Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Utanríkisráðherrafundur Nató Breyting á hlutverki á dagskrá Vestur-Evrópuveldi uggandi útafhorfum á sameiningu Þýsklands. Berlínarrœða Bakers: Nýtt tímabil sameinaðrar Evrópu í vændum Utanríkisráðherrar Natóríkja koma saman á ráðstefnu í Brussel síðar í vikunni og ér talið að aðalumræðuefni þeirra að þessu sinni verði byltingarkennd- ar breytingar í Austur-Evrópu Ortega Níkaragvaforseti - í yfir- lýsingunni virðist felast að hann lofi að láta af stuðningi við Fara- bundo Martí-þjóðfrelsisfylking- una, en óljóst er hvort samkomu- lagið auðveldar honum að koma kontrum af höndum sér. Mið-Ameríka Friðaiyfirlýsing fbrseta Hvatt til afvopnunar salvadorskra skœru- liða og kontra Ráðstefnu forseta fimm Mið- Ameríkuríkja, Gúatemaia, Salvadors, Hondúras, Níkaragva og Kostaríku I San José, höfuð- borg síðastnefnda landsins, lauk í gær með samkomulagi, sem ætl- að er að þoka málum þessa heimshluta í friðarátt. í sameigin- legri yfirlýsingu forsetanna er skorað á uppreisnarmenn í Salva- dor að láta af árásum, er líklegt sé að valdi óbreyttum borgurum tjóni, og helst að lýsa yfír vopna- hléi. í yfirlýsingunni er einnig hvatt til þess að Bandaríkin láti af stuðningi við kontra, án þess þó að séð verði að forsetarnir beini áskorun um það til Bandaríkja- stjórnar beint. Hinsvegar er mælst til þess að fé ætlað kontrum sé héreftir látið ganga til eftir- litsnefndar þeirrar á vegum Sam- einuðu þjóðanna og Bandalags Ameríkuríkja (OAS), sem ætlað er að hafa umsjón með upplausn kontraliðs. Skorað er í yfiriýsing- unni á umrædda nefnd að taka einnig að sér að vinna að upp- lausn liðs uppreisnarmanna í Sal- vador og forsetarnir mælast til þess við Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóra S.þ., að hann leitist við að fá ríki utan Mið- Ameríku, sem hafi þar hagsmuna að gæta (átt mun við Bandaríkin, Kúbu og Sovétríkin), til að gera sér meira far um en hingað til að stuðla að friði þar. Sagt er að allir forsetamir séu ánægðir með niðurstöður ráð- stefnunnar, einkum þeir Cristiani frá Salvador og Ortega frá Níkar- agva. Óljóst er hinsvegar hvort samkomulag þetta breytir nokkru, því að ólíklegt er talið að Farabundo Martí-þjóðfrelsis- fylkingin í Salvador og kontrar bregðist vel við því og ekkert hef- ur fram komið um að Bandaríkin séu tilleiðanleg að láta af stuðn- ingi við kontra. Reuter/-dþ. undanfarnar vikur, horfur á endursameiningu Þýskalands og líkur á breytingum á viðfangsefn- um bandalagsins með hliðsjón af þessu tvennu og deilur Grikkja og Tyrkja, sem valdið hafa drætti á frágangi samnings um niður- skurð svokallaðs hcfðbundins vígbúnaðar í Evrópu. Með hliðsjón af flóðöldu um- bóta og breytinga í Austur- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og nú síðast í Búlgaríu frá því í s.l. mán- uði og niðurstöðum Möltufundar verður á dagskrá ráðherranna hvernig Atlantshafsbandalagið megi verða stjórnmálalegs eðlis fremur en verið hefur og hernað- arlegt hlutverk þess minna. Jam- es A. Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær til í ræðu, sem hann flutti í Vestur- Berlín, að unnið yrði að því að til sögunnar kæmi sameinuð Evrópa með nýju, pólitísku hlutverki fyrir Nató og nánari tengslum milli Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins, eins og það er orð- að í Reuterfrétt. Baker komst ennfremur að orði á þá leið að nauðsyn væri að koma smám- saman á nýrri skipan í heimsmál- um er hentuðu því nýja tímabili er nú færi í hönd. Horfur á endursameiningu Þýskalands eru orðnar mikið áhyggjuefni innan Nató og á- greiningur um það efni er veru- legur innan bandalagsins, enda þótt reynt sé að halda honum niðri. Vestur-Evrópuveldin gömlu óttast að sameinað Þýska- land yrði risaveldi í efna- hagsmálum, Mið-Evrópuveldi fyrst og fremst og áhugaminna en Vestur-Þýskaland er um samstarf við Vestur-Evrópuríki og Nató. Bandaríkin hafa einnig áhyggjur af þessu, minni þó en Bretland og Frakkland og er talið að Baker muni á Brusselfundinum reyna að sefa ugg þeirra út af þessu. Uppkast að samningi um niðurskurð hefðbundins vígbún- aðar f Evrópu, sem Nató hyggst leggja fram, hefur verið tilbúið að mestu frá því í s.l. mánuði en ekki verið hægt að ganga frá því að fullu vegna illskuþrungins á- greinings Grikkja og Tyrkja um vígbúnað í Suður-Tyrklandi vegna setuliðs þeirra síðarnefndu á Kýpur. Vilja Grikkir að samn- ingurinn nái til þess vígbúnaðar, en Tyrkir mega ekki heyra það nefnt. Er þetta orðið vandræða- mál fyrir Nató og er búist við að í Brussel verði fast lagt að Grikkj- um og Tyrkjum að jafna þessa þrætu. í uppkastinu er lagt til að herjum Bandaríkjanna og So- vétríkjanna í Evrópu verði fækk- að niður í 275.000 hvorum um sig. dþ. A ustur-Þýskaland Stuðningsheimsókn Bakers Bandaríkjastjórn vill efla stjórn Modrows. Fyrsta heimsókn háttsetts bandarísks stjórnmálamanns til austurþýska ríkisins James A. Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi í gær við Hans Modrow, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, í Potsdam, þar sem Prússakonung- ar áður lifðu í dýrlegum fagnaði og þeir Churchill, Stalín og Truman réðu ráðum sínum að Þjóðverjum sigruðum 1945. Þykja þessar viðræður tíðindum sæta, m.a. vegna þess að þetta er í fyrsta sinn, sem svo háttsettur bandarískur stjórnmálamaður kemur í opinbera heimsókn til Austur-Þýskalands. Heimsókn þessi var ákveðin með stuttum fyrirvara og er haft eftir bandarískum heimilda- mönnum að Richard Barkley, ambassador Bandaríkjanna í Austur-Berlín, hafi lagt kapp á að koma henni í kring. Téðir hei- mildamenn segja tilgang Banda- ríkjastjórnar með heimsókninni vera að gera lýðum Ijóst að Bandaríkin séu vinveitt umbóta- sinnaðri stjórn Modrows og óski honum alls velfarnaðar í glím- unni við ærin pólitísk og efna- hagslegvandamál. Fylgir sögunni að Bandaríkjastjórn óttist nú mjög að allt fari í upplausn í Austur-Þýskalandi, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Hefðu það til skamms tíma þótt tíðindi, að Bandaríkjastjórn auðsýndi einmitt því ríki svo mikla um- hyggju- Modrow - uppörvun frá Washington. Báðir höfðingjar lýstu að við- ræðum loknum yfir ánægju með þær og kvað Baker þá hafa rætt mikilvægi þess, að yfirstandandi umbætur héldu áfram með full- um friði og stöðugleika. Modrow kvaðst ánægður með að viðræður væru hafnar með stjórnum ríkj- anna og sagðist vona að þær leiddu til samvinnu með þeim. Baker vísaði ekki á bug hug- myndinni um sameiningu Þýska- lands, en kvað hana verða að fara fram innan ramma samstarfs í „nýrri Evrópu.“ Reuter/-dþ. Víetnamar fluttir heim nauðugir Bresk stjórnvöld vísuðu í gær á bug mótmælum út af þeirri ákvörðun sinni að flytja víet- namska bátflóttamenn í Hong- kong nauðuga til föðurlands þeirra, en frestuðu þó flutningun- um í viku. Rúmlega 50 flótta- manna þessara voru fluttir flug- leiðis til Víetnams í gær. Amn- esty International, Flóttamann- astofnun Sameinuðu þjóðanna og forustumenn bresku stjórnar- andstöðunnar hafa mótmælt nauðungarflutningunum, en stjórnin segist staðráðin í að semja við stjórn Víetnams um heimflutning um 40.000 bát- flóttamanna, sem leitað hafa hæl- is í Hongkong. Fellt að ræða forustuhlutverk Sovéska þjóðfulltrúaþingið, æðsta stofnun Sovétríkjanna um löggjöf, hafnaði í gær tillögu um að taka til umræðu stjórnarskrár- bundið forustuhlutverk komm- únistaflokksins í stjórnmálum. Var tillögunni vísað frá með 1138 atkvæðum gegn 839 og 56 þing- fulltrúar sátu hjá. Gorbatsjov forseti beitti sér gegn því að mál þetta yrði tekið til umræðu. 18 fórust í bílslysi 18 manns biðu bana og 39 slösuðust er fólksflutningavagn og vörubíll fermdur sementi rák- ust á í gær við þorpið Ogies, um 120 km austur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Járnbrautarslys í Búlgaríu A.m.k. 15 manns fórust og um hundrað slösuðust í gær er búlg- örsk farþegalest fór út af teinum. Átti þetta sér stað á beygju og var lestin á hraðri ferð. Hún var á leið frá Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, til Varna við Svartahaf, þangað sem fjöldi fólks fer í fríum. Örlæti við Pólverja Japanir hafa ákveðið að gefa Pólverjum og Ungverjum tækni- legan útbúnað og matvæli að verðmæti 50 miljónir dollara til viðbótar 150 miljóna dollara neyðarhjálp, sem þeir þegar hafa heitið Pólverjum. Alls hafa ríki fyrsta heimsins heitið Póllandi hjálp upp á miljarð dollara. ísrael Von á hundmðum þúsunda Sovét-gyðinga Natan Sharansky, fyrrum sov- éskur andófsmaður sem sat níu ár í þarlendum fangelsum, hélt því fram í fyrradag að sov- éskir gyðingar myndu flytja til ís- raels í hundruðþúsundatali á næstu árum. Sagði Sharansky, sem búið hefur í ísrael síðan 1986, að þetta gætu orðið mestu flutningar gyðinga í sögunni frá því að þeir flýðu rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar frá Spáni undir lok 15. aldar. ísraelskir embættismenn telja að 200.000-300.000 gyðingar muni flytjast til ísraels næstu þrjú árin og Sharansky álítur að um hálf miljón sovéskra gyðinga vilji komast þangað. Hann segir aðal- ástæðurnar vera bágan efnahag Sovétríkjanna, öryggisleysi í sambandi við það og ótta við vax- andi gyðingaandúð. Hingað til hafa flestir sovéskir gyðingar, sem flutt hafa erlendis, farið til Bandaríkjanna, en þarlend stjórnvöld hafa nú takmarkað innflutning Sovétmanna þangað. Hefur það orðið til þess að sífellt fleiri sovéskir gyðingar kjósa nú að fara til ísraels, enda telur Sharansky að þeir muni ekki eiga í önnur hús að venda. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.