Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
JÓLALYNDI
Landhelgismál-
in eilífu
Sigrar íslendinga í baráttunni fyrir útfærslu landhelginnar
eru bersýnilega sú Lilja sem allir vildu kveðið hafa. Það sýna
meðal annars þau skrif sem nú birtast í blöðum og stefnt er
gegn nýútkominni bók Lúðvíks Jósepssonar, sem var sjáv-
arútvegsráðherra í tveim erfiðustu hrinum þorskastríðanna.
Menn bera sig illa og segja: það var Ólafur Jóhannesson en
ekki Lúðvík sem sigraði Breta. Það var Sjálfstæðisflokkurinn
sem kom málum í höfn meðan Lúðvík og hans menn vildu
barasta hleypa öllu í bál og brand í Nató.
Lífsreyndur maður hefur sagt: framtíðin er lítt á okkar
valdi, nútíminn hraðfleygari en hönd verði á fest, því er
fortíðin það eina sem við getum breytt. Þessi orð koma
óneitanlega upp í hugann, þegar hugsað er til þess fram-
halds á landhelgisdeilum sem við verðum nú vitni að. Um
leið og við hljótum að spyrja: hvers vegna vilja menn „breyta
fortíðinni" sér í hag í þessu máli?
Ástæðurnar eru tvær. Önnur er sú að landhelgismálið var
síðasta sóknin í íslenskum sjálfstæðismálum. í meira en öld
höfðu íslendingar barist fyrir því að taka sín mál í sínar
hendur, stjórnsýslu jafnt sem nýtingu landsins auðlinda.
Það var blátt áfram lífsnauðsyn að staðfesta þá pólitísku
þróun sem lauk með stofnun lýðveldis 1944 með íslensku
forræði yfir fiskimiðunum. Hin ástæðan er sú, að þessi
síðasta sókn í sjálfstæðismálum blandast saman við ósigra
og margskonar tvísýnu að því er varðar stöðu smáþjóðar í
heiminum.
Ekki einungis vegna þess að sú staðreynd að ísland var
komið í Nató og að hér var bandarísk herstöð hafði, eins og
Lúðvík Jósepsson rekur í sinni bók, lamandi áhrif á fram-
göngu forystumanna Natóflokkanna þriggja í landhelgismá-
linu. Heldur vegna þess einnig, að sá vandi sem íslendingar
nú standa frammi fyrir vegna viðræðna um aðlögun að
viðskiptaháttum Evrópubandalagsins var þegar kominn upp
á tímum þorskastríðanna. Árið 1972 var unnið að samkomu-
lagi um viðskipti íslendinga við Efnahagsbandalagið Það
laut að bví að iðnaðarvörur frá EB skyldu fá svipaða tolla-
meðferð hér og hliðstæðar vörur frá EFTA-löndunum. Það
þótti sanngjarnt að þessari lækkun tolla í innflutningi til
Islands fylgdi lækkun tolla á íslenskum afurðum í löndum
Efnahagsbandalagsins. En þegar kom að því að láta þetta
samkomulag ganga í gildi sneru fulltrúar Efnahagsbanda -
lagsins í Brussel við blaðinu. Þeir lögðu fram sérstaka bókun,
svonefnda bókun nr. sex, sem kvað svo á að ísland fengi
ekki notið þessara gagnkvæmu réttinda nema fyrst hefði
tekist „ásættanlegt samkomulag í fiskveiðideilu íslendinga
og Breta og Vestur-Þjóðverja".
Og eins og Lúðvík Jósepsson rekur, þá var þetta ekki í
fyrsta sinn sem reynt var að fá íslendinga til að gefa eftir í
landhelgismálinu með viðskiptaþvingunum eða freisting-
um. Þegar á ýmsum skeiðum landhelgismálsins kom það
líka fram, að einmitt þeir sömu aðilar reyndust fúsastir til að
semja um undanþágur og veiðiheimildir til erlendra aðila,
sem nú eru bráðlátastir við að laga sig að viðskiptaháttum
Evrópubandalagsins. Rétt eins og á dögum landhelgismáls-
ins teljast nú allir flokkar sammála - það verði að tiyggja
íslensk yfirráð yfir fiskimiðum og því komi ekki til mála að
ganga beinlínis í Evrópubandalagið. En rétt eins og þá mun
það koma á daginn, að þegar á reynir mun skerpast munur-
inn á milli þeirra sem telja það afsal landsréttinda sem hinir
Evrópufúsu kalla eðlilegt viðskiptafrelsi eða einhverjum enn
áferðarfallegri nöfnum.
pJÓÐVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími:681333
Kvöldsimi: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason.
Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.),
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inavarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.ÞorfinnurOmarsson
(Iþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrif8tofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglý8ingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðurnúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr.
Áskr iftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. desember 1989
I