafna- mála, sjúkrahúsa, heilbrigðis- mála og framhaldsskóla. Sighvatur gerði að umtalsefni þann innbyggða vanda sem virtist vera við fjárlög hvers árs. Hann sagði menn verða að horfast í augu við að ekki væru til nema tyær lausnir á þessum vanda. Önnur væri sú að auka mjög verulega skattheimtuna frá því sem orðið væri en þar virtust fá góð ráð um þessar mundir. Hin leiðin væri að gera verulegar breytingar á þjónustu og umfangi ýmissa kostnaðarsömustu út- gjaldaliðanna og þá væri óhjá- kvæmilegt að nefna þá útgjalda- liði sem veltu stærstu fjárhæðun- um, því enginn gæti sparað á því sem ekkert kostaði. Hér vísaði Sighvatur til útgjalda til heilbrigðis- og menntamála, sem vega þyngst í fjárlögum hvers árs. Utgjöld til einstakra stofnana hækka mest hvað varðar æðstu stjórn ríkisins, Alþingi, og mun sú hækkun vera um 35% á milli ára. Sighvatur sagði að með þess- ari hækkun væri fjárveitinga- nefhd að taka tillit til raunveru- leikans, þar sem útgjöld til Al- þings hefðu verið vanmetin um margra ára skeið. Það vakti at- hygli að tillögur til sparnaðar voru flestar varðandi mennta- málaráðuneytið og stofnanir þess, eða um 40 talsins. En þær eru flestar komnar til að frum- kvæði menntamálaráðuneytisins sjálfs, sem með þeim er að fylgja stefnu stjórnarinnar um sparnað í rekstri stofnana. Jólin nálgast. Jólaskreytingar hafa fyrir nokkru sett svip sinn á glugga verslana en þegar inn er komiö vandast málið þegar þarf að velja af kostgæfni það sem kaupa skal. Mynd: Kristinn. EFTA-EB Samningaviðræður ákveðnar Áhersla lögð á að Ijúka samningum um evrópskt efnahagssvœði á nœsta ári. EFTA-ríkin stofna iðnþróunarsjóðfyrirjúgóslavíu og undirbún- ingsnefnd um fríverslun við Ungverja Nú er ákveðið að formlegar samningaviðræður EFTA og EB um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði hefjist í mars eða aprfl á næsta ári. Stefnt er að því að útlínur efnislegs innihalds slíks samkomulags liggi fyrir á miðju næsta ári, og að samningum Ijúki fyrir árslok 1990. Þetta var niðurstaða tveggja funda sem haldnir voru um síð- ustu helgi: leiðtogafundar EB- ríkjanna í Strassbourg og utan- rfkisráðherrafundar EFTA í Genf. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann, að þessar niður- stöður yrðu formlega staðfestar á sameiginlegum leiðtogafundi EB og EFTA í Brussel 19. desember næstkomandi, og að þær feli í sér þá stefnumörkun, að samningn- um verði hrint í framkvæmd sam- hliða því að innri markaður EB fari af stað í árslok 1992. Jón Baldvin sagði að samhliða þessu hefði þróunin í Mið- og Austur-Evrópu verið á dagskrá og möguleikar EFTA-ríkjanna á sameiginlegri eða tvíhliða aðstoð við þessi ríki. Var á fundinum á- kveðin stofnun sérstaks iðnþró- unarsjóðs EFTA fyrir Júgóslavíu með 100 miljón dollara stofnfé. Þá var ákveðið að setja á stofn sérstaka samstarfsnefnd til að undirbúa frívershmarsamskipti EFTA-ríkjanna við Ungverja- land. Jón Baldvin sagði að unnið væri að sérhagsmunamáli íslend- inga varðandi fríverslun með fisk á þrem vígstöðvum: í fyrsta lagi í tvíhliða viðræðum við einstaka leiðtoga EB-ríkja, þar sem sjón- armið okkar væru skýrð. í öðru lagi ætti Halldór Ásgrímsson í samskiptum við sjávarútvegsfull- trúa framkvæmdastj órnar EB, og ynni að málinu á þeim vettvangi. Hann er væntanlegur hingað eftir áramótin. í þriðjalagi verður það sameiginleg krafa EFTA- ríkjanna í samningum um evr- ópskt efnahagssvæði, að það feli í sér fríverslun með fisk. Jón Baldvin sagði að á málið myndi reyna í samningum banda- laganna á næsta ári, en ljóst væri að framkvæmdastjórn EB, sem ein hefði umboð til tollasamn- inga, hefði ekki umboð til annars á þessu stigi málsins, en að krefj- ast veiðiheimilda fyrir tollfríð- indi. Það væri jafnframt yfirlýst stefna framkvæmdastjórnarinnar að fara ekki í tvíhliða samninga við einstök EFTA-ríki á meðan verið væri að semja um sameigjn- legt efnahagssvæði ríkjanna 18. Ef þeir samningar nást mun hið sameiginlega efnahagssvæði ná til 350 miljóna íbúa Evrópu.-ólg Breytingatillögur fjárveitinga- nefndar eru alls 180 talsins. Fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað að hann muni leggja fram ýmsar breyting- artillögur áður en frumvarpið kemur til þriðju og síðustu um- ræðu. -hmp Bifreiðastjórar launahækkun Eitt aðildarfélag innan ASÍ hef- ur lagt fram skýrar kröfur tíl vinnuveitenda varðandi nýjan kjarasamning. Bifreiðastjórafé- lagið Sleipnir vill að byrjunar- laun bifreiðastjóra hækki úr 41 þúsundi á mánuði í 80 þúsund, eða um 95%. Þessi laun eiga einn- ig að vera tekjutryggð en vinnu- veitendur telja kröfurnar ekki svaraverðar. Óskar Stefánsson gjaldkeri Sleipnis segir fararstjóra, sem sitja jafnan við hlið bflstjóranna, hafa þetta há laun og því eigi bíl- stjórar einnig kröfu á þeim. „Þá er það með öllu óviðunandi að menn aki í um 20 klukkustundir á sólarhring vegna lélegra launa, enda skapar það gífurlega slysa- hættu sem þegar hefur gert vart við sig. Við lifum ekki á 40 þús- und krónum á mánuði og erum því neyddir til að vinna gífurlega yfirvinnu," sagði Óskar í samtali við Þjóðviljann. -þóm 11 dagartiljóla Giljagaur var annar Sunna Elín Sigurðardóttir, 5 ára, teiknaði þessa pðnkuðu útgáfu af Giljagaur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.