Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 7
ANDREA
JÓNSDÓTTIR
Valgeir
skemmtilegur...
...þetta hefði nú ekki þótt
fréttnæm fyrirsögn fyrir svona
ári, en svo er mannfæð hér á landi
á um að kenna, að nú mun mörg-
um þykja svo. Valgeir Guðjóns-
son blessaður hefur nefnilega
lent í því eins og margur
skemmtikrafturinn að komast í
tísku, og átt það betur skilið en
ýmsir, en lent í slíkri ofnotkun á
mannamótum af öllum stærðar-
gráðum jafnt f þéttbýli sem
dreifbýli að svo er komið að ært
hefði stöðugri en óstöðugan.
Ekki veit ég til hvors hópsins ég
telst, en verð bara að segja eins
og er að ég var hálf fúl strax á
jólakonsertinum hans í fyrra. Og
það var svo sem ekki eingöngu
Valgeir sem ég lét pirra mig þá,
heldur jafnvel frekar hljóm-
leikagestir hans og aðdáendur,
sem flissuðu og rúmlega það við
hvert orð sem maðurinn lét út úr
sér, og verkuðu eðlilega þannig á
Stuðmanninn að sögurnar og at-
hugasemdimar urðu enn lengri
og fleiri. Valgeir kom mér þess
vegna virkilega skemmtilega á
óvart í Iðnó í gærkvöld, þar sem
hann tróð einn upp með gítar, og
fínan hljómburð.
Líklega hafa flestir búist við að
Iðnó-hljómleikar Valgeirs væm
nokkurskonar auglýsing fyrir
nýju plötuna hans Góðir
áheyrendur, en svo var aldeilis
ekki... af henni tók hann ekki
nema 4 lög (ég kom reyndar 20
mínútum of seint - afsakið), og
nefndi aldrei að þau væru neitt
nýrri lummur sem hann flutti í
gríð og erf. Hann renndi sér í
gegnum tímabil Stuðmanna, tók
meðal annars syrpu úr Með allt á
hreinu, hitt og þetta frá Spilverk-
inu, og svo lög sem hann hefur
samið en aðrir utanstuðsmenn
sungið, eins og Bara ég og þú
(Bjarni Ara), lög af Sönnum sög-
um, úr söngleiknum Síldin er
komin (Sú plata hvarf því miður í
skuggann af Góðum íslendingum
í jólaflóðinu í fyrra), og flutning-
ur Valgeirs á Gestum út um allt
að drekka eitthvað annað en
malt, af Hrekkjusvínaplötunni,
var skemmtilegur - og athuga-
semdir þar á undan og innan í.
Valgeiri tókst nefnilega á
fimmtudagskvöldið að halda sér
við efnið, en vera ekki eins af-
skaplega langsaga og útúrdúra-
samur og mér hefur oft fundist
hann vera. Það var tildæmis harla
góð niðurstaða hans úr kynlífs-
blaðinu Bleikt og blátt, um ör-
uggt kynlíf með appelsínubát,
sem ég ætla ekki að skemma fyrir
honum hér, því að réttmætt þykir
mér að fleira fólk en fyllti sætin í
Iðnó fái að heyra hana í fyrsta
sinn, og þetta ágæta hljómleika-
prógramm hans í heild.
En það er ekki nóg að standa
bara uppi á sviði með sögur og
söng - líka skiptir máli hvemig
það er fram sett. Þótt ekki sé ég
kunnug þvf hvemig Valgeir
undifbýr sín prógrömm yfirleitt,
þá verð ég að segja að ég hef ekki
séð hann með eins vandað og vel
unnið „sjó“ einan sér. Söngurinn
fannst mér á fimmtudagskvöld
fjölbreyttari en áður og gítarleik-
urinn betri. Valgeir gerði reyndar
létt grín að því síðamefnda, en ef
maður ætti að miða hann við gít-
arleik fslenskra trúbadúra, t.d.
Megasar, Bjartmars og Bubba,
mundi Valgeir líklega lenda í
öðru sæti, í samkeppni við
Bjartmar, en nokkuð langt á eftir
Bubba þó... annars kom ég nú
bara með þennan fáránlega sam-
anburð til að geta komið að öðr-
um raunhæfari milli Bubba og
Valgeirs. Eins og fólk kannast við
hefur Bubbi tekið landsbyggðina
undir sinn textavæng, og upplýst
hljómleikagesti sína um bágindi
fólks þar vegna atvinnuleysis.
Sumum borgarbúum hefur þótt
nóg um og vilja halda því fram að
Reykvíkingar þjáist líka af göfug-
ari eymd en dópneyslu og
eymingjaskap sem Bubbi hefur
líka ort um. I Iðnó var Valgeir
maður Reykvíkinga, ekki endi-
lega smælingjanna - frekar upp-
anna, og sumum finnst hann ef-
laust tala heldur mikið um pen-
inga (það var annars nokkuð
fyndið þetta með hvítu hanskana
í Lottóinu), og ekki er mér grun-
laust um að Valgeir sé hér með
meðvitað andsvar gegn lands-
byggðaráróðri Bubba, þótt ekki
hafi hann haft nein orð þar um -
varð reyndar launfyndnari fyrir
bragðið. Hins vegar má líka segja
að Valgeir mætti líka reyna að
vera alvarlegur í alvöru, því að
vissulega er alvarlegur tónn í
sumum textunum, alveg óþarfi
að vera feiminn við það.
Já, þetta var sem sagt þægilega
og skemmtilegt fimmtudags-
kvöld í Iðnó. Þegar hlé kom var
ég kominn að þeirri niðurstöðu
að Valgeir ætti að láta líða tvö ár í
næstu sólóplötu, en gefa út fyrir
næstu jól úrval laga sinna, til að
minna okkur á, þessa kröfuhörðu
fúlupúka, hvað hann hefur nú
gert margt ansi gott. Þar að auki
finnst mér Valgeir fyrst og fremst
góður textasmiður, síðri laga-
smiður, þ.e.a.s. hann hefur sam-
ið margar afskaplega skemmti-
legar einfaldar melódíur einsog
Popplag í G-dúr er gott dæmi um,
en stendur kannski ekki endilega
undir því að búa til lög á heila
sólóplötu á ári. Ekki það að þetta
eigi ekki við um fleira músíkfólk,
en maður gerir bara meiri kröfur
til Valgeirs sem Stuðmanns og
Spilverksmanns en hinna ýmsu
Jóna í bransanum. Einn gesta í
Iðnó, Stefán Jón Hafstein, kom
reyndar með jafnvel betri tillögu
- að eins vel heppnaðan konsert
og Iðnókonsert Valgeirs ætti bara
að gefa út á plötu. Sem sagt,
sögur úr salnum... og það er svo
sem hart fyrir tónlistarmenn að
við fjölmiðlafólk skulum vera að
setja okkur á háan hest og vera
með meiningar sem passa
kannske engan veginn við þeirra
plön - eða hjörtu. En við erum
náttúrlega í vinnunni eins og þeir,
og við verðum að segja það sem
okkur finnst - af því viti og til-
finningu sem Guð gaf. Amen. A
Víst batnar
Ríó er tríó eða hljómsveit sem
fór út af matseðlinum 1976 eða
eftir að „Verst af öllu“ kom út. Á
þeim tíma hafði maður gaman af
þeirri plötu, Oli Jó var maður
dagsins og platan vakti meðal
annars athygii fyrir góðan hljóm,
enda tekin upp í gæðahljómsveri í
Lundúnum. Áður hafði klíkan
sem ég tilheyrði frá 10 ára aldri
haft gaman af Ríó. Um og upp úr
fyrsta kenderíinu, sem farið var á
algerlega án aðstoðar áfengis, var
„Flaskan mín fríð“ prýðilegur
slagari.
Eftir þetta var Ríó ekki inni í
myndinni.
Það hefur verið hljótt um þetta
tríó úr Kópavoginum um nokkurt
skeið. Þögnin er nú rofin og Ríó
skvettist inn um eyrun á áttavillt-
um íslendingnum, þannig að
hjarta hans tekur kipp. Hann
kannast við þetta ástand: „Ekki
vill það batna". Hirðskáldið Jón-
as Friðrik hefur sig til flugs í sín-
um fræga sósíalrealiska stíl. Ef
Jónas byggi í Sovétríkunum væru
textar hans vafalaust þunglyndis-
legri, en ég held að alltaf yrði
samt stutt í glensið hjá skáldinu.
„Nú fara sveitirnar á sýsluna og
sýslumar þær fara á þjóðina sem
hefur ekki glóru um hvert hún á
að fara....Fólk er yfirleitt orðið
skelfing þreytt, það er bara eins
og enginn geti lengur neitt“.
Kannast einhver við
stemmninguna? Það er ég viss um
að ef marsbúar lentu á íslandi
myndu þeir halda að á íslandi
byggju eintómir hagfræðingar,
svo vitlaust er ástandið.
„Ef bankinn minn nú kaupir
bankann þinn og bankinn ykkar
Sverris kaupir minn, hvað ætli
lægstu vextir þurfi þá að vera?“
Þjóðarsálin hreinlega sullast
um í þessum texta Jónasar. Ekki
spillir síðan undirleikur Ríósins
og Magnús Einarsson mandólín-
leikari og fleira er kærkomin við-
bót. Ríóið hefur raunar vaxið í
áranna rás úr tríói í kvintett. Ág-
úst, Helgi og Óli eru enn kjarn-
inn, en Gunnar Þórðar er tiltölu-
lega nýlega fullmunstraður á
skútuna, þó hann hafi lengi verið
þar lausamaður.
Það er líka nýlunda hjá Ríó að
spila eingöngu frumsamin lög.
Auðvitað er það Gunnar Þórðar-
son sem semur lögin. Ég vona að
hann móðgist ekki þó ég segi að
lögin hans á þessari plötu eru það
besta sem ég hef heyrt frá honum
lengi og ég held að Ríó sé hljóm-
sveitin sem passar lögunum hans
best.
Útsetningar Gunnars á Ríóinu
ásamt öruggum og góðum undir-
leik hljómsveitarinnar og góðum
söng tríósins, hjálpast að við að
skapa mjög íslenska og skemmti-
lega „folk song“ plötu. Þjóð-
lagaplata væri ekki alveg rétta
orðið.
Mig langar að nefna lag sem
heitir „Það reddast“, eftir al-
ræmdu slagorði íslendinga. í því
lagi er sungið af lífsgleði um
vandamálin, lífsgleði sem maður
kannast við úr Þórsmörkinni, af
óteljandi sveitaböllum og öðrum
uppákomum.
Gott mál þegar menn „rísa upp
úr gröfunum“ svona fjörugir og
eins og Hermann Gunnarsson
myndi segja: Og hafa engu
gleymt, heldur hresstst og batnað
í hléinu. Á „Ekki vill það batna“
er líka fullt af ágætu kryddi frá
írlandi og ástarballöðurnar sem
Helgi syngur þannig að mömmu
vöknar um augun, eru á sínum
stað. Það er líka engu líkara en
Gunnar hafi samið safn af lögum í
anda ferils Ríósins, en tekst oft-
ast betur upp en hinum erlendu
það
höfundum. Það er eitthvað meira
ekta við það að syngja frumsamin
lög en að skella íslenskum textum
við erlend. Gunnar og kompaní
eiga hrós skilið fyrir einstaklega
góðan hljóm og undirleik sem er
á plötunni Jónas Friðrik gerir
líka sitt og svona rétt fyrir jólin er
við hæfi að hlusta á hans besta
ráð: „Bjartsýni“, það er hún sem
blífur.
-hmp
VERÐBREYTINGAR-
STUÐULL
FYRIRÁRÐ 1989
Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um
tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað
verðbreytingarstuðul fyrir árið 1989
og nemur hann 1,2224 miðað við 1,0000 á árinu 1988.
Reykjavík 27. nóvember 1989
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Laugardagur 16. desember 1989 ÞJÖÐVILJINN — SfÐA 7