Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 11
í DAG
Hœstiréttur
Þjóðviljinn sýknaður
af refsikröfum
Úrskurður Hœstaréttar ímáli Útgáfufélags Þjóðviljans, Árna Berg-
manns og Össurar Skarphéðinssonar gegn Guðmundi G. Þórar-
inssyni
Nýlega kvað Hæstiréttur upp
úrskurð í máli Útgáfufélags Þjóð-
viljans, Árna Bergmanns og
Ossurar Skarphéðinssonar gegn
Guðmundi G. Þórarinssyni. í
dómi sínum felldi Hæstiréttur
niður refsisektir á hendur rit-
stjórum blaðsins og Útgáfufélagi
Þjóðviljans auk þess sem máls-
kostnaður feUur niður hvað varð-
ar Útgáfufélagið. Þá féll Hæsti-
réttur frá þeirri kröfu undirréttar
að dómsúrskurður birtist áber-
andi á forsíðu Þjóðviljans. Hins-
vegar er farið fram á að dómsorð
og forsendur dóms birtist í Þjóð-
viljanum i fyrsta eða öðru tölu-
blaði ÞjóðvUjans sem gefíð verð-
ur út eftir birtingu dómsins. Þjóð-
viljanum barst dómurinn í fyrra-
dag og er hér orðið við úrskurði
Hæstaréttar:
Forsendur
„Fram er komið að síðari um-
mælin, sem greind eru hér að
framan, eru röng og ber að stað-
festa niðurstöðu héraðsdómsins
varðandi ómerkingu þeirra. Þeg-
ar ummælin í fyrirsögn fréttarinn-
ar eru metin verður að líta á fyrir-
sögnina og fréttina í heild. í frétt-
inni er sagt að rannsókn á bók-
haldi fyrirtækisins nái nokkur ár
aftur í tímann. Fyrirsögn og frétt
lesin í heild verða ekki öðru vísi
skilin en að verið sé að drótta því
að stefnda að hann tengist
meintum skattsvikum fyrirtækis-
ins. Þessi ummæli hafa ekki verið
réttlætt og ber því einnig að stað-
festa niðurstöðu héraðsdóms um
ómerkingu þeirra á þann hátt
sem í dómsorði greinir.
Aðdróttun sú er felst í hinum
ómerktu ummælum er í héraðs-
dómi réttilega talin varða við 235.
gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940. Hér þykir mega líta til
þess að samkvæmt framburði
Guðmundar Þórðarsonar hafði
embætti ríkisskattstjóra afskipti
af álagningu söluskatts á því
tímabili sem stefndi var fram-
kvæmdastjóri, rangar tímasetn-
ingar í fréttinni voru leiðréttar í
Þjóðviljanum og ómótmælt er að
úrskurður siðanefndar Blaða-
mannafélags íslands frá 26. fe-
brúar 1986, sem taldi fréttina al-
varlegt brot á siðareglum félags-
ins, var birtur athugasemdarlaust
í blaðinu skömmu síðar. Refsing
þykir því mega niður falla með
hliðsjón af 8. tl. 1. mgr. 74. gr.
laga nr. 19/1940, sbr. 2 mgr. sömu
greinar.
Staðfesta má ákvæði hins áfrýj-
aða dóms um 100.000,00 króna
miskabætur stefnda til handa
með þeim vöxtum sem í dóms-
orði greinir.
Samvæmt 22. gr. laga nr. 57/
1956 ber að fallast á kröfur stefn-
da um birtingu á dómsorði og for-
sendum þessa dóms á þann veg
að eftir verði tekið í fyrsta eða
öðru tölublaði Þjóðviljans, sem
gefið verður út eftir birtingu
dóms þessa. Samkvæmt heimild í
2. mgr. laga nr. 19/1940 er stað-
fest ákvæði hins áfrýjaða dóms
um 50.000,00 króna greiðslu til
stefnda til að kosta birtingu dóms
þessa í opinberu blaði eða riti.
Ákvæði hins áfrýjaða dóms um
málskostnað eru staðfest.
Áfrýjendum, Árna Bergmann
og Össuri Skarphéðinssyni, ber
að greiða stefnda 75.000,00 krón-
ur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Rétt þykir að málskostnaður fyrir
Hæstarétti falli niður að því er
varðar Útgáfufélag Þjóðviljans.
Dómsorð:
Aðdróttun um tengsl stefnda
Guðmundar G. Þórarinssonar
við meint skattsvik, sem fram
kemur í fyrirsögn forsíðufréttar
4. tölublaðs Þjóðviljans 51. ár-
gangs hinn 7. janúar 1986, skal
vera dauð og ómerk.
Eftirgreind ummæli í sömu
frétt:
„Stjórnarformaður fyrirtækis-
ins og annar framkvæmdastjóri
þess fram á haustdaga 1984 var
Guðmundur G. Þórarinsson...
Hann er einn af stærstu hlut-
höfum fýrirtækisins.“ skulu vera
dauð og ómerk.
Áfrýjendur, Ámi Bergmann
og Össur Skarphéðinsson, greiði
in solidum stefnda, Guðmundi
G. Þórarinssyni, 100.000,00
krónur í miskabætur með dóm-
vöxtum frá 30. janúar 1986 til 14.
apríl 1987, en með hæstu
innlánsvöxtum samkvæmt III.
kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá
þeim degi til greiðsludags.
Birta skal dómsorð og forsend-
ur dóms þessa með áberandi
hætti í fyrsta eða öðru tölublaði
Þjóðviljans sem gefið verður út
eftir birtingu dóms þessa.
Málskostnaður varðandi Út-
gáfufélag Þjóðviljans fellur niður
í héraði og fyrir Hæstarétti.
Áfrýjendur, Ámi Bergmann
og Össur Skarphéðinsson, greiði
stefnda, Guðmundi G. Þórar-
inssyni, 50.000,00 krónur til að
kosta birtingu dómsins í opinber-
um blöðum, og in solidum sam-
tals 150.000,00 krónur í máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.“
L
llfj ÍI-i í
9 3:
i \\á*
ÁAá&L
Skjöldur Eiríksson fyrrv. skóla-
stjóri og Þórir Daníelsson fyrrum
ritstjóri, sem sat í tugthúsi fyrir
blaðaskrif.
Tólf
viðtalsþættir
Skjaldborg hefur gefið út bók-
ina Við manninn mælt eftir Val-
geir Sigurðsson.
í kynningu segir m.a. Lesand-
inn kynnist fyrst þrem afbragðs-
skáldum þjóðarinnar, þeim
Heiðrelri Guðmundssyni, Ólafi
Jóhanni Sigurðssyni og Þorsteini
Valdimarssyni. Þá koma vísinda-
mennirnir dr. Símon Jóhannes
Ágústsson, Bjöm Magnússon,
prófessor og dr. Sigurður Sig-
urðsson fyrrv. berklayfirlæknir
og landlæknir. Guðrún E. Jóns-
dóttir frá Reykjahlíð og Jóhanna
Bjömsdóttir í Kópavogi flytja
stórmerkan sögulegan fróðleik.
Eiríkur Guðmundsson frá
Dröngum og Jóhann Pétursson
fyrrv. vitavörður fara á kostum í
sagnaskemmtun. Þjóðfélasmál
ber einnig á góma. Þar tala þeir
hanna ferðum sínum til tíu fjar-
lægra landa. Hún kemur meðal
annars við í Rúanda, á Máritíus
og Malawi, í írak, ísrael og Túnis
og ræðir þar jafnt við höfðingja,
hirðingja og hjákonur og nálgast
fólkið af varfæmi en jafnframt
glettni þannig að frásögnin verð-
ur í senn lífleg og sönn.
Jóhanna Kristjónsdóttir er
þjóðkunn fyrir ritstörf sín og
blaðamennsku undanfama tvo
áratugi. Hún starfar hjá Morgun-
blaðinu en ver flestum frístund-
um sínum til ferðalaga um fram-
andi slóðir.
Listin að
grennast
Af ferðum Jóhönnu
Kristjónsdóttur
Vaka-Helgafell hefur gefið út
bókina Dulmál dódófuglsins eftir
Jóhönnu Kristjónsdóttur. Bókin
ber undirtitilinn: Á ferð með
augnablikinu um framandi löng.
Hér em nýjar minningar Jó-
hönnu Kristjónsdóttur frá ferða-
lögum um framandi lönd, en
sama forlag gaf út á síðasta ári
ferðaminningar af svipuðu tagi
undir nafninu „Ffladans og fram-
andi fólk“.
í kynningu Vöku-Helgafells á
þessari nýjustu bók Jóhönnu
Kristjónsdóttir segir meðal ann-
ars:
í Dulmáli dódófuglsins lýsir Jó-
Út er komin hjá Emi og örlygi
matreiðslubók fyrir þá sem vilja
grennast án þess að fara í megr-
un. Bókin nefnist Minna mittism-
ál án fyrirhafnar. Höfundurinn
er Kristín Gestsdóttir en hún er
einnig höfundur hinna „220 ljúf-
fengir lambakjötsréttir“, „220
gómsætir sjávarréttir“ og „220
ávaxta- og berjaréttir“.
Kristín segir í formála sínum
m.a.: „Það er ekki út í bláinn að
bók þessi heitir „Minna mittism-
ál“. Flestir eða allir vilja minna
mittismál - án fyrirhafiiar. Það
skemmtilega er að minna mitt-
ismál og gómsætur matur eiga
sannarlega samleið.“
í bókinni er tillaga að þriggja
vikna megmnarfæði og er það
síðasti kafli hennar.
Bókin Minna mittismál án
, fyrirhafnar er 328 blaðsíður.
16. desember
laugardagur. 350. dagur ársins.
FYRIR c;n ÁRI IM 9.vikavetrarhefst.Sólarupprásí
rrnin OU MI-IUM Reykjavíkkl.11.17-sólarlagkl.
Ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan 15.30.
Laxness kemur í bókaverslanir í
dag. „Hús skáldsins“ þriðj a bindi
sögunnar um Ólaf Kárason er
gefið út á 20 ára rithöfundaraf-
mæli Halldórs.
Viðburðir
Framsóknarflokkurinn stofnaður
árið 1916.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúðavlkuna "
15.-21. des. er í Laugamesapóteki og
Arbæjarapóteki.
Fyrmefnda apótekið eropiðumhelgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 fridaga). Sfðamefnda apótekið er
( opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN .
7 Reykjavlk sfmi 1 11 66
Kópavogur............sfmi 4 12 00
Seiq.nes.............sfmi 1 84 55
Hafnarfj.............sími 5 11 66
Garðabær.............sími 5 11 66
Slökkvlllð og sjukrabflar:
Reykjavik............sfmi 1 11 00
Kópavogur............sfmi 1 11 00
Seltj.nes............sfmi 1 11 00
Hafnarfj.............sfmi 5 11 00
Garðabær.............sfmi 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, simaráðleggingar og tlma-
pantanir f síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu em gefnar (slm-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspft-
allnn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn slmi 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
slmi 53722. Næturvakt lækna slmi
51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsimi vaktlæknis 985-23221.
Kef lavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknae.
,1966.
SJUKRAHUS
Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-t8,
og eftir samkomulagi. Fæðlngardeild
Landspftalans: 15-16. Feðratfmi 19.30-
20.30. Öldrunarlæknlngadelld Land-
spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdelld
Borgarspftala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Hellsuvemdarstöðln við
Barónsstfg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspftall: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Bamadeild:
. heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17
daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spftallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. SJúkra-
húslð Húsavlk: alla daga 15-16 og
19.30-20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RK(. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðfstöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum ’
efnum. Sími 687075.
MS-félaglð Álandi 13. Opið virkadagafrá
'kl.6-17. Sfminner 688620.
Kvennaráðgjöf in Hlaövarpanum Vestjir-
götu 3. Oplð þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, sfmsvari.
Upplýsingar um eyðni. Slmi 622280,
beintsamband við lækni/hjúkrunarfraeðing
á miövikudögum kl. 18-19, annars slm-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konursem beittar
hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun.
Samtökin ’78. Svarað er f upplýsinga- og
ráögjafarsima félags lesbia og homma á
, mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 -
‘ 23. Sfmsvari á öðrum tfmum. Slminn er
91-28539.
Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Raf magnsvelta bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um slf jaspellamái. Slmi
21260 allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt f sfma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Oplð hús“ krabbameinssjúkllnga
Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklingaog aðstandendurþeirra á
fimmtudögumkl.17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmlsvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið I síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
15. des. 1989
kl. 9.15.
Sala
Bandarfkjadollar............ 61.95000
Sterlingspund............... 99.24700
Kanadadollar................ 53.28300
Dönskkróna................... 9.18800
Norsk króna.................. 9.25460
Sænskkróna................... 9.86940
Finnsktmark................. 15.09140
Franskurfranki.............. 10.43410
Belgískurfranki............ 1.69540
Svissnesku'rfranki.......... 39.81360
Hollenskt gyllini.......... 31.59020
Vesturþýsktmark............. 35.65780
Itölskllra................... 0.04790
Austurrískursch.............. 5.06980
Portúg. Escudo............... 0.40690
Spánskurpeseti............... 0.55050
Japansktyen.................. 0.43046
Irsktpund................... 94.17300
KRÓSSGÁTA
bd
7
Lárátt: 1 ruddaleg4
skjöl 6 súld 7 öruggur 9
holdug12þáttur14
«15fuglahópur
Iur19friður20
heiti21 hrúgar
Lóðcátt: 2 sefi 3 viljuga
4stafn5geiti7rýr8
festa 10 reikar 11 ferðin
12hest17tré 18kven-
mannsnafn
Lausn á sfðustu
kroMoáftu
uSStí1óþæg4högg
6eir7efli9ágæt12 ■
orgar14dún15afl16
déinn19skor20endi
121 nisti
Lóðrátt: 2 þóf 3 geir 4
I i hráa 5 glæ 7 endast 8
! London 10granni 11
i i tældir 13 gái 17 ári 18
jnet
Laugardagur 16. desatnber 1989 ÍPJÓÐVIUINN - SlÐA 11.