Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 1
Svamlað í bókasjónum Það er engin lygi að ísiendingar gefa út mikið af bókum. A afmæl- ishátíð Félags íslenskra bókaút- gefenda á dögunum kom það fram, að líklega yrðu titlarnir um eitt þúsund í ár. Þar af væru meira en 600 bækur í orðsins fyllstu merkingu. Samanlagt upp- lag allra þessara „prentmuna“ er líklega hálf önnur miljón eintaka. Ef allt væri tínt til ættu að koma um sex eintök á hvert mannsbarn í landinu. Við ættum að minnsta kosti að geta gert ráð fyrir því, að hver og einn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef hann hefði nennu eða getu til að leita sem skyldi. Það er nefnilega ekki auð- hlaupið að því að fá yfirlit yfir alla þessaútgáfu. Auglýsingaherferð- irnar orka tvímælis eins og flest annað: vekja vitanlega athygli á bókum, en þær reyna að vekja athygli á svo mörgum í einu að hætt er við að allt renni saman í einhverja litskrúðuga móðu þar sem allt á að vera spennandi, ný- stárlegt, hreinskilið ognáttúrlega skemmtilegt. Svo ráða menn hvort þeir trúa því. Bókaútgefendur senda í hvert Árni Bergmann tók saman hús bækling sem nefnist Islensk bókatíðindi. Þar er í stuttu máli sagt frá svosem 380 bókum og þær flokkaðar niður. Hér vantar að sjálfsögðu margt - og munar þá væntanlega mest um ýmislegar kennslubækur og svo ljóðabækur sem menn gefa út sjálfir.Bækling- urinn flokkar útgáfuna og er mest að marka upplýsingar um þrjá veigamikla bókaflokka: ís- lenskar skáldsögur, sem eru þrjátíu talsins í bæklingnum, þýddar skáldsögur sem eru 51 og ævisögur og minningar, sem eru 44, þar af aðeins fimm þýddar bækur. Ljóðabækur eru taldar 32 en eru í rauninni miklu fleiri. Barna- og unglingabækur teljast nokkuð á annað hundrað, en eru sumar mjög smáar vexti. Um aðra bókaflokka er það að segja, að það er dálítið undir hælinn lagt, hvað er kallað þjóðlegur fróðleikur (12 bækur), fræði- bækur (8 stykki) og uýmsar bækur“ sem eru 47. Einn flokkur bóka er bersýnilega í mjög örum vexti en það eru „handbækur" sem eru 37 upp taldar í bókatíð- indum. Og eru .tíu matreiðslu- bækur samt ekki reiknaðar með. Framhald á bls. 2 Ég heiti ísbjörg Ég er lj' Ég heiti ísbjörg • Ég er ljón. Ung stúlka situr í fangelsi fyrir morð á ástmanni sínum. Á tólf stundum rekur hún örlög sín íyrir lögfræðingi. . í ritdómi í Morgunblaðinu segir: „Vigdís reynir á þanþol allra skilningarvita okkar í sögu ísbjargar og skilur lesandann eftir í miskunnarlausri óvissu. í óvissu sem er full af grimmd og fegurð.“ IÐUNN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.