Þjóðviljinn - 16.12.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Page 2
BÆKUR Framhald af bls. 1 Skáldskapurinn sjálfur Einatt hafa menn tilhneigingu til að meta bókauppskeruna eftir því hvað kemur út af íslenskum skáldskap. Og samkvæmt þeim mælikvarða líður bókmenning- unni takk bærilega og gott betur. Ýmsir fremstu rithöfundar okkar eru á ferð með nýjar bækur: Einar Kárason, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir eins og frægt er orðið í fréttum af bók- menntaverðlaunum. Sumir eru að breyta til: Birgir Sigurðsson hvflir sig á leikritum og gefur út gamansamar smásögur, ísak Harðarson og Sveinbjöm I. Baldvinsson hvfla sig á ljóðum og bjóða upp á smásögur. Óvenju- margir eru á ferð með sína fyrstu skáldsögu eða smásagnasafn: Einar Heimisson með sína flótta- mannaskáldsögu, Eysteinn Björnsson sem lýsir lífsmynstri spilafífls, Arnmundur Backman skoðar vinnuþrælinn í neyslu- samfélaginu, Kristín Ómarsdótt- ir hnitar saman húmor og lýrík í smásögum. Og þá er hvergi nærri allt upp talið. Kjartan Árnason sendir frá sér sérstæða þroska- sögu, Agnar Þórðarson er með pólitíska lykilskáldsögu. Leó Löve prófar sig í hreinræktaðri spennusögu. Innlendar ástar- Hver er ekki hvað? Shusaku Endo Hneyksli Úlfur Hjörvar þýddi Forlagið 1989 Alltaf er gaman að því að þýð- endur leggist í landvinninga. Nú er Úlfur Hjörvar kominn alla leið til Japans og reiðir fram á skilvísri íslensku sögu, sem blandar sam- an vestrænni skáldskaparreynslu og japönsku lífsmynstri á mjög merkilegan hátt. Sagan greinir frá Súgúró, sem er virðulegur rithöfundur hálf- sjötugur, grandvar kristinn mað- ur sem ekki má vamm sitt vita, en hefur í skáldskap sínum freistast til að fást við myrkrið óskiijan- lega í sálum mannanna og er ekki viss um hvort hann hefur verið heiðarlegur í meðferð þess efni- viðar. Pær efasemdir ágerast þeg- ar hann fær það framan í sig við hátíðlega afhendingu verðlauna, að til hans hafi sést við ljósfælnar skemmtanir í vændis- og klám- hverfi Tokíóborgar. Hann kann- ast að sönnu ekki við neitt í fýrstu, en fréttum af illum ævin- týrum hans fjölgar, slúðurblaða- maður kemst á spor hans og ætlar að tortíma hans æru. Hvað er á seyði? Höfundurinn heldur les- andanum lengi í greipum spurn- ar, leikur á forvitni hans af mikl- um hagleik: á Súgúró sér tvífara eða er vændismaðurinn svipljóti, sem hann hefur sjálfur séð bregða fyrir, einhver djöfullegur partur af persónu hans sjálfs?. Shusaku Endo er ekki fýrstur manna til að fjalla um tvífara- þemað sem rómantíkin gerði vin- sælt (m.a. í sögum Hoffmanns) og lifði áfram góðu lífi í frægðar- sögum eins og Myndinni af Dori- an Gray og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Þessi japanski sagnameist- ari lætur sér vitaskuld ekki nægja það, að tiltekið hugarsástand eða sálarafkimi verði hold og skiljist sögur nokkrar eru á sínum venju- lega stað. Þetta er ekki beinlínis ár ritsafna - þó kom Jónas Hall- grímsson út í nýrri útgáfu og vandaðri, AB lauk við 19 binda útgáfu á Gunnari Gunnarssyni og MM gaf út allar smásögur Hall- dórs Stefánssonar á stórbók. Ljóðlistin má una vel sínum hlut á ári þegar Stefán Hörður Grímsson, Þorsteinn frá Hamri. Ingibjörg Haraldsdóttir, Böðvar Guðmundsson, Birgir Svan og ísak Harðarson gefa út nýjar bækur. Ljóðabækur eru annars miklu fleiri orðnar en taldar verði og veldur þar um öflug sjálfsút- gáfa. Sá vöxtur gæti reyndar freistað manns til að hugsa sem svo, að á endanum verðum við svo vel vædd tölvum og prentur- um að rætast kunni spásögnin: „hver maður sín bók“. Hverju guð forði, því þá munu menn að líkindum vera orðnir daufir til að lesa aðra en sjálfa sig. Kvæði Tómasar Guðmunds- sonar komu á stórbók og Hörpu- útgáfan gaf út sálma og kvæði Hallgríms Péturssonar og Menn- ingarsjóður Sonnettur Shakespe- ares í þýðingu Daníels Á. Daní- elssonar. Endurminningin Öll flokkun bóka er hálfgert plat: hér ægir saman viðtalsbók- um og fræðiritum og sjálfsævisög- um, hér er skrifað jafnt um Cesar við „eiganda" sinn. Hann notar þetta tema af góðri útsjónarsemi til að fjalla um óttann við það sem í manneskjunni býr á bak við trú og siðfágun, sama óttann við grimmdina og grimmdarlostann sem fékk Dostojevskí til að hrópa: Maðurinn er of víður, ég mundi vilja þrengja hann. Hér er líka, beint eða óbeint, komið inn á gamlar og nýjar spurningar um skáldskap sem einskonar hreinsun af sora, sem og hug- rekki skálds til að horfast í augu við grimman heim. Súgúró, skáldið í sögunni, fær margt af þessum erfiðu spurningum fram- an í sig við kynni af frú Narúse sem heillar hann og hryllir í tví- eðli sínu. Hún er bæði barngóður sjálfboðaliði á barnadeild sjúkra- húss og kona sem kyndir undir kynnautn sína með því að minn- ast þess, hvernig maður hennar brenndi inni lifandi konur og börn í Kína meðan hann barðist þar í stríðinu. Það er frú Narúse sem segir þetta hér við hinn aldna kristna rithöfund: „Þegar Jesús, löðrandi í blóði, bar krossinn til aftökustaðarins úthúðaði fólkið honum og grýtti þann sem breytti rás sögunnar og Hemma krónu. Hér er vandaður texti góðra stflista eins og Stefáns Jónssonar, sem segir af sinni veiðimannanautn og Björns Th. Björnssonar sem rifjar upp strák- aár í Eyjum. Hér er líka að finna fræðilegt átak Elínar Pálmadótt- ur, sem fræðir okkur um franska íslandssjómenn og Þórunnar Valdimarsdóttur sem heldur til haga því sem hægt er og ekki hægt að vita um Snorra á Húsafelli. Hér eru játningarit eins og lýsing Hebu Jónsdóttur á diplómatalífi, viðtalasyrpur um bændur og sjó- menn, ærslafull æskuárahylling Björns Jónssonar læknis... Hvar skal byrja, hvar skal hætta? Hér eru bækur um stjórnmálamenn (Brynjólf Bjarnason, Davíð Oddsson og Sverri Hermunns- son), verklýðsforingja (Guð- mund J. Guðmundsson og Krist- ján Thorlacius), leikara (Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Ævar R. Kvaran), konur úr húsum lista- manna (Tove Engilberts og Hrefna Benediktsson). Áhuginn á þessari syrpu allri nær kannski ekki nema sjaldan bókmennta- legri fullnægingu og hann mun vafalaust oftar en skyldi detta niður í pukurforvitni þess sem á gægjum liggur. Nema hvað: það er þensla í þessum bókaflokki, einkum viðtalsbókunum sem eru alls 23 talsins í bæklingi bókaút- gefenda. hann. Haldið þér ekki að það hafi gert það ánægjunnar vegna? Það horfir á saklausan og hreinlífan mann þjást. Má ekki ætla að það hafi verið ánægjan af að auka á niðurlægingu slíks manns, sem gagntók múginn þennan dag? Jesús var of saklaus, of flekk- laus... svo að fólkið vildi tortíma honum... Þessa tilfinningu þekkjum við öll. Hún býr djúpt í sálum okkar. En það vill enginn horfast í augu við hana. Þannig hefur yður liðið árum saman Sensei. Jafnvel í skáldsögum yðar... í rauninni hafið þér ekki skrifað um annað en menn sem svikið hafa Jesúm en fellt svo iðr- unartár er haninn gól í þriðja sinn. Þér hafið forðast að skrifa um múginn sem grýtti hann af einskærri ánægju." Að sjálfsögðu gefur Shusaku Endo ekki svör við þeim spurn- ingum öllum sem hann ber fram. En hann kann þá list að láta þær lifna með lesandanum. Einnig margítrekaða spurningu um það, hvort syndin sé með nokkrum hætti frjóangi endurlausnar og upphaf nýs lífs. Árni Bergmann Þýddu skáld- sögurnar Enn og aftur er staðfest sú þró- un sem átt hefur sér stað síðustu ár. Erlendar skáldsögur eru um fimmtíu (voru lengi vel nær áttat- íu gefnar út á ári hverju), og þar munar mestu að dregið hefur úr útgáfu reyfara. Einkum spennu- sagna og leynilögreglusagna (Ag- atha Christie og Alistair McLean eru þó mætt til leiks af alþekktri stundvísi) en af slíkum bókum kemur aðeins út um einn tugur núna. Ástarsögurnar, bleikar flestar, eru helmingi færri eða um tuttugu og þar má ganga að ákveðnum höfundum vísum eins og árstíðunum (Barbara Cart- land, Victoria Holt, Theresa Charles osfrv.). Menn telja að „reyfurum" hafi fækkað vegna þess að notendur þeirra hafi í ríkum mæli flutt sig yfir á myndböndin í leit að af- þreyingu. Aftur á móti hefur merkisskáldsögum erlendum fjölgað sem á íslensku koma, og er svo fyrir að þakka - meðal ann- ars - þýðingasjóði. Hér eru bækur sem stórfrægar hafa orðið af umtali eins og Söngvar Satans eftir Salman Rushdie, bókin sem getur kostað höfund sinn lífið, og skáldsaga Rybakovs um Stalíntímann, Börn Arbats. Forlögin ítreka kunningsskap við merka kunn- ingja eins og Isaac Bashevis Sing- er og Isabel Allende, Doris Les- sing og Patrick Súskind, og Kol- umbíumanninn Márquez - það gildir ekki b'ara í afþreyingariðn- aðinum að mikið vill meira, að auðveldara er að koma á fram- færi höfundum sem fólk kannast við nú þegar. En það er líka gott til þess að vita að útgefendur leita víðar til fanga seinni árin: Hneykslið eftir Shusaku Endo kemur frá Japan, Blindgata í Ka- író eftir Nagib Mahfúz, nóbels- skáldið egypska, er líklega fyrsta nútímaverkið úr hinum arabíska menningarheimi sem á íslensku er þýtt. Þar er vitaskuld verið að bregðast við nóbelsverðlaunum - en það ber líka vott um skjót við- brögð að metsölubók Christophs Ransmayrs um Ovis Rómverja- skáld („Hinsti heimur") er komin á íslensku aðeins ári eftir að hún kom út í Þýskalandi. Stundum hjálpa kvikmyndir bókum til að fá sig þýddar á íslensku eða gefn- ar út - t.d. er það ekki fyrr en nú að hin sígilda skáldsaga Martins Andersens Nexö um Pella sigur- sæla, kemur f íslenskri útgáfu. Og allar hinar Fræðibækur, handbækur, þjóðlegur fróðleikur, ýmsar bækur - nú geta menn fyrst farið að ruglast í ríminu. Hið stóra yfirlitsrit Birgis Sigurðssonar um sfldarævintýrið, Svartur sjór af sfld, og bók Harðar Ágússtonar um listsögulegt ævintýri á tólftu öld falla báðar undir „þjóðlegan fróðleik". Bókin um „Ástandið“ fellur svo undir „ýmislegt“ - ásamt með bók Lúðvíks Jóseps- sonar um landhelgismálið (pólit- ísk nútímasaga) og bók Harðar Bergmann um Umbúðaþjóðfé- lagið ( samfélagsrýni). Annars er maður helst að minna sig á fjöl- breytni í bókaútgáfu þegar þess- um síðum bókaskrár er flett: hér eru fræðslurit um hesta og Unað kynlísins, um veðrið (Markús Einarsson), um sögu flugsins á ís- landi, um framhaldslíf („Á vængjum vitundar“ - einu sinni var sá bókaflokkur allstór á ári hverju). í handbókaflokknum má greina, að um allan heim fjöl- gar ört bókum sem kenna ráð við öllu - við óþekkt í krökkum, við bakveiki og augnverkjum, við of- fitu (Ásgeir Hannes Eiríksson gerist rithöfundur í þágu þess málefnis). Hér er sálfræði af létt- ara taginu eins og bókin sem vill svara því, hvers vegna karlar elska sumar konur en hlaupa frá öðrum og þungavigtarviska eins bók um speki Konfúsíusar. Hér eru leiðarvísar um spilamennsku jafnt sem afrek í orðabókaút- gáfu, íslensk orðsifjabók. Og samt er ekkert sagt enn um barna- og unglingabækurnar. Nema hvað því skal slegið fram, að íslenskir höfundar eru að sækja sig á þeim vettvangi - Iík- lega er um þriðjungur barnabók- anna sannarlega íslenskar. íslenskum ráðherra rænt Leó E. Löve Mannrán ísafoldarprentsmiðja 1989 Alltaf kemur út á ári hverju slatti af íslenskum ástarsögum, en bræður þeirra, spennureyfar- arnir, eru ekki margir. Leó E. Löve er því ekki á alfaraleið, þeg- ar hann smíðar sögu um gjald- þrota íslenskan bisnessmann sem ákveður að rétta við sína reikninga með því að ræna ráð- herra þegar hann er að koma út frá ástkonu sinni eitthvert fimmtudagsk völdið. Spennan sem heldur lesanda við efnið er ekki tengd spurning- unni um það, hver framdi glæp- inn, né heldur hvað hann ætlar að gera, heldur því, hvernig hægt væri að fremja íslenskt mannrán. Og svo er náttúrlega beðið eftir því hvort upp kemst að lokum og því má ekki segja frá. Er nú skemmst frá að segja að þessi saga er haglega fléttuð og yfirleitt blessunarlega laus við óþarfa stflblóm, höfundur gengur hreinlega til verks og ætlar sér ekki meira en til stendur. Undir- búningur mannránsins heldur manni við efnið vegna þess að við vitum ekki til hvers Gunnar Jak- obsson mannræningi þarf á þessu eða hinu að halda. Síðan er pass- að upp á að láta plönin fara hér- umbil úrskeiðis öðru hvoru (reyndar má segja að það bragð sé ofnotað, t.d. í sambandi við flóknar flugvélaútréttingar mannræningjans). íslensk við- Leó E. Löve brögð við mannráninu eru vel til fundin - ekki síst þau að mönnum dettur strax í hug að ráðherrann hafi sjálfur sviðsett rán á sér til að hressa upp á fallandi vinsældir. Reyndar má greina ýmsa fróð- lega þræði milli þessa reyfara, sem vissulega sækir sitt í alþjóð- lega formúlu, og samfélagsá- stands á íslandi í dag: Er ekki hin stórnsjalla mannránsáætlun Gunnars Jakobssonar, sem ætlar sér að fá miljón dollara í lausnar- gjald, er hún ekki eðlilegur óska- draumur allra þeirra sem ætluðu að verða miklir menn í fjármála- heiminum en sprungu á limminu? Arni Bergmann 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.