Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Sjómenn
Skatt á seldan kvóta
Formannafundurinn vill breytingar á skatta-
lögum þannig að söluverð skipa umfram
tryggingamatsverð verði skattlagt sérstaklega
Formannafundur Sjómanna-
sambands íslands vill að gerð-
ar verði brey tingar á skattalögum
þannig að söluverð skipa umfram
tryggingamatsverð verði skatt-
lagt sérstaklega til að koma í veg
fyrir óeðlilega verðlagningu á
skipum sem hafa miklar veiði-
heimiidir. Skatturinn skal tekinn
óháð rekstrarafkomu og skal
hann renna til reksturs hafrann-
sóknaskipa og rannsókna á nytja-
stofnum á íslandsmiðum.
Þetta er meðal þeirra breytinga
sem nýafstaðinn formannafund-
ur Sjómannasambandsins álykt-
aði að gerðar verði á framkomn-
um frumvarpsdrögum sjávarút-
vegsráðherra um fiskveiðistjórn-
un sem stefnt er að aðleggja fyrir
Alþingi fljótlega eftir áramótin. í
ályktun fundarins kemur einnig
fram að sjómenn eru mótfallnir
hvers konar sölu á aflakvótum en
fellst á að heimilt verði að flytja
kvóta milli skipa sömu útgerðar,
á milli skipa innan sama byggðar-
lags og eins verði heimilt að
skipta á kvóta einstakra fiskteg-
unda enda sé þá um jöfn skipti að
ræða. Verði hins vegar kvótasala
leyfð krefst formannafundurinn
þess að viðkomandi sjómannafé-
lög og sveitarstjórnir verði um-
sagnaraðilar um söluna áður en
heimild til hennar verður gefin.
Af öðrum breytingum sem
formannafundurinn leggur til að
gerðar verði á kvótadrögunum er
að heimilt verði að flytja allt að
20% af veiðiheimildum hverrar
botnfisktegundar yfir á næsta
fiskveiðiár sem lagt er til að byrji
1. september ár hvert. Jafnframt
leggur fundurinn til að hálfur
línuafli í mánuðunum nóvember,
desember, janúar og febrúar
verði utan kvóta.
Það sem óútfyllt er í kvóta-
drögunum vill formannafundur-
inn ma. að þeim skipum, sem
samanlagt hafa aflamark botnfisk
og úthafsrækju í þorskígildum
undir meðaltali síns sóknar-
marksflokks, verði bætt upp 40%
af því sem á vantar að þau nái
meðaltalinu. Þá er fundurinn
mótfallinn því að álag verði
áfram reiknað á afla sem fluttur
er óunninn á erlenda markaði og
varar við öllum hugmyndum um
álagshækkun frá því sem nú er.
Að öðru leyti styður for-
mannafundurinn kvótadrögin í
aðalatriðum ss. að kvótalögin
verði ótímabundin, kvóti fylgi
skipi, sóknarmark verði afnum-
ið, veiðar smábáta verði undir
sama stjórnkerfi og stærri báta og
að veiðum verði stýrt með aflak-
vóta á hvert skip.
-grh
Flug
Sovétmenn jákvæðir
SteingrímurJ. Sigfússon: Vonaaðforsetiís-
lands geti undirritað loftferðasamning við
Sovétríkin í opinberri heimsókn á nœsta ári
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra segir sam-
gönguráðuneytið og Flugmála-
stjórn hafa unnið að gerð samn-
ingsuppkasta um loftferðasamn-
ing við Sovétmenn og nú væri
búið að senda málið til utanríkis-
ráðuneytisins. Ráðherrann átti
fund með sendiherra Sovétríkj-
anna í síðustu viku og sagði
Steingrímur hann hafa lýst áhuga
Sovétmanna á að máiinu yrði
hraðað. Vonast væri til að hægt
yrði að undirrita
loftferðasamning á milli ríkjnna
þegar forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, færi í opinbera
heimsókn til Sovétríkjnna á næsta
ári.
Flugleiðir og fleiri flugrekstr-
araðilar hafa gengið á fund ráð-
herra og lýst áhuga sínum á þessu
máli, að sögn Steingríms. Hér
væri tiltölulega rakið hagsmuna-
mál á ferðinni fyrir okkur íslend-
inga og þó ekki væri hægt að segja
fyrirfram hvað
loftferðasamningur við Sovét-
menn kynni að gefa okkur, væru
allar líkur á að hann opnaði
möguleika til áætlanaflugs til
Sovétríkjanna og leiguflugs til
suðlægari slóða í landinu. Von-
andi gæti samningurinn einnig
fært íslendingum yfirflugsréttindi
til Asíu, sem væru mjög mikil-
væg.
Samgönguráðherra sagði Flug-
leiðir hafa sýnt áhuga á tengiflugi
frá Sovétríkjunum og vestur um
haf og svo kynni að fara að sovésk
flugfélög fengju áhuga á flugi til
íslands. Keflavíkurflugvöllur
virtist vera að styrkjast sem flug-
völlur fyrir millilendingar og það
mætti hugsa sér að nota einhverja
beitu í þeim efnum, td. með hag-
stæðum lendingargjöldum._|1IJ1p
Fiskmarkaðir
Komnir til að vera
Staðfest í nýjufrumvarpi sem lagt hefur verið
fram á Alþingi
Sjávarútvegsráðherra hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um fiskmarkaði sem taka
eiga gildi í byrjun næsta árs, þar
sem núverandi lög frá því í mars
1987 renna út um áramótin.
Helstu nýmæli þess eru að gildis-
tíminn verði ótímabundinn en að
öðru leyti felast í frumvarpinu
óverulegar breytingar frá núgild-
andi lögum.
Frá því lögin voru á sínum tíma
til samþykkt reynslu hafa alls
fimm markaðir tekið til starfa.
Þrír þeirra voru stofnaðir á suð-
vesturhorni landsins og starfa
enn. Það eru Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar sem er þeirra elst-
ur, þá Faxamarkaðurí Reykjavík
og síðast Fiskmarkaður Suður-
nesja. Aftur á móti reyndist ekki
grundvöllur fyrir rekstri fisk-
markaða á Akureyri né í
Vestmannaeyjum.
Á síðasta ári, sem var fyrsta
heila starfsár fiskmarkaðanna,
fóru um þá rúm 8% af heildar-
botnfiskafla ársins eða um 56.800
tonn og nam heildarvelta þeirra
tæplega 1,7 miljarði króna.
-grh
Titringur er nú kominn í samningaviðræður, enda er staða launafólks afar slæm. Mynd: Jim Smart.
Enn langt í land
Nú þykir sýnt að kjarasamning-
ar nást ekki með auðveldum
hætti á næstunni. Vonir verka-
lýðshreyfingarinnar um að
hækka kaupmátt með lægra
vöruverði eru varla fyrir hendi
lengur, ef marka má atburði síð-
ustu daga. Verðhækkanir voru
meiri um síðustu mánaðamót en í
fyrstu var talið og að líkindum
verða hækkanir á búvörum 7-9%
hærri en aðrar hækkanir um ára-
mótin. Og þarsem ríkissjóður
hefur varla bolmagn til að
stemma stigu við þessum hækk-
unum á næstunni er ólíklegt að
hægt verði að lyfta upp kaup-
mætti á næstunni.
Meiri hækkanir
Á fundi ASÍ og VSÍ í gær var
gerð grein fyrir þeirri niðurstöðu
að framfærsluvísitalan hækkaði
hálfum hundraðshluta betur en í
fyrstu var talið, um 2,2% en ekki
1,7%. Þetta þýðir tæplega 30%
verðbólgu á ársgrundvelli í stað
rösklega 22%. Af þessum sökum
hafa fulltrúar samningsaðila
ákveðið að endurmeta stöðuna,
einnig varðandi hækkanir um
áramót og með hvaða hætti geng-
isbreytingar hafa haft áhrif á
verðlag innfluttra vara. Ekki er
enn ljóst hvaða áhrif virðisauka-
skattur mun hafa á matvæli þar-
sem ekki liggja fyrir tölur um nið-
urgreiðslur næstu mánuði.
„Við þurfum fyrst og fremst að
gera okkur grein fyrir væntan-
legum verðhækkunum. Einsog
málin standa í dag þá má búast
við 7-9% meiri hækkunum á bú-
vörum en öðrum vörum um ára-
mót. Þetta gerir okkur auðvitað
erfiðara fyrir þarsem við viljum
ná verði á nauðsynjavörum nið-
ur,“ sagði Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ eftir fundinn í gær.
Næsti fundur verður haldinn á
fimmtudag og verða áhrif þessara
verðhækkana þá til umræðu.
Ekki verður ástandið í atvinnu-
lífi landsmanna til að bæta samn-
ingsstöðu launafólks. Samdrátt-
arskeiðið margumtalaða hefur
enn ekki gengið yfir og er ekki
útlit fyrir miklar breytingar í
þeim efnum, ef marka má
þjóðhags- og aflaspár fyrir næsta
ár. Þá hefur atvinnuleysi aukist
að undanförnu og er nú meira en
nokkru sinni frá því skráningar
hófust árið 1975. Atvinnurek-
endur geta sig lítið hreyft um
þessar mundir og er því ljóst að
það verður erfitt að komast að
samningum á næstunni.
„Það er rétt að það verður erf-
itt að semja en það er umfram allt
erfitt að lifa á þeim kaupmætti
sem nú er hættulega lítill. Vísi-
tölufjölskyldan notar nú
fimmtung launa sinna í matar-
innkaup, en þetta hlutfall er
miklu hærra hjá lágtekjufólki og
barnafjölskyldum," sagði Ög-
mundur Jónasson formaður
BSRB um stöðuna í samningam-
álum í dag.
Að vísu má benda á að atvinnu-
rekendur megi ekki hlaupast
undan þeirri ábyrgð sem fylgir
samdráttarskeiðinu á sama tíma
og núverandi ríkisstjórn hefur
gert víðtækar ráðstafanir til að
bjarga undirstöðuatvinnuvegun-
um. Rekstrarskilyrðum fjöl-
margra fyrirtækja hefur verið
bjargað og því er það krafa launa-
fólks að atvinnurekendur sætti
sig við kjarabætur því til handa.
Af viðbrögðum atvinnurekenda
að undanförnu er þó varla að sjá
að þeir ætli að láta sig á næstunni.
í BRENNIDEPLI
Atvinnurekendur geta sig
lítið hreyft um þessar
mundir og er því Ijóst að
það verður erfittað kom-
ast að samningum á næst-
unni. Að vísu má benda á
að atvinnurekendur megi
ekki hlaupast undan
þeirri ábyrgð semfylgir
samdráttarskeiðinu á
sama tíma og núverandi
ríkisstjórn hefurgert víð-
tœkar ráðstafanir til að
bjarga undirstöðuat-
vinnuvegunum. Rek-
strarskilyrðum fjölmar-
grafyrirtœkja hefur verið
bjargað og því er það
krafa launafólks að at-
vinnurekendur sœtti sig
við kjarabœtur því til
handa
Þá fóru orð formanns VSÍ í
Morgunblaðinu í liðinni viku,
þegar hann sagði
skammtímasamning við ríkis-
starfsmenn stórhættulegan,
fremur illa í launafólk hjá hinu
opinbera.
„Þetta er í takt við það sem
ríkisstjórnin hefur sagt sjálf og
maður spyr sjálfan sig hvernig
standi á svðna löguðu. Það er ein-
faldlega verið að leita að þeim
sem standa hvað höllustum fæti
og finna leið til að halda kaup-
mætti sem lægstum. Þá er ekki
lengur hægt að alhæfa um at-
vinnuöryggi opinberra starfs-
manna og hafa margir þeirra
misst vinnu sína að undanförnu.
Við hjá BSRB erum einfaldlega
að tala um skammtímasamning
til að hægt verði að ganga í vinnu
sem allir eru sammála um að sé
nauðsynleg,“ sagði Ögmundur
Jónasson um þessi ummæli Ein-
ars Odds Kristjánssonar.
Þrátt fyrir þessi orð og þótt
menn geti komið sér saman um
að kaupmáttur sé „fyrir neðan
allar hellur“ getur ríkisstjómin
varla gert mikið til að bæta á-
standið. Steingrímur Hermanns-
son sagði nýlega í Þjóðviljanum
að ríkisstjórnin vildi freista þess
að minnka verðbólgu niður í 6-
8% snemma á næsta ári. Mark-
miðið væri að halda þeirri verð-
bólgu stöðugri þannig að unnt
væri að fella niður verðtryggingu.
Þannig væri hægt að semja til
lengri tíma án tekjutryggingar,
en slík trygging er nú forsenda
þess að samið verði til lengri
tíma. Það er því erfitt að sjá
hvernig ríkisstjómin getur komið
frekar til móts við launafólk -
með meiri niðurfærslum í verð-
lagi - og lækkað verðbólguna
stórlega á meðan. Af öllu þessu
er ljóst að hagur launafólks mun
varla vænkast í komandi samn-
ingum.
Ótímabærar
kröfur
Flest aðildarfélaga ASÍ eiga
lausa samninga um áramótin og
því er enn naegur tími til stefnu.
Viðræður ASÍog VSÍ hafa þegar
tekið afmarkaða stefnu þarsem
báðir aðilar telja niðurfærsluna
mikilvægustu leiðina. Aðeins eitt
aðildarfélag ASÍ hefur komið
með skýra kröfugerð, en það er
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir.
Krafa þess er nokkuð undarleg,
tæplega 100% hækkun launa og
verðtrygging þeirra í ofanálag.
Viðsemjendur þeirra í VSÍ fuss-
uðu við slíkum kröfum og telja
utan vegar í samningaviðræðum.
Ástæðan fyrir þessari gífurlega
háu kröfu Sleipnis er slæm
reynsla þeirra af réttmætum kröf-
um. „Þeir hjá VSÍ hafa aldrei
tekið okkur vel og jafnan gert
lítið úr okkar kröfum. í síðustu
viðræðum lögðum við fram sann-
gjamar kröfur en fengum ekkert í
staðinn. Það var því nauðsynlegt
að setja markið hátt að þessu
sinni, enda teljum við okkur eiga
fullan rétt á þessum launum,“
sagði Óskar Stefánsson gjaldkeri
Sleipnis í samtali við Þjóðviljann.
Samningsstaða BSRB við ríkið
virðist jafnvel enn verri. Samn-
ingar runnu út um síðustu mán-
aðamót og hefur nánast ekkert
miðað í viðræðum, sem hófust
reyndar ekki fyrr en í desember.
BSRB stendur fast á kröfu sinni
um skammtímasamning til að
hægt verði að undirbúa frekari
samningsgerð og væntir einnig
leiðréttinga á launum sínum. Þær
verður að telja mjög ólíklegar,
sem og kaupmáttaraukning með
öðrum hætti á næstu mánuðum.
Af öllu framansögðu að dæma
geta landsmenn búist við lát-
lausum frásögnum af samninga-
viðræðum yfir hátíðamar, enda
vofir kreppa yfir þjóðinni einsog
margoft hefur verið ítrekað.
-þóm
Mlðvlkudagur 13. desember 1989' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3