Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Viðskiptahalli Afleiðing pilsfaldakapítalisma Guðmundur Magnússon: Einkageirinn helsta orsök viðskiptahalla og œtti að líta íeigin barm. Vilhjálmur Egilsson: Hið opinbera vill hafa atvinnulífið undir pilsfaldinum Guðmundur Maenússon hag- fræðiprófessor 1 Háskólanum segir einkageirann eiga meginsök á þeim viðskiptahalla sem verið hefur í áraraðir og þeir sem gagnrýni hið opinbera fyrir halia á fjárlögum ættu að líta sér nær. Prófessorinn segir þetta að vísu fara eftir því hversu þröngt ríkið er skilgreint en jafnvel með þrengstu skilgreiningu eigi einka- geirinn helsta sök á viðskiptahall- anum. Vilhjálmur Egilsson, for- maður Verslunarráðs, segir það ekki ganga upp að atvinnuvegun- um sé haldið í spennitreyju, þeir skattpíndir og síðan komið til þeirra og og sagt: „Sjáið hvað þið eruð miklir aumingjar“. í grein sem Guðmundur skrifar í Vísbendingu segir hann halla hafa verið á viðskiptum við út- lönd allt frá árinu 1980, að árinu 1986 undanskildu. Ef horft sé til hins opinbera í þrengsta skilningi hafi hið opinbera einungis árið 1983 frá árinu 1980 átt stærri hlut í viðskiptahallanum en einkaaðil- ar. Þetta komi undarlega fyrir sjónir miðað við hvernig ýmsir í einkageiranum hafi skammast út í ríkishalla og viðskiptahalla. Guðmundur sagði þessa stöðu helgast af því að ríkið væri að taka lán og endurlána síðan at- vinnulífinu og legði á skatta sem síðan væru endurgreiddir með ýmsum hætti. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að auka á milli- færslur af þessu tagi með stofnun nýrra sjóða eins og atvinnutrygg- ingarsjóðs. En hvað gerist ef rík- ið hættir þessu? Vill atvinnulífið það? Guðmundur sagði þetta góða spurningu sem þyrfti að svara en ljóst væri að atvinnulífið yrði að standa meira á eigin fót- um ef ríkið hætti millifærslum. Vilhjálmur Egilsson sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að gagnrýna tölulegar forsendur í grein Guðmundar. Hins vegar skorti á að hann skoðaði málið í samhengi við starfsskilyrði at- vinnulífsins. Atvinnulífið hefði alltaf farið fram á að fá að standa á eigin fótum en stjórnvöld vildu frekar halda mönnum niðri og skammta svo mola til þeirra af sínu borði. Hann tók undir að þetta mætti kalla pilsfaldakapít- alisma, stjórnvöld væru ekki til í að hafa hlutina öðruvísi. Hið op- inbera vildi hafa atvinnulífið undir pilsfaldinum, því liði illa ef það gæti ekki deilt og drottnað. -hmp Norðurlandaráð Tengslin við Eystrasaltslöndin undirbúin Fjármagn Norrœna fjárfestingalánasjóðsins tvöfaldað Embættismannanefnd Norður- landaráðs lagði í gær fram í Reykjavík skýrslu sína um við- ræður við fulltrúa Æðstaráðs Sovétríkjanna varðandi tengsl Norðurlanda við Eystrasalts- löndin sem og önnur ríki Sovét- sambandsins. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs og samstarfs- ráðherrar Norðurlandaráðs ræddu þessa skýrslu á fundi sín- um í gær og lýstu mikilli ánægju með þá möguleika sem nú hafa opnast til nánari samvinnu á þess- um vettvangi, svo skömmu eftir samþykktir forsætisnefndarinnar í Mariehamn á Álandseyjum í nóvember sl. Sérstakur hvati til aðgerða var ræða Gorbatsjofs í Helsingfors, þar sem hann hvatti til samskipta Norðurlanda og Sovétríkjanna. Fulltrúar Norðurlandaráðs kynna ný viðhorf í tengslum við Sovétríkin í gær. Frá vinstri: Ólafur G. Einarsson, forsætisnefnd ráðsins, Júlíus Sólnes, formaður ráðherranefndarinnar, Karin Söder, forseti Norðurlanda- ráðs, Páll Pétursson, í forsætisnefnd, og Thea Knutzen, í forsætisnefnd. Karin Söder, forseti Norður- landaráðs og Júlíus Sólnes, for- maður ráðherranefndar ráðsins, kynntu þau nýju viðhorf sem nú blasa við á fréttamannafundi í gær. Fulltrúar Æðsta ráðs Sovét- ríkjanna hafa mikinn áhuga á auknum tengslum Norðurlanda við Eystrasaltslöndin og önnur Hækkunum mótmælt „Miðstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambandsins haldinn 5. desember sl. mótmælir harð- lega þeim verðhækkunum á land- búnaðarvörum og opinberri þjónustu sem dynja yfir launþega um þessar mundir.“ Óskablóm á Hringbraut Ný blóma- oggjafavörubúð hefur verið opnuð á Hringbraut 119. Nefnist verslunin Óskablóm. Þar er á boðstólum mikið úrval gjafa- vara og blóma en auk þess blóma- skreytingar og skreytingaefni. Fyrir hátíðirnar verður lögð áhersla á leiðisskreytingar á hóf- legu verði en vanur skreytinga- meistari er á vegum verslunarinn- ar. norðlæg Iönd Sovétríkjanna. Per- estrojkan auðveldar nýjungar af þessu tagi. Rætt er um samskipti þingmanna, samstarf á sviði menningar- og menntamála, um- hverfismála og efnahagsmála. Forsætisnefndin frestaði því til fundar síns í lok janúar næstkomandi að taka endanlegar ákvarðanir um fyrirkomulag fyrstu samskipta ríkjanna, en Norðurlandaráð þingar síðan hér í Reykjavík 27.feb.-2.mars 1990. Júlíus Sólnes upplýsti á fundin- um, að stefnt væri að því að tvö- falda það fé Norræna fjárfesting- arsjóðsins sem fer til fjárfesting- arlána vegna framkvæmda utan Amgrímur Jóhannsson framkvæmdastjóri Atlanta og Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Flugleiða undirrita samning um viðhald vélar Atlanta hjá Flugleiðum. Samningur milli Flugleiða og Atlanta Flugleiðir og flugfélagið Atlantal hafa gert með sér samning um að flugvirkjar Flugleiða sjái um skoðun og viðgerð á Boeing 737-200C flugvél Atlanta. Skoðunin og viðgerðir henni tengdar eru taldar um 6- 7000 klukkustunda verk. Flugleiðir hafa að undanförnu verið að leita fyrir sér um viðhaldsverkefni erlendis til þess að reyna að tryggja flugvirkjum félagsins störf. Noröurlanda, úr 700 miljónum SDR í 1400 miljónir. Loks gerði hann grein fyrir áætlunum um frjálsan fjármagnsmarkað Norð- urlanda frá 1. júní 1990, með þeirri undantekningu að Islend- ingar hafa ákveðna fyrirvara og hömlur vegna sérstöðu landsins. ÓHT söngur, Þórður Árnason gítar, Bobby Harrisson söngur og Lísa Pálsdóttir söngur. Fólki er bent á að koma snemma því undanfarið hefur verið húsfyllir á blústón- leikum í borginni. Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í Þjóð- viljanum í gær í frétt um gjöf tveggja hektara lands til Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði, að vitlaust var farið með nafn gefandans. Það var Haf- steinn Hjartarson, sem rekur verktakafyrirtækið Snót í Hafn- arfirði, sem gaf landið. Er Haf- steinn beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. Þá var farið vitlaust með heimilisfang Mæðrastyrksnefnd- ar í annarri frétt á sömu síðu. Mæðrastyrksnefnd er til húsa í kjallara Hringbrautar 116. Þar er opið í dag frá kl. 15-18. Lokað verður yfir helgina, en opnað aft- ur í næstu viku. Jólablús á Borginni Vinir Dóra verða með jólablús- tónleika á Borginni á fimmtudag. Húsið verður opnað kl. 21 en tón- leikarnir hefjast kl. 23 og verður þeim útvarpað beint á Rás 2. Vin- ir Dóra skipa þeir Halldór Braga- son gítar og söngur, Jens Hans- son saxófón, Hjörtur Howser orgel, Ásgeir Óskarsson trom- mur, Guðmundur Pétursson gít- ar og Hafsteinn Valgarðsson bassa. Gestir að þessu sinni verða þau Magnús Eiríksson gítar, Pét- ur Tyrfingsson gítar og söngur, Sigurður Sigurðsson harpa og söngur, Andrea Gylfadóttir Jólasveinar í umferðarfræðslu Nokkrir jólasveinar hafa gengið til liðs við Umferðarráð og leggja sitt af mörkum til að fækka um- Sléttagrunn Loðnan stendur djúpt í gær höfðu 5 loðnuskip tU- kynnt samtals um 3.360 tonna afla og af þeim var Bjarni Ólafs- son AK með um 1130 tonn sem var uppsafnaður afli en þó stærsti einstaki farmurinn sem eitt skip hefur komið með að landi það sem af er vertíð. Aðalveiðisvæðið var 60-70 sjómflur út af Sléttagrunni en það sem veldur flotanum erfiðleikum er hversu loðnutorfurnar standa djúpt og ekki bætti tunglskinið úr skák en birtan fælir loðnuna frá að koma ofar í sjóinn. Þó fengu skipin í fyrrinótt frá 50-60 tonn í kasti og sum hver 100-150 tonn. Skipverjar á Dagfara urðu þó fyrir þeirri reynslu í fyrrinótt að hnúfubakur sleit nótina en eins og kunnugt er ollu þeir sjómönn- unum erfiðleikum á síðustu ver- tíð sökum ágangs í loðnunæturn- ar. Með afla gærdagsins var heildaraflinn orðinn um 43.300 tonn en á sama tíma fyrir ári um 260 þúsund tonn. Þann 12. des- ember 1988 veiddust á einum sól- arhring vel yfir 20 þúsund tonn. -grh Fiskeldi Undalax gjaldþrota Fiskeldisfyrirtækið Lindalax við Vatnsleysuströnd var í gær úrskurðað gjaldþrota og er talið að það skuldi um einn miljarð króna. Fyrirtækið sem er í eigu íslend- inga að rúmum helmingi og Norðmanna að tæpum helmingi er ein stærsta strandeldisstöð landsins. Lindalax fékk greiðslustöðvun í september sem átti að renna út á milli jóla og nýárs. Þar sem eigendum þess mistókst að afla nýs fjármagns f reksturinn óskuðu þeir eftir því að fyrirtækið yrði úrskurðað gjaldþrota. -grh ferðarslysum meðal bama. Þeir eru virkir þátttakendur í Jólaget- raun 1989 sem öll börn á aldrin- um 6 til 12 ára fá í skólum um þessar mundir, samtals 28.000 nemendur. Lögreglan, umferð- arnefndir sveitarfélaga og Tannverndarráð standa einnig að getrauninni. í getrauninni eru 10 spurningar til að minna bömin á ýmis atriði úr umferðinni sem gott er að hafa í huga og mælt er með að foreldrar aðstoði börnin við að leysa getraunina. Dregið verður úr réttum lausnum og þau börn sem eru heppin fá lögreglu- mann í heimsókn með bókaverð- laun. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 13. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.